Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 1
32 SÍÐUR
177. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Dollar hressist
vid orð Carters
London. WashinKton. 17. áifúst, AP. Reuter.
DOLLAR trcystist veruiega í sessi í dag eftir að Carter Bandaríkjaforseti
Iét í ljós að sér væri mjög umhugað um stöðu hans. Náði bandaríski
gjaldmiðillinn sér mjög á strik með hliðsjón af verðfalli hans í vikunni
og var skráður nærri jafnvirði tveggja vestur-þýzkra marka við lokun á
evrópskum markaði í dag.
Eins og gera mátti ráð fyrir rýrnaði gull í verði og var únsan sex
dollurum ódýrari við lokun.
Engu að síður gætti töluverðar
ókyrrðar á gjaldeyrismörkuðum og
biðu verðbréfasalar þess í ofvæni að
heyra hvað Carter hefði frekar til
málanna að leggja á blaðamanna-
fundi í gærkvöldi. „Láti hann ekki
eitthvað athygiisvert frá sér fara í
kvöld, springur kúlan og dollarinn
sunkar aftur" var haft eftir vest-
ur-þýzkum kaupsýslumanni. í Tókýo
var verð dollars 185.475 yen við
lokun.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
Michael Blumenthal, lét að því liggja
í kvöld að verðbólga, sem nú er 10%
í Bandaríkjunum á ári og ber að
miklu leyti ábyrgð á ótryggri stöðu
dollars, myndi minnka verulega á
seinni hluta ársins. Sagði hann að
stjórnin væri staðráðin í að gera allt
sem í valdi hennar stæði til að
hindra óreiðu á erlendum gjaldeyris-
mörkuðum.
Korchnoi
sótti djarft
Bauuio, 17. áííúst, AP.
ÞRETTÁNDA einvígisskák Karpovs
og Korchnois um heimsmeistaratitil-
inn fór í bið á fimmtudag eftir 40
leiki. Korchnoi fórnaði óvænt hrók
fyrir riddara og peð í 38. leik. „Mjög
skemmtileg skipti“ var haft eftir
brezka stórmeistaranum Stean og
aðstoðarmanni Korchnois, „þau gefa
honum þó nokkra möguleika á að
vinna skákina" bætti hann við.
Sjá skákskýringu bls 18.
Reifir fullhugar
að ferðarlokum
Miserey. 17. ágúst. AP. Reuter.
ÞRÍR KAMPAKÁTIR ævintýramenn frá Nýju Mexíkó lentu
silfurskærum, gulum og rauðum farkosti sínum í NorðurFrakklandi
á fimmtudagskvöld. sigri hrósandi eftir að hafa orðið fyrstir manna
tii að fara yfir Atiantshafið í loftbelg.
Fimmtíu og einu ári eftir að Charles Lindbergh lauk sögufrægri
flugferð sinni frá New York til Parísar nam meira en 500 kflóa þungur
loftbelgur þn'menninganna varfærnisiega við jörðu að lokinni sex daga
siglingu u.þ.b. 3200 kflómetra leið. Lenti belgurinn klukkan 17.50 að
íslenzkum tíma á hveitiakri um 96 kflómctra norður af París.
Uppi varð fótur og fit í nágrenn- neytið hefur heitið að verðlauna
inu og olli það umferðaröngþveiti
á þjóðvegum er hundruð forvit-
inna aðdáenda þyrptust að svæð-
inu. Var afreksmönnunum fagnað
sem hetjum er þeir stigu úr körfu
„Tví-arnarins“ órakaðir og úr-
vinda eftir að hafa aðeins nærzt á
dósasardínum, pylsum og mjólk-
urdufti í sex daga. Franska
unglinga- og íþróttamálaráðu-
þá með gullorðum og franska
flugfélagið „Air France" hefur
lofazt til að flytja þá ókeypis aftur
með Concorde ásamt konum
þeirra, er tóku á móti þeim.
Bandaríska öldungadeildin vottaði
loftbelgsförunum þremur, Abr-
uzzo, Newman og Anderson, virð-
ingu sína í dag og komst einn
öldungardeildarþingmaður Nýju
Anderson og Abruzzo við kom-
una til Reykjavíkur 1977.
Mexíkó svo að orði að sigurförin
væri óbrigðull vottur um rann-
sóknareðli þjóðarinnar.
Newman, 31 árs, og Abruzzo, 47
ára, hafa verið atvinnuflugmenn
mest allt sitt líf en Anderson er
forseti úran- og koparnámufyrir-
tækis. Sautján tilraunir hafa verið
gerðar til að komast yfir Atlants-
haf í loftbelg síðan 1873 og hafa
sex menn og ein kona látið lífið í
þessum tilraunum. Sjá bls. 15.
Búkarest. 17. áttúst. Reuter.
KÍNVERSKI þjóðarleiðtoginn Hua kuo-feng og Nicolai
Ceausescu Rúmeníuforseti báru í dag saman bækur
sínar og skoðaði Hua tröllaukið iðjuver eftir að hafa
farið ómjúkum orðum um Sovétríkin í ávarpi við komu
sína. Má næsta öruggt telja að ummælin hafi fyrt
Moskvuyfirvöld og gert gestgjafana hvumsa.
Fánum var veifað og mikill
fagnaður hvarvetna þar sem Hua
hafði viðstöðu í skoðunarferð um
Búkarest. Þetta er fyrsta Evrópu-
för leiðtoga kínverska kommún-
istaflokksins í 21 ár og er Rúmenía
eina ríkið á áhrifasvæði Ráð-
Ilua kuo-feng
stjórnarríkjanna, sem kappkostað
hefur vinarþel gagnvart Peking-
stjórn.
Gestamóttakan hefur komið
almenningi einkar frjálslega fyrir
og skýtur því skökku við að
rúmensk yfirvöld hafa færzt und-
an því að skýra frá innihaldi
viðræðnanna. Heimsóknin hefur
haft í för með sér ýmis viðkvæm
vandkvæði fyrir Ceausescu, sem er
um hug að auðsýna sjálfstæða
utanríkisstefnu þjóðarinnar án
þess að styggja stjórnarherra í
Kreml.
I veizlu, sem kínverska forsætis-
ráðherranum og fylgdarliði var
haldin í gærkveldi, bar Hua
stórveldunum á brýn að seilast til
heimsyfirráða. Hann sagði:
„Heimsveldastefna (Bandaríkin?)
og yfirráðastefna (Sovétríkin?)
breiðir úr sér hvarvetna í Asíu,
Afríku, Suður-Ameríku og Evrópu
til að gegnsýra, grafa undan og
þrengja að og undiroka einstök
lönd“.
Júgóslavnesk yfirvöld hafa til-
kynnt að Hua muni koma til
Júgóslavíu 21. ágúst n.k.
Samblástur í
Afghanistan?
STJÓRNARLEIDTOGAR í Afghan-
istan hafa ráðið niðurlögum samsær
is gegn hinni nýju stjórn lands-
ins og tekið höndum varnarmála-
ráðherra og starfsmannastjóra hers-
ins að sögn útvarpsins f Rawalpindi.
Varnarmálaráðherra landsins, Ab-
dul Khadir var í fylkingarbrjósti er
Mohammed Daoud var steypt af stóli
2. apríl sl. Að sögn útvarpsins komst
forseti landsins, Mohammed Tarakki,
á snoðir um samsærið.
Sendimanni
íraks banað
Róm, 17. áKÚst. Reuter.
FIMMTUGUR írakskur sendimað-
ur var í dag skotinn til bana fyrir
utan írakska sendiráðið í Trípólí,
höfuðborg Líbýu, að sögn ítölsku
fréttastofunnar Ansa.
Samkvæmt heimildum írakska
sendiráðsins var maðurinn, Hussein
Mohammed Ali, skotinn þrisvar í
hjartastað. Árásin var gerð er Ali
steig út úr bifreið sinni fyrir
framan sendiráðið. Var banamaður-
inn tekinn höndum, en um þjóðerni
hans er ekki vitað.
Ilugleitt í fjöruborðinu.
Ljósm. Jóhannes Long.
Króatar taka 8
Danir veiða mest allra Efnahags-
bandalagsþjóðanna á ári eða um 1.6
milljónir tonna, sem fengin eru úr
Norðursjó.
gísla
Chicago. 17. ágúst. Routor. AP.
TVEIR vopnaðir Króatar tóku átta
menn í gíslingu í vesturþýzka
konsúlatinu í Chicago í dag og
kröfðust þess að króatískur útlagi,
Stjepan Bilandzic að nafni, yrði
látinn laus úr haldi. Einn gíslanna
fékk síðar að fara frjáls ferða
sinna.
Símastúlka konsúlatsins — á
tíundu hæð byggingar við
Michigantorg í miðborginni —
sagði að hryðjuverkamennirnir
hótuðu að skjóta hana og aðra gísla.
Einn gíslanna, er náðist tii í síma.
var að því spurður hvort líf þeirra
væri í hættu. „í bráðri hættu“ var
svarið.
Hryðjuverkamennirnir, sem talið
er að séu maður og kona, hafa einnig
sprengiefni meðferðis. Bilandzic,
sem þau krefjast að látinn verði laus,
er nú í fangelsi í Vestur-Þýzkalandi
Árósum. 17. ágúst. Reuter.
MINNKA þarf danska fiskiskipa-
flotann um tíu af hundraði, ef hann
á að skrimta í framtíðinni, að því
er haft var eftir áhrifamiklum
dönskum sérfræðingi f dag. Orsök-
in er rýrnandi fiskistofnar út af
ströndum landsins.
Dr. K. Madsen, formaður dönsku
fiski- og sjávarrannsóknastofnunar-
innar, sagði að annað hvort yrði að
fækka skipum stórlega eða að jafn
stór hluti fiskiskipa myndi einfald-
lega flosna upp. „Mörkum Norður-
sjávarins hefur þegar verið náð.
Síldin er upp urin og makrílstofnin-
um ógnað. Þorskinum má bjarga
með því að lækka aflamörk,“ sagði
hann.
Glóðarauga
ráðgjafans
17. ágúst. Reuter. Washington,
ÞAÐ FÖR víst ekki fram hjá
neinum, er öryggisráðgjafi
Bandarikjaforseta. Brzezinski,
mætti með rauðhlaupið auga til
vinnu í Hvíta húsinu í morgun.
Skýrðist þó von bráðar að
glóðarauga ráðgjafans var ekki
afrakstur handalögmála við em-
bættismenn um utanríkisstefnu,
heldur höfðu læknar afnumið
blett á vinstra augnloki. „Þið
hefðuð átt að sjá hinn gaukinn,"
var haft eftir Brzezinski.
Hua snefsinn
í garð Rússa
Draga Danir úr
fiskveidunum?
í Chicago
og bíður þess að verða framseldur til
Júgóslavíu, þar sem hann á yfir höfði
sér réttarhöld fyrir ýmis ofbeldis-
verk allt aftur til ársins 1962.
Neyðarnefnd vestur-þýzka utan-
ríkisráðuneytisins kom saman í
Bonn í dag til að leita lausnar á
vandanum og hefur Schmidt
kanzlari náið auga með atburðunum.
Ýmsir hópar króatískra þjóðernis-
sinna hafa látið á sér kræla í því
skyni að knýja fram sjálfstæði til
handa Króatíu. Árið 1976 rændu
félagar króatísks öfgahóps flugvél í
innanlandsflugi í Bandaríkjunum og
beindu henni til Parísar.