Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Spjallað við Ólaf Björnsson prófessor „Frá því að ég fór í mennta- skóla um ferminíjaraldur kom ók þó ei};inleKa ekki í sveitina nema sem fjestur, þannig að því leyti er ég borgarbarn, en bernskuárin dvaldist ég í sveit," sagði Ólafur. „Ég las hagfræði við Háskól- ann í Kaupmannahöfn, því ekki var hægt að fá þessa menntun hér heima á þessum tíma. Fyrsta tilsögnin í hagfræði hér á íslandi var veitt í lagadeild Háskólans árið 1936, en ekki var þó hægt að læra hagfræði sem sérstakt fag fyrr en viðskipta- deildin var stofnuð árið 1941. Aður en viðskiptadeildin var stofnuð var þó starfandi hér Viðskiptaháskóli er stofnaður var 1938 og starfaði ég sem stundakennari við þann skóla. Viðskiptaháskólinn var síðan Ljósm. Kristján. Ólafur Björnsson prófessor. sátu aðeins 3 eða 4 nemendur eftir i stofunni, sem ekki höfðu þorað að fara. Svipaðist karl um í stofunni, en fór síðan út aftur án þess að segja neitt, kom hann síðan aftur í gættina og sagði við þá sem eftir sátu: „Haldið þið að ég kenni verkfallsbrjót- um.“ Eitthvað skánaði hann þó í mætingum eftir þetta. Um þennan sama kennara var líka sögð sú saga að hann var kosinn rektor Kaupmanna- hafnarháskóla. Sú venja var að nýkosnir rektorar færu á konungsfund, en þá var Kristján konungur tíundi við völd. Er karl kemur fyrir konung spyr konungur hann hvernig honum líki nýja starfið. Karl svarar þá að fyrir mann, sem gaman hafi af strákapörum, sé nú ekki alltaf gott að vera í svona „A Idrei gat ég hugsað mér að verða atvinnustjórnmálamaður ” Ólafur Björnsson er^ prófessor í hagfræði og kennir hann við viðskiptadeild Háskóla íslands. Blaðamenn Morgunblaðsins sóttu Ólaf heim um daginn og spjölluðu við hann, en hann hefur kennt hagfræði við Háskólann frá því að viðskiptadeildin var stofnuð. ólafur kvaðst vera fæddur í Hjarðarholti í Dölum, þeim sögufræga stað, en flust þaðan rúmlega ársgamall með foreldrum sinum að Görðum á Álftanesi, þar sem faðir hans gerðist aðstoðarprestur um tíma. Síðar fluttist fjölskyldan að Auðkúlu í Húnavatnssýlu og þar sagðist ólafur í raun og veru vera alinn upp. sameinaður lagadeild Háskól- ans, sama ár og viöskiptadeildin var stofnuð, en þá hóf ég kennslu við viðskiptadeildina." — Voru margir sem lærðu hagfræði á þeim tíma er þú hófst nám? „Nei, ekki voru þeir nú marg- ir, alla vega ekki miðað við fjöldann, sem í þessu námi er í dag. Tveimur árum áður en ég byrjaði í Hafnarháskóla voru á stúdentalista 11 Islendingar innritaðir í hagfræði, en í mesta lagi einn lauk þó því námi, en margir þeirra eru nú mætir menn og þjóðkunnir, þótt þeir l.vkju aldrei prófi í hagfræði." — Ilvernig iíkaði þér svo við hagfra'ðinámið? „Ég komst nú að því síðar að hugmyndir þær, sem ég gerði mér um þetta fag þegar ég valdi að læra það, voru að verulegu leyti rangar, en ég sé þó ekki eftir að hafa farið út í þetta nám og finnst ég vera á réttri hillu. Hagfræðin hefur breyst mjög verulega á þeim tíma sem nú er liðinn frá því ég hóf nám, en það var árið 1932 og er því næstum liðin hálf öld síðan. Sjálfur grunnurinn, sem byggt er á, hefur þó ekki breyst mikið. í fyrsta skipti er ég varð var við það að kynslóðirnar voru orðnar tvær, sem ég hafði kennt í Háskólanum, sagði ég að nú væri maður fyrst farinn að finna fyrir því að vera orðinn gamall, en þá var sonur gamals nemanda míns kominn í Háskól- ann. Ég hef þó enn ekki orðið var við þriðju kynslóðina, en það gæti nú farið að líða að því. Efast ég um að nokkur hafi kennt jafnlengi samfellt við Háskólann og ég, þó einhverjir kennarar séu e.t.v. eldri að árum.“ — Hefur orðið mikil fjölgun í viðskiptadeildinni á þeim tíma. sem þú hefur kennt þar? „Já, aðsóknin að viðskipta- deildinni hefur verið mjög mikil undanfarin ár og eru nú vissu- lega mun fleiri nemendur þar, en fyrstu árin sem ég kenndi. Erfitt er að segja til um ástæður fyrir hinni auknu aðsókn, því þá þyrfti að kanna hvað vakir fyrir þeim stúdentum, sem innrita sig í þetta. En þó held ég að eftir því sem viðskiptalífið verður flókn- ara, aukist eftirspurn eftir þeim sem þessa menntun hafa og þegar stúdentar velja sér fag í Háskóla hljóta þeir að þurfa að hafa í huga hverjir atvinnu- möguleikar þeirra verða að loknu námi. Eftir að landsprófið gamla er úr sögunni, en það var veruleg sía, eru stúdentar mun fleiri en áður og margir hefðu sennilega ekki komist í gegnum stúdents- prófið, þegar kröfurnar voru meiri. Fólk ætti þó að geta hagnýtt sér stúdentsprófs- menntun án þess að fara í Háskólann og tel ég að starfs- kynningu þyrfti að efla mikið miðað við það sem nú er, því margir sem láta innrita sig í Háskólann gera sér engan veg- inn grein fyrir því hvers konar nám þeir eru að fara út í, né hverjar kröfurnar eru, sem gerðar eru í náminu. Það er því mun meira um það nú en áður, að fólk byrji í námi og detti síðan úr, án þess að ljúka prófi.“ — Hver eru þín aðaláhuga- mál fyrir utan starfið við Háskóiann? „Aðalhobbýið verður að telj- ast stjórnmálin um langt skeið, þótt síðustu árin hafi ég kannski ekki verið mjög virkur í þeim. Frítíminn fer að mestu í ýmiss konar grúsk í sambandi við fagið, en síðustu árin hefur mér fundist gott að hafa það rólegt heima og horfa á sjónvarp og annað slíkt. Dálítið hlusta ég nú líka á tónlist, en hæfileika tel ég mig þó enga hafa á því sviði. Um alllangt skeið tók ég töluverðan þátt í stjórnmálum og átti til dæmis sæti á Alþingi í um 15 ár samfellt, og hafði komið þar inn sem varamaður tvisvar eða þrisvar sinnum áður. Ég hef þó alltaf litið á starfið við Háskólann sem mitt aðal- starf, en stjórnmálastarfið sem aukastarf og aldrei gat ég hugsað mér að verða atvinnu- stjórnmálamaður." — Ilefurðu ekki frá ein- hverju skemmtilegu að segja frá námsárum þi'num í' Kaup- mannahöfn? „Jú, margt skemmtilegt gerð- ist nú þar og man ég til dæmis eftir einum af kennurum mín- um, sem lést nú skömmu eftir að ég hóf nám í Kaupmannahöfn. Hann hafði þann ósið að koma alltaf of seint í tíma og hélt þá nemendum sínum oft lengur þannig að þeir misstu af frímínútum. Eitt sinn tóku stúdentarnir sig til og ákváðu að vera farnir, er karl birtist. Þegar hann mætti svo í tímann, hátíðlegri stöðu. En þá svaraði konungur um hæl: „Én hvað þá um mig?“ — Það hefur oft verið sagt að prófessorar séu meira utan við sig en aðrir menn. Er eitthvað til íjþví? „Ég veit nú ekki hvort prófessorar eru neitt meira utan við sig en aðrir menn, en þó má það vera. Ég hef he.vrt nokkrar sögur þar að lútandi af sjálfum mér. Einu sinni átti ég til dæmis að hafa sést á gangi með tóman barnavagn, og það besta við það allt saman var að ég trúði þeirri sögu sjálfur. Þannig var að á þeim tíma bjuggum við hjónin nálægt barnaleikvelli, og dvaldi elsti sonur okkar oft þar. Hélt ég að sagan hefði þá orðið til, er einhver sá mig vera á gangi með tóman barnavagn, en ég hef þá verið á leiðinni til að sækja son okkar á leikvöllinn. Sá er sá til mín hefur þá sagt við sjálfan sig: „sá er nú sannur prófessor", og fannst mér þetta allt saman mjög trúlegt. Én það besta við þetta allt er að löngu seinna viðurkenndi vinur minn einn að hafa búið söguna til. Annars held ég nú að í rauninni sé þetta sama spurningin og hvort Skotar séu nískari en annað fólk. Veit ég þó af minni eigin reynslu að Skotar séu sérstaklega greiðviknir, og hef ég heyrt því fleygt að það séu Skotarnir sjálfir, sem búi til margar af þessum skotasögum. Kannski er það eins með prófessorana." - A.K. Pelsinn Kirkjuhvoli 1 FalleQir pelsar, loöskinnshúfur og refaskott meö haus í miklu úrvali. PelSÍnil,K,rkjuhvoM AtKi: góðir greiðsluskilmálar. opíö 1-6, e h. sími 20100 ** ** laugardaga kl. 10—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.