Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 45 Von á fjörutíu manna dans- og söngvaflokki frá Tíbet til íslands UM 40 manna söng- og dansdokkur írá Tíbet kcmur til landsins 22. október nk. og mun halda tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu en auk þess koma fram á sýningum á Selíossi og Akranesi. Hér er um að ræða söngvara. dansara og hljóðfæraleikara úr Tíbeska söng- og danshópnum. sem bækistöðvar hefur í Lhasa. Flokkurinn hefur að undanförnu sýnt á Norðurlöndum og vakið þar mikla athygli. Þetta er í fyrsta sinn sem danshópurinn heldur út fyrir landamæri Kínverska alþýðulýðveldisins, en hingað til lands kemur flokkurinn í boði Kínversk-íslenzka afmæli hinn 20. þessa mánaðar. Efnisskrá Tíbetanna verður fjöl- breytt og er sambland af nýrri og fornri list tíbesku þjóðarinnar. Sýningarnar í Þjóðleikhúsinu verða 24. október og 25. október. í ávarpsorðum frá tíbeska flokknum er efnisskránni lýst svo meðal annars: Meðan á heimsókn til Islands stendur munum við flytja ykkur takmarkaða, en innihaldsríka efn- isskrá. Auk þess sem við munum flytja ykkur ýmsa dansa frá hinum fjölmörgu héruðum Tíbets verður á dagskránni einsöngur, tvísöngur, flutt verða verk, þar sem fer saman söngur, dans og tjáning, auk þess sem leikið verður á hefðbundin hljóðfæri. Áhorfend- ur munu fá tækifæri til að njóta listar hinnar vel þekktu tíbetsku söngkonu Tsaidantsoma, en hún mun túlka með sinni áköfu og menningarfélagsins, sem á 25 ára lifandi rödd m.a. „Á hinu gullna fjalli í Peking“ og vinsæl tíbetsk þjóðlög eins og Longme og Duizie. Söngkona þessi hefur ferðast um 10 lönd Asíu og Evrópu og er vel þekkt fyrir söng sinn heima og erlendis. Cheng Liu-chu, tenor- söngvari, mun syngja með hinni fjörmiklu rödd sinni tíbetsk þjóð- lög eins og Gesangla og „Shigatse, ættborg mín“. Þá verða m.a. eftirtaldir dansar sýndir: „Kvöld að lokinni metuppskeru", „Bongbu dans“, Shengtu hirðingjadans, frelsi fagnað o.fl, Hinir athyglis- verðu dansarar okkar, Bashuang- ciren og Caizhen ásamt öðrum ungum listamönnum munu skemmta áhorfendum með hinni frábæru leikni sinni og mildum hreyfingum þjóðdansanna. Form dansa þessara er lifandi og list- rænt og innihald þeirra margvís- legt. Nýtt hús Pósts og síma í Bolungarvík NÝTT pósthús var formlega tekið í notkun hér í Bolung- arvík 7. okt. s.l. Húsið er á tveim hæðum auk tengi- byggingar við sjálfvirku símstöðina. Á neðri hæðinni er afgreiðsla Pósts og síma en á efri hæðinni er íbúð fyrir stöðvarstjóra. Með tilkomu þessa húss batnar stórlega öll aðstaða bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini Pósts og síma, en þessi þjónusta hefur verið rekin í þröngu hús- næði og við allsendis ófull- nægjandi aðstæður mörg undanfarin ár. Hið nýja hús Pósts og síma er allt hið vandaðasta og var því skilað af verk- taka fullbúnu með frágeng- inni lóð. í anddyri af- greiðslusalar hefur verið komið fyrir 160 pósthólfum, en slíka aðstöðu hafa Bol- víkingar ekki haft fram að þessu. Aðalverktaki hússins var trésmiðjan Þróttur hér í bæ, en innréttingar í af- greiðslusal voru í umsjá trésmiðju Pósts og síma í Reykjavík. Aðalarkitekt hússins var Jósep Reynis. Stöðvarstjóri pósts og síma hér í Bolungarvík er Elías H. Guðmundsson. Sjálfvirka símstöðin hér hefur nýlega verið stækkuð úr 300 númerum í 400 númer, en tæp 2 ár eru síðan hægt var að afgreiða nýjan síma. Það má geta þess hér í lokin að nú eru tæp 70 ár frá því að fyrst var opnuð símstöð hér í Bolungarvík. Gunnar. rri' ' j Timamot Hér eftir nota menn Meroni húna og læsinsar Allir hlutir sem við notum daglega þróast og breytast í tímans rás. Nú er komið að tímamótum í sögu hurða- húna og læsinga. Meroni tímatalið er hafið. Hvað veldur tímamótunum? • Gerð og notkun. Hurðin opnast þegar stutt er á hnapp ofan á húninum. Það þarf ekkert að snúa og hægt að opna með fangið fullt af pinklum. Læsingakerfið er öruggt og einfalt og býður marga kosti miðað við þarfir í stóru sem smáu húsnæði. • Húnarnir haggast ekki við langvarandi notkun. Lausir og skröltandi húnar hverfa úr sögunni. • Hávaðalaus lokun vegna innbyggðar hljóðeinangrunar. • Útlitið mótast af einföldum hring- • formum. Enn einn vottui"fiím listfengi ítalskra hönnuða. • Litaúrvalið er fjölbreytt og m.a. völ á sérstakri húðun sem þolir vel seltu og risjótt veður. • Auðveld og fljótleg ísetning vegna þess að allt' er þaulhugsað í sambandi við Meroni húna og læsingar. • Vandið val þeirra hluta sem eru í dag- legri notkun og setja svip á umhverfið. Útsölustaðir: Casa Borgartúni 29 Reykjavik Norðurfell Akureyri mm raeroni Heildsölubirgðir: Sigurvík h/f. Sími 20640 Brúnás Kaupfélag Þingeyinga Kaupfélag Egilsstöðum Húsavík Vopnfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.