Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Skipstjórinn í aðíjcró. Búnkuó nct. Ásgeir Þórhallsson: úrf?reiösluKogfj. Hver ýsan á fætur annarri kom inn á boröið og skipstjórinn tók aö synfíja af fíleði. Sum netin voru búnkuð. Ýsurnar komu fljúgandi í miðkassann og 'þar sprikluðu þær glansandi fagr- ar. Slenið rann af hásetanum og hann komst einnig í gott skap, og tók undir með skipstjóranum. I fjarska trónaði Hallgríms- kirkjan upp úr haffletinum. Esjan var dimmblá. Reykurinn úr Sem- entsverksmiðjunni silaðist ská- hallt upp á við. Trillur sáust á víð og dreif um hafflötinn. Á næsta baujustími gerði háset- inn að aflanum. Og áður en varði var múkkinn búinn að umkringja bátinn, þeir hlupu á öldutoppunum á eftir bátnum. Og mávarnir flugu rétt fyrir ofan svo maður gat séð athugult augnaráð þeirra. Múkk- inn hámaði lifrina í sig, en mávurinn átti það til að grípa innyflin í loftinu og gleypa þau í heilu lagi. Mávarnir voru svo gráðugir að hásetinn gat látið þá taka lifur úr lófa sér ef blaðamað- urinn hélt sér í fjarlægð. Hásetinn viðurkenndi að hann hefði viljandi hænt mávana að Garðari og benti blaðamanni á einn máv sem hafði blýmenju á bringunni og fylgdi bátnum. Hásetinn var ekki sjómaður að aðalatvinnu en sagðist skreppa tl sjós öðru hvoru til að svala einhverri þrá, þar væru líka oft peningar. Hann var tuttugu og fjögurra ára, ógiftur og vinnur við •skipasmíðar. Hann varð að játa að hann hafði farið á ýsuveiðar af ævintýralöngun. Skipstjórinn var kornungur, tuttugu og átta ára gamall. Hann hafði verið til sjós í tíu ár, á loðnuskipum togurum og netabát- um. En eigandi trillunnar var faðir hans, Jón í Görðunum nefndur. Útgerðin fékk fimmtíu prósent, skipstjórinn þrjátíu pró- sent og hásetinn tuttugu. Svo var haldið áfram við drátt- inn. Það var heldur minna í þeirri trossu svo hún var tekin klár inn í bátinn, en þá var skipstjórinn á ,spilinu_en hásetinn togaði í 'korkateininn. Þegar sú trossa •hafði verið innbyrt tók skipstjór- í drætti. netið tekið klárt. Hásetinn lagði sig á útstíminu. Á ýsuveiðum úti í brún Klukkan sex á sunnudagsmorgni í ágúst he.vrðust vélarskellir á Skerjafirðinum. Lítil rauð trilla truflaði l.vgnan vatnsflötinn. Hún mjakaðist áfram og stefndi út á haf. Báturinn heitir Garðar og leggur upp frá Görðunum við Ægisiðuna. Garðar er byggður úr trefjaplasti, opinn en með litlu stýrishúsi, um þrjú tonn, með færeyska laginu, íslensk fram- leiðsla. Það var albjart og hæg vestanátt. Um borð var skipstjóri, háseti og syfjaður blaðamaður. Þegar komið var út fyrir Suður- nesið og framhjá Kerlingaskerinu var stefnan tekin á sexbaujuna. Það var létt undiralda á hlið. Hásetinn lagði sig í stafni bátsins. En blaðamaður kenndi fiðrings í maga. Hægt og rólega seig Reykjavík á bak við sjóndeildarhringinn þar til aðeins Hallgrímskirkjan stóð upp úr. Siglt var út fyrir sexbaujuna sem vaggaði silalega, líkt og hún nennti ekki að f.vlgja hreyfingum sjávarins. Þegar Hallgrímskirkjuna bar í Vífilfellið og Sementsverksmiðju- strompurinn á Akranesi bar í hlíðar Hafnarfjallsins var Garðar kominn á miðin. Það voru þrjár trossur í sjó og þessi var næst landi. I hverri trossu voru sex eða sjö ýsunet. Hásetinn spratt á fætur og innbyrti baujuna. Hann var skapillur og það rumdi í honum. Skipstjórinn kom út úr ylvolgu stýrishúsinu og smeygði sér í stakkinn. Hásetinn hífði stjórann inn á spilinu og brátt heyrðist skruðningur þegar keðjan úr drekanum slóst utan í bátinn. Hásetinn lét í sér heyra og skipstjórinn flýtti sér að kippa drekanum innfyrir. Lítið úr- greiðsluborð var sett upp og drátturinn var hafinn. Ef lítið var í netunum var netið tekið klárt inn í bátinn og lagt jafnóðum niður. Þá var ekkert úrgreiðsluborð notað. En ef fiskur var fremst í trossunni voru báðir teinar hífðir á spilinu og trossan lögð niður seinna eða látin reka út. Það er ekkert sem heitir að steina niður lengur því nú nota allir blýteina sem eru á ýsuveiðum út í brún. Það er ekki eitt einasta grjót um borð. Þeir lofuðu þessa nýjung. Hásetinn hífði á spilinu en skip- stjórinn greiddi fiskana úr með inn að lóna um svæðið í leit að loðningu; mændi á dýptarmælinn í von um að sjá loðna bletti rétt fyrir ofan botninn. Hann nálgaðist nokkra báta til að sjá hvort þeir væru að fá hann. Þá keyrði hann innfyrir aftur þar sem fyrsta trossan hafði verið. Allt í einu kallaði hann: „Baujuna fara.“ Og áður en blaðamaðurinn hafði áttað sig og tekist að forða sér úr vegi flaug ein baujan í hafið, rétt á eftir drekinn og netin byrjuðu að renna út. Trillan lullaði áfram. A stjórnborösíðunni var járnbogi sem netið rann yfir, þannig að teinarnir aðskildust, blýteinninn fyrir framan en korkið aftur af. Það þurfti ekki að snerta við neinu, netin runnu sjálfkrafa út. Siðan þurfti að láta reka um tíma á meðan þeir gerðu hina trossuna klára: lögðu hana niður út í stjórnborðssíðuna. Skömmu síðar var hún líka lögð í sjóinn. Þá var veðrið ekki eins almennilegt og það hafði verið um morguninn, vestanáttin hafði aukist og alda farin að rísa. Stefnan var tekin út á ný og menn fengu sér snarl en aumingja blaðamaðurinn hafði enga lyst á nestinu sínu. Hann sat á þóftunni, hélt sér fast í borð- stokkinn tilbúinn að kasta upp. Sólin faldi sig á bak við ský í hásuðri, það var komið hádegi og það var heil trossa eftir. Hann bætti í veðrið í drættinum og blaðamaðurinn ældi út fyrir borðstokkinn eins og múkki. Trossan var hálfdauð, full af rusli eins og sandkola og háf. Hún var dregin óklár inn í bátinn. Svo var hún látin reka út. Þá stóð hásetinn yfir netahrúgunni og aðskildi teinana jafnóðum og þeir runnu út, en bátinn rak undan vindi. Skipstjórinn gerði að aflanum á meðan. Blaðamaðurinn átti í mestu erfiðleikum með að munda myndavélina því hann þurfti nauðsynlega að halda sér ein- hversstaðar í með annarri hendi. Svo loksins var byrjað að stíma í land; því var sjúklingurinn feginn. Á heimleiðinni voru allir í góðu skapi og það var glatt á hjalla um borð í Garðari er hann sigldi inn Skerjafjörðinn rétt eftir hádegi á sunnudegi, þegar flestir spókuðu sig í húsagörðunum og litu út á fjörðinn þreyttir eftir sunnudags- steikina. Það var lent í vörinni hjá Görðunum við Ægisíðuna og bát- urinn tekinn á land í þar til ’gerðum sporvagni. Fólk kom og ‘ keypti ýsu í soðið. Aflanum var kastað í bala og brátt mundi fisksalinn sækja hann. I þessum róðri fiskuðust um þrjú hundruð kíló, en oft hafði það verið meira og í eitt skiptið var það tonn. Þetta er fyrsta ýsuvertíðin sem Garðar hefur stundað. Hingað til hefur það einungis verið grá- sleppuvéiðin. En núna er ýsan að ganga aftur inn í Faxaflóann síðan .trollbátarnir voru reknir þaðan. Faxaflóinn hefur allur verið að lifna við undanfarin ár. Kannski kemur að því að hægt verður að draga ýsu á færi inn í Kollafirði eins og rétt eftir stríð. Margir trillubátar bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík stunda nú þessar veið- ar. Nýja ýsan sem fæst í fiskbúð- 'unum á haustin er úr þessum bátum. En þær sögusagnir hafa heyrst á meðal trillukarla að fiskifræðingar séu að spá í að hleypa togurunum aftur inn í flóann til að nýta rauðsprettuna sem þangað hefur sótt. En ef það á að leyfa ryðguðum togurum að skrapa botninn þar á ný er vitað mál að það myndi ekki aðeins vera rauðsprettan sem yrði þurrkuð upp. Blaðamaðurinn staulaðist slæptur og pasturslítill heim með ýsu í poka. Hann lofaði sjálfum sér að álpast aldrei út á sléttuna niiklu framar. Kallinn í brúnni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.