Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 28

Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 GRANI göslari Við vorðum þcir, sem íyrstir sigra þennan fjallstind! Ég er hættur að botna í þessu sífellda kjaftæði um cfnahags- vanda, eins og það sé einhver vandi. Ekki svona hratt, vesalingarn- ir litlu geta þetta ekki. Um tryggíngabætur „Fyrir einum og hálfum mánuði lenti ég í slysi. í einn mánuð ligg ég og get ekkert unnið vegna veikinda minna og fellur á mig víxill upp á 100.000 krónur. Vinnuveitandi minn hefur ekki tryggt mig neitt sérstaklega, aðeins skyldutryggingu hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Hjá þeim fæ ég vegna slyssins rúmar 40 þúsund krónur, en það dugar nú ekki vegna þessa víxils, það eina sem ég get gert er að selja eign mína sem er bíll og á þessum árstíma er ekki gott að selja bíla. Er þetta réttlátt? Ef maður meiðist verður maður að missa eign sína? Ég held það mætti endurskoða tryggingamál vorrar þjóðar. Ef einhver, sem les þetta, hefur vit á þessu máli og hvað skal gera í svona tilfellum þá vinsamlegast láti hann frá sér heyra. Ég óska eftir svari við spurn- ingu minni: „Er þetta réttlátt?" • Til unglinga I sambandi við bréf er birtist 3.6. s.l. um skilning unglinga vil ég benda bréfritara á áð tímarnir voru aðrir þegar hann/hún var ungur/ung. Þegar afi og amma, pabbi og mamma voru ung þá voru opnir dansstaðir fyrir unglinga og nóg vinna og nóg að gera o.s.frv. í dag eru unglingarnir miklu þroskaðri og sjálfstæðari heldur en fyrr á tímum. Er það furða? Þau ala sig að mestu leyti upp sjálf og sjá um sig sjálf. Mamman og pabbinn eru að vinna úti allan daginn, koma þreytt heim á kvöldin og hafa engan tíma til að hlusta á kvartanir eða vandamál unga fólksins. Um kvöldið er svo sjónvarpið eða heimsóknir eða eitthvað ann- að. Er það skrýtið þó unglingarnir tali um skilningsleysi? Það vill enginn hlusta á þá. Margar, alltof margar fjölskyld- ur eru í þessum hring, þekkja varla hvert annað nema með nafni. Vona ég að þetta verði að umhugsunarefni fyrir einhvern. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Virðingarfyllst, 1548-2737“ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Gott blað kom út alla daga norræna bridge mótsins, sem lauk í síðustu viku. Var þar sagt frá skemmtilegum spilum og atvikum, sem fyrir komu og er frásögnin hér að neðan tekin úr blaði þessu. Einmitt þegar ritstjórarnir höfðu nýverið tekið fram í blaðinu, að lítið væri um blekkisagnir í mótinu var þeim bent á eina góða. Spilið kom fyrir í leik milli íslendinga og Norðmanna í yngri flokknum og aðalhlutverkið lék Guðmundur P. Arnarson. Hann var í austur og hélt á þessum spilum: S. 1075, H. 8, T. G10754, L. G964. Norður og suður voru á hættu og makker Guðmundar, Egill Guðjohnsen, opnaði í fyrstu hendi á einum tígli. Norður doblaði og Guðmundur sagði „auðvitað" einn spaða. Þetta sagði hann ekki vera eiginlega blekkisögn í þessari stöðu. Betra væri að líkja henni við sjálfsagðan hlut. Standard eins og hann nefndi hana. Sagnirnar urðu fleiri. Suður sagði þrjú hjörtu, Egill þrjá spaða, pass, pass og suður sagði þrjú grönd. Aftur tvö pöss og Guðmundur doblaði. Með því bað hann makker sinn að spila ekki út spaða. Allt spilið var þannig. Norður S. D964 H. 752 T. D6 L. ÁKD5 Vestur S. ÁKG3 H. G43 T. ÁK92 L. 83 Suður S. 82 H. ÁKD1096 T. 83 L. 1072 Austur S. 1075 H. 8 T. G10754 L. G964 Norðmaðurinn í suður varð þannig sagnhafi í þrem gröndum dobluðum. Og til að sjá blindan tók vestur fyrsta slag á spaða en skipti síðan í tígulH)g vörnin tók sína sjö upplögðu slagi. 800 til Islands. Á hinu borðinu voru sagnirnar ekki eins líflegar. Island fékk þar 140 í viðbót fyrir þrjú hjörtu slétt unnin og í allt 14 impar græddir. Það er hér. sem pabhi og mamma hönnuðu okkur að leika okkur. Ég var alveg skíthræddur um að finna ekki staðinn aftur! MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Siinenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 71 rúminu. Og þær eru holar að innan og þar fann ég fullt af pcningum. Francoies trúði varla sínum eigin augum. „llugsa sér að hann haíði alla þessa peninga og lét mig svo fara og gera hreint daginn út og inn! Já. hann á von á góðu þegar hann kemur heim ..." Ilún gat ekki leynt reiði sinni. Hún reifst og skammað- ist og fór fyrst að róast þegar ég sagði að hann hefði scnni- lega skilið þessa pcninga eftir ef eitthvað kæmi fyrir hann. ..Mér þætti íróðlegt að vita hvað kemur til að hann skyldi ekki cyða þeim í veðmála- hraski. hva^sti hún." — Skiljið þér mig? Á laugar- daginn var hafa þeir komist yfir álitlega tippha-ð. Ég fann þarna á annað hundrað þúsund franka. Jef heíur ekki getað sóað þeim í einu. alla vega ekki hjá Fcrnand. Ef þeir hafa skipt jafnt þýðir það að hr. Louis hefur haft undir höndum ámóta uppha-ð. — þakka þér fyrir. — Hvað á ég að gera við seðlana? — Tókstu þá með? — Já ekki gat ég látið þá vera þarna eins og ekkert va ri. — Farði til foringjans og hiddu hann að annast þetta samkvamt reglum. — A ég ...? — Já fjárakornið. Ég get ekki unað því að lögmennirnir komi og hásúni að við höfum komið pcningunum fyrir þarna. — Hefur mér orðið á í messunni? — ó. já. ekki alveg laust við það. — Þér verðið að afsaka mig. Ég a-tlaði bara . . . Maigret skellti tólinu á. Torrence var á skrifstofunni. — Ilefurðu eitthvað sérstakt íyrir stafni? — Ekkert sem liggur á. — Farðu til Antoine full- trúa. Láttu hann fara í það með sína menn að gera lista yfir þjófnaði sem framdir hafa vcrið í verzlunarhúsunum á helztu breiðgötunum síðustu tvö og hálfa árið. einkum þau sem framin hafa verið um hádegið þcgar verzlanir loka. Ilann gekk aftur inn til Alhert Jorisse sem hafði kveikt sér í annarri sígarettu. — Ég hefði ekki stungið af! — Það getur vel verið. En kannski hefðurðu freistast til að glugga í þessa pappíra sem eru á skrifborðinu. Hvernig væri að viðurkenna það? — Kannski. — Þarna sérðu. Það gerir gæfumuninn. — Gæfumuninn? — Ég veit hvað ég tala um. — Ilvað ætlið þér að gera við mig? — Við bíðum átckta. Maigret leit á klukkuna og reiknaði út f huganum að nú •væru þau Lucas og Moniquc sennilega hjá lækninum og sætu á biðstofunni. — Ég veit að þér fyrirlítið mig. Maigret yppti öxlum. — Ég hef aldrei fengið ta-ki- færi. — Tækifæri til að gera hvað? — Að komast frá þessu. — Frá hverju? lfiidd hans var næstum , frekjulcg. f ~ Ég veit og sé að þér skiljið mig ekki. Alla mína hernsku og a'sku hef ég heyrt peningatalið klingja í eyrum mér og móðir mín fór að skjálfa og niitra í hvert skipti sem mánaðamót nálguðust... — Ég átti alls enga méíður... Ungi maðurinn þagnaði og þannig sátu sátu þeir næstu tíu mínúturnar. Svo stóð Maigret upp og gekk út að glugganum og horíði út í rigninguna. Síðan gekk hann um gólf og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.