Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
47
Nunnur Kanga til Péturskirkjunnar til að biðja fyrir páfa.
samstöðu hópsins. Annars vegar
muntu krefjast sjálfstæðis frá
fjölskyldu þinni; á hinn bóginn
muntu þrá viðurkenningu þeirra,
sem eru þér eldri að árum, og
treysta á þá.
Og þú verður innhverfur, það er
að segja þú hverfur inn í sjálfan
þig og þú gerir nýjar uppgötvanir:
Þú kemst að því að þunglyndi
sækir að þér og þörfin að dag-
draumum gerir vart við sig, þú
finnur hjá þér tilfinningar og
tilfinningasemi. Verið getur að
meðan þú ert enn í skóla verðir þú
ástfanginn, ekki eins og lítill
drengur, heldur eins og Davíð litli
Copperfield sem sagði, „Ég tilbið
ungfrú Spencer, hún er afar lítil
stúlka, kringluleit og með ljósgult
hrokkið hár ... Heima hjá mér
finnst mér ég stundum verða að
hrópa „Ó, ungfrú Spencer," gagn-
tekinn af ást.“
En ungfrú Spencer hló bara að
„hvolpaviti" Davíðs Copperfields.
Þetta hendir alla. Þetta á líka eftir
að henda þig, Gosi!
Eins og allir unglingar á aldrin-
um 17 til 20 ára á vegi þínum til
sjálfstæðis, getur þú rekið þig á
harðan vegg — vanda trúarinnar.
Raunar muntu anda að þér mót-
bárum gegn trúnni eins og þú
andar að þér loftinu í skólanum, í
verksmiðjunni, í kvikmyndaleik-
húsinu, og alls staðar. Ef þér
finnst trú þín vera eins og
konustakkur ræðst heill rottuher á
hann. Þú verður að verja hana, nú
á dögum lifir aðeins sú trú, sem er
varin.
Til er sarinfærandi svar við
mörgum mótbárum, sem þú munt
heyra. Við öðrum hefur enn ekki
fundizt viðhlítandi svar. Hvað áttu
að gera? Kastaðu ekki frá þér
trúnni! Tíu þúsund erfiðleikar,
sagði Newman, jafngilda ekki
vafa. En mundu þetta: manninum
er nauðsynleg tilfinningin fyrir
hinu leyndardómsfulla. Við vitum
ekki allt um allt, sagði Pascal. É
veit mikið um sjálfan mig, en ekki
allt. Ég veit ekki nákvæmlega
hvernig líf mitt er eða greindin
eða heilsan og svo framvegis.
Hvernig get ég búizt við að skilja
og vita allt um guð?
Algengustu mótbárurnar, sem
þú munt heyra, varða kirkjuna. í
London, á ræðumannahorninu í
Hyde Park, greip óhreinn, ógreidd-
ur maður þráfaldlega fram í fyrir
predikara: „Kirkjan hefur verið til
í tvö þúsund ár,“ hrópaði maður-
inn, „og heimurinn er ennþá fullur
af þjófum, hórkörlum og morð-
ingjum." „Þetta er rétt hjá þér,“
svaraði predikarinn. „Vatn hefur
verið til í tvö milljón ár og sjáðu
hálsinn á þér!“
Með öðrum orðum hafa verið til
slæmir páfar, slæmir prestar og
slæmir kaþólskir menn. En hvað
merkir það? Að guðspjöllin hafi
verið notuð? Nei þvert á móti. í
þessum tilfellum hafa guðspjöllin
ekki verið notuð.
Kæri Gosi, tvær fagrar setning-
ar eru til um unga fólkið. Ég mæti
með hinni fyrri, hún er eftir
Lacordaire: „Hafðu skoðun og
láttu hana vinna fyrir þig.“ „Hin
er eftir Clemenceau og ég mæli
alls ekki með henni: „Hann hefur
engar hugmyndir en vgr þær
hlýlega."
Kæri Mark Twain:
I bréfinu til Mark Twain segir
páfi að hann hafi verið einn af
uppáhaldsrithöfundum sínum þeg-
ar hann var drengur. Hann heldur
áfram:
„Sumar sögur þínar hef ég sagt
fólki mörg hundruð sinnum — til
dæmis söguna um gildi bóka. Lítil
stúlka spurði þig um þetta og þú
sagðir að bækur kæmu að ómetan-
legum notum, en gildi þeirra væri
mismunandi. Bók í leðurbandi
væri ágæt til að ydda rakhníf með;
lítil samanþjöppuð bók — eins og
Frakkar skrifa — væri frábær til
að setja undir stytzta borðfótinn;
stór bók eins og orðasafn væri
bezta vopnið til að kasta i ketti; og
loks væri kortabók með stórum
blaðsíðum bezti pappírinn til að
gera við glugga.
Þegar ég sagði: „Nú ætla ég að
segja ykkur aðra af sögum Mark
Twains" urðu nemendur mínir
himinlifandi. En ég er hræddur
um að fólk í biskupsdæmi mínu
verði hneykslað. „Biskup að vitna í
Mark Twain!" sagði það. Kannski
ætti ég að útskýra, að biskupar eru
eins ólíkir og bækur. Sumir eru
eins og ernir sem fljúga hátt fyrir
ofan okkur og færa mikilvægan
boðskap; aðrir eru næturgalar sem
syngja guði undursamlega dýrðar-
óða; og aðrir eru eins og músa-
rindlar sem aðeins syngja á lægstu
trjágreinum kirkjunnar og reyna
að tjá einhverja hugsun sem
kemur upp í hugann um mikilvæg
málefni.
Kæri Twain: ég heyri til hinum
síðasttöldu. Svo að ég ætla aðeins
að herða upp hugann og minnast
þess sem þú sagðir eitt sinn:
„Maðurinn er flóknari en hann
sýnist. I hverjum fullorðnum
manni er ekki einn maður heldur
þrír ólíkir menn. Hvernig stendur
á því? varstu spurður. „Nú við
skulum taka mann sem heitir
Jóhannes. í honum er Jóhannes
fyrsti, það er að segja sá maður
sem hann heldur að hann sé; í
honum er Jóhannes annar; maður-
inn sem aðrir halda að hann sé; og
loks er í honum Jóhannes þriðji; sá
maður sem hann er í raun og
veru.“
Mikill sannleikur er fólginn í
þessari sögu þinni, kæri Twain.
Tökum Jóhannes fyrst sem dæmi.
Þegar okkur er sýnd hópmynd,
sem við erum á, hvaða viðfelldna,
fallega andlit er það sem við
horfum á fyrst? Mér þykir leitt að
þurfa að segja það, en það er okkar
eigið. Því að okkur þykir óskaplega
vænt um sjálfa okkur; okkur líkar
langtum betur við okkur sjálf en
annað fólk. Þar sem okkur et svo
vel við okkur, hættir okkur við að
leggja áherzlu á góðu hliðarnar á
okkur og gera lítið úr þeim slæmu
og að viðhafa annan gildismat um
annað fólk en um okkur sjálf.
Þetta nægir um Jóhannes
fyrsta. Við skulum virða fyrir
okkur Jóhannes annan. Ég held að
hér komi tvennt til, kæri Twain,
þessi Jóhannes vill að annað fólk
dáist að honum, eða kannski er
hann órólegur vegna þess að annað
fólk sniðgengur hann eða vanmet-
ur. Við það er ekkert að athuga; en
við verðum að forðast ýkjur í
báðum dæmunum. „Vei yður þér
farísear," sagði drottinn, „því þér
hafið mætur á efsta sætinu í
samkundunum og að láta heilsa
yður á torgum." Nú á dögum segði
hann: „Ef þú öðlazt frægð og
frama með því að ýta öðrum úr
vegi, með fyrirgreiðslu, með því að
gera allt sem í þínu valdi til að
komast í blöðin".
Stundum táknar þetta „Vei“
ekki guðlega refsingu heldur
aðhlátur fólks. Maður getur litið
út eins og asninn í ljónshúðinni
sem kom öllum til að hrópa: „Varið
ykkur á ljóninu!" og menn og dýr
flúðu frá honum. En vindurinn
blés og húðin lyftist af baki hans
og allir sáu asnann. Og fólk réðst á
hann og neyddi hann til að bera
þungan timburstafla.
En ef hið gagnstæða skyldi
gerast? Ef fólk skyldi hugsa illa til
þín, hvað á að gera? Hér eru
nokkur fleiri orð Krists, sem að
gagni gætu komið: „Því að Jóhann-
es kom, og át hvorki né drakk, og
mun segja: Hann hefir illan anda.
Manns-sonurinn kom, át og drakk,
og mun segja: Sjá, átvagl og
vínsvelgur! vinur tollheimtu-
manna og syndara!" Meira að
segja Kristi tókst ekki að gera
öllum til hæfis. Svo að við skulum
ekki hafa of miklar áhyggjur ef
okkur tekst það ekki heldur.
Jóhannes þriðji var matreiðslu-
maður. Þessi saga er ekki eftir þig
Twain, heldur eftir Tolstoy. Hund-
arnir lágu í eldhúsdyrunum.
Jóhannes lógaði kálfi og henti
leifunum út í húsgarðinn. Hund-
arnir hámuðu þær í sig og sögðu:
„En hvað hann er góður mat-
reiðslumaður! Skömmu síðar af-
hýddi Jóhannes nokkrar baunir og
skar niður nokkra lauka og henti
belgjunum og hýðinu út í garðinn.
Hundarnir stukku á þau en sneru
undan. „Matreiðslumaðurinn er
farinn, hann er ómögulegur núna,“
sögðu þeir. Jóhannesi stóð á sama
hvað þeim fannst, „það er hús-
bóndi minn sem á að snæða
málsverði mína og njóta þeirra,
ekki hundarnir. Ef honum finnst
þeir góðir eru þeir nógu góðir
handa mér.“
Nógu góðir fyrir Tolstoy líka. En
ég spvr: Hvað finnst drottni okkar
gott? Hvað finnst honum gott hjá
okkur? Dag einn þegar hann
predikaði sagði einhver: „Sjá
móðir þín og bræður þínir standa
fvrir dyrum úti, og vilja ná tali
þínu. En hann svaraöi þeim, er við
hann talaði, og sagði: Hver er
móðir mín? — og hverjir eru
bræður minir? Og hann rétti hönd
sína út yfir lærisveina sína og
mælti: Sjá, hér er móðir mín og
bræður mínir! því að sér hver sem
gjörir vilja föður míns á himrium,
hann er bróðir minn og systir og
móðir.“
Það er þessi maður sem honum
líkar við: maðurinn sem fram-
kvæmir vilja hans. Hann vill að
við biðjum til hans, en honum
fellur miður ef við notum bænirn-
ar fyrir afsökun til að vanrækja
viðleitni okkar til að gera gott.
Þetta gæti virzt of mikill
siðvöndunartónn í lokin. Maður
með kímnigáfu þína, kæri Twain,
hefði ekki dregið þessa ályktun.
En sem biskup hlýt ég að draga
hana og segja hana fólkinu. Ef þú
skyldir muna eftir hinum þremur
Jóhannesum (eða þremur Jakob-
um eða Tommum), sem er að finna
í okkur hverjum og einum, þá
skaltu sérstaklega muna eftir
þeim þriðja: þeim sem guði líkar
vel við!
Kæri
Lemúel konungur
í biblíunni ertu kallaður höfund-
ur hins fræga lofkvæðis um
fyrirmyndarkonuna. Ekkert annað
er um þig vitað.
Leyfist mér þó að segja að þú
tókst öndverða afstöðu við það sem
Cornelía, móðir Gracchusar-
bræðra tók. Hún sýndi syni sína
vinkonum sínum og sagði: „Þetta
eru gimsteinar mínir.“ Þú snerir
þessu við og sýndir móður og
sagðir: „Væna konu hver hlýtur
hana? hún er miklu meira virði en
perlur. Hjarta manns hennar
treystir henni, og ekki vantar að
honum fénist. Hún gerir honum
gott og ekkert ill ævidaga sína.“
Jæja, eitt er víst, Lemúel
konungur: ágætur lofsöngur þinn
virðist vissulega eiga við á vorum
dögum nú er við heyrum svo mikið
um framsókn kvenna.
Fyrirmyndarkona þín, Lemúel
konungur, er gædd félagslegri
vitund. „Hún breiðir út lófann
móti hinum bágstadda og réttir út
hendurnar móti hinum snauðu.
Hún býr sér til ábreiðu; klæðnaður
hennar er úr baðmull og purpura."
Réttlæti er framfylgt með ger-
ólíkum hætti nú á dögum og sama
gegnir með félagslega velferð.
Konur eru oftar starfandi á
skrifstofum eða í verksmiðjum en
húsmæður á heimilum. Þær gegna
nú alls konar stöðum í stjórnmál-
um, stjórnsýslu og á vinnumark-
aðnum og sú kona, sem aðeins
hugsar um heimilið, fær ekkert
hrós.
Á þínum dögum voru börnin, öll
fjölskyldan, vernduð á heimilun-
um. Nú eru þau vernduð utan
þeirra: í kjörklefunum, í verka-
lýðsfélögunum, í alls konar sam-
tökum.
Fyrirmyndarkona þín, Lemúel
konungur, helgar sig heimilinu
óskiptri; frá henni stafar mann-
gæzku og hún breiðir hana út.
„Hún opnar munninn með speki og
ástúðleg fræðsla er á tungu
hennar ... Maður hennar gengur
fram og hrósar henni“. Margar
konur hafa sýnt dugnað, en þú
tekur þeim öllum fram!“ Yndir-
þokkinn er svikull og fríðleikinn
hverfull, en sú kona sem óttast
Drottinn, á hrós skilið." Það er
henni að þakka að „maður hennar
er mikils metinn í borgarhliðun-
um, þá er hann situr með öldung-
um landsins."
Þetta minnir mig á Sixtus páfa
V sem sagði: „Sýndu mér konu sem
á mann sem hefur aldrei kvartað
yfir nokkru og ég skal strax taka
hana í dýrlingatölu." Slík kona er
ekki aðeins dýrlingur á eigin
heimili; hún upphefur mann sinn
og börn með sér. Þegar ég heyrði
að til athugunar væri að taka
foreldra heilagrar Teresu frá
Lisieux í hóp hinna blessuðu, sagði
ég: „Loksins eru hjón i athugun!“
St. Louis IX er dýrlingur án
Margaret sinnar, St. Monica án
Patreks. En Zélie Guérin verður
dýrlingur ásamt Louis Martin
manni sínum og Teresu dóttur
sinni.
/