Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 33

Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 17 JÓHANNINGI TEKURVIÐ LANDSLIÐINU UM HELGINA fóru fram viðræður milli stjórnar Handknattleikssambands íslands og Jóhanns In«a Gunnarssonar handknattleiksþjálfara um að hann taki við þjálfun og stjórn íslcnzka landsliðsins næsta keppnistímabil. Eru samningar á lokastigi og talið fullvíst að Jóhann Ingi verði næsti landsliðsþjálfari íslands. Jóhann hefur í sumar verið fararstjóri á Spáni og kom hann hingað um helgina til viðræðna við stjórn HSÍ. Jóhann hafði hug á því að dvelja á Spáni í vetur og hafði hann m.a. fengið tilboð um að gerast þjálfari hjá spænsku félagi og þá hafði Athletico Madrid boðið honum að koma til sín í haust til reynslu sem ieikmaður. Hefur Jóhann nú hætt við öli áform um Spánardvöl í vetur. Ýmis verkefni bíða íslcnzka liðsins í vetur og er stærst undankeppni Olympíuleikanna. sem fer fram á Spáni í lok marz. Þar keppa 12 þjóðir og munu væntanlega tvö efstu sætin gefa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Moskvu og 6 efstu sætin munu gefa þátttökurétt í næstu B heimsmeistarakeppni. Jóhann Ingi er hálfþrítugur að aldri. Hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari unglingaiandsliðsins og meistaraflokks Fram. — SS. 2 nýir milli- ríkjadómarar t TVÖ ný nöfn eru a milliríkja- dómaralistanum íslenzka, sem stjórn KSÍ hefur nýlega samþykkt og sent Alþjóða knattspyrnusam- bandinu, FIFA. Listinn lítur þannig út: Magnús V. Pétursson Guðmundur Haraldsson Eysteinn Guðmundsson Þorvarður Björnsson Rafn Hjaltalín Hreiðar Jónsson Arnþór Óskarsson. Þeir Hreiðar og Arnþór eru nýir milliríkjadómarar. Koma þeir á listann í stað Guðjóns Finnboga- sonar, sem kominn er yfir aldurs- mörk dómara, og Grétars Norð- fjörðs, sem hefur sama og ekkert dæmt í sumar vegna anna. - SS Míluhlaup FH í KVÖLD kl. 6 fer fram á Kaplakrikavelli míluhlaup FH og 1500 m hiaup kvenna á vegum frjálsíþróttadeildar FH. 2Horj3imliIní»ií» í IDróHir I Drengjalandsleik- ur við Færeyinga Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ, 5. júlí kl. 20.00 fer fram í Kópavogi knattspyrnulandsleikur milli Is- lands og Færeyja í flokki drengja á aldrinum 14 — 16 ára. betta er þriðji leikur milli þjóðanna í þessum aldursflokki. í fyrsta leiknum sigruðu Færeyingar 1—0, en í þeim næsta íslendingar 5-2. ' Lárus Loftsson unglingalands- liðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp fyrir leikinn við Færeyinga. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir: Markverðir, Stefán H. Jóhannsson KR og Elvar Gott- skálksson ÍBK. Aðrir leikmenn, Benedikt Guðmundsson UBK, Lár- us Guðmundsson Víkingi, Jón Bjarnason KR, Sigurður Grétars- son IBK, Sigurjón Kristjánsson UBK, Helgi Bentsson UBK, Jón Þór Brandsson FH, Guðmundur Torfason Fram, Ástvaldur Jóhannesson IA, Ragnar Margeirsson IBK, Páll Þorkelsson ÍBK, Gísli Bjarnason KR, Hafþór Sveinjónsson Fram og Jóhannes Sævarsson Víking. Dómari er Arnþór Örvarsson. MARKIÐ SEM FÆRÐI VAL SIGUR — Ingi Björn Albertsson sést hér skora sigurmark Vals gegn Akurnesingum úr vítaspyrnu einni mínútu fyrir leikslok. Þegar íslandsmótið er hálfnað er staða Vals langbezt f 1. deild og aðeins Valur og Akranes koma til greina sem íslandsmeistarar úr þessu. Hins vegar er staða Breiðabliks á botninum mjög erfið, aðeins eitt stig úr 9 fyrstu leikjunum. Hér á síðunni er viðtal við þjálfara og fyrirliða Breiðabliks, á bls. 18, 19, 20 og 21 er fjallað um 1. deildina, á bls. 24 er fjallað um 2. deildina og á bls. 18 er fjallað um leiki 3. deildar um helgina. Sem sagt allt sem máli skiptir í knattspyrnunni í einu blaði. Ljósm. Mbl. Sigtr. Udo Bayer varpaði 21,98 Yfirburðasigur Geirs UDO BAYER náði frábærum árangri í kúluvarpi á Alþjóöiega Frjálsíþrótta- mótinu sem fram fór í Leipzig um helgina. Kappinn varpaöi kúlunni 21,98 metra og er það aöeins 11 sentimetrum styttra heldur en heims- met Alexanders Baryshnikov. Þetta er vafalaust besti árangurinn í heiminum á þessu ári. S.R.-KEPPNI Golfklúbbsins Leyn- is á Akranesi fór fram um helgina. 46 kylfingar tóku þátt í meistara- flokkskeppninni sem gaf 145 stig til landsliðs. Sigurvegari varð Geir Svansson og lét hann rokið sem var meðan keppnin stóð yfir engin Bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið" BlaðamaÖur Morg- unblaðsins spjallaði lítillega við fyrirliða UBK og þjálfara og bað þá um skýringu á erfiðleikum UBK í 1. deild um þessar mundir. Jan Fabera þjálfaris — Það sem varð okkur fyrst og fremst að falli í leiknum í kvöld var að við vorum með ungan og óreyndan markvörð, aðeins 17 ára gamlan. Hann er mjög efnilegur en skortir reynslu í svona leiki og fékk því á sig ódýr mörk. Nú við höfum misst fimm af eldri og reyndari leikmönnum liðsins á keppnis- tímabilinu og yngri menn hafa þurft að taka stöður þeirra og ekki geta skilað þeim sem skyldi. Þá vantar líkamsburði í hinni hörðu baráttu og gefast fyrr upp við mótlæti. Ég er samt ekki svartsýnn og hef fulla trú á að lið okkar rétti úr kútnum og falli ekki. Þór Hreiðarsson fyrirliði UBK — Við höfum leitað skýringa á því hversu illa okkur hefur gengið í mótinu, en ekki fundið þær. Það er baráttuleysi í liðsmönnum og mikið reiðileysi í varnarleiknum. Þá er einhver ótrú á að við getum sigrað í leikjum. Þetta _ hefur verið þyngst að metunum varðandi hve liðinu hefur gengið ilia í fyrri umferð mótsins. Við gef- umst samt ekki upp þó á móti blási og ég hef enga trú á að við föllum niður í 2. deild þrátt fyrir að útlitið sé dökkt sem stendur. • Jan Fabera áhrif á sig hafa og sigraði örugglega. 1. sæti Geir Svanss. GR 38 42 34 35 149 Siiíurður Péturss. GR 38 41 39 39 157 Magnús Halldórss. GK 41 38 39 40 158 Þorbjörn Kjærbo GS 40 43 37 38 158 Ragnar Ólafsson GR 36 38 40 44 158 Páll Ketilss. GS 40 41 38 40 159 Sigurjón F. Gfslason GK 37 40 41 42 160 Björgvin Þorsteinss. GA 43 42 37 39 161 Magnús Birgiss. GK 39 39 41 43 162 Hannes Eyvindss. GR 47 37 40 41 165 Fyrri átján holurnar voru með forgjöf og þar sigraði Magnús Birgisson GK, lék á 72 höggum nettó og í öðru sæti varð Ragnar Ólafsson á 72 höggum nettó. Mótið gaf 145 stig til landsliðs. Fyrsta sætið í mótinu gaf 27.55 punkta. Á laugardaginn léku annar og þriðji forgjafarflokkur. Sigurvegari án forgjafar varð Alfreð Viktorsson GL, 87 högg. í öðru til þriðja sæti Jens Karlsson GK, 90 högg, og Jóhann Einarsson GN á 90 högg- um. Með forgjöf sigraði Steingrímur Guðjónsson GK, lék á 67 höggum nettó. — þr Hreinn varpaði 19,80 m HREINN Halldórsson varð þriðji í kúluvarpi á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti, sem fram fór á ólympíuleikvang- inum í Stokkhólmi í gærkvöldi. Hreini tókst ekki vel upp í gær- kvöldi, hann varpaði 19,80 metra, sem er langt frá hans bezta. Sigurvegari varð Bandaríkja- maðurinn A1 Feuerbach, sem varpaði kúlunni 20,47 metra og annar varð Ungverjinn Komar með 20 metra kast. Mót þetta heldur sænska blaðið Dagens Nyheter og heitir það DN Gala. Mesta athygli í gærkvöldi vakti míluhlaupið en þar setti Vestur-Þjóðverjinn Thomas Wess- inghage nýtt Evrópumet, hljóp vegalengdina á 3,25,50 mínútum. Mótinu verður fram haldið í kvöld og þá keppa Óskar Jakobs- son og Erlendur Valdimarsson í kringlukasti. Armfield hættir hjá Leeds JIMMY Armfield, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Leeds United, hefur látið af störfum hjá félaginu að ósk stjórnar þess. Síðan Armfield tók viö Leeds áriö 1975 hefur þaö náö mun lélegri árangri en hér fyrr á árum, þegar félagiö var hiö sigursælasta í Englandi. Taliö er líklegt aö Jackie Charlton, fyrrum leikmaöur Leeds og enska landsliðsins, taki viö framkvæmdastjórastöðunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.