Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1978 A.B. gefur út skáld- verk Kristmanns Guð- mundssonar í 8 bindum ALMENNA BókafélaKÍð hefur Kefið út skáldverk Kristmanns Guðmundssonar í átta bindum otí innihalda þau 10 skáldsögur og 59 smásögur. Skáldsögurnar eru ritaðar á 25 árum. 1925 til 1950, og eru átta þeirra frumritaðar á norsku. en eru nú birtar í nýjum þýðingum höfundar sjálfs. I fyrsta bindinu er skáldsagan Brúðarkyrtillinn sem kom fyrst út í Osló 1927 og einnig átta stuttar sögur. Annað bindi geymir Morgunn lífsins sem kvikmynd var gerð eftir 1953 og framhald hennar Arfur kynslóð- anna. I þriðja bindi eru Ármann og Vildís og Ströndin blá, í fjórða bindi Fjallið helga, í fimmta bindi eru Góugróður og Nátttröllið glottir en hún var fyrsta skáldsagan sem Krist- mann ritaði á íslenzku. Sjötta bindi geymir Gyðjuna og uxann sem kom höfundinum á svartan lista Hitlersstjórnarinnar en fyrri bækur Kristmanns höfðu verið gefnar út í stórum upplög- um í Þýzkalandi. í sjöunda bindinu er svo Þokan rauða og í áttunda bindinu 51 smásaga en þær eru ritaðar á ýmsum tímum á rithöfundaferli hófundarins. Sigurður Einarsson frá Holti ritar um Kristmann Guðmunds- son í inngangi að fyrsta bindi verksins en það er alls 2950 blaðsíður. Útlit fyrir að ferðamanna- straumur verði í meðallagi — þrátt fyrir fáar ráðstefnur og miklar afpantanir þýzkra ferðamanna IIORFUR eru á að þetta sumar og árið í heild verði sem næst meðalár hvað straum erlendra ferðamanna til landsins áhrærir. Ferðamálamenn margir hverjir telja það reyndar vel sloppið miðað við aðstæður. því að bæði eru ráðstefnur hér á landi með Komst til meðvitundar í gærkvöldi DRENGURINN, sem hrapaði í bjarginu norðan Keflavíkur á laugardagsmorgun, komst til með- vitundar í gærkvöldi. Hann er höfuðkúpubrotinn og handarbrot- inn á báðum höndum. Ljóst er nú að drengurinn, sem er 11 ára, hrapaði þar sem bergið er hæst og féll 15 metra niður í grýtta fjöruna. I'hilad«‘lphíu. Bandaríkjunum 3. jólf. Frá Margriri Péturssynii SEX umferðum er nú lokið á skákmótinu „World open“, sem fram fer á Sheratonhótelinu hér í borg. f þessu móti tefla alls um 1100 keppendur í fjórum flokkum og eru langflestir þeirra i opna alminnsta móti nú í samanburði við mörg fyrri ár og eins liggur fyrir að v-þýzkar ferðaskrifstofur hafa verið of bjartsýnar og stórtækar 1 hótelbókunum sinum fyrir þetta sumar. Að sögn Konráðs Guðmundsson- ar, hótelstjóra á Sögu, var júní- mánuður sl. tiltölulega góður og betri en í fyrra hvað fjölda gesta snertir, enda framboð herbergja töluvert meira en þá, þar sem hótelið hefur nú tekið í notkun eina hæð í viðbót. Nýtingin fyrir júnímánuð var um 80% eða svipað og var í fyrra. Þá virðist júlímán- uður ætla að verða svipaður en fyrrihluti ágústmánaðar töluvert lakari en seinni hluta mánaðarins er útlitið strax betra. Konráð sagði, að það sem hvað helzt einkenndi ferðamannastrauminn nú væri að nánast ekkert væri um ráðstefnur í ár. Svipaða sögu var að segja um Loftleiðahótelið og Hótel Esju'. Að sögn Erlings Aspelund, forsvars- manns Flugleiðahótelanna flokknum eða rúmlega 500 skák- menn. I þeim hópi eru 14 fslend- ingar. Þeim hefur gengið misjafn- lega fram til þessa. Ingvar Asmundsson hefur staðið sig bezt, er nú í 2—14. sæti með 5 vinninga. Framhald á hls. 2« tveggja, eru allar horfur á góðu ári hjá Loftleiðahótelinu og útkoman hjá Hótel Esju virðist einnig ætla að verða mjög þokkaleg, fjárhags- lega í það minnsta, þrátt fyrir allóvæntar uppákomur í afpöntun- um. Um Loftleiðahótelið sagði Erl- ing að þar hefði árið byrjað mjög vel, reyndar farið lítið eitt niður á við í febrúar og maí en apríl hefði t.d. verið hinn bezti í sögu hótelsins og júní hefði komið mjög vel út með um 90% nýtingu. t ramhald á bls. 2ti • • Okumaður ársins 1978 Umferðarráð er um þessar mundir að fara af stað með það sem nefnt hefur verið allsherj- ar góðaksturskeppni og er hún í samvinnu við þáttinn Fjöl- þing í útvarpinu. Á þetta nýmæli að leiða til bættrar umferðarmcnningar hér á landi, segir í frétt frá Um- ferðarráði. Það sem hér um ræðir er að ökumenn, sem verða varir við aðra sem sýna sérstaka tillit- semi í umferðinni, eru beðnir að skrá hjá sér skrásetningarnúm- er viðkomandi bíls. Eiga öku- menn að senda línu um það til þáttarins Fjölþing hjá ríkisút- varpinu og verður af og til veitt viðurkenning þeim ökumönnum sem greinilega skara fram úr og í haust fær sá ökumaður, sem fengið hefur flest stig, viður- kenningu svo og sá ökumaður, sem oftast hefur sent ábending- ar sínar. World-open skákmótið: / Ingvar Asmundsson í 2.—14. sæti af rúm- lega 500 keppendum Stefnir í stöðvun með haustinu ef ekkert verður gert — segir Hjörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS „VIÐ teljum alveg ljóst að það stefnir í stöðvun með haustinu, ef ekkert verður gert. Á sama tíma og rekstrarkostnaðurinn hefur tvöfaldazt hefur útflutningsverðið hækkað um 50% og þetta er of breitt bil að brúa“, sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins í samt.ali við Mbl. í gær. „Okkar krafa hefur verið að fá hráefnið á heimsmarkaðs- verði,“sagði Hjörtur, „en nú telj- um við að það sem við greiðum fyrir hráefnið sé að minnsta kosti 30% hærra en heimsmarkaðsverð- ið. Við erum svo illa staddir í iðnaðinum að við höfum engan verðjöfnunarsjóð eins og frysti- húsin, sem fá nú með hans hjálp 290 krónur fyrir dollarann. Það myndi bæta stöðuna hjá okkur, ef við hefðum einhvern slíkan bak- hjarl, en við verðum að sæta gamla genginu, sem er orðið rangt, hvað allan tilkostnað varðar." Þegar Mbl. spurði Hjört hvort hann með þessu ætti við að gengisfelling ein gæti forðað iðnaðinum frá stöðvun, svaraði hann: ^,Ég átta mig ekki á því að annað komi til greina. Sumir hafa að vísu talað um niðurfærsluleið en ég er hræddur við að hún sé svo sein og þungvirk að hún geti ekki leyst þann vanda sem nú er við að glírna." Hjörtur kvaðst ekki geta tínt til ákveðnar tölur um tap- reksturinn hjá iðnaðardeild Sam- bandsins en kvaðst hins vegar vilja benda á að þetta væri ekkert einkavandamál hennar heldur væri staðan þessi hjá iðnaðinum í heiia. Sölufélag garðyrkju- manna býður tómatafram- leiðslu með 30% afslætti „ÉG hef ekki heyrt í nokkrum aðila í dag vegna þessa tilboðs okkar en það stendur áfram,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna í samtali við Mbl. í gær, en Sölufélagið hefur auglýst að það selji með 30% afslætti alla tómataframleiðsluna hverjum þeim sem tryggt getur sölu hennar allrar. Þorvaldur sagði að þetta tilboð væri staðfesting á því að Sölu- félagið væri reiðubúið til af- sláttarsölu gegn tryggingu á magni og gætu nú þeir sem haldið hefðu uppi gagnrýni á Sölufélagið gripið tækifærið og sannað sitt mál. „Við sækjumst ekki eftir niður- greiðslum," sagði Þorvaldur. „Við viljum þær ekki og við erum líka á móti styrkjum. Hins vegar finnst ökkur rétta að setja fram þetta tilboð meðan framleiðsluhámarkið er því við höfurn verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki þennan möguleika enda þótt hið rétt sé að við höfum gert ýmsar tilraunir til framboðs og eftirspurnarmarkaðs án árang- urs.“ Akureyri og nágrenni: Þrennt slasast alvar- lega í umferðarslysum Akureyri 3. júlí MIKIÐ hefur verið um umferðar- slys og óhöpp á Akureyri og f nágrenni um helgina. Alvarleg slys hafa orðið á fólki f sumum tilvikum. „Það má segja að þetta verði nokkurs konar jákvæðar njósnir um náungann," sagði Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. „Þessi tillitssemi ökumanna, sem við erum að fiska eftir, getur komið fram á margvíslegan hátt og við getum nefnt dæmi t.d. að þurfi öku- maður að skipta um akrein og Framhald á bls. 26 Fyrsta slysið varð klukkan 20:30 á föstudagskvöld, þegar fólksbíll valt út af Eyjafjarðarbraut hjá Vöglum í Hrafnagilshreppi. Þar liggur vegurinn yfir hitaveitu- leiðsluna og er ekki frágenginn enn eftir jarðraskið, þannig að þar er illræmd slysagildra. Piltur og stúlka, sem voru í bílnum, slösuð- ust allmikið. Klukkan 02:55 aðfaranótt laugardags lenti fólksbíll á ljósa- staur í nánd við Höefnersbryggju. Bíllinn var á norðurleið þegar ökumaður, 17 ára piltur sem var einn í bílnum, missti vald á honum með þeim afleiðingum að vinstri hlið bílsins lenti á staurnum og bíllinn beinlínis vafðist utan um Framhald á bls. 27 Viðræður um sölu á prjóna- vörum til Sovétríkjanna SENDINEFND frá Sovétríkjun- um er væntanleg hingað til lands 17. júlí n.k. til viðræðna um kaup á prjónavörum af fslenzkum framleiðendum. Hjörtur Eiríks- son framkvæmdastjóri iðnaðar- deildar Sambandsins sagði í sam- tali við Mbl. í gær að ekki hefði ennþá verið samið um neinar prjónavörusölur til Sovétríkjanna á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.