Morgunblaðið - 18.08.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 18.08.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 19 11 fulltrúar á framhaldsfund Hafréttarráð- stefnunnar SJÖUNDA fundi þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verður fram haldið í New York dagana 21. ágúst til 15. september n.k. en fyrrihluti fundarins var haldinn á tímabilinu 28. mars til 19. maí sl. f Genf. Samkvæmt fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu verða fulltrúar íslands á framhaldsfundinum 11, eða þeir Hans G. Andersen sendiherra, formaður sendinefndarinnar, Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Már Eliasson fiskimálastjóri, Jón Jóns- son forstjói Hafrannsóknastofnun- arinnar, Guðmundur Eiríksson aðstóðarþjóðréttarfræðingur utan- ríkisráðuneytisins, dr. Gunnar G. Schram prófessor, Eggert G. Þorsteinsson fyrrv. sjávarútvegsráð- herra, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Jónas Árnason al- þingismaður, Magnús Torfi Ólafsson fyrrv. menntamálaráðherra og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra var í gær spurður hvernig háttað hefði verið vali á fulltrúum í sendinefnd íslands. Sagði Einar að þessir fulltrúar hefðu verið valdir með sama hætti og fulltrúar á fyrri hluta þessa fundar ráðstefnunnar og í henni væru embættismenn og fulltrúar þingflokkanna, ýmist þeir sömu og sátu fyrri hluta fundarins eða þeir, sem þingflokkarnir hefðu tilnefnt i þeirra stað. Aðspurður um hvers vegna Magnús Torfi Ólafsson væri í nefndinni, þar sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna ættu nú ekki mann á Alþingi, sagði Einar að þetta væri sama sendinefndin og setið hefði fyrri hluta fundarins enda væri þetta sami fundur, aðeins framhald á honum. íslendingar sigruðu Fær- eyingaílands- keppni í skák SÍÐARI hluti landskeppninnar í skák milli Færeyinga og Íslendinga fór fram á Akurcyri 10. ágúst. íslenzka sveitin var eingöngu skip- uð skákmönnum frá Akureyri. Úrslitin urðu þau að Akureyringar hlutu G'/i vinning gegn 4‘/i. Fyrri hluti landskeppninnar fór fram á Eskifirði 7. ágúst og sigruðu þá Færeyingar Austfirðinga með 6 vinningum gegn 5. Samanlagt sigr- uðu þvi Islendingar i landskeppninni með 1114 vinning gegn 10V4. Einar S. Einarsson forseti Skák- sambands Islands og Högni Torfason varaforseti fylgdust með keppninni á Akureyri og afhenti Einar Islending- um bikar að keppni lokinni, en bikar þennan gáfu Flugleiðir h.f. Þorvaldur Jónsson, Sunnuhvoli 2 Fáskrúðsfirði, er sjötugur í dag, 18. ágúst. Hann hefur í fjölda ára verið afgreiðslumaður Eimskipa- félags íslands á Fáskrúðsfirði. Takiö grilliö meö í feröalagiö Ódýr matarkaup Skráð verð Okkar verð Nauta-T-bone ...... 2.847..... kr. 2240- kg. Nauta-grillsteik .. 1.922..... kr. 1.480- kg. Nauta-bógsteik .... 1.922..... kr. 1.480 - kg. Nauta-snitchel .... 5.603..... kr. 4.600 - kg. Nauta-roast .......4.890/..... kr. 3.840- kg. Nauta-hamborgari...............kr. 130- stk. Svínakótelettur.............. kr’ 3J270- kg. Lambalærisneiöar ............ kr. 1.864.- kg. Lambakótilettur.............. kr. 1496.- kg. Unghænur .................... kr. 1.450- kg. Kjúklingar .................. kr. 2.090- kg. Kjúklingar 10 stk. í kassa . kr. 1.790- kg. Unghænur 10 stk. í kassa kr. 1.290- kg. Villigæsir .kr. 3.100- stk. Lundi . kr. 200- stk. Glænýr heill smálax ., kr. 1.790- kg. Folaldahakk .. kr. 990- kg. Kálfahryggir .. kr. 810- kg. Reykt folaldakjöt .. kr. 790- kg. Nýtt hvalkjöt ..kr. 695- kg. Reykt hvalkjöt .. kr. 750- kg. 10. kg. nautahakk .,kr. 2.150- kg. Bacon í sneiðum ..kr. 2.100- kg. Lambasvið (lækkað verð) ..kr. 665- kg- Nýtt grænmeti Úrvals gulrófur Gulrætur Hvítkál Grænkál Rabarbarí Salat Paprika Blómkál Tómatar Agúrkur Lauaalœk 2, sfmi 35020.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.