Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Góður bústofn for- senda góðrar afkomu „LandbúnaðarKýning þarf að vera fjölbreytt og bústofninn er náttúrlega sá þáttur í búrekstrin- um. sem mestu skiptir. Góður bústofn er veÍKamikil forsenda þess að búreksturinn skili góðri afkomu,“ sagði Sveinn Skúlason.i Sveinn Skúlason. bóndi f Bræðra- tun^u, við hlið Tfbrár í fjósi landbúnaðarsýniriKarinnar. bóndi í Bræðratungu í Biskups- tungum, cn hann á eina þeirra 16 mjólkurkúa. sem sýndar eru á sýningunni. kúna Tíbrá. Bústofn- inn hjá Sveini cr rúmleKa 40 kýr ok tæpleKa 600 fjár <>k nokkuð af hrossum. „Ég held að bændur séu almennt ánægðir með þessa sýningu. Því að auk þess, sem þeir geta hér kynnt sér ýmsar nýjungar á einum og sama staðnum, ætti sýning sem þessi að vera góð kynning fyrir landbúnaðinn. Þessi sýning gefur góða mynd af þeirri starfsemi sem fer fram í sveitunum," sagði Sveinn. Um það hvort nytin lækkaði ekki í kúnum við þá flutninga, sem væru samfara sýningu sem þessari, sagði Sveinn, að það kæmi eitthvað til með að minnka í þeim nytin en þær næðu sér fljótt þegar heim kæmi, fengju þær gott atlæti og góða beit. „Það er sjálfsagt að leggja eitthvað til sýningarinnar, ef það verður sýningunni einhver styrkur. Kýr eru trúlega viðkvæmasta búféð á þessari sýningu að því er varðar afurðir," sagði Sveinn. Fyrirtækið Ilamar kynnir á sýningunni meðal annars stærstu dráttarvélina hér á landi, en hún er 180 hestöfl. Ljósm. RAX. MUNUM TÉKKOSLÓVAKÍU Útifundur á Lækjartorgi mánudaginn 21.ágúst n.k. Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Siguróur Karlsson og félagar leika átorginu frá kl 17,30 Ræðumenn veróa: Finnur Torfi Stefánsson,alþingism. Jóhanna Thorsteinsson,fóstra Jón Magnússon, lögfr. Jón Sigurðsson,ritstj. Fundarstj. Einar Guðfinnsson,nemi Tinna Gunnlaugsdóttir leikari flytur Ijóð Lýóræöissinnuó æska Búreikningastofa vinnur úr búreikn- ingum 250 bœnda „Við erum að reyna að kynna okkar starfsemi, hvernig Búnaðarfélag íslands er byggt upp ok hvað félagið gerir,“ sagði Sigurjón Bláfeld ráðu- nautur og bætti við að mesta áherzlan væri lögð á að kynna húreiknistofnunina. Ennfrem- ur er vakin athygli á útgáfu- starfsemi Búnaðarfélagsins og loks er starfsemi Stéttarsam- hands bænda kynnt. Búnaðarfélagið á rót sína að rekja. til Suðuramtsins bús og búsetufélags, er stofnað var 1837. Það er uppbyggt af hreppabúnaðarfélögum, sem si'ðan mynda búnaðarsambönd, cn alls munu húnaðarsambönd- in vera 15. Búnaðarsamböndin halda sitt þing. Búnaðarþing, þar sem fjallað er um málefni bænda og gerðar tillögur. Búnaðarfélagið tekur að sér alla leiðbeiningarþjónustu og alla félagslega þjónustu, en kemur ekki nálægt fjármálun- um. Búnaðarsamböndin hafa sína eigin landbúnaðarráðu- nauta og eru þeir minnst tveir ,í hverju búnaðarsambandi. Stærri búnaðarsamböndin hafa hins vegar fleiri ráðunauta á sínum snærum og veita þeir þá bændum tilsögn í hinum marg- víslegustu fræðum. Sigurjón Bláfeld við líkan af Bændahöllinni við Hagatorg, en á líkaninu er sýnd hin fyrirhugaða stækkun Bændahallarinnar. Eins og áður sagði leggur Búnaðarfélagið mesta áherzlu á að kynna búreiknistofnunina, en hún hefur með höndum að safna búreikningum frá bændum og gera tillögur um bústærð og segja hvaða bústærðir koma bezt út í rekstri. Alls munu nú um 250 bændur senda inn búreikninga sína, en að sögn Sigurjóns er að finna margvís- legan fróðleik í skýrslunum. Sagði Sigurjón að búreikni- stofnunin styddi landbúnaðinn mikið með sínum útreikningum. Þá kynnir Búnaðarsambandið einnig útgáfustarfsemi sína á sýningunni, en Búnaðarfélagið gefur út ýmsar fræðibækur, auk þess sem það gefur út tímaritið Frey og námsbækur fyrir bændaskólana. Eru nokkrar bækur seldar á sýningunni. Stéttarsamband bænda er í nánum tengslum við Búnaðar- félagið, en Stéttarsambandið er í raun verðlags- og kjaramála- samband bænda. Á sýningunni er sýnt hvernig Stéttarsam- bandið er uppbyggt og hver tengsl þess við aðrar stofnanir og sambönd landbúnaðarins eru. Stéttarsamband bænda á sjö menn er sitja í framleiðsluráði landbúnaðarins, en framleiðslu- ráðið sér um sölumálin og hvaða vöru á að leggja áherzlu á að selja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.