Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
A. Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson 1 Séra Karl Signrbjðrnsson L_ Siguröur Pdlsson DROTTINSDEGI
Höfnun hj é Llpræðisins
20. sunnud. eftir trinitatis.
Pistill: Ef. 5, U—20: Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.
Guðspjall: Matt. 22, 1—IV Margir eru kallaðir, enfáir útvaldir.
Vínberjaklasinn táknar blóð Jesú og friðþægingardauða hans á krossi.
Iljónahanrfiö í hrcnnirfc|)li I\
BÖRNIN
Við fyrstu sýn ætti ekki að valda
miklum heilabrotum að skrifa um
börnin í hjónabandinu. En ein-
hvern veginn hefur það orðið svo,
að einmitt þessi kafli hefur valdið
mér áh.vfífíjum. Án efa lefjííst þetta
þannif; í mifi vejína þess að afstaða
mín er orðin fíamaldafis miðað við
það sem fjerist 0« fjenfíur. Sjálfur
er éf; faðir 7 barna of< hef
unifienfíist kunningja með svipaða
fjölskyldustærð, svo þetta út af
f.vrir sig sýnir að ég stend fyrir
utan alfara leið í þessum efnum.
Húsmóðir, sem gengur með 5., 6.
svo ég tali ekki um 7. eða 8. barnið,
finnur eflaust að það er ekki
erfiðast að ganga með barnið eða
fæða það heldur að mæta gagn-
rýninni í þjóðfélaginu.
Á s.l. 25 árum hefur mikil
breyting átt sér stað hvað þetta
snertir. Á hverju heimili er áætlun
um barneignir sjálfsagður hlutur.
Það liggur í loftinu að fyrstu árin
ætti maður að vera barnlaus en
eiga svo hámark 2 börn og hafa
lokið því fyrir 30 ára aldurinn.
En hvort sem maður á eitt barn
eða tíu, hvort sem maður fylgir
tæknilegri áætlanagerð í barn-
eignum eða ekki þá eru ýmsir
hlutir sem eru mikilvægir í
afstöðunni til barnanna.
Það er grundvallarmunur á
fátækum og ríkum þjóðum.
Heilsufræðilegt ástand vanþróuðu
þjóðanna hefur vissulega sínar
afleiðingar. Maður getur samt ekki
setið og reiknað út hvernig allt
verður árið 2000, en við verðum að
gera okkur ljóst að afstaða okkar
til vandamálanna í dag er mjög
ákvarðandi fyrir ástandið eins og
það verður árið 2000.
Hvað sem öllu öðru líður, þá
erum við sammála um að barnið
tilheyrir hjónabandinu. Mér er
ljóst að mörg hjónabönd hafa
mætt þeim erfiðleikum að geta
ekki átt barn, sem vissulega leiðir
af sér önnur viðkvæm vandamál,
en þau verða ekki rædd hér.
Það er mjög eðlilegt fyrir ungt
fólk, sem stofnar heimili, að þau
þrái þá stund að sjá lífið kvikna.
Allt í einu víkkar sjóndeildar-
hringurinn, þau sjá að samfélag
þeirra leiðir af sér þá staðreynd að
lífið heldur áfram. Það væri ærið
verkefni að skrifa um samband
væntanlegra foreldra fyrir og eftir
fæðingu f.vrsta barns, en í þeim
efnum hefur þróunin orðið
jákvæðari með árunum. Það var
t.d. stórt framfaraspor, þegar
faðirinn fékk að vera viðstaddur
fæðinguna. Hann fær núna að sjá
barnið sitt koma í heiminn, heyra
fyrsta gráturinn og eiga þessa
stórkostlegu stund með konunni
sinni. Foreldrar sem ekki hafa
reynt þetta hafa farið mikils á
mis, því þetta tengir þau kannski
betur sarnan en margt annað.
Annað sem mér finnst athyglis-
vert að sjá er hve margir ungir
foreldra'r taka bæði þátt í því að
annast litlu börnin, skipta á þeim,
gefa þeim að borða o.s.frv. Einmitt
þetta leiðir til þess að það verður
auðveldara að komast yfir erfið-
leika fyrstu áranna.
Ef samvinnan í barnauppeldinu
byrjar strax meðan barnið er í
vöggu, verður einnig eðlilegt að
svo verði áfram.
Mér er í fersku minni atvik sem
gerðist í Ameríku. Ég var gestur á
heimili þekktra vísindamanna,
hjónin voru bæði læknar. Tvö börn
voru á heimilinu eins árs og
þriggja ára. Mér varð fljótt ljóst
að þau voru mjög í þörf fyrir að
vera sinnt. Ég þurfti að bíða eftir
heimilisföðurnum dágóða stund,
en það þýddi 2—3 tíma leikur við
börnin sem upptók mig svo að ég
gle.vmdi stað og st.und. — Þegar
pabbinn var kominn heim og við
settumst inn í stofu, klifruðu
börnin upp um mig allan og
pabbinn horfði á. Þá kom athuga-
semd frá móðurinni: „Kannski
sérðu nú hvað rétt samband við
börnin þýðir og hvað börnin þrá
samband við föður sinn“. Ég heyri
enn veikt játandi svar þessa
heimilisföður.
„Barnið er ekki leirklumpur sem
á að mótast í ákveðið form, heldur
jurt sem á að fá að vaxa í
samræmi við eiginleika sína“ —
þannig hefur frægur barnalæknir
komist að orði. Eitt af því
erfiðasta í barnauppeldinu er hve
börnin eru ólík. Öft liggur því
nærri að gert sé upp á milli
barnanna. Hjón verða oft ósam-
mála um afstöðuna til barnanna.
Ef til vill er það erfiðast fyrir
þann sem á í vandræðum með
sjálfan sig og finnur sömu veik-
leikana hjá barninu sínu. Öll
heimili sjá fljótt hvernig börnin
finna þetta og mæta foreldrunum
eftir því. Jafnvel mjög ung börn
vita að „nei“ sagt á ákveðinn hátt
af föðurnum er sagt vegna þess að
hann veit að móðirin er á annari
skoðun.
Stærsta reglan í uppeldinu er
því sú að börnin fái ekki mismun-
andi svör og ráðleggingar heldur
að þar ríki eining og hlutirnir séu
á hreinu frá báðum foreldrunum.
Persónulega hef ég þá sannfær-
ingu sð spurningin sé ekki um
strangleika eða frelsi í heilbrigðu
uppeldi, heldur um sanngirni,
kærleika, hlýju og athvarf. Barni
getur liðið mjög vel í ströngu
uppeldi þar sem foreldrarnir eru
sjálfum sér samkvæmir og sýna
íilýju og hreinskilni. Barnið velur
öryggið fram yfir frelsið og það
vill ákveðnar reglur. Ástæða er því
enn til að undirstrika nauðsyn
þess að foreldrar séu sammála um
reglur en vísi ekki hvort á annað
eða gefi mismunandi svör.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru, enda efnið óendanlega stórt.
Ég vil því aðeins segja þetta að
lokum. Barnið tilheyrir hjóna-
bandinu, það undirstrika ég enn.
Einn af hornsteinum heilbrigðs
hjónabands er að aðilar hjóna-
bandsins séu sammála um að vilja
eiga barn. Ennfremur að hjón séu
sammála um afstöðu til tíðarand-
ans og hvernig standa skuli að
uppbyggingu fjölskyldunnar. Það
verður að vera samviskuspurning
hverju sinni, hvort lífsgæðakapp-
hlaupið á að vera mælikvarði á
fjölda barna eða ekki. Slík afstaða
verður að vera tekin í eindrægni
og kærleika.
Frh.
Orktrflnd
Trúin fær næringu sína og vaxtarmátt frá
Biblíunni. Þess vegna er kristnum manni
lífsnauðsyn að lesa Biblíuna. Að lesa hana
ekki er að velja sér sess í andlegri forsælu. Að
lesa Biblíuna er að baða sig í ljósi Guðs, lifa í
kærleika Guðs og gleðjast yfir auðævum
hans.
Biblían er ekki ein heldur margar bækur, 39
bækur í Gamlatestamentinu og 27 í Nýja-
testamentinu. Elstu ritin eru meir en 3000
ára, en þau yngstu frá því um 100 e. Kr. Hægt
er að benda á eina 40 mismunandi höfunda
þessa mikla ritsafns. Þeir eru ólíkir innbyrðis
og tjá sig á mismunandi vegu. Biblían svarar
ekki öllum spurningum um lífið og veröldina.
Hún er ekkert uppsláttarrit um náttúrufræði
eða sögu. Hún inniheldur ýmislegt þessháttar,
oft litað hugmyndum og heimsmynd horfinna
tíma og menningarskeiða. Allt það er þó
aðeins ramminn. Við eigum ekki að einblína á
rammann, því að inn í rammanum er myndin.
Og í henni á Guð erindi við þig. Guð talar til
okkar í Biblíunni. Honum liggur nokkuð á
hjarta, sem hann vill segja þér. Hann vill
hjálpa þér að sjá tilgang þessa lífs, er hann
heur skapað og gefið þér til að lifa og njóta.
Hann segir okkur hvernig hann vill bjarga
okkur frá öllu illu, og leiða þetta mannkyn út
úr þjáningum til gleði og sælu.^ Vilja sinn
birtir Guð á tvenns konar máta: í lögmálinu
— þar sem hann segir hvers hann væntir af
okkur— að elska; lögmálið í hnotskurn er
tvíþætta kærleiksboðorðið. Lúk. 10,27.
í fagnaðarerindinu — gleðifréttunum,
segir hann okkur hvað hann gefur okkur —
kærleika sinn: Guð elskar þig. Fagnaðarerind-
ið í hnotskurn er litla biblían: Jóh, 3.16.