Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Stjómarfundur SH: segja frystihúsamenn á Austf jörðum Fögnuður Þjóðviljans: Hefðu helzt viljað utan- ríkisráðherraembættið STJÓRNARFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hófst eftir hádegi í gær, lauk ekki þá um daginn og verður fundinum haldið áfram kl. 10 árdegis í dag. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, þá mun hafa verið ákveðið á fundinum í gær að freista þess að ná taii af núverandi ríkisstjórn í dag, og skýra frá þeim gífurlega vanda, sem frystihúsin eiga við að etja, f þeirri von, að frystihúsin þurfi ekki almennt að stöðvast um mánaða- mótin. Þó ekki hafi verið haldinn fundur hjá stjórn Sambandsfrysti- húsanna nú síðustu daga, þá liggur það fyrir að þau hús standa í sömu sporum og frystihús innan vébanda SH og munu flest eða öll stöðvast þann 1. september n.k. ef hreyting á rekstrargrundvelli hefur ekki orðið þá Frystihúsamenn á Austfjörðum komu saman til fundar á Egilsstöð- um á miðvikudag og í ályktun frá fundinum segir m.a. að tap frysti- húsa á svæðinu sé nú 6—10% af veltu, en engu að síður virðist það álit margra að hægt sé að reka fyrirtæki með tapi. Þá segir að 3% hagnaður sé nauðsynlegur til þess eins að eigið fé fyrirtækjanna í afurðum haldi í við Tveir hlaupahestar týndir TVEIR kunnir hlaupahestar töpuð- ust aðfaranótt sl. sunnudags úr hesthúsi í Víðidal í Reykjavík og hafa ekki fundist enn þrátt fyrir mikla leit. Báðir eru hestarnir í eigu Baldurs Oddssonar í Reykjavík en þeir eru Þrumugnýr, rauður, nær sótrauður með litla nös og Rosti, brúnn með örlitla stjörnu, sem ekki sést þó nema vel sé skoðað. Báðir eru hestarnir frekar stórir og járnaðir álskeifum. Eru þeir, sem orðið hafa varir við þá, beðnir að hafa samband við eiganda þeirra. Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins Morgunblaðsins í dag er frétt um fögnuð Þjóðviljans eins og hann birtist í blaðinu í gær, en þar segir hann á forsíðu, að það marki söguleg tímamót, að forseti íslands hefur falið Lúðvík Jósefssyni, formanni Alþýðubandalagsins, forystu um stjórnarmyndun á íslandi og er það rétt. Um þetta vísast til fréttar á haksíðu Morgun- blaðsins í dag, en blaðið hefur einnig fjallað um mál þetta í forystugreinum undanfarna daga, og í Staksteinum blaðsins í dag er einnig um þetta rætt. Það hefur vakið gífurlega athygli. að Lúðvík Jósefssyni skuli hafa verið falin forysta um stjórnarmyndun, enda þótt það hafi áður legið fyrir, að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafi ekki getað komið sér saman um stefnu til lausn- ar efnahagsvandanum, en þeir höfðu einnig átt rækileg samtöl við framsóknarmenn án árang- urs. Undir þessari frétt á forsíðu Þjóðviljans, þar sem talað er um hin sögulegu tímamót. er önnur frétt, sem er byggð á samtali við Ólaf Jóhannesson og er fyrirsögnin á hennii Erum reiðubúnir, segir Ólaíur Jóhannesson for- maður Framsóknarflokksins. En það sem e.t.v. hefur vakið hvað mesta athygli af öllu því, sem gerzt hefur undanfarna 2—3 daga, eru yfirlýsingar alþýðubandalagsmanna um ut- anríkismál. I útvarpinu í fyrra- kvöld lýsti Lúðvík Jósefsson því yfir, að þeir alþýðubandalags- menn hefðu helzt viljað fara með utanríkismál Islands í nýrri ríkisstjórn, og í frétt á forsíðu Þjóðviljans í gær, undir fyrirsögninni: Minnihlutastjórn næst? kemst blaðið svo að orði, að Alþýðubandalagið sæktist ekki sérstaklega eftir tilteknum ráðherrastólum, „en búast mætti við, að þó að alþýðu- bandalagsmenn vildu fegnir fá utanríkisráðherrann myndi það mæta hefðbundinni andstöðu." Lúðvík Jósefsson áttaði sig í sjónvarpsviðtalinu í fyrrakvöld og talaði mun gætilegar um utanríkismálin en þegar hann var tekinn „glóðvolgur" tali eftir fund hans við forseta íslands og missti út úr sér, að hann vildi helzt stjórna utanríkismálum landsins, en utanríkisráðherr- ann fer með varnar- og öryggis- mál, eins og kunnugt er, aðild íslands að NATO og samstarfið viOð vestræn ríki. í sjónvarpinu sagði Lúðvík Jósefsson aftur á móti, að þeir alþýðubandalags- menn væru reiðubúnir til að ýta varnarmálunum til hliðar og einbeita sér að lausn efnahags- vandans, en sú yfirlýsing vakti ekki síður athygli en ummæli hans um utanríkisráðherraem- bættið. Allt hefur þetta að vonum þótt meira en lítið fréttnæmt. verðbólguna. Ennfremur sé nauðsyn- legt að hagnaður til viðbótar þessu nemi 4—5% af veltu, svo um eðlilega. endurnýjun og hagræðingu geti verið að ræða. í ályktuninni segir, að stöðvist þessi fyrirtæki á Austfjörðum, lamist allt athafnalíf í viðkomandi byggð. Komi slíkt fyrir, þó ekki sé nema einu sinni, geti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir viðkomandi byggðarlög. Fólk hvorki velji sér búsetu, né starf áfram á slíkum stöðum, þegar hægt sé að fá örugga vinnu t.d. í höfuðborg landsins við störf sem ekki séu tengd sjávarútvegi. Ennfremur segir í ályktuninni að saltfiskframleiðslan sé enn óhag- kvæmari en frystingin og hafi S.Í.F. hvatt til þess að söltun verði hætt. Það sé ekki hægt, því ekki verði komizt hjá því að salta fisk á Austurlandi, eigi fiskveiðar að ganga eðlilega fyrir sig. Myndin er af Þorsteini Þorsteins- syni, sem drukknaði s.l. mánudag skammt frá Akranesi. Þorsteinn var tæplega sextugur að aldri, fæddur 29. júlí 1920. Þessi mynd var tekin á slysstaðnum við Vesturá í Miðfirði s.l. miðvikudagsmorgun og má sjá hvar bíllinn er ofan í ánni. Banaslysið í Miðfirði MAÐURINN, sem fórst í bílslysi við Vesturá í Miðfirði s.l. miðviku- dag, hét Hafþór Óskarsson og var 35 ára, fæddur 18. júni 1943 og bjó að Hraunbæ 122 í Reykjavík. Hann var kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Víkingur með 1350 lestir af loðnu Akranesi, 17. ágúst. V/S VÍKINGUR AK 100 kom hingað til hafnar í gær með 1350 lestir af loðnu. í dag er verið að landa úr honum í Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjuna. Loðnan er í góðu ásigkomulagi en nokkuð smá að hluta. V erkamannasambandið: Guðmundur sagði, að forráða- menn frystihúsanna segðu að þessum uppsögnum væri á engan hátt stefnt gegn verkafólkinu heldur væri um neyðarráðstöfun að ræða, og kvað Guðmundur greinilegt að frystihúsaeigendur væru að notfæra sér óljósa réttar- stöðu verkafólksins til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Við þetta kvað Guðmundur ekki hægt að una, og til grundvallar áformum Verkamannasambandsins um málshöfðun nefndi hann lög frá Margeir er í 2. sæti MARGEIR Pétursson gerði í gær jafntefli við Griinfeld frá ísrael á alþjóðaskákmótinu 1 Gausdal 1 Noregi. Á sama tíma vann Norð- maðurinn Wibe Sydov og er þar með búinn að ná forystu á mótinu. Annars gekk Islendingum þolanlega á mótinu í gær, Guð- mundur og Schlússler gerðu jafn- tefli, Jón L. vann Iskov frá Danmörku, Haukur Angantýsson vann Jensen frá Noregi, en Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Niklason frá Svíþjóð. Staðan á mótinu í Gausdal er nú sú, að efstur er Wibe með 6'á vinning, í 2.-3. sæti eru Margeir og Grunfeld með 6 vinninga, í 4.-5. sæti eru Schússler og DeFirmian með 5% vinning og í 6.—13. sæti eru Guðmundur Sigur- jónsson, Westerinen, Sydov, Pytel, Schneider, Eggström og Gouch- berg með 5 vinninga. Jón L. Árnason er nú kominn með 4 V2 vinning og Haukur Angantýsson 4 vinninga. Jóhann Hjartarson er með 3. Margeir Pétursson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að skák sín við Grúnfeld hefði verið frekar stutt. Snemma hefðu orðið mikil uppskipti á mönnum og skákin ekki boðið upp á miklar sviptingar. Hann kvað Schússler hafa teflt upp á jafntefli við Guðmund Sigurjónsson, skipt upp á mönnum eins og frekast hann hefði getað og Guðmundur hefði orðið að sætta sig við jafntefli. Þá sagði Margeir að Jón L. Árnason hefði unnið Iskov frá Danmörku á skemmtilegan hátt í 29 leikjum. Haukur Angantýsson vann Jensen frá Noregi á enn skemmtilegri hátt, fórnaði manni og kom síðan með skemmtilega fléttu. íhugar málshöfðun vegna uppsagna í fiskiðnaðinum VERKAMANNASAMBAND ís- lands mun á fundi. sem fyrirhug- aður er n.k. mánudag, taka ákvörðun um hvort sambandið höfðar mál á hendur vinnuveit- endum í frystiiðnaðinum vegna uppsagna þessara aðila á starfs- fólki í frystihúsum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, sagð- ist telja, að uppsagnir á þeim forsendum sem frystihúsaeigend- ur gæfu upp, væru ólögmætar og kvaðst hafa áhuga á því að Iáta á það reyna fyrir dómstólunum. 1958 um uppsagnarfrest verka- fólks, þar sem kveðið er á um að hafi starfsmaður unnið hjá sama fyrirtæki í eitt ár eigi hann rétt á mánaðar uppsagnarfresti, og taldi Guðmundur að undanþáguákvæði þessara laga ættu nú ekki við en þar eru veitt frávik frá meginregl- unni, ef um aflabrest eða önnur óvænt áföll er að ræða. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af fulltrúa Vinnuveitendasam- bands íslands og leita álits VSÍ á þessu máli. Wibe hefur tekið foryst- una á mótinu í Gausdal Rætt verður við stjóm- völd í dag — 7-8% hagnaður nauðsynlegur — Júlíus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.