Morgunblaðið - 16.08.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978
Á Selíossi stendur nú yfir landbúnaðarsýning ein mikil,
sem nargir eiga sjálfsagt eftir að sjá. Mbl. brá sér austur
fyrii íja.ll í gær og ræddi við nokkra sýnendur og tók Rax
meðíylgjandi myndir við það tækifæri.
Fálkinn og stál:
Kynna nýja
mjaltavél
Meðal þess sem er til
sýnis hjá Fálkanum og
Stál á landbúnaðarsýn-
ingunni á Selfossi er
mjaltavél sem ekki hefur
verið á markaðnum áður
og er hún afkastameiri en
þær sem áður hafa tíðk-
ast. Sýning fyrirtækisins
nær yfir marga hluti sem
viðkoma búskap og einnig
eru sýnd ýmis handverk-
færi og fleira.
Er blaðamenn komu á sýning-
arsvæði þeirra utanhúss stóð
yfir sýning á þvottafroðu og
hreinsitæki og háþrýsti vatns-
hreinitæki fyrir mjólkurbíla,
frystihús og skip. Þessi sýning
fer fram einu sinni á dag þar
sem ekki fæst nægilegt loft
oftar.
Friðrik Halldórsson
tæknifræðingur sýndi gestum
hvernig nota ber slík tæki.
Friðrik tjáði okkur að sýning
Fálkans og Stáls væri yfirlits-
sýning yfir margt sem viðkemur
landbúnaði.
Friðrik Halldórsson, tœknifrœbingur aö hreina dráttarvél með froöu.
(Jtungunarvélin vekur mikla athygli gesta, einkum og sér i lagi bama og unglinga.
M.R. sýnir á
þrenuir stöðum
í kjallara gangfræða-
skólans er mjólkurfélag
Reykjavíkur með einn
hluta sýningar sinnar, en
mjólkurfélagið er auk
þess með sýningarbás ut-
andyra og útungunarvélin
í gripahúsunum er frá því.
Erling Karlsdóttir fræddi
okkur á því að Mjólkurfélagið
sýndi ýmislegt fóður og fræ, auk
brynningartækja og fóðrara
fyrir hænsni. Þá eru í kjallaran-
um ýmis garðáhöld, sem og
ungabúr og útungunarvél.
Á útisýningarsvæðinu sýnir
fyrirtækið girðingarnet, af
ýmsum tegundum, fóðurkerrur
og vagna, baggabörur og hjól-
börur stórar sem venjulegar.
Útungunarvélin í gripahúsi
því, sem svínin og hænsnin eru
í, er sennilega sá sýningargripur
M.R. sem mesta athygli hefur
vakið. Útungunarvélin er alltaf
í gangi og af og til skríður
hæsnaungi úr eggi, við mikinn
fögnuð sýningargesta, þó eink-
anlega hinna yngri.
Þórh.f.:
Dráttarvél úthúin
þœgindum mílíma bús
Magnús S. Ríkharðsson viö stálgrindahús þaö, sem
Héðinn notar sem upplýsingamiðstöð.
Kynna stál-
grindarhús
„VIÐ kynnum hér nýjar
gerðir af Ford-dráttarvél-
um. Það eru fyrst og
fremst nýjungarnar sem
við kynnum en það al-
genga er líka með. Við
erum með 8 dráttarvélar
frá 47 upp í 94 hestöfl og
þar af er ein með drifi á
öllum hjólum", sagði
Einar Þorkelsson hjá Þór
h.f.
Á sýningarsvæði Þórs gat
einnig að líta handverkfæri frá
Wolf og var sýningarmaður til
staðar frá því fyrirtæki og
kynnti hann og sýndi meðferð
vélanna. Þýska fyrirtækið Welg-
er var einnig með sinn umboðs-
mann á svæðinu en frá því
fyrirtæki sýndi Þór heybindivél-
ar, múgavélar og heyhleðslu-
vagna. Umboðsmaðurinn frá
Welger tjáði okkur að fyrirtæk-
ið hefði verzlað við ísland í 12
ár en þetta var í fyrsta sinn sem
hann kæmi til landsins. Hann
sagði að sýningar af svipuðu
tagi væru haldnar þó nokkuð oft
í Evrópu en þetta væri stærsta
smásýningin sem hann hefði séð
í þeirri heimsálfu.
Það var ýmislegt annað til
sýnis á svæði Þórs en Einar
sagði okkur að dráttarvél nokk-
ur ný og stór hefði vakið einna
mesta athygli sýningargesta.
Vélin er útbúin öllum þeim
þægindum sern nútima bíll er
yfirleitt búinn út með svo að hér
eftir væri vinna á dráttarvél
varla nein sorpvinna eins og
Einar komst að orði.
FYRIRTÆKIÐ Garða-IIéðinn
sýnir á landbúnaðarsýning-
unni stálgrindarhús, en hús
þessi eru framleidd í einingum
og að sögn Magnúsar S.
Ríkharðssonar henta þau til
hvers konar nota. sama hvort
um er að ræða flugskýli eða
einbýlishús. Má sem dæmi
nefna að bæði gripahúsin á
landbúnaðarsýningunni eru
stálgrindarhús frá
Garða-IIéðni.
Magnús sagði að hráefnið í
húsin kæmi frá Svíþjóð og væri
það stál, en húsin eru hins vegar
sett saman hér. Að utan eru þau
klædd með stálklæðningu og er
um tvær klæðningar að velja,
annað hvort heit-zinkhúðað stál
og hins vegar klæðningu, þar
sem stálið er fyrst galvaniserað
og síðan plasthúðað á framhlið
en lakkað á bakhlið.
Hægt er að hafa húsin eins
löng og hver vill, en þau eru
framleidd í breiddinni sex metr-
ar. Að sögn Magnúsar hefur
verðið á húsunum þótt allgott og
hafa þau reynzt vel hérlendis.
í
Hann unir sér augsýmtega vel litli snáöinn á
dráttarvélinni en aö baki honum er hin nýja og
fullkomna dráttarvél sem Þár kynnir á landbúnaöarsýn-
ingunni.