Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 61 WWVi"J' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ,10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Aðeins athuganir í tilefni af bréfi Sverris Þórðar- sonar í Velvakandadálki Morgun- blaðsins föstudaginn 13. þ.m. varðandi útflutning á hrútum til íran vill sambandið taka fram, að vegna fyrirspurnar frá viðkom- andi Arabalöndum til Markaðs- nefndar landbúnaðarafurða hefur verið athugaðir sölu- og flutnings- möguleikar á lifandi fé til þessara landa. Sambandið hefur ekki farið fram á nein levfi til þessa útflutnings. • Billy í sjónvarpið? „Kæri Velvakandi. Viltu gjöra svo vel að koma þessum línum á framfæri. Ég vil þakka öllum aðilum, sem hafa staðið aö því, að fá mynd- segulbönd með samkomum Billy Graham, sem fluttar voru í Svíþjóð fyrir stuttu og síðar sýndar í Neskirkju. Það er stórvið- burður, hvar sem þessi heims- þekkti prédikari heldur samkom- ur. Þetta er í fyrsta skipti, eins og allir vitá, sem að okkur gefst kostur á að hlýða á hann hér á Islandi. . Nú vil ég biðja þá aðila, sem þau völd hafa aö birta í sjónvarpinu samkomurnar, eina eða fleiri, helzt allar, svo að allir Islendingar fái sarna tækifærið. Það yrði ráðamönnum sjónvarps og út- varps, svo og allri þjóðinni til blessunar. Sjiifn Sigurjónsdóttir." Útvarpinu að kenna? „Kæri Velvakandi. Ég hefi skrifað þér línu áður og var ég þá að nöldra út af jazzinum hjá Jóni Múla í morgunútvarpinu. Nú ætla ég að nöldra út af sinfóníum, en þær eru alveg að fara með skapið í mér. Mér hefur alla tíð verið illa við sinfóníur, en nú er svo komið að ég er farinn að hata þær og er það allt útvarpinu að kenna. Halda þeir sem ráða tónlistar- valinu virkilega aö fólk vilji hlusta svona mikið á sinfóníur, óperur og hvað þetta gaul nú allt saman heitir? Ég hefi ekki trú á að t.d. unglingar hlusti mikið á svona tónlist. En er ekki alltaf verið að klifa á því að það þurfi að gera eitthvað fyrir þá. Ég vona bara að þátturinn Af ýmsu tagi verði felldur niður og það verði spiluð létt og fjörug tónlist í staðinn. Það er ekkert gaman að mjólka beljurnar alltaf í vondu skapi, það hefur slæm áhrif á þær og ég er viss um að þær selja betur ef þær fá að hlusta á fjöruga músík. Sinfóníur á fimmtudagskvöidum vil ég líka losna við. Ég missi oftast af leikritunum því ég loka útvarpinu og man þá ekki alltaf eftir að opna í tæka tíð. Það væri nær að koma með eitthvert fróðleikserindi í staðinn. Margt fleira vildi ég nöldra um en læt þetta nægja. Sinfóníuhatari." Þessir hringdu . . • Úrbætur við Austurbrún Guðrún Ólafsdóttir í Austur- brún 6 hefur beðið Velvakanda að koma á framfæri beiðni til við- komandi yfirvalda og ökumanna að huga að umferðinni í nánd við þetta háhýsi borgarinnar, þar sem býr aldrað fólk. Þetta fólk þarf iðulega að fara tvisvar sinnum yfir götuna til að komast í strætisvagn. En stundum hefur bílum verið lagt þar svo þétt, báöum megin götunnar að erfitt er að komast leiðar sinnar. Auk þess er gatan þarna bogadregin og sést ekki til bíla fyrr en nokkuð seint, en aldraðir seinir á fæti. Þá er strætisvagnaskýlið óþarflega SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Trstenik í Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp í skák búlgarska stórmeistarans Tringovs. sem hafði hvítt og átti leik, og júgóslavneska alþjóðameistarans Marjanovics. langt frá húsinu, þar sem svo margir aldraðir búa og þá munar um hvert skrefið í hálku eða vondum veðrum. HÖGNI HREKKVÍSI uH\/ePN\6 L'lST KlSU* NýjM SlGGA V/öGA 2 VLVt9AU Firmakeppni í knattspyrnu innanhúss hefst sunnudaginn 29. okt. í hinu nýja íþróttahúsi Gerplu viö Skemmuveg í Kópavogi. Þátttaka tilkynnist Gunnari í síma 23401 milli 13-17 og Smára í síma 43037 á kvöldin og um helgar fyrir 23. okt. n.k. I.K. ■■H^Hi Renault V 1 VH) KYNNUM ENN EINN NÝJAN FRÁ RENAULT HVORKI OF STÓR NÉ OF LÍTILL Þessi nýji bíll frá Renault hefur framhjóladrifog sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum sem gefur nijög góða aksturseiginleika. Hann er rúmgóður og einstaklega spameytinn, eyðir aðeins 6,3 1 á 100 km. Renault 14 er bíllinn sem hentar í öllum tilvikum. REIMAULT Renault mest seldi bHlinn í Evrópu 1976 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86433 Vill Guðrún biðja hina nýju umferðarnefnd um að athuga hvort ekki er hægt að bæta þarna |heri Redding' RAKARASTOFAN Figaró IÐNAÐARHÚSINU S. 15434 KórfraAingar á vogum fyrirta kisins .Ihcri Iíodding voröa staddir á stofunni. mánudaginn lfi. okt. frá 9—12 f.h. og munu vera til viðtals og leiðheininga um notkun á Ilenna vörum. einstakt ta-kifa'ri fyrir fólk aó kynna sér þaó nýjasta í hármeðferð og hártízku. RAKARASTOFAN FÍGARÓ, Iðnaöarhúsinu. sími 15131. 22. IId8+!! - I5xd8. 23. fxefi+ - Bffi. 21. c7+ - Kf7. 25. Dxg8+ - Kxg8 og svartur gafst upp um Ieið, því að næsti leikur hvíts verður auðvitað 26. e8=D+. Þeir Todorcevic. Frakklandi, og Sahovic. Júgóslavíu, urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu báðir 9 Vt v. af 13 mögulegum. Ciric. Júgóslavíu varð þriðji með 8V2 v. 'íoW, óóotímí - w um w ^y?/s 40 vúj&trAhJEG mvmo'oj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.