Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 36
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLI 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 21 i||JjijJ|l 1 - ■ '. • Darraðardans í leik Fram ok IBV. Kristinn Atlason og Örn Óskarsson berjast um boltann og hefur Örn greinileRa betur í þeirri viðureisn. Slakur leíkur Fram og ÍBV ÞAÐ ER máske of djúpt í árinni tekið að segja að Framarar hafi aðeins átt tvær sóknir í fyrri hálfleiknum á móti ÍBV, en pær voru varla miklu fleiri sem einhver hætta stafaði af. Það er pví ekki slæm útkoma aö hafa skoraö tvð mðrk, og hafa yfir í hálfleik 2—0. Allt að pví 100 prósent nýting. Það hefði verið huggulegt fyrir Eyjamenn ef upphlaupin hefðu verið fleíri. Frekar slakur leikur Það vantaöi ekki aö veörið væri gott í Laugardalnum á laugardag er IBV og Fram léku þar í 1. deildinni. Áttu því menn von á aö liðin næöu að sýna góöa knattspyrnu og hart yrði barist. Raunin varð önnur, leikurinn í heild var slakur og fátt um fína drætti. Þaö litla sem sást af knattspyrnu kom frá Fram-liðinu en Eyjamenn voru daufir og léku frekar stórkarlalega. Er meö ólíkindum hve illa þeim gengur ávallt í Laugardaln- um. Framan af fyrri hálfleiknum réöu Eyjamenn miöju vallarins og sóttu allstíft án þess þó aö skapa sér tækifæri sem reyndust vera hættu- leg. Framvörnin sem var betri hluti liösins allan leikinn varöist vel. Annaö slagið náðu Framarar að sækja, og úr einni slíkri skyndisókn kom fyrsta mark leiksins. Á 29. mínútu kom góö fyrirgjöf fyrir markið og virtist enginn hætta vera á ferðum þar sem Páll Pálmason markvöröur kom á móti knettinum og hugðist grípa hann en ekki tókst betur til en svo aö hann missti knöttinn milli fóta sér og fyrir markið þar sem þvaga myndaöist, og þar tókst Sigurbergi Sigsteinssyni að pota knettinum í netiö aðþrengdur varnarmönnum. Mark þetta má algerlega skrifa á reikning Páls markvaröar. Var þetta ekki í eina skiptið í leiknum sem Páll virkaði óöruggur. Þá eru sum úthlaup hans úr markinu mjög ævintýraleg. Síðara mark leiksins kom á 35. mínútu hálfleiksins. Trausti Haralds- son bakvöröur brunaði upp vinstri kantinn og gaf síðan vel inn í vítateiginn á Pétur Ormslev sem var þar óvaldaður, hafði Pétur nægan tíma til að athafna sig með knöttinn og leggja hann vel fyrir sig. Pétur sneri baki aö markinu er hann fékk sendingu Trausta en eins og áöur segir var hann ekki í vandræöum með að snúa sér og skjóta og skora framhjá Páli sem var frekar seinn til að gera tilraun til að verja. Stóð Pétur vel að þessu marki. í síðari hálfleiknum börðust Vestmanna- eyingar vel, og reyndu allt hvað af tók að jafna metin en það tókst ekki. Það var strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins sem Tómas komst einn í gegn, Guðmundur markvörður kom á limiMIIIBlllHM Fram-ÍBV 2:1 (I Texti: Þórarinn Ragnarsson Mynd: Kristinn Ólafsson móti og varöi skot hans en hélt ekki knettinum, knötturinn hrökk út þar sem Karl kom á fullri ferð en skaut framhjá úr góðu færi. Rétt fimm rnínútum síðar er Tómas í góðu marktækifæri er hann fær góða fyrirgjöf, en hörkuskalli hans fer framhjá. Mark Vestmannaeyinga kemur á 61. mínútu leiksins. Örn Óskarsson fær sendingu inn í vítateig eftir skyndisókn Vestmanneyinga, og aöþrengdur varnarmönnum nær Örn að skjóta laglegu skoti og skora úti við stöng, var þetta mjög laglega gert. Framliðið var frekar dauft fyrri hluta síöari hálfleiksins en hresstist er líöa tók á hálfleikinn og náöu þá oft vel útfærðum sóknum. Tvívegis í síðari hálfleiknum voru þeir nálægt því að skora. í fyrra skiptið varði Páll vel skot frá Gunnari Guðmundssyni en í síöara skiptið átti Kristinn Atlason skalla sem Vestmannaeying- ar björguðu á marklínu. Ekki sköpuöu liðin sér fleiri umtalsverð marktækifæri í leiknum. LIÐIN: Lið Fram er ótrúlega drjúgt og á áreiðanlega eftir að hala inn mörg stig til viðbótar. Leikur liðsins hefur stórbatnað frá fyrstu leikjum þess í mótinu. Bestu menn liösins í þessum leik voru þeir Kristinn Atlason og Sigurbergur í vörninni, báðir mjög seigir við að stoppa sóknir and- stæðinganna. Sigurbergur er sterkur í loftinu og á allflesta skallabolta, Kristinn sækir sig stöðugt og er mjög sparkviss en mætti gera meira af því aö reyna að byggja upp sóknir í staö þess að hreisa frá markinu. Þá voru þeir Pétur Ormslev og Rúnar Gísla- son sprækir í framlínunni. Rúnar er liðinu mikill styrkur en hann hefur ekki leikið með því að undanförnu. Pétur hefur góða knattmeðferð og platar oft stórskemmtilega, þá eru margar sendingar hans vel hugsaöar og útfærðar. Liö ÍBV veldur von- brigðum. Það nær ekki því út úr leik sínum sem ætla mætti. Þó vel sé barist á köflum vantar meiri samleik sem skapar marktækifæri og til- finnanlega vantar þá markskorara. Að vísu vantaði Sigurlás í þennan leik en hann var í leikbanni. Þá láta leikmenn um of ýmis smámistök fara í taugarnar á Sér. Það kann ekki góðri lukku að stýra er menn rífast innbyröis á leikvelli. Ætli Eyjamenn séu ekki að missa alveg af lestinni veröa þeir að taka sig verulega á í næstu leikjum. f STUTTU MÁLI, 1. deild. Lauxardalsvollur 1. júlí ÍBV — Fram, (0—2) 1-2. Mörk Fram, Sixurberxur Siifsteinsson á 29. mín. ok Pétur Ormslev á 35. mín. Mörk ÍBV, Örn óskarsson á fil. mín. Áminninx, Enxin. Áhorfendur. 227. HAMINGJUDÍSIRNAR GENGU í LIÐ MEÐ VAL IIEILLADISIRNAR gengu í lið með Valsmönnum á laugardaginn þegar Akranes og Valur mættust í hinum mikilvæga leik toppliðanna á Akranesi. Valsmenn sigruðu LO með marki Inga Bjarnar Albertssonar úr vítaspyrnu mínútu fyrir leikslok. Aður en markið kom höfðu Akurnesingar sótt nær látlaust um langa hríð og skall oft hurð nærri hælum við Valsmarkið. En þegar markalaust jafntefli blasti við fengu Valsmenn skyndisókn, Guðmundur Þorbjörnsson slapp úr gæzlu sterkrar Akranesvarnar í eina skiptið í leiknum og Jón Þorbjörnsson markvörður Akurnesinga sá ekki annað ráð en fella Guðmund. Ingi Björn skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og tryggði Valsmönnum tvö óverðskulduð stig. Akurnesingarnir áttu í það minnsta skilið annað stigið í þessum leik og miðað við gang hans og marktækifæri voru þeir nær sigri. En knattspyrnan er óútreiknanleg eins og allir vita og úrslitin eru oí óréttlát. í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti á áhorfendapöllunum en stuðningsmenn Vals höfðu fjölmennt upp á Skaga og létu mikið á sér bera. Stuðningsmenn Akurnesinga voru hljóðir og vonbrigðin leyndu sér ekki. Ilamingjudísirnar hafa verið hliðhollar í fleiri leikjum og sá grunur læðist að manni að þarna sé um að ra-ða hina einu sönnu meistaraheppni. Aðstæðurnar voru ekki eins og hafi Akurnesingar sótt mun bezt varð á kosið á Akranesi a laugardaginn, rigning og norðan- rok, sem stóð þvert á völlinn. Völlurinn var í slæmu ásigkomu- lagi og þessar aðstæður settu svip sinn á leikinn. Hann var ekki eins vel leikinn og vænta hefði mátt en baráttan var ósvikin og ekkert gefið eftir. ' Sterkar varnir Til að byrja með sóttu Valsmenn meira og má segja að þeir hafi ráðið gangi leiksins fyrstu 15 mínúturnar. Munaði minnstu að Valsmenn tækju forystuna á 7. mínútu þegar Ingi Björn komst í gegn en vörn Akurnesinga gat með naumindum bægt hættunni frá. Akurnesingar fóru nú smátt og smátt að sækja í sig veðrið og þeir fengu fyrsta tækifærið á 16. mínútu þegar Karl Þórðarson átti þrumuskot naumlega yfir markið eftir hornspyrnu. Á 22. mínútu komst Matthías Hallgrímsson í gegnum vörn Vals og átti greiða leið að markinu en hann missti boltann of langt frá sér á klaufa- legan hátt og Sigurður markvörð- ur náði að handsama hann. Það er ólíkt Matthíasi að misnota tæki- færi á borð við þetta. Fleiri umtalsverð tækifæri voru ekki í fyrri hálfleiknum enda fór barátt- an mest fram á miðjunni og sterkar varnirnar áttu löngum í fullu tré við sóknarmennina. , í seinni hálfleiknum, hélst svipuð staða, bæði liðin reyndu að skapa sér marktækifæri en varn- irnar voru traustar og sjaldan að framlínumönnunum tækist að brjóta niður varnarmúrana. Á 7. mínútu seinni hálfleiks komst Skotinn James Bett í gott færi en skot hans fór framhjá Akranes- markinu. Upp úr miðjum hálf- leiknum fóru Akurnesingar að þyngja sóknina og má segja að síðustu 20—25 mínútur leiksins Bikarinn íkvöld FYRSTU leikirnir í 16 liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ fara fram í kvöld og leika þá eftir- farandi lið« Þór, Akureyri — ÍBV ÍA - KA Víkingur, RVK — KR UBK - Fylkir Leikirnir hef jast allir klukkan 20.00. meira. Á 23. mínútu átti Pétur Pétursson mjög góðan skalla að marki Vals eftir hornspyrnu en Guðmundur Kjartansson bjargaði laglega á línu. Skömmu síðar átti Bett þrumuskot að Akranesmark- inu af löngu færi en naumlega framhjá. Á 39. mínútu kom bezta tækifæri leiksins. Akranes fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs mauaiiaji raunar ekki máli því Jón mark- vörður greip nú til þess ráðs að grípa í fætur Guðmundar svo að hann féll kylliflatur á völlinn og góður dómari leiksins, Ragnar Magnússon, var ekkert að hika heldur benti umsvifalaust á víta- punktinn. Ingi Björn Albertsson tók spyrnuna og negldi knöttinn hægra megin við Jón markvörð, óverjandi. Ýmsir vildu meina að Guðmundur hefði þarna verið rangstæður en Hinrik Lárusson línuvörður sagði eftir leikinn að svo hefði alls ekki verið, tveir Akurnesingar hefðu verið fyrir innan Guðmund þegar boltanum var spyrnt. í sama streng tók Ragnar dómari, rangstaða hefði ekki komið til greina í þessu tilfelli. Liðin Eins og íslandsmótið hefur þróast eru þeir tveir leikir, sem ÍA-Valur 0:1 Texti og mynd: Sigtryggur Sigtryggsson. Vals. Boltinn var gefinn fyrir markið að stönginni fjær, þar sem Jón Gunnlaugsson stóð metra frá opnu markinu, en hann hikaði og boltinn fór aftur fyrir endamörk Sigurmarkið Menn biðu nú bara eftir flautu dómarans og bæði liðin virtust hafa sætt sig við jafnteflið. En skyndilega, einni mínútu fyrir leikslok, eygði Hörður Hilmarsson möguleika, þar sem hann var með boltann á miðjunni og sendi góða sendingu inn fyrir vörn Akurnes- inga. Guðmundur Þorbjörnsson náði boltanum og lék upp að markinu. Jón Þorbjörnsson hljóp út úr markinu en hikaði í úthlaup- inu og Guðmundur náði að leika framhjá honum. Svo virtist sem Guðmundur ætti í erfiðleikum með að halda jafnvægi en það skipti hugsast gat" „Ég er yfir mig ánægður með úrslitin. Að fá tvö stig á Skaganum var það bezta sem hugsast gat,“ sagði Ingi Björn Albertsson fyrirliði Vals eftir leikinn. „Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en ef annaðhvort liðið átti að sigra vorum við nær sigrinum. Þrátt fyrir að við höfum unnið í dag er mótið alls ekki búið, við höfum eitt stig umfram Skagamennina og eigum einn leik inni, erfiðan útileik gegn Vestmannaeyingum." — Varstu taugaóstyrkur í vítinu? „Nei, alls ekki, ég var alveg rólegur. Aðalatriðið var að hitta boltann vel og skjóta fast og það tókst með ágætum." Við eigum eftir að ná þeim aftur" „Ég er auðvitað ofsalega óánægður með þessi úrslit. Þetta var hundaheppni hjá Valsmönnum í dag,“ sagði Jón Áskelsson fyrirliði Akurnesinga. „Þetta er ekki búið ennþá, sjáðu bara til. í fyrra höfðu þeir Valsmenn 3—4 stiga forskot þegar fjórar umferðir voru eftir en samt unnum við. Við eigum eftir að ná þeim aftur síðar í motinu og ég hef þá von að Islandsbikarinn verði áfram á Skaganum þótt útlitið sé kannski ekki of bjart þessa stundina," sagði Jón Áskelsson. Ff Akurnesingar og Valsmenn leika saman hápuntkar mótsins. Því var leitt að veðrið og vallaraðstæður skyldu ekki vera betri á laugar- daginn. Þá hefði knattspyrnan eflaust verið betri, tækifæri verið fleiri og opnari og leikurinn fyrir bragðið orðið skemmtilegri fyrir áhorfenaur. Þessi leikur var svip- aður landsleiknum við Dani á dögunum, barátta mikil og góð knattspyrna á stundum en leikur- inn ekki skemmtilegur á að horfa. Varnirnar voru góðar hjá báðum liðum, þó með undantekningum, framlínumennirnir með daufara móti, einnig með undantekningum en miðjumennirnir yfirleitt góðir. Hjá Akurnesingum átti Árni Sveinsson stórleik, var mjög góður sem varnarbakvörður að þessu sinni og drjúgur í sókninni. Kollegi hans Guðjón Þórðarson var hins vegar veikleikinn í vörninni í þessum leik og réð hann ekkert við hinn leikna Skota í Valsliðinu, James Bett. Á miðjunni voru Karl Þórðarson og Jón Alfreðsson sterkir og í framlínunni voru Pétur Pétursson og Kristinn Björnsson frískastir. Valsvörnin átti góðan leik að þessu sinni nema hvað Dýri Guðmundsson lék undir getu aldrei þessu vant. Hörður Hilmarsson og Atli Eðvaldsson voru góðir á miðjunni og í framlínunni var James Bett mjög sprækur. í STUTTU MÁLI, Akranesvöllur 1. júlí. íslandsmótiö 1. deild, Akranes — Valur 0.1 (0,0). Mark Vals. Ingi Bjorn Albersson úr vítaspyrnu i 89. minútu. Áminninx, Enxin. Áhorfendur.1882. ’ ; * ' r lH) ' 1 i m '■■■■■ ■ -'■■ 9 * . X l *C$ - 1 ; • - • Eitt bezta færi Akurnesinga fer forgörðum. Snúningsbolti kom fyrir markið til Jóns Gunnlaugssonar. Jón hikaði og missti því af boltanum. sem rúllaði framhjá markstönginni. Jón hefði aðeins þurft að reka tána í boltann því markið blasti opið við honum. Sigurður markvörður og Ingi Bjiirn eru til varnar. • Ólafur Júlíusson og Adolf Guðmundsson í baráttu um knöttinn í leik Víkings og ÍBK. Tvö dýrmæt stig til Keflvíkinga KEFLVÍKINGAR unnu Víking L0 í sérdeilis leiðinlegum leik í Laugardalnum á sunnudagskvöldið. Varla gat heitið að knettinum væri spyrnt samherja á milli og þá sjaldan að gott samspil sást voru Keflvíkingar þar undantekningalaust að verki. Þeir sýndu þá knattspyrnu sem sýnd var í leiknum en Víkingarnir áttu jafnopin tækifæri og jafnvel betri tækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta. Það viðraði ekki vel til knatt- spyrnuiðkunar þetta kvöld, háv- aðarok af norðri lengst af. Reynd- ar lygndi um tima en í seinni hálfleik var komið rok á nýjan leik. Vindurinn var þvert á völlinn og var boltinn því að mestu leyti á öðrum vallarhelmingnum og þau vor ófá innköstin, sem tekin voru í leiknum. í fyrri hálfleiknum var ÍBK-lið- ið mun betra, Keflvíkingarnir voru miklu grimmari í boltann og þeir reyndu annað slagið að spila saman, þveröfugt við Víkingana, sem voru með „gömlu góðu“ langspyrnurnar fram völlinn, sem þeim Arnóri Guðjohnsen og Lárusi Guðmundssyni var ætlað að vinna úr. Reyndar léku þeir tveir vel saman á 6. mínútu leiksins og Arnór komst í dauðafæri en Þorsteinn varði vel. Skömmu síðar komst Ólafur Júlíusson inn fyrir vörn ÍBK en Diðrik varði mátt- laust skot Jians auðveldlega. Á 39. mínútu átti Arnór mjög góða sendingu á Gunnar Órn, sem skallaði að markinu en Þorsteinn varði auðveldlega. I seinni hálfleiknum gerðist fátt markvert lengi vel. Langspyrnur voru mest áberandi sem fyrr og varnirnar voru traustar og mark- verðirnir báðir. En á 39. mínútu skoraði Keflavík mark, sem reynd- ist vera sigurmark leiksins. Ólafur Júlíusson lék þá upp að endamörk- um vinstra megin og gaf góða sendingu fyrir markið, þar sem varamaðurinn Friðrik Ragnarsson var fyrir. Friðrik henti sér fram og skallaði boltann laglega í markið, framhjá Diðriki. Mínútu síðar braust Arnór af harðfylgi í gegnum vörn ÍBK og gaf góða sendingu fyrir markið. Litlu munaði að Gunnari Erni tækist að skora en Gísla Torfasyni tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu. Þessi tvö stig eru ákaflega mikilvæg fyrir Keflvíkinga, sem byrjað hafa heldur illa í 1. deildinni. Þeir börðust vel að þessu sinni og uppskáru laun erfiðisins. Þorsteinn var öruggur í markinu og í vörninni voru þeir mjög traustir Óskar Færseth, Gísli Grétarsson og Sigurður Björgvins- son. Þá átti Olafur Júlíusson einnig góðan leik. Hjá Víkingi voru aðeins tveir leikmenn, sem sýndu eitthvað í leiknum, Diðrik markvörður og Arnór Guðjohnsen. I heild lék liðið undir getu og knattspyrnan, sem leikmenn þess buðu lengst af upp á var ekkert augnayndi. I STUTTU MÁLI, Laufiardalsvöllur 2. júlí. íslandsmótiö 1. deild VíkinKur — ÍBK 0,1 (0,0) Mark, ÍBK, Friórik Raxnarssun á 81. mínútu. Áminninx, Enxin. Áhnrfendur, 397. ■slandsmötlð 1. delld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.