Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 spennu, eiga grundvallarreglur þínar, kæri Dickens, ennþá við, grundvallarreglur sem þú settir fram með svo mikilli hjartahlýju jafnvel tilfinningasemi: ást á fátækum, ekki endilega einstökum fátæklingum heldur allri alþýðu manna, sem hefur verið hafnað, annað hvort sem einstaklingum eða í heild en sameinast og nær samstöðu. Kristið fólk sem fer að dæmi Krists ætti hiklaust að auðsýna þeim einlæga og opinskáa ást. Samstaða: VKið erum öll á sama báti: fólk sem hefur færzt nær hvort öðru, en í stórsjó. Ef við viljum forðast alvarleg átök þá er þetta reglan: allir fyrir einn og einn fyrir alla; knýjum það áleiðis sem sameinar okkur, gleymum því sem sundrar okkur. Traust á guði: Þú sagðir með orðum sögupersónu þinnar, vofu Marleys, að þú vildir að stjörnur vitringanna frá Austurlöndum lýstu heimili hinna fátæku. Nú í dag er allur heimurinn heimili hinna fátæku og hefur svo mikla þörf fyrir guð!“ Heimurinn kynntist Albino Luciani lítið þá 34 daga sem hann sat á páfastóli að öðru leyti en pví að hann var brosmildur og aðlaðandi bros hans lýsti gleði og hjartahlýju. Opin bréf, sem hann ritaði nokkrum kunnum persónum sögunnar, varpa Ijósi á eiginleika hans, ást, kímnigáfu og samúð: Hér með birtast útdrættir úr nokkrum pessum bréfum. Kæri Dickens Bréf páfa til enska skáldsagna- höfundarins Charles Dickens hefst á því að hann kveðst hafa lesið bækur hans sem drengur. „Þær voru hlýlegar, hugmyndaríkar, mannlegar og gegnsýrðar tilfinn- ingu fyrir þörfina á félagslegum umbótum." Páfi rekur kynni Dickens af fátækt í bernsku. „Þess vegna eru skáldsögur þínar uppfullar af fátæku fólki sem býr við hræðileg skiiyrði. Þetta voru hinar kúguöu og þú jóst yfir þá allri samúð þinni. And- spænis þeim stóðu kúgararnir sem þú brennimerktir með penna þínum dýfðum í reiði og háði, eiturhvössum penna, sem hefði getað höggvið bronz." Síðan fylgir lýsing á Scrooge í sögunni Jólaævintýri (A christmas Carol), sem aðeins hugsaði um peninga og viðskipti, og samræður hans við vofu félaga hans, Marley, sem vildi hjálpa fátækum. „Rúm eitt hundrað ár eru liðin síðan þú skrifaðir þessar línur," heldur páfi áfram. „Þér léki forvitni á að vita hvort og hvernig bót hafi verið ráðin á þeirri fátækt og því ranglæti sem þú fordæmdir. Eg skal segja þér eins og er. I landi þínu og í öllum iðnaðarlönd- um Evrópu hefur aðstaða verka- manna batnað heilmikið. Eini styrkur þeirra var fjöldi þeirra. Og þeir beittu honum. Uinir gömlu ræðumenn sósíalista áður fyrr sögðu sögu: úlfaldinn var á ferð um eyðimörk- ina. Hófar hans tróðu á sandkorn- unum og hann sagði sigri hrós- andi: „Ég krem ykkur, ég krem ykkur!" Sandkornin létu kremja sig, en vindurinn, hinn ógnþrungni eyði- merkurvíndur vaknaði og hrópaði: „Komið hingað, fylgið mér! Við skulum refsa þessari skepnu og grafa hann í stórum sandhól!" Verkamennirnir voru einu sinni dreifð og aðskilin sandkorn, en nú hafa verkalýðsfélögin sameinað þá og þau geta óneitanlega haldið því fram að þau hafi verið burðarás aukinnar velmegunar verka- manna. En jafnvel meðal ríku þjóðanna leynist enn fátækt og öryggisleysi á nokkrum stöðum. Margir verka- menn eru atvinnulausir og atvinna þeirra er ótrygg. Þeir njóta ekki alltaf viðunandi verndar gegn slysum. Oft finnst þeim komið fram við sig eins og framleiðslu- tæki, ekki aðalhluta þeirra. I æðislegu kapphlaupi um að komast í efni og með óhóflegri, brjálæðislegri notkun óþarfra hluta hefur líka nauðsynjum verið kastað á glæ: hreinu lofti og vatni, þögn, innri frið, hvíld. Við margvíslegan ótta og kvíða er að stríða. Mörgum finnst að úlfaldinn í eyðimörkinni, sem ráðast verði gegn og grafa, sé ekki aðeins kapitalismi heldur allt núverandi „kerfi“ sem verði að kollvarpa í byltingu. Aðrir halda að umbyltingarþróunin sé þegar hafin. Ríku neytendaþjóðfélögin sem sólunda auðlindum jarðar Verði að draga saman seglin, þrengja verði að, atvinnuvegum og draga úr neyzlu og samdráttur hljóti að taka við í öllum þessum vanda, kvíða og Kæri Gosi: Eins og í bréfinu til Diekens rekur páfi heitinn kynni sín af Gosa í barnæsku og segist viija gefa honum nokkur heilræði um framtíð hans sem ungs pilts og manns. Hann segir að Gosi hafi haft marga ráðgjafa og skrifar síðan: „Tókstu eftir því að ég taldi ekki álfkonuna með ráðgjöfum þínum. Þegar morðingjar veittu þér eftir- för knúðir þú örvæntingarfullur dyra á húsi hennar; hún leit út um gluggann, andlit hennar var ná- fölt, hún neitaði að hleypa þér inn og lét hengja þig. Nei, enginn ætti að meðhöndla dreng svona þegar honum verða á mistök, einkum ef hann er að komast á eða er kominn á þau ár sem eru kölluð „erfið", það er aldurinn 13 til 16 ára, sem þú kemst á bráðum Gosi. Bíddu hægur: þetta verður erfitt, það geturðu verið viss um, bæði fyrir þig og kennara þína. Þú ert ekki lengur barn, svo að þú munt fyrirlíta félagsskap, bækur og leiki litlu barnanna; þú ert ekki ennþá orðinn karlmaður svo að þér finnst þú vera misskilinn og að ailt fullorðna fólkið vísi þér á bug. Þú stækkar ört, sem er þreyt- andi, og allt í einu finnst þér þú vera með hrikalega langa fætur, handleggi eins og á apa og málróm sem tekur undarlegum og óvænt- um breytingum. Þú finnur hjá þér sterka löngun til að halda fram sjálfstæði þínu. Annars vegar verður þú í uppreisn gegn umhverfi þínu, heima hjá þér og í skólanum; á hinn bóginn muntu glaður sætta þig við Charles Dickens Opin bréf frá Jóhannesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.