Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 - Miklar æfingar I- ranjhald af bls. 1 mánuði taka 30.000 hermenn og flugmenn þátt í fimm daga heræf- ingum á 200 kílómetra löngu svæði sunnan við Berlín til að reyna samvinnu ólíkra deilda. En Rússar og Austur-Þjóðverjar létu ekkert frá sér heyra um æfingarnar í dag og vestrænir sérfræðingar sögðu að aðeins væri hægt að gera ráð fyrir að heræfingarnar væru hafnar. Ferðamenn, sem fóru um svæðið í morgun, urðu ekki varir við óvenjulega herflutninga þótt her- lögreglumenn væru á verði á mikilvægustu stöðum. Vestrænu sérfræðingarnir segja að verið geti að æfingarnar byrji ekki fyrr en um miðja vikuna. Samkvæmt Helsinki-sáttmálan- um ber að tilkynna fyrirfram um heræfingar með þátttöku fleiri en 25.000 manna. Sovézkum hershöfð- ingjum hefur verið boðið að fylgjast með NATO-æfingum síð- an samningurinn var gerður og vestræn ríki hafa sent fulltrúa til að fylgjast með sovézkum heræf- ingum í Úkraínu og Kákasus. — Rætt við bændur Framhald af bls. 25 að slá smá bletti og þeir, sem eru með friðuð tún, geta farið að bera niður. Yfirleitt hafa menn hér á þessu svæði verið búnir að slá töluvert í lok fyrstu viku júlí,“ sagði Magnús Gunnlaugsson, Mið- felli í Hrunamannahreppi Arnes- sýslu. „Nú er hér hífandi rok og kuldi. Afrétturinn er einnig mjög slæm- ur og enn sem komið er, hefur aðeins einn bóndi farið með fé inn á fja.ll. Allt er þetta mun seinna en vant er en grassprettan er heldur að færast í aukana núna síðustu daga.“ Örfáir byrjaðir aö slá „Það hefur verið ágætis þurrkur nú síðustu daga, en spretta hefur verið mjög slök. — Vorið hefur verið ákaflega kalt miðað við það sem maður á að venjast. Það eru annars aðeins örfáir sem eru byrjaðir að slá og þá aðeins á túnum sem hafa verið alfriðuð. Eitthvert kal hefur komið fram, en það verður ekki ljóst hversu alvarlegt það er fyrr en slætti er að fullu lokið. Almennt má segja að sláttur hefjist óvenju seint og það verður að vera mjög góð spretta það sem eftir er ef ástandið á að verða eðlilegt hjá okkur," sagði Helgi Ivarsson, Hóium, Stokkseyrarhreppi. — Nýsköpunar- stjórn Framhald af bls. 40 ismálin. Verði niðurstaða þessara viðræðna jákvæð mun flokksstjórn Alþýðuflokksins koma saman á ný og ákveða hvernig staðið verður af stjórnarmyndunarviðræðum af hálfu Alþýðuflokksins. Af hálfu Alþýðuflokksins er lögð áherzla á að ná fram samstöðu Alþýðu- flokksmanna, Alþýðubandalags- manna og Sjálfstæðismanna innan ASÍ og BSRB til tryggingar þátttöku þessara þriggja flokka í ríkisstjórn. Vjðhorf Alþýðubandalagsins til . slíkfar þriggjá flokka ríkisstjórn- ar munu vera nokkuð blendin. Lúðvík Jósepsson og fleiri þar á meðal áhrifamenn í verkalýðs- hreyfingunni, munu vera þess fýsandi að reyna slíkan möguleika, en aðrir, þar á meðal Ragnar Arnalds, Svava Jakobsdóttir, Jón- as Árnason og Stefán Jónsson munu tregari til og vilja allt eins stefna að samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eða haust- kosningum og að öðrum kosti þar sem fylgi Alþýðubandalagsins sé mun Jxaustara en fylgi Alþýðu- flokksins. Mbl. bar undir Lúðvík Jósepsson í gærkvöldi þær fregnir að Alþýðubandalagið vildi helzt hreina minnihlutastjórn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. „Eg vil ekkert segja um það á þessu stigi hvaða kostur okkur finnst fýsilegastur, en þessar fréttir um minnihlutastjórn okkar og Al- þýðuflokksins eru ekki frá Alþýðu- bandalaginu komnar", svaraði Lúðvík. Og spurningu Mbl. um það hvort hann teldi þriðja flokkinn inni í myndinni svaraði Lúðvík á þá leið að ákvörðun þingflokksins og framkvæmdastjórnarinnar „nær aðeins til þessara viðræðna við Alþýðuflokkinn og um fleiri möguleika get ég ekkert sagt á þessari stundu“. Af hálfu Alþýðuflokksins er litið svo á að liðveizla Framsóknar- flokksins yrði aðeins tólf menn á þingi en engin utan þings. EKKERT AÐ FRÉTTA HJÁ FRAMSÓKN „Á þessum framkvæmda- stjórnarfundi ræddu menn kosn- ingaúrslitin og flokksstarfið en það voru engar ályktanir gerðar eða samþykktir," sagði Olafur Jóhannesson formaður Framsókn- arflokksins er Mbl. spurði hann í gær um fund í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins. „Við þurfum sjálfsagt að taka flokksstarfið til endurskoðunar," sagði Olafur, en liann kvað engin atriði þess efnis hafa orðið útrædd á fundinum þannig að hann gæti skýrt frá þeim opinberlega. Þegar Mbl. spurði Ólaf hvort hann hefði nokkuð heyrt frá öðrum flokks- mönnum svaraði hann: „Það er ekkert að frétta hjá mér.“ Engir fundir voru hjá Sjálf- stæðisflokknum í gær. — Skák Kramhald af bls. I hans viðkemur hef ég ekki mikið álit á þeim“ sagði Karpov. Um það er deilt hvaða fána Korchnoi notar í keppninni. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum má vera að sovézka skáksambandið samþykki að hann noti hvítan fána sem á stendur „ríkisfangslaus". Korch- noi hefur gert fjórar tillögur um fána: svissneskan borgarfána Zúrich þar sem hann býr og sovézkan eða hvítan með orðinu ríkisfangslaus. Rússar neita að samþykkja svissnesku fánana. Áður en Korchnoi fór til Manila skoraði hann á sovézk yfirvöld að leyfa konu sinni og syni að koma til sín til Vestur- landa. Korchnoi sagði i opnu bréfi til Leonid Brezhnevs forseta að sovézkir embættismenn hefðu gert ljóst að ættingjum hans væri haldið í gislingu af því hann flúði frá Sovétríkjunum fyrir tveimur árum. Hann kvaðst hafa flutzt úr landi vegna þess að hann hefði mætt „geysifjandsamlegri af- stöðu“ æðstu manna sovézkra íþróttamála. Hann sagði að kona sín hefði ekki getað fengið vinnu og að sonur hans hefði verið kvaddur í herinn. Fyrir einu ári sóttu þau um leyfi til að fara til hans en því var hafnað í nóvember í fyrra. Korchnoi ségir í opna bréfinu að Brezhnev hafi hrósað hnefa- leikakappanum Muhammed Ali fyrir að neitá að berjast í Víetnam. „Sojiur minn vill heldur eþki þjóna í her ríkis sem hefúr litilíækkað föður háns“ segir Korchnoi. — Síldveiðibann Kramhald af bls. 1 stærð á rækjuveiðum og stækkun svæðis þar sem spærlingsveiðar eru bannað- ar. Hlutfall smáfisks f afla var minnkað úr 20 í 10%. Silkin skýrði þingheimi einnig frá því að stjórnin hefði fleiri ráðstafanir til athugunar, meðal annars um möskvastæð og síld- veiði á háfinu milli írlands og Englands. Bretar hafa 'varað við slíkum einhliða ráðstöfunum í nokkra mánuði og þær hafa mætt harðri andstöðu annarra EBE-þjóða, einkum Dana og Frakka. Þó er gert ráð fyrir að erlendir togarar hlýði ýmsum nýjum fiskveiðiregl- um -Breta er taka gildi í þessum mánuði. Bannið við síldveiðunum fyrir vestan Skotland tekur gildi á miðvikudag. Bannsvæðið nær 180 mílur frá ströndinni. Bannið bitnar á fiskibátum allra þjóða en sennilega mest á brezkum fiski- bátum. — Sadat Kramhald af bls. 1 Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu og vesturbakkanum fyrst í stað. Sadat sagði blaðamönnum að hann hefði fallizt á að taka viðræðurnar upp að nýju aðallega vegna áskorunar frá Carter for- seta en ekki vegna nýs sveigjan- leika Israelsmanna. Hann sagði að ráðgert væri að viðræðurnar færu fram í London um miðjan mánuðinn. Til vara er stungið upp á A1 Arish höfuðborg Sinaiskaga sem fundarstað en bandarískir embættismenn segja fullákveðið að fundurinn fari fram í London. Mondale sagði fréttamönnum að Menachem Begin forsætisráðherra hefði verið sent boð um þátttöku í viðræðunum í dag. Hann kvaðst þess fullviss að Israelsmenn þekktust boðið og kvaðst byggja það álit sitt á viðræðunum sínum við Begin og aðra ísraelska leið- toga um helgina. Sadat sagði ekki hvers vegna Egyptar hefðu breytt afstöðu sinni en sagði fréttamönnum: „Við skulum vona að þetta verði til þess að brjóta ísinn." Hann skýrði frá því að hann færi til Austurríkis síðar í vikunni til viðræðna við Bruno Kreisky kanzlara og Willy Brandt fyrrum kanzlara Vest- ur-Þjóðverja. I ferðinni ræðir hann við Shimon Peres leiðtoga ísraelska Verkamannaflokksins sem mun sækja þing Alþjóðsam- bands jafnaðarmanna í Vín. Sadat var að því spurður á blaðamannafundi hvort Mondale hefði skýrt frá nokkurri hugar- farsbreytingu hjá Israelsmönnum og sagði: „I hreinskilni sagt nei.“ Fundurinn í London verður fyrsti fundur Mohammed Ibrahim Kamels utanríkisráðherra Egypta, Dayans og Cyrus Vance utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna síðan í janúar. Sadat kvaðst vona að Lundúnafundurinn kæmi nýjum skriði á friðartilraunirnar og bætti við: „Eg er viss um að hann gerir það.“ — Verðjöfnunar- sjóður... Framhald af hls. 40 meiri, en þessar breyttu forsendúr gleymdust, er menn áætluðu, hve fjármagn sjóðsins entist lengi. Árni Benediktsson kvaðst búast við því að menn gengju nú á fund ríkisstjórnarinnar til þess að fá einhverja lausn á þessu máli og hvort unnt yrði að fá ábyrgð ríkissjóðs á greiðslur úr Verðjöfn- unarsjóði eitthvað áfram eða á meðan verið væri að fá lausn á stjórnmálaástandinu í landinu. Árni kvað mjög verulega erfið- leika verá og hafa verið allt frá því í haust. Ef lækka þyrfti verðið, sem þessu munaði, þá sagði hann að sér sýndist að margir myndu fljótlega ekki geta greitt nauðsyn- legan kostnað. Kvaðst hann hafa heyrt ávæning af því, að einhver rekstur stöðvaðist þegar er þetta kæmi í ljós að sjóðurinn tæmdist. I júníbyrjun var gert ráð fyrir að í sjóðnum væru yfir 800 milljónir króna, en vegna þess hve framleiðslan í maí var miklu meiri og vegna ýmissa annarra ástæðna, sem öll lögðust á sömu hliðina — svo sem t.d. að gengisskráning pundsins varð óhagstæðari en gert var ráð fyrir og vegna þess að meira fór af heilfrystum fiski yfir á Rússland í stað Portúgal — en það þýðir meiri greiðslur úr sjóðnum, þá reyndust ekki vera nema um 630 milljónir í sjóðnum í stað rúmlega 800 milljóna. Þá sagði Árni að í stað þess að þessar 800 hefðu átt að endast í 2 mánuði samkvæmt framleiðslunni í fyrra, verður útstreymi sjóðsins rúmlega 500 milljónir í júní í stað 400 milljóna. Er þá lítið eftir eða um 100 milljónir fram í þennan mánuð. Árni Benediktsson sagðist vilja taka fram, að hér væri um mistök að ræða. Útreikningana hefði Þjóðhagsstofnun annazt með að- stoð sölusamtakanna, Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðardeildar SlS. For- sendur útreikninganna hafi orðið rangar, þar sem ekki var tekið tillit til þess að sú framleiðslu- aukning yrði, sem raun varð síðan á. •• — Okumaður ársins... Framhald af bls. 2 setji á stefnuljós, þá ætti ökumaður að taka eftir númer- inu á þeirri bifreið sem gefur möguleika á akreinaskipting- unni, eða hjá þeim sem hleypir ökumanni út úr bifreiðastæði, víkur vel og svo mætti lengi telja. I fáum orðum sagt, að taka eftir því hverjir eru góðir ferðafélagar í umferðinni. Þetta á einnig við um gangandi vegfarendur, þeir geta fylgzt með þessu á ýmsan hátt svo sem hvernig ökumenn stöðva við gangbrautir o.s.frv." Að lokum hvatti fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs alla til að taka þátt í þessu og sagði að dómararnir væru ekki fáir — öll þjóðin. — Ferðamanna- straumurinn Framhald af bls. 2 Útlitið fyrir júlí væri einnig mjög gott og ágúst þokkalegur að því er virtist, en lengra treysti hann sér ekki til að spá. Hann kvað nokkuð hafa borið á afpöntunum og væri það í samræmi við breytingar sem virtust vera orðnar á ferðaháttum almennings, sem kæmu fram í því að fólk hugsaði sig ekki eins vandlega um áður en það færi í ferðalög heldur væri þetta meira skyndiákvörðun og slagur látinn standa hvort af yrði eða ekki. Erling staðfesti einnig, að mjög lítið væri um ráðstefnur og ætti það sér þær eðlilegu skýringar, að ráðstefnur hér á landi væru flestar norrænar og vegna þess að hin norrænu sambönd skiptust yfir- leitt á um að halda þing á tilteknum fresti væru töluverðar sveiflur í ráðstefnuhaldinu. Um Esju sagði Erling að þar hefði fyrri hluti ársins verið mjög þokkalegur en maímánuður og fyrri hluti júnímánaðar hins vegar verulega lakari, sem stafaði af miklum afpöntunum stórra þýzkra ferðamannahópa. Kvað Erling greinilegt, að þýzkar ferðaskrif- stofur hefðu oftneiíð férðir Þjóðverja til íslands í ár þegar þær gengu frá áætlunum sínum fyrir um einu ári, og gæfu þeir nú þær skýringar, að heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hefði sett þarna verulegt strik í reikninginn. Erling sagði hins vegar að seinni hluti ársins liti tiltölulega vel út hvað snerti nýtingu herbergja á Esju og árið í heild virtist ætla að verða þokkalegt. Esja hefði verið í stöðugri sókn, enda töluvert kapp lagt þar á að bæta aðbúnað og þjónustu. Skúli Þorvaldsson hjá Hótel Holti kvað júnímánuð hafa verið fremur gloppóttan og enda þótt verkfall í júní í fyrra hefði sett mark sitt á þann mánuð þá væri slíku ekki fyrir að fara nú heldur hefði hreinlega verið meira um afpantanir og minna um ferða- menn en áður. Hins vegar væri útlit ágætt fyrir júli, ágúst og september hvað bókanir áhrærði en það ætti eftir að reyna á það hversu ábyggilegar þær væru og reyndar væru þegar farnar að berast afpantanir fyrir júlímánuð. Skúli taldi ástæðuna fyrir þess- um samdrætti í ferðamanna- straumi fyrst og fremst vera dýrtíðina hér á landi. Ferðamenn, sem ætluðu að leggja út í ferðalag, bæru saman verðlag í einstökum löndum og enda þótt gisting hér væri ekki dýrari en víðast hvar annars staðar væri fæði hér mjög dýrt og eins mikill kostnaður í ferðum til og frá landinu. Kvaðst Skúli telja að Flugleiðir hefðu ekki lækkað fargjöld sín nægilega til samanburðar við fargjaldastefnu sem víðast hvar væri að verða ofan á. Eins hefði sitt að segja að vetur. í Mið-Evrópu hefði verið kaldur, svo að fólk þar um slóðir vildi e.t.v. halda sig í sólinni og loks kvað Skúli engan vafa á því að hinn tíðu verkföll hér á landi hefðu letjandi áhrif. Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins kvaðst álíta í ljósi þeirra staðfestinga sem nú væru að berast að utan um ferðamannastrauminn yfir há- annatímann — það er júlí og tvær fyrstu vikurnar í ágúst — að árið í heild mundi nokkurn veginn sleppa sem meðalár hvað fjölda ferðamanna varðaði. Hann kvað engan vafa á því að ferðalög Þjóðverja til landsins hefðu verið ofmetin af v-þýzkum ferðaskrif- stofum en taldi að skýringuna á minni ferðamannastraumi þaðan í ár en ætlað var mætti finna í veðráttunni í Þýzkalandi og Mið- Evrópu, þar sem hefði verið rysjóttur vetur og kalt vor, svo að fólki þar um slóðir væri um og ó að halda til Islands í þá veðurfars- legu óvissu sem hér ríkti jafnan. Þá væri enginn vafi á því að verðlagið hefði sitt að segja orðið — íslenzka krónan væri ofskráð gagnvart ýmsum gjaldmiðlum nágrannalandanna og erlendir ferðamenn þyrftu að borga hér fleiri erlendar krónur en eðlilegt mætti telja. — Ingvar í 2.—14. sæti Framhald af bls. 2 Efstur á mótinu er Kanadamað- urinn Herbert með 5 xk vinning og hefur frammistaða hans komið mest á óvart. Ingvar er sem fyrr segir í 2—14. sæti með 5 vinninga og jafnir honum að vinningum eru tveir stórmeistarar, Georghiu og Westerinen. Aðrir stórmeistarar, sem taka þátt í mótinu eru Benkö, Balinas, Lein og Bisguier. Vinningsfjöldi annarra kepp- enda íslenzkra er sem hér segir: 4. vinningar: Benóný Benedikts- son, Guðmundur Ágústsson, Ásgeir Þ. Árnasön, Margeir Pétursson, Bragi Halldórsson, Jóhannes Gíslason, Helgi Ólafs- son, Jón L. Árnason og Þórir Ólafsson. 3‘/2 vinningur: Leifur Jósteins- son, Sævar Bjarnason og Guðni Sigurbjarnarson: 3 vinningar: Jóhann Þórir Jóns- son. Há verðlaun eru í boði og eiga ísleraku keppend^rpir «Ðr*rmögu- leiká ' á því í i verðlaun og eru mögulérkar Ingv- ‘ ars vitaskuld mestir. Hins vegar er ljóst að enginn íslenzkur keppandi nær að þessu sinni áfanga í alþjóðatitil. Aðeins einn íslending- ur hefur teflt við stórmeistara. Er það Þórir Ólafsson, sem tefldi við Benkö og tapaði. Hins vegar vann Jón L. Árnason Bandaríkjamann- inn Seirawan, sem er einn af stigahæstu mönnum mótsins. Það er ekki ofsögum sagt að þetta sé eitt erfiðasta skákmót, sem við höfum lent í. Tefldar eru tvær umferðir á dag og lenti ég t.d. í því einn daginn að sitja að tafli í samtals 12'/2 tíma. Bragi Hall- dórsson sat samfleytt að tafli frá klukkan 18 til klukkan 3 um nóttina eða í 9 klukkutíma enda varð skákin 120 leikir. Mótinu lýkur á þriðjudag og verða þá tefldar tvær síðustu umferðirnar. _____m.. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.