Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.08.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 31 i — Óskar náöi fjóröa bezta árangri í heiminum í gær, en því miður íæfingakasti aö keppninni lokinni '• Þorvarður Guðmundsson brýzt inn á línu og skorar Kegn HK. Haukar unnu Vík- inga í myrkrinu HAUKAR unnu Víking í útimót- inu í handknattieik í gærkvöldi með 23 mörkum gegn 19. Víking- ar leiddu 12il0 í leikhléi, en f seinni hálflciknum sigldu Ilauk- arnir örugglega fram úr og átti Gunnlaugur markvörður þeirra stórleik. Svo virðist, sem Hauk- arnir uppgötvi alltaf nýja mark- verði þegar þeir eldri hverfa af sjónarsviðinu eins og raunin hefur nú orðið á með Gunnar Einarsson. Margt skemmtilegt sást í þessum leik framan af, en undir lokin var þó orðið það dimmt að leikmenn sáu varla hver til annars. I fyrsta leiknum léku KR, sem féll úr 1. deild í vetur, og HK sem kemur nú upp úr 2. deild. Liðin mættust því á miðri leið og það voru KR-ingarnir, sem sigruðu örugglega, 26:19 urðu úrslitin eftir 10:5 í leikhléi. Síðan léku Fram og Ármann og unnu Ármenningar 15:14, eftir að leikurinn hafði verið í járnum allan tímann. Ármann var þó aldrei undir er líða tók á leikinn, en oft var jafnt eða eins marks munur. í kvöld verða þrír leikir hjá kvenfólkinu. Klukkan 18.15 leika ÍR—Haukar í 2. flokki kvenna og klukkan 18.55 Valur—Fram í sama flokki. Klukkan 19.35 leika síðan FH—Víkingur í meistaraflokki kvenna. Mótið fer fram við Mela- skólann. — áij • LEIK íbv og Þróttar, scm fram átti að fara í Eyjum í gærkvöldi, varð að fresta þar sem ekki var ha>gt að fljúga til Vestmannaeyja síðdegis í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram. • EINN leikur er á dagskrá í íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Reynir fær Fyiki í heim- sókn til Sandgerðis og leikur liðanna í 2. deild hefst klukkan 19. • ÚRSLITALEIKNUM í þriðja flokki í knattspyrnu, sem átti að vera í Mosfellssveit í kvöld, hefur verið frestað. Leikurinn fer fram á sunnudaginn og hefst klukkan 13 á Selfossi. Það eru ÍBK og UBK. sem leika til úrslita og er þetta annar úrslitaleikur liðanna. leikmanna liðsins. Atli Héð- insson lék með Holbæk í tvö sumur, en hann leikur nú • Á leið til Holbæk. með Herfölge, efsta liðinu í 3. deildinni í Danmörku. — Vissulega langar mig til að leika áfram með KR og þá sérstaklega í 1. deildinni næsta sumar, sagði Stefán í spjalli við Mbl. í gær. — Ég held þó að ég grípi þetta tækifæri, en ég gerði örugglega ekki samning nema mér líki allar aðstæður hjá Holbæk. - áij MAC WILKINS kastaði kringlunni lengra á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, en hann hefur áður gert i keppni í Evrópu. Kringlan flaug 70.02 metra og er þetta kast hans meðal albeztu kasta í kringlukasti í hciminum í ár. Wilkins vantaði þó rúman metra til að hnekkja heimsmeti A-Þjóðverjans Wolfgang Schmidt. en það er 71.16. Wilkins hefur þó ekki gefizt upp og í dag klukkan 17 hefur verið ákveðið nýtt mót í kringlukasti, þar sem Wilkins gerir enn atlögu að heimsmetinu. Að sjálfsögðu vonast hann eftir snörpum suðaustanvindi, en vindur var töluverður í gærkvöldi. KR-INGURINN Stefán Örn Sigurðsson heldur til Danmerkur eftir helgina og mun dvelja við æfingar hjá danska 2. deildarliðinu Ilolbæk fram á haustið. Stefán hefur gert hálfat* vinnumannssamning við félagið tii loka keppnis- tímabilsins í Danmörku, en því lýkur í byrjun nóvem- ber. Líki Stefáni vistin ytra og lítist forystumönn- um Holbæk á þennan skemmtilega leikmann eru allar líkur á að Stefán geri atvinnusamning við félag- ið og dvelji í Danmörku næstu tvö árin. Stefán hefur þegar fengið leyfi hjá félagi sínu fyrir skiptunum og ekki er talið líklegt að KSÍ leggi stein í götu hans. Lið Holbæk er nú um miðja 2. deildina í Danmörku, en fyrir nokkr- um árum varð liðið í 2. sæti í Danmörku, en þá var Jóhannes Eðvaldsson meðal Óskar Jakobsson varð annar í kringlukastinu í gærkvöldi með 61.52 metra. en hann á bczt 62.64 metra, náði þeim árangri á Reykjavíkurleikunum. óskar tók nokkur aukaköst að keppninni lokinni og í einu þeirra flaug kringlan lengra en nokkru sinni áður hjá óskari. Kastið mældist um 66'Á meter og hefði það verið í keppni hefði það verið fjórði bezti árangur í kringlukasti í heiminum í ár. Sannarlega góður árangur hjá Óskari og sýnir hvað í honum býr. Óskar vildi þó ekki miklast af þessu afreki sínu. benti á að vindurinn hefði fleytt kringlunni vel. Það segir þó ekki alla söguna. Óskar er greinilega að verða mjög sterkur og undan- farið hefur Ólafur Unnsteinsson verið honum til aðstoðar á æfingum. Erlendur Valdimarsson náði sínu hezta kasti á keppnistímabil- inu og var hann aðeins 12 cm frá því að ná lágmarkinu, sem sett hefur verið fyrir Evrópukeppn- ina í Prag. Kringlan fór 59.88 metra hjá Erlendi, en lágmarkið er 60. Erlendur fær annað tæki- færi í dag og síðan f bikarkeppn- inni um helgina. Elías Sveinsson varð fjórði í keppninni með 48.04 metra. í kúluvarpinu kastaði Hreinn Ilalldórsson 20.15 metra og er það ágætt afrek miðað við að Hreinn hefur keppt mikið að undanförnu og stefnir ekki að toppárangri að nýju fyrr en um mánaðamótin í Prag. Auk þess köstuðu kúluvarpararnir á móti vindi í gærkvöldi. Guðni Hall- dórsson kastaði 17.44 m og Elías Sveinsson 14.28 m. — áij. FRAMARAR í ÞJÁLFUN ALLAR líkur eru á að Karl Benediktsson verði með 1. deildarlið Fram í handknattleik na>sta vetur. Þá er líklegt að Arnar Guðlaugsson hætti með Fram í haust og gerist þjálfari og leikmaður með Þór frá Akureyri í vetur. Arnar lék þó með Fram í útimótinu í gærkvöldi. Þá er líklcgt að Pétur Jóhannsson, Framari, þjálfi Aftureldingu í Mosfellssveit í vetur. Ilannes Leifsson verður að lfkindum áfram með Þór í Eyjum.en hins vegar er óvíst hvað Andrés Bridde gerir. Ragnar Hilmarsson úr Fram fer að öllu óbreyttu til Eyja og leikur með Þór. Þjálfari Þórsliðsins verður sá gamalreyndi Þórarinn Ingi Ólafsson. sem á sínum tíma lék með Víkingi. Loks má geta þess að þjálfari KA verður Birgir Björnsson. - áij BABBI BÁT- INN HJÁ ÍBV VESTMANNEYINGUM barst í íyrradag skeyti frá Glentoran í Belfast þar sem segir að liðið geti ekki leikið hér á landi í UEFA keppninni 5. september, eins og ákveðið hafði verið. Segja Írarnir að ekki sé mögulegt að fá flugfar til íslands dagana fyrir lleikinn. Bjóðast írarnir til að leika hér á landi þriðjudaginn 29. ágúst, en ýmis vandkvæði eru á að það sé framkvæmanlegt. í fyrsta lagi eru ekki nema 12 dagar fram að þcim tíma og leikir ÍBV mjög örir þessa dagana, þannig að lítill tími gæfist til að undirbúa liðið fyrir lcikinn. I annan stað er þetta lítill frestur fyrir UEFA að ákveða dómara á leikinn og boða þá með þessum fyrirvara. Reglugerðir segja að nauðsynlcgt sé að tilkynna breytingu á ákveðnum leikdögum með þriggja vikna fyrirvara. í þriðja lagi reynist Vestmanncyingum trúlega erfitt að fá inni fyrir Irana á hótelum í Reykjavík í lok mánaðarins. Vestmanneyingar ræða við forystumenn Glentoran í dag og verður þá athugað hvort ekki sé hægt að koma leikmönnum Glentoran til íslands dagana fyrir 5. september eftir öðrum leiðum en í gegnum London eða Glasgow. —áii. STEFAN ORN TIL HOLBÆK EFTIR HELGI • — Mér gengur yfirleitt betur seinni daginn á frjálsiþróttamótum, sagði Mac Wilkins í gær og e.t.v. tekst honum að hnekkja heimsmetinu í kringlukastskeppninni, sem hefst á Laugardalsvellinum klukkan 17.00 í dag. í gær bætti hann vallarmetið á Laugardalsvellinum í þriðja sinn á einni viku. (Ljóm. Mbl. RAX) WILKINS REYNIRÁ NÝJAN LEIK í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.