Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 >4» /g¥>v. kaff/nu ' 1 r v oi’ Nú en í hvað ei/ra peningarnir að fara? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Svisslendingar héldu sína Phili Morris bikarkeppni seinnipart vetrar í Crans Montana. í keppn- um þessum spila gjarna sama menn af ólíkum þjóðernum og í spilinu hér að neðan, en það kom fyrir í keppni þessari, náðu ísraelsmaðurinn Lev og Nuri Pakzad frá íran ágætum árangri. Vestur gaf, norður-suður á haettu. Norður S. Ág74 H. Á983 T. 652 L. 53 Vestur S. 6 H. G2 T. G9873 L. ÁG1098 Austur S. 1053 H. KD754 T. ÁD L. 764 Blessaður ljúfurinn. Samgöngubætur á Vestf jörðum „A síðast liðnu kjörtímabili voru Vestfirðingar vel birgir af þing- mönnum úr öllum flokkum (Kjartan varaþingmaður meðtal- inn) og ekki má gleyma Sverri, sem nú er í essinu sínu, að kljást við flokkssystur sína um hagsmuni sinnar heimabyggðar og þá fyrst og fremst samgöngumál. Hann hampar digrum sjóði sem hið fjölmenna þinglið fjórðungsins hefur væntanlega kríað út úr fjárveitinganefnd, en þessi sjóður er sama markinu brenndur og sparifé íslendinga, sem rýrnar eins og snjór í vorleysingum. Þorskafjarðarheiði bíður nýrra vorleysinga ef að líkum lætur og á meðan rýrnar sjóðurinn. Filipp- us Makedóníukonungur var með gull en ekki seðla. Ég hefi áður reynt að vekja athygli á að full nauðsyn sé á samgöngum milli Vestfjarða og Norðurlands, um Djúpið og Steingrímsfjarðarheiði. Um þessar samgöngubætur hafa heimamenn gert ítrekaðar sam- þykktir og þeir sem skrifa um Þorskafjarðarveg eins og ein- hverja allsherjar lausn á sam- göngum 'Vestfirðinga sé að ræða, virðast einblína á pollinn á ísafirði að sumarlagi. Vestfirðingar munu ekki, frekar en aðrir landsmenn, sætta sig við slitróttar samgöngur og þess vegna verður að hafa í huga frambúðar lausn og þá verður ekki komist hjá að treysta samgöngur milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum og aðalsamgönguleiðina frá Vest- fjörðum til Reykjavíkur. Margir furðuðu sig á þeirri ákvörðun Vegagerðar ríkisins að leggja veg svo til beint norður frá Vatnsfirði til Dynjandadals, en þessi framkvæmd hefur greitt mjög úr samgönguþörf Vestfirð- inga. Beint áframhald af þeirri framkvæmd ætti að vera jarðgöng (u.þ.b. 6 km) úr Hlíðarhvilft í Borgarfirði í Botn i Dýrafirði. Rafnsfjarðarheiði er sá farartálmi sem hindrar samgöngur umfram aðra fjallvegi, Breiðadalsheiði er á milli þéttbýlisstaða og liggur betur við snjóruðningi en Rafns- fjarðarheiði. E.t.v. verða jarðgöng gerð úr Hestdal í Önundarfirði í Valagil í Álftafirði, en það gæti orðið vetrarvegur fyrir Isfirðinga suður á firði ef ekki reynist hagkvæmt að gera jarðgöng undir Breiðadalsheiði. Skúli Ólafsson. P.S. Færeyingar hafa gert jarðgöng lengri en hér hafa verið gerð og þar voru íslendingar við verkstjórn. Jarðgöng, sem hér er imprað á sem koma ættu í stað Rafnseyrarheiðar eru áætluð það lágt yfir sjó að ekki þurfi að ryðja snjó frá þeim eins og þar sem göngin liggja uppi í miðjum fjallshlíðum um 300 m frá sjávar- máli. S.Ó.“ I 1WP Framhaldssaga eftir Mariu Lang | p ^| |^^ | H III I^F I Jóhanna Krístjónsdóttir íslenzkaði Ivar í verksmiðjunni vikunni áður. Suður S. KD982 H. 106 T. K104 L. KD2 Þeir félagar sátu í norður-suður og varð Pakzad sagnhafi í hörðu game. Vostur Norður Austur Suóur pass pass 1 H 1 S 21, 3 S pass 4 S allir pass. Vestur spilaði út hjartagosa. Fjórir gjafaslagir virtust örugg- ir en tígulásinn varð að vera á hendi austurs. En Pakzad á hugsanlega vinningsleið væri rétt að farið. Með tígulásnum hjá austri mátti aðeins vera eitt spil og vestur ætti að eiga laufásinn. Og spila varð litunum í réttri röð. Útspilið tók hann með ás og tók tvisvar tromp. Var inni í borði og spilaði laufi á kónginn. Vestur tók á ás og skipti í tígul, sem austur tók með ás en drottninguna tók suður. Þá spilaði sagnhafi hjarta- tíu og austur fékk slaginn. Hann gat lítið gert og spilaði laufi, sem suður tók. Hann trompaði síðan lauf í borðinu og átti auðvelt með að búa til tíunda slaginn á hjartaníuna. Að lokum smáþraut fyrir lesendur. Gat vestur hnekkt spil- inu þegar sagnhafi spilaöi laufinu. 40 var hann auðvitað fokvondur yfir því að nágranni okkar skyidi taka upp á þvf að láta myrða sig ..: — í gær sagðirðu að Matti hefði tekið inn eitur... — Morð eða sjáifsmorð, sagði hún — það kom út á eitt fyrir Ivar. Ilann var snarvit- laus yfir öllum yfirhcyrslunum og sögusögnunum sem gengu í ba*num og öllu sem skrifað var í blöðin. Þegar var svo skrifað um að eitrinu hefði verið stolið úr verksmiðjunni hóit ég hann ætlaði alveg að trompast. — En varst þú ekki úti á Noret kvöidið sem þjófnaður- inn var framinn? — Laugardaginn áður? Nei, nei, þá vorum við á kóra fingu. Hún vætti þurrar varirnar með tungubroddinum og sagði f óspurðum fréttumi — En ég hafði farið að hitta Þegar Christer sté út úr stóra Mercedes Benz bflnum sfnum hjá höfðingjasetrinu Noret, gat hann ekki látið hjá lfða að dást að minni gerð sömu bflategundar sem stóð úti fyrir og hann grunaði að bæði biílinn og bátarnir, sem iágu bundnir við bátabryggjuna, segðu sína sögu um ríkidæmi eigandans. I stofunni voru húsgögnin bæði gömul og ný, en smekk- lega komið fyrir. Grá dagsbirt- an streymdi inn um breiðan glugga sem cngin tjöld voru fyrir og mátti þar væntanlega dást að fögru útsýni á öðrum árstfma. Eigandi Noret var snyrtilega kiæddur og allur hljóðiátari en kvöidið áður. Hann var fölur f andliti og sýnilega var líðan hans ekki upp á það allra fegursta. Christer sneri sér beint að efninu og Noreii svaraði und- anhragðalaust. — Þú bauðst Matta Sandor hingað tii þfn tveimur dögum áður en hann dó. í hvaða tilgangi? — Eg hafði áhuga á að sjá kauða — hvers konar maður hann var. Judith var alveg hcilluð af honum. — Og hvar var svo niður- staða þín? Ef þú vildir vera svo góður að tjá mér það án þess að vera með nokkra tilgerð. Bo Roland Norell brosti — óvæntu og harla geðþekku brosi. — Allt í lagi. Ég var af- brýðissamur og mér var ógern- ingur að meta hann hlutlægt. Ilann ... hann var mjög kurt- eis og dálftið hlédrægur. En... ekki skemmtilegur ... ekki hægt að fá hann til að segja neitt. En þegar við komum í rannsóknarstofuna hresstist hann nokkuð. — Hvers vegna fórstu með hann þangað? — Fólk hefur yfirleitt gam- an af þvf að sjá hana. Kannski þú hafir áhuga? — Nei, þakka þér fyrir — sagði Christer — enga skoðun- arferð mér til heiðurs. Og reyndar sagðist þú vera búinn að endurbyggja rannsóknar stofuna. — Já. Þú sérð út um glugg- ann hygginguna þarna lengst handan við grindverkið. Hér áður fyrr var allt fábrotnara í verksmiðjunni. — Já, svo fábrotið að þið lokuðuð ekki einu sinni eitur- geymslum ykkar. — Þú þarft ekki að vera með meinfýsni, sagði Norell for stjóri. — Á efnarannsóknarstofn- un geymir maður sjaldan mikiivæg efni bak við lás og slá. Það væri bæði tfmaþjófnað- ur að því og mjög óhagkvæmt. — Hvar nákvæmlega stóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.