Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 13 Besta kýrin og besta ærin úr Hrunamannahreppnum ALLAR teKundir búfjár lands- manna eru til sýnis á Landbúnað- arsýninKunni á Selfossi og meðai annars eru þar 16 mjólkurkýr, lambær, 14 hryssur og afkvæma- MYNDi — Þrjár bestu kýrn- ar á Landbúnaðarsýningunni. Lengst til vinstri er Guðmundur Kristmundsson í Skipholti með Hvítkollu, sem var dæmd besta kýrin, Þor- björg Guðjónsdóttir á Læk heldur í Alvíð og Eggert Pálsson á Kirkjulæk heldur í Drottningu. hópar þriggja stóðhesta, sem keppa til sérstakra verðlauna. Var greint frá úrslitum dóma kúnna og sauðfjárins í gær en áður hafði verið gerð grein fyrir dómum hrossanna. Besta kýrin á sýningunni var dæmd Hvítkolla 66 frá Skipholti í Hrunamannahreppi, eign Guðmundar Kristmundssonar bónda þar. Hvítkolla er fædd árið 1970 undan nautinu Glampa frá Syðra-Langholti og hafa meðal- ársafurðir hennar í 5 ár verið 5797 kg mjólkur. Önnur var dæmd Alvíð frá Læk í Hraungerðis- hreppi, eign Félagsbúsins að Læk og eru meðalársafurðir hennar í 7,4 ár 5618 kg af mjólk og í þriðja sæti varð Drottning Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð en meðalársafurðir hennar í 2 ár eru 5050 kg af mjólk. Sem fyrr sagði eru 16 mjólkurkýr sýndar á samkeppnissýningunni og eru það bestu mjólkurkýrnar á svæðinu milli Hvítár og Markarfljóts auk Biskupstungna, Laugardals og Grímsness en vegna sauðfjár- veikivarna var val á gripum takmarkað við þetta svæði. Besta lambærin á sýningunni var dæmd ær nr. 407, eign Eiríks Kristóferssonar á Grafarbakka í Hrunamannahreppi og fylgdu henni tvö lömb en hún er 4 vetra. í öðru sæti varð Gullhúfa 304, 5 vetra, eign Guðmundar Árnasonar í Oddgeirshólum og í þriðja sæti ær nr. 122, 7 vetra frá Jóni Eiríkssyni, Steinsholti í Gnúp- verjahreppi. Sauðfé á sýningunni er af svæðinu á milli Þjórsár og Hvítár í Árnessýslu. Tveir hópar hrossa keppa á sýningunni til verðlauna en það eru 14 hryssur, sem sýndar eru sem einstaklingar og afkvæma- hópar þriggja stóðhesta en öll eru þessi hross valin af Suðurlandi. Besta hryssan var dæmd Rakel frá Kirkjubæ, rauðblesótt 7 vetra eign Sigurðar Haraldssonar í Kirkju- bæ, önnur varð Sunna frá Kirkju- bæ, rauðtvístjörnótt 9 vetra, eign Guðmundar Gíslasonar Torfastöð- um og þriðja varð Sletting frá Stóra-Hofi, móálótt, 5 vetra eign Sigurbjörns Eiríkssonar Stóra- Hofi. Besta dóma afkvæmahópa stóðhesta hlutu afkvæmi Leira frá Reyni, í öðru sæti voru afkvæmi Fífils frá Enni og í þriðja sæti voru afkvæmi Sörla frá Hvítár- holti. Allir eru þessir stóðhestar í eigu Hrossaræktarsambands Suð- urlands. Fjöldi annars búfjár er á sýningunni en það keppir ekki til verðlauna. MYNDi — Þessi ær, sem ber ekki annað nafn en töluna 407, var dæmd besta lambær- in á sýningunni en eigandi hennar er Eiríkur Kristófers- son á Grafarbakka. Framundan bíða: London • Róm • Karachi • Bangkok • Manila • Tokio Hong Kong • Honolulu • San Fransisco • Neiv York. Frænka passar blómin, amma börnin og lyklana. í Keflavík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfis jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins.- Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru með í leiknum Sértu ekki áskrifandi nú þegar, þá hringdu strax og pantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. BIAÐIÐ Áskrifendasími 27022 Lœrðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.