Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 38
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 HM er gróðapottur: Argentínumenn fengu 9 milljónir hver en Túnismenn eina þvottavél • Ilolmut Schön og arftaki hans, Jupp Derwall (t.v.). Derwall tekur við skútunni IIELMUT Schön, hinn góðkunni þjálfari fyrrum hcimsmeistar- anna Vestur-Þjóðverja, hætti því starfi sínu er HM í Argentínu lauk ok við stöðu hans tekur aðstoðarmaður hans Jupp Derwall. Það var Schön sjálfur sem mælti með því við þýska knattspyrnusamhandið, að Dcrwall tæki stöðu sína, hann taldi hann manna hæfastan til starfsins. Ferill Derwalls er í stuttu máli þessi: Árið 1947 hóf hann að leika með alls óþekktu liði Rhenaniia Wurselen og þar var hann þar til 1949. Næstu fjögur árin lék hann með Alemania Achen og síðan á árunum milli 1953 og 1960 með Fortuna Dusseldorf. Sem leik- maður með þeim, lék hann tvívegis með landsliðinu og fór síðan til Sviss og lék þar næstu þrjú árin. Síðan aftur heim til Þýskalands og 50 leikja leikbann j HEIMALEIK San Lorenzo og Siguenza á Spáni var allmikill hiti bæði í loftinu og í leikmönnum. Einkum voru pað leikmenn heíma- liösins sem látu gang leiksins fara í taugarnar á sér, en gestirnir, Siguenza, höfðu öllu betri tök á leiknum. T. Fór svo að dómarinn rak tvo leikmenn San Lorenzo af leikvelli fyrir gróf brot. Skömmu síðar bættist sá priðji í hópinn, en pað átti pó eftir að verða enn prengra á varamannabekknum, pví að nú róðust allir hinir leikmenn San Lorenzo að dómaranum með hnef- ana á lofti og varð lögreglan að skakka leikinn. Og pegar ró hafði komist á sýndi dómarinn öllum leikmönnum San Lorenzo rauða spjaldið. Er knattspyrnusambandið par í landi hafði dæmt í málínu, náði leikbannafjöldinn 50 leikjum og átti San Lorenzo í hinum mestu erfið- leikum að stilla upp liði næstu vikurnar. Fréttir úr ýmsum áttum nú gerðist hann framkvæmda- stjóri Saarbruecken. Árið 1969 var hann skipaður aðstoðarmaður Helmut Schön, eftir að hafa um tíma séð um áhugamannalið og B-Iandsliðið. Og nú er stund hans runnin upp og verður áhugavert að fylgja honum úr hlaði og fylgjast með gengi hans. Næsta verkefnið er Evrópubikarkeppni landsliða og hefst hún á næstunni og hafa raunar nokkrir leikir þegar farið fram í öðrum riðlum. Ileimsmeistarabikarinn er að- eins bikar úr gulli, sem sigurliðið tekur með sér heim til fjögurra ára vörslu sem vott um sigurinn, en að vera í einu af þremur efstu sætum keppninnar er mesta gullnáma fyrir leikmenn viðkom- andi liða. Þessi verðlaun geta verið allt frá sjónvarpstæki og þvottavél, sem leikmenn Túnis fengu fyrir að komast í loka- keppnina, og upp í 15.600.000 króna verðlaun sem Brasilíu menn höfðu tryggt sér á mann ef þeir hcfðu unnið titilinn. Lítum nú á það sem ýmsar af þjóðunum hefðu fengið í sinn hlut ef þetta cða hitt hefði gerst. Argentína: Allir leikmenn liðs- ins fengu 1.300.000 krónur íslenzk- ar í vasann, er þeir komust í átta liða keppnina. Kæmist liðið í 2.-4. sætið var leikmönnunum lofað rúmlega 7.000.000 kr. og 9 milljón- um ynni liðið titilinn, Austurríki: Þeim var lofað 1.950.000 kr. hverjum ef þeir hefðu komist í úrslitaleikinn og 780.000 krónum fyrir 3.-4. sæti. Góð gjöf DANSKA flugfélagið Danair hef- ur gefið færeyska íþróttasam- bandinu höfðinglega gjöf, sem er 50.000 krónur danskar árlega til þess að gera færeysku íþróttafólki hægara um vik með að sækja íþróttamót í Danmörku. SAS hefur um skeið gefið danska sambandinu 100.000 krónur árlega til handa dönsku íþróttafólki, en færeyska sambandið er ekki tengt því danska og því hafa Færeyingar aldrei séð grænan eyri af gjöf SAS. En nú hefur orðið breyting Brasilía: íþróttasambandið í Brasilíu bauð leikmönnunum 5.730.000 krónur á mVinn fyrir að vinna titilinn, en þeir brugðust hinir verstu við og heimtuðu 15.600.000 krónur. Sambandið sagði þeim þá, að þeir skyldu vinna titilinn fyrst og þá myndu þeir fá enn meira. Vestur-Þýskaland: Þeim var lofað 1.950.000 krónur fyrir eitt af fjórum efstu sætunum, en fengu . allir 2.600.000 krónur fyrir að komast í lokakeppnina. Vara- mennirnir eru meðtaldir. Ítalía: Allir leikmennirnir hlutu 3.120.000 kr. fyrir að komast í átta liða keppnina og þeir hefðu fengið 5.200.000 krónur í viðbót fyrir að komast í úrslitaleikinn. Knatt- spyrnusamband Ítalíu bjóst við litlu af liði sínu og því gæti farið svo að verðlaunin yrðu einnig veitt fyrir 3.-4. sætið. Holland: Leikmennirnir hafa til þessa fengið 260.000 krónur fyrir hvern unninn leik og fyrir sæti í úrslitaleiknum gætu leikmennirn- ir fengið allt upp í 18.200.000 krónur á mann og aldrei minna en 11.700.000 krónur. Perú: Talið er að leikmennirnir hafi fengið um 600.000 krónur fyrir hvern unninn leik, og það hefði væntanlega verið hækkað til muna ef liðið hefði staðið sig betur í átta liða úrslitunum, en það kom aldrei til tals. Pólland: Pólverjar eru „áhuga- menn“ eins og allir vita, en engu að síður fá þeir glaðning frá ríkisstjórninni fyrir hluti vel gerða. Þjálfarinn sendir stjórninni skýrsiu um hvern leikmann og síðan meta þeir í sameiningu hversu mikill glaðningurinn verð- ur. En það er allt á huldu um hvers eðlis „glaðningurinn" er. Auk þessa eru þær gífurlegu tekjur sem leikmenn fá fyrir að ljá nöfn sín og andlit í auglýsingar af margvíslegu tagi, þær tekjur eru í sumum tilvikum mun meiri en margan grunar. Stenzel áfram UM ÞESSAR mundir er hinn kunni júgóslavneski handknattleiksþjálf- ari Wlado Stenzel að scmja við vestur-þýzka handknattleikssam- bandið um framiengingu á samn- ingi sínum fram til HM árið 1982. Það er enn í fersku minni, að Stenzel gerði VesturÞjóðverja að heimsmeisturum í Danmörku sæll- ar minningar. 19 ára • Ruud Kroll sleginn til riddara af hann kom heim frá Argentínu. Júhonu Ilollandsdrottningu, er EINUM einkennilegasta ferli leik- manns með landsliði viröist vera lokið. Hér er um að ræða hollenzka landslíðsmarkvörðinn Jan Jong- bloed. Það kom é óvart, pegar Ernst Happel setti pennan 37 gamla markvörö út úr liðinu eftir fyrstu Þrjá leikina í Argentínu, enda hafði gamli maðurinn staðiö sig vel. Krol sleginn til riddara YFIR 5000 manns tóku á móti hollenska landsliðinu, er það kom til Amsterdam frá Buenos Aircs eftir 20 klst. flug. Fólkið hélt uppi fánum og söng „við erum heimsmeistarar“. Ilollandsprins og forsætisráðherrann, Van Agt, tóku á móti leikmönnunum og síðar litu þeir við hjá Júlfdnu drottningu, sem notaði tækifærið og sló Ruud Krol, fyrirliða Hollands. til riddara. Það kom fram hjá hollensku leikmönnun- um, að þeim þótti dómarinn hafa verið fyrir neðan allar hellur, hann hefði verið ragur og dæmt Argentínumönnum öll vafaatriði. Þá sögðu Hollendingarnir, að brögð og leikaraskapur Argen- tinumannanna hafi hleypt leikn- um upp. Wim Jansen sagði> „Það cr alveg sama hvað maður reynir, aldrei cr hægt að taka slíkri dómgæslu með jafnaðargeði.“ Morguninn eftir sigurinn gegn Hollandi fóru leikmenn Argentínu til hofs nokkurs rétt utan við Buenos Aires og þökkuðu allir heilagri guðsmóður af öllu hjarta fyrir sigurinn. Leopoldo Luque sagði við fréítamenn, að nú riði á að halda saman kjarna liðsine fyrir næstu HM keppni eftir fjögur ár, en ólíklegt er að það blessist, vegna þess að Bertoni, Fillol, Olguin, Tarantini og hann sjálfur eru að öllum líkindum á förum til auðugri félaga á megin- landi Evrópu og ólíklegt er að viðkomandi félög láti þá lausa fyrir landsleiki. Það er því útlit fyrir, að margir af heimsmeistur- um Argentínu ekki aðeins leiki aldrei saman framar, heldur hreinlega sjái hver annan aldrei aftur. Það er ekki hægt að segja að hver einasti Argentínumaður hafi verið frá sér af gleði, því að þrír úr landsliðshópnum létu ekki sjá sig í lokahófinu. Þeir voru reiðir vegna þess að þeir höfðu vermt varamannabekkinn alla keppnina. Þetta voru þeir Norberto Alonso, Ricardo Villa og Jose Valencia. Leikmenn argentíska liðsins og þjálfarinn Menotti, fengu hver í sinn hlut 34.000 dali, en það eru hvorki meira eða minna en 8.8 milljónir króna, svo það borgar sig að verða heimsmeistari. En það sem gerir feril Jongbloeds svo merkilegan er það, að árið 1959 lék hann sinn fyrsta landsleik, þá 19 ára gamall, og síöan var hann úti í kuldanum allt þar til áriö 1974, eöa 15 árum síðar! Þá stóð hann í marki Hollendinga bæöi í forkeppninni og í lokakeppninni í Vestur-Þýzkalandi og geröi engin mistök. Eftir HM 1974 var hann að mestu úti í kuldanum aftur, en er PSV-leik- maöurin Jan Van Beveren gaf ekki kost á sér til Argentínu-ferðarinnar, var enn leitað til Jongbloeds og brást hann vel viö aö vanda og stóð sig vel. Jongbloed, sem var elsti maður HM í Argentínu, 37 ára gamall, hefur fullan hug á því aö leika áfram meö félagi sínu allt fram yfir fertugt, svo fremi sem hann verði valinn í liö. En öruggt má telja, að úrslitaleikurinn á dögunum hafi verið hans síöasti landsleikur. HM ^-.2-V Le'ttc- A-foFERo 1 Htotr otue^uo EE ÖAZjM- RrfiJoUie: HAEICALeiSlá. AF HUtSEOvj MorFX^.ÍCE>0 ÞEie 365 JretiM BUáLEAJD- IkJCoJM 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.