Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 31 Minning — Helgi Geirsson skólastjóri Fæddur 3. ágúst 1911. Dáinn 27. júní 1978. Helgi Geirsson, skólastjóri, sem andaðist 27. júní, verður kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag. Með Helga er genginn sérlega traustur og gagn- merkur skólamaður, sem gott er að minnast. Helgi Geirsson var fæddur 3. ágúst 1911 að Útverkum á Skeið- um, var Árnesingur að ætt og uppruna og taldi til mikils dugnað- ar- og myndarfólks í báðar ættir. Framtak hans og menningaráhugi komu líka snemma í ljós, þótt tækifæri lægju þá ekki svo mjög á lausu sem á okkar dögum. Er hann var kominn að tvítugu, lá leiðin í hinn nýstofnaða Héraðs- skóla á Laugarvatni og síðan í Kennaraskóla íslands, þar sem hann lauk prófi 1934. Næstu ár ferðaðist hann tals- vert erlendis og lærði margt, fÍnSm. á„No-rð«^rastörf hóf mSín við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og kenndi einnig um árs skeið í Borgarfirði. En 1937 gerðist hann skólastjóri við Barnaskólann í Hveragerði og var þar samfellt að kalla til 1956. Jafnframt stjórnaði hann Miðskól- anum í Hveragerði eftir að hann var stofnaður 1947. Kennari réðst hann síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni og gegndi því starfi um árabil. Þá var hann skólastjóri Gagnfræðaskól- ans í Hveragerði um eins árs skeið og vann næstu ár ýmis skrifstofu- störf í Reykjavík og austan Fjalls, þar á meðal á Fræðsluskrifstofu Suðurlands, og loks gerðist hann skólastjóri Héraðsskólans í Skóg- um s.l. haust og hafði gegnt því starfi um árs skeið, er hann féll frá. Helgi Geirsson kvæntist 1938 Sigríði Áskelsdóttur, ágætri konu, ættaðri úr Eyjafirði, sem nú er látin fyrir nokkru. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi og hið mesta dugnaðar- og manndóms- fólk. Helgi Geirsson var slíkur mað- ur, að alltaf var gott að vera nálægt honum. Hann hafði miklar gáfur og fjölþætta hæfileika og var einstakur skapfestumaður. Hann var sérlega ljúfur í um- gengni og átti kímni til að bera í ríkum mæli. Samviskusamur var hann í öllum verkum sínum og sérstaklega glöggur á tölur og allt sem snerti þókhaldsstörf. Get ég þar vel um borið, því að við unnum saman um skeið og naut ég mjög góðs af ágætum verkum hans. Ég fylgdist og nokkuð með störfum hans við Skógaskóla og veit að hann lagði sig mjög fram um að leysa þau vel af hendi. Ef til vill vann hann þar of mikið, því það var í útmánuðum s.l. vetur, sem hann kenndi þess meins, sem nú hefur orðið honum að aldurtila. En þannig var Helgi. Hann hlífði sér hvergi og leitaðist sífellt við að leysa verk sín svo af hendi, að \a.rt yrði það J.etiVínn^lt ^ins" stundar. Ég vil því að leiðarlokum færa honum einlægar þakkir fyrir ágæt störf og veit að margir munu taka undir mér í því efni. En hvað sem miklum og góðum verkum líður, þá met ég þó enn meira að hafa kynnst manninum sjálfum, sem ætíð leitaðist við að láta gott af sér leiða, hvar sem hann gekk á meðal okkar. Ég vil að síðustu færa börnum hans, tengdabörnum, systkinum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón R. Hjálmarsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Helgi Geirsson kennari og fyrrum skólastjóri, f. 3. ágúst 1911 — dáinn 27. júní 1978. Lát hans bar skjótt að höndum og svo óvænt, að menn fengu naumast trúað frétt- inni. Helgi hafði að vísu kennt vanheilsu á síðastliðnum vetri, en virtist eftir það vera á góðum batavegi. Þess vegna kom dánar- fréttin flestum í opna skjöldu. Fundum okkar Helga Geirsson- ar bar fyrst saman haustið 1956. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Við erum sköpuð til samfélags við Guð. Engin önnur skepna var sköpuð í mynd Guðs. Maðurinn einn var svo gerður, að hann skyldi eiga samfélag við Guð. En þegar maðurinn syndgaði, rofnaði samfélag hans við Guð. Hann var rekinn úr því ríki, sem hann var skapaður til. Firringin tók við, einmanaleikinn »g- öttinn. Hann varð kunntigirr þjáiliugum Og sársauka, áhyggjum og vonbrigðum. En þó að maðurinn yfirgæfi Guð, yfirgaf Guð hann aldrei. Hann fór á eftir honum um villustigu hans. Hann reyndi að tjá honum elsku sína og umhyggju. Með margvíslegum hætti reyndi hann að hafa samband við hann. Loks íkhæddist Guð mannlegu holdi. Hann varð maður í Kristi. Hann sannaði kærleika sinn á krossinum, þegar hann friðþægði fyrir syndir okkar. Guð var í Kristi, og hann sætti heiminn við sig, segir Biblían. En nú hefur Guð gefið okkur vald til að velja og hafna, og þess vegna er það undir hverjum og einum komið, hvort hann kýs að taka á móti þeirri náð og miskunn Guðs, sem hann hefur auðsýnt. I raun réttri tilheyrum við Guði. Samt leggur hann það á okkar vald að ganga sér á hönd af frjálsum vilja — eða ekki. Hann hefur rutt veginn fyrir okkur, svo að við getum öðlazt samfélag við hann, en við'verðum að koma í fúsleika hjartans, ella væri um að ræða þvingaðan kærleika og Guð kærir sig ekki um þess konar kærleika. Ef við viljum öðlast allt það sem Guð býður okkur, verðum við að „gefa okkur Guði á vald“. Við verðum að lifa honum, sem dó fyrir okkur, ef við eigum að hljóta hjálpræðið. Þá réðst Helgi kennari að Héraðs- skólanum á Laugarvatni og flutt- ist þangað með konu sinni og sex börnum. Helgi starfaði samtals í 13 ár við Héraðsskólann á Laugar- vatni og kenndi þar aðal,~’"' íslensku. Jafn.í- var Tiann <n heimavistarstjori í stærstu heimavist skólans í aðal- skólahúsi. Um leið og Helgi kom að skólanum, var samstarfsmönn- um hans þar ljóst, að ekki var neinn viðvaningur á ferðinni, enda átti hann meira en 20 ára kennslu- og skólastjórnaFferil að baki, er hann hóf að kenna á Laugarvatni, þar sem hann hafði sjálfur verið nemandi aldarfjórðungi áður. Helgi Geirsson var framúrskar- andi vandvirkur og giftudrjúgur kennari. Hann kom að Laugar- vatni eftir ársorlof og námsdvöl við ágæta skóla á Norðurlöndum og Þýskalandi og var óspar á að ræða við samkennara sína fjöl- margar nýstárlegar og áhugaverð- ar hugmyndir, sem hann brann af óþreyju eftir að hrinda í fram- kvæmd. Kennsla Helga einkennd- ist af virðingu hans fyrir starfinu. Hann vann traust og trúnað nemenda sinna með óvenjulega hlýlegu og notalegu viðmóti. Ávallt var hann reiðubúinn með græskulaus spaugsyrði, sem komu öllum í gott skap, og hann veitti nemendum sínum þá góðu og manneskjulegu handleiðslu, sem varð til þess, að þeir löðuðust að honum án ótta og þvingunar. Þrátt fyrir þetta duldist engum, að Helgi var sérlega stefnufastur og ein- beittur, og hið mjúkláta viðmót hans við nemendur hindraði ekki, að hann gerði til þeirra fyllstu kröfur um góða framkomu og vinnubrögð, enda lét árangurinn ekki á sér standa.' í kennarahópi var Helgi Geirs- son hinn skemmtilegasti og ágæt- asti félagi. Það er eftirminnilecri. hversu vel og eðl>lr«" fúr saman w**oiium annars vegar að iaka starf sitt og markmið hátíð- lega og hins vegar að taka lítið hátíðlega sjálfan sig og aðra — sem og ýmsa atburði daglega lífsins. Ekki er síður eftirminni- legt, hve úrræða- og tillögugóður Helgi reyndist jafnan, er leysa þurfti einhvern vanda, svo sem ósjaldan ber við í heimavistar- skóia. Rúmlega tveimur árum eftir að Helgi Geirsson fiuttist að Laugar- vatni, dvaldist hann vetrarlangt í Reykjavík vegna veikinda konu sinnar, sem lést síðla árs 1958. Árið eftir hélt Helgi til Laugar- vatns og tók þar á ný við kennslu sinni. Árin sem í hönd fóru reyndu til þrautar á mannkosti Helga. Hann náði að halda barnahópi sínum saman, meðan þau uxu úr grasi hvert af öðru. í sorg þeirra var hamingjan þeim að því leyti hliðholl, að þau báru gæfu til að standa saman sem órofa heild á úrslitastund. Fyrir það hlaut fjölskyldan aðdáun allra, sem til þekktu, og Helgi mátti vel una sínum hlut: Öllum börnum hans hefur farnast vel í námi og starfi. Þótt Helgi Geirsson léti endan- lega af kennslustörfum við Héraðsskólann á Laugarvatni vor- ið 1972, var ekki þar með lokiðaf- skiptum hans af kennslu- og skólamálum. Hann átti eftir að vera skólastjóri við tvo skóla: Gagnfræðaskólann í Hveragerði 1972—1973 og Skógaskóla 1977—1978 auk starfa á Fræðslu- skrifstofu Suðurlandsumdæmis síðastliðin tvö ár. Með Helga Geirssyni er horfinn gagnmerkur skólamaður. Starfs- tími hano spannar umtalsverðan niuta þessarar aldar eða frá krepputímabilinu um miðjan 4ða áratug og fram á grunnskólaöld. I Héraðsskólanum á Laugar- vatni hefur Helgi Geirsson komið við sögu — með hléum — frá því hann kom þangað sem nemandi á þriðja starfsári skólans haustið 1930 og fram á þetta vor. Síðustu afskipti hans af sínum „gamla" skóla voru að íhuga vandlega og setja fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir, er að haldi kunna að koma við nýskipan mála á Laugar- vatni. Um leið og ég lýsi fyrir skólans hönd þakklæti fyrir margra ára starf Helga Geirssonar í hans þágu og persónulegu þakklæti fyrir góð kynni og farsælt sam- starf, tjái ég börnum hans og öðrum skyldmennum og vensla- fólki einlæga samúð mína. Benedikt Sigvaldason ■ LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.