Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978
3
»
■■ ■■
*s/
it*
»
■f .
„., 1 V»~ '•> '■•■ .■- ;*■*«*■■*■ * , » _ .. _ J*t *T ' "* *“ «■••'-.<***•4
♦ -W »$" >«* ,
-
* *;
■-
• * *
*■?*&** ■
><s^ .
^gSKf* * «*
P':i., . . ■*» :.',:< ■; ■ -i* - - W .^X ’. *(%
Yfirlitsmynd af Grund á Kjalarnesi. Þar hefur 500 manna íbúðahverfi Þegar skotid rótum.
REYKVÍKINGAR munu að
öllum likindum flytjast í mikl-
um mæli upp á Kjalarnes á
næstu árum. Þar hefur nú verið
úthlutað lóðum undir 34 einbýl-
ishús, og er ætlunin að lóðirnar
verði 100 alls, svo að þar mun
rísa um 500 manna hverfi. í
skipulajíi fyrir þetta hverfi er
meðal annars gert ráð fyrir
verzlun, íþróttavelli og aðstöðu
fyrir einhvern léttan iðnað við
Vesturlandsveg.
Morgunblaðið lagði í gær leið
sína upp á Kjalarnes. Þar eru
fáein hús risin af grunni, og frá
tveimur þeirra bárust hamars-
högg. Annað þeirra er greinilega
komið lengst húsanna í þessu
nýja hverfi. Það er í eigu Oskars
Jónssonar hjúkrunarfræðings.
„Mér finnst ég alltaf vera í
bænum, og þó ekki, — þetta er
svolítið skrýtin tilfinning,"
sagði Óskar, er við stóðum við
„stofugluggann" og horfðum á
höfuðborgina hinum megin við
sundið. „Maður nýtur hér alls
sem Reykjavík hefur upp á að
bjóða, til dæmis ef maður ætlar
í bíó kl. fimm þarf maður ekki
að leggja af stað fyrr en
hálftíma fyrr. Hins vegar er
maður laus við marga ókosti."
„Þetta eru bara ósköp venju-
legir borgarar sem eru að
byggja hér, verzlunarmenn, iðn-
aðarmenn og aðrir, sem annað
hvort hafa ekki fengið lóðir í
bænum eða vilja ekki vera þar.
Ég held að þeir sem hér byggja
geri ekki ráð fyrir að starfa hér
í grenndinni, en ég starfa til
dæmis sjálfur á Borgarspítalan-
um hér uppfrá. Þessi 34 hús,
sem hefur verið úthlutað, risa
sennilega á næstu þremur til
fjórum árurn."
„Hér er fallegt útsýni," sagði
Óskar, og benti út yfir víkina.
„Það hefur meira að segja verið
rætt um að byggja hér smábáta-
höfn, enda er mikið af fiski hér
úti fyrir."
Næst við hús Óskars stóðu
útveggir húss, og þaðan bárust
hamarshögg í rokinu. Þar voru
að störfum bræður, Jónas og
Guðni Sigfússynir. Þeir sögðu
þetta vera fyrsta hlutann af
raðhúsi, og hygðust þeir byggja
þar hlið við hlið. Jónas er
kennari á Seltjarnarnesinu og
flyzt á Kjalarnesið úr Mosfells-
sveitinni. „Reykjavík fer að
verða búin með allt sitt lands-
svæði," sagði hann. „Hún hefur
líka öll einkenni erlendrar
stórborgar, þar sem atvinnuveg-
ur flyzt burt þaðan og í ná-
grannabyggðirnar."
Fyrstu íbúarnir hafa þegar
flutt inn í hið nýja íbúðahverfi
á Kjalarnesi. Það eru hjónin
Sigurgeir Bjarnason og Margrét
Jónsdóttir. Þau fluttu inn í
hluta hússins í september í
fyrra, en það er enn ófullgert.
„Ég hef orðið vör við að mikið
af ungu fólki í bænum hefur
áhuga á að flytjast hingað,“
sagði Margrét. „Ég held að það
viðhorf sé í sókn, að vilja
komast út fyrir ys og þys
borgarlífsins, og við vorum fyrst
og fremst með það í huga á
sínum tíma, þó að við sæktum
svo um af rælni.“
„Ég á nú erfitt með að gera
mér grein fyrir því hvernig
þetta hverfi á eftir að verða.
Húsin eiga sennilega eftir að
verða af öllum gerðum, en það
er lítið að marka reynslu okkar
hingað til, því að við höfum
verið hér ein í heilu hverfi í
allan vetur og það eru auðvitað
töluverð viðbrigði frá borginni.
En við erum mjög ánægð hér, og
við höfum haft nokkur kynni af
fólki á bæjunum í kring. Hér er
mikið félagslíf á veturna, þrátt
fyrir nálægð borgarinnar. Fólki
hér finnst það vera í sveit þó að
okkur finnist það ekki. Ég fer
Líkan af skipulagi hins nýja hverfis á Kjalarnesi. Þar er bæði gert ráð fyrir útisundlaug og íÞróttavelli.
Fremst fyrir miðju á myndinni eru húsin, sem nú er verið að reisa.
500 manna hverfi
að rísa á Kjalarnesi
umsóknir sínar til baka. Af
áðurnefndum 34 lóðum sem
úthlutað hefur verið, eru nú um
10 eignir Kjalnesinga, en aðrir
kaupendur eru mest úr Reykja-
vík.
„Mér virðist vera mikil sókn í
einbýlishús burt frá Reykjavík."
sagði Bjarni. „Astæðan er senni-
lega sú, hvað Reykjavíkurborg
hefur getað boðið upp á fáar
einbýlishúsalóðir. Byggð hér á
Kjalarnesi er í töluverðri sókn,
fyrir 12 árum voru íbúar hér
færri en 108, en nú eru þeir yfir
260. Þar á steypti vegurinn
örugglega stóran hlut að máli.“
„Hugmyndin er sú að fara
ekki hratt í uppbyggingu þessa
nýja hverfis, heldur láta það
þróast smátt og smátt. Vanda-
málin varðandi stjórnun sveit-
arfélaga eru slík, að þessi eining
má ekki verða of stór strax.“
Húa Óskars Jónssonar
er lengst komið
í byggingu
á Kjalarnesinu.
Bræðurnir Jónas og Guðni Sigfússynir vinna við hús pess
fyrrnefnda.
Margrét Jónsdóttir ásamt syni sínum, Jóni Viöari. Þau eru fyrstu
íbúar hins nýja hverfis.
sjálf einu sinni til tvisvar í viku
í bæinn, en þeim ferðum á eftir
að fækka þegar búðirnar koma.“
Það er Kjalarneshreppur sem
úthlutar lóðum í hinni nýju
byggð. Oddviti hreppsins, Bjarni
Þorvarðsson sagði að tildrög
þessa skipulags hefðu verið þau,
að á sínum tíma hefðu margar
umsóknir Kjalnesinga komið
um lóðir undir íbúðahús. Lyktir
urðu þær, að ákveðið var að
reisa sérstakt íbúðahverfi. Þá
lágu fyrir umsóknir 30 Kjalnes-
inga. En síðar komst hreyfing á
upphaflegar umsóknir, fólk víðs
vegar að utan af landi sótti um
byggingarlóðir þar en á sama
tima drógu margir heimamenn