Morgunblaðið - 18.08.1978, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. AGUST 1978
Umdæmisþing Kiwanis
að Laugum í Reykjadal
ÍSLENZKIR Kiwanismcnn munu
halda áttunda umdæmisþinR sitt
að Lauf'um í Rcykjadai,
Suður-Þinscyjarsýslu. dagana
18.. 19. og 20. áííúst.
Á umdæmisþin(?um eru rædd
innri málefni Kiwanishreyfingar-
innar, vöxtur ojí viðgangur
hreyfintíarinnar, starfið framund-
an o|í áran^ur starfsins undanfar-
ið.
Meðal annars verður ákveðið á
þessu umdæmisþinfíi, hvernig nota
skuli söfnunarfé frá síðasta K-
de(íi, sem haldinn var í október
1977 með góðum árangri. Féð
verður notað til aðstoðar geðsjúk-
um, eftir á að ákveða á hvern hátt
fé þetta verður bezt notað.
Umdæmisþingið, sem nú er
haldið í fyrsta sinni síðsumars,
verður fjölskylduhátíð um leið, og
munu um 500 Kiwanismenn, eigin-
konur og börn þeirra, verða á
þingstaðnum.
Nýkomin furusett
Þriggja sæta sófi
Tveir stólar og borö
Mjog hagstætt
uorA
VERIÐ VELKOMIN
GARÐHÚSGÖGN
Höfum fengið takmarkað magn af
SÓL: SÓFUM STÓLUM OG BORÐUm'
Roscrsbcrgs slott. þar scm Norðurlandamót St. Gilda var
haldið nú í byrjun ágúst.
Hrefna Tynes:
Norðurlandamót St.
Georgs gilda 1978
Nýlega er lokið Norðurlanda-
móti St. Georgs gilda, sem að
þessu sinni var haldið í Svíþjóð, á
stað sem heitir Rosersberg, um 30
km fyrir norðan Stokkhólm. Mætt-
ir voru um það bil 400 gildisfélagar
frá 5 Norðurlöndum, þar af 10 frá
íslandi.
Eins og flestum mun kunnugt
eru St. gildin alþjóða félagsskapur
gamalla skáta og annarra velunn-
ara skátahreyfingarinnar. Aðal-
markmið þeirra er, eins og stendur
í gildisheitinu, „að lifa lífinu í
samræmi við hugsjónir skáta-
hreyfingarinnar um bræðralag
allra manna“ — og að vinna að
menningar- og mannúðarmálum
eftir því, sem tími vinnst til og
eftir þeim ákvörðunum, sem gildin
taka hverju sinni. Og síðast en
ekki sízt „styðja við skátastarfið
eftir því sem aðstæður leyfa“.
Á alþjóðavettvangi stuðla gildin
að eflingu skátastarfs í þróunar-
löndunum og skátastarfs meðal
vanheilia barna í ýmsum löndum.
Norðurlandagildin styðja einnig
eftir megni dagvistun og skóla-
göngu flóttamannabarna í Nepal,
byggist það á almennri menntun
og hjálp til sjálfshjálpar.
Öll þessi börn og ungmenni búa
við mikla fátækt í flóttamanna-
búðum, þekkja ekkert annað, en
taka vel við því, sem þeim er
kennt.
Ein af sænsku gildissystrunum
frú Ains Tigerstedt hefur komið
þessari hjálp af stað og frá byrjun
staðið fyrir þessu hjálparstarfi.
Hún flutti um þetta mjög svo
fróðlegt erindi og sýndi litskugga-
myndir. Hún sagði meðal annars:
„Hver eyrir, sem kemur inn til
þessa starfs er notaður í þágu
þessara barna — ég kosta ferðirn-
ar mínar sjálf“. Hún fer til Nepal
árlega og fylgist með því, sem þar
fer fram á vegum hjálparstarfsins.
Fyrir utan „Aino-hjálpina“ eins
og við segjum okkar á milli var
eitt af aðalmálefnum mótsins:
„Samvinna milli W.W.F. alþjóða
náttúruverndarráðsins og skáta-
hreyfingarinnar um að vinna að
verndun alls lífs — efla virðingu
fyrir lífinu í hvaða mynd, sem það
birtist.
Hjá manninum, sem er stærsta
rándýrið, þegar allt kemur til alls,
verður sú hugarfarsbreyting að
verða, að það sé honum ekki einu
sinni samboðið að henda frá sér
rusli á almanna færi eða úti á
víðavangi, heldur beri að forðast
alla rányrkju og skemmdarstarf-
semi, hvort heldur það sé á láði,
legi eða lofti. Allt líf á jörðinni er
undir því komið, að þessi mál
þróist í rétta átt.
Þetta var mikið rætt, og komist
var að þeirri niðurstöðu, að gildin
skyldu hafa samband og samvinnu
Loftsteinar hættu-
legri mönnum en hlut-
ir úr gervihnöttum
— Tunguska náttúrufyrirbærið í
Síberíu cr þannig tilkomið að
cldhnöttur cyddi þar rúmlcga 500
fcrmílna skógarsvæði árið 1908.
Eldhnötturinn var einnar milljónar
tonna brot úr halastjörnunni Encke,
og á fyrirbærið scr ckki aðrar
skýringar. en ýmsar kcnningar um
það hafa vcrið á lofti. Þessu hcldur
fram visindamaðurinn dr. Luhor
Kresak mcðlimur Slovak-vísinda-
akademi'unnar og einn fremsti sér-
fræðingur í vfsindum þeim. sem
fjalla um lausahluti f geimnum.
Kresak, sem stýrði nýjum athugun-
um á Tunguska, segir að hnullungur,
sem var um 90 metrar í þvermál og
milljón tonn að þyngd, hafi komið inn
í andrúmsloft jarðar með 30
kílómetra hraða á sekúndu. Við að
koma í gufuhvolfið varð hnullungur-
inn að eldhnetti sem stefndi á jörðina
í um 10 sekúndur. í um 5 kílómetra
hæö yfir Tunguska dalnum breyttist
hnötturinn svo í einn gjöreyðandi
eldblossa. Jörðin sviðnaði gjörsam-
lega niður í svörð á svæðinu fyrir
neðan.
Nú er það kenning Kresaks að
hnullungurinn hafi ferðazt á braut
keimlíkri braut halastjörnunnar
Encke þegar jörðin var í nánd
sporbrautar halastjörnunnar. Encke
er eftirstöðvar risastórs hnattar sem
hefur verið í sólnánd á 3—4 ára fresti
síðustu árþúsundin. Þessi hnöttur
hefur skilið eftir sig geimryk og
hnullunga víða um geiminn og um
helmingur þeirra lausahluta, sem nú
eru á sveimi um sólina, á rætur sínar
að rekja til Encke.
Þessir lausahlutir verða sjaldan á
vegi jarðarinnar, tölfræðin telur að
líkurnar á árekstri stærri hnatta séu
þær að slíkir árekstrar verði varla
nema á hundrað milljón ára fresti.
Hér er átt við hnullunga sem eru um
ein míla á breidd, en ætla má að um
50 slíkir séu í jarðnánd árlega, eða í
um 18 milljón kílómetra fjarlægð. En
minni hnullungar ættu að koma inn
í gufuhvolf jarðar oftar. Hnullungur
á stærð við þann sem olli Tunguska
fyrirbærinu ætti að rekast hingað á
nokkur hundruð ára fresti, og næst-
um daglega verða á leið jarðarinnar
hnullungar allt að 100 tonnum.
Til allrar hamingju er gufuhvolf
jarðarinnar sú hindrun að flestir
hnullungarnir eyðast þegar í efstu
lögum hvolfsins. Aðeins mjög lítið
hlutfall þeirra kemst til jarðarinnar
KJÖRGARÐI SÍMI16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544