Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 3 5
---------------------------------------------f--------------------------------------
ísknzkirlbnleikar
íKaupmannahö/h
Hús Jóns Sigurðssonar gekkst
fyrir tónleikum í Kaupmanna-
höfn sunnudaginn 26. nóvember
s.l. og voru þeir haldnir í sal
Borgarminjasafnsins í Kaup-
mannahöfn. Flytjendur á tón-
leikunum voru þær Manuela
Wiesler flautuleikari og Helga
Ingólfsdóttir semballeikari en
Helga hefur dvalist í fræði-.
mannsíbuð húss Jóns Sigurðs-
sonar undanfarna þrjá mánuði.
Á efnisskrá tónleikanna voru
verk eftif Bach, Hándel og
Quantz, nýlegt verk eftir Norð-
manninn Egil Hovland og þrjú
íslensk verk: Sembalverkið
„Frumskógar“ eftir Atla Heimi
Sveinsson, flautuverkið „Calais“
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Sumarmál eftir Leif Þórarins-
son en það er tileinkað þeim
Manuelu og Helgu og frumflutt
á „Sumartónleikum í Skálholts-
kirkju" á s.l. sumri. Húsfyllir
var á tónleikunum.
Gagnrýni hefur birst um
tónleikana í Kaupmannahafnar-
„Gagnrýnendur
danskra
blaða fara
lofsamlegum
orðum um
leik Manuelu
Wiesler
og Helgu
Ingólfsdóttur
Manuela Wiesler flautuieikari.
blöðunum Berlinske Tidende og
Politiken og er hún afar lofsam-
leg. Þannig kallar gagnrýnandi
Berlingske Tidende þær Manu-
elu og Helgu „frábært dúó“.
Af tónverkum úr samtíðinni
telur gagnrýnandinn einkum
verk Leifs og Þorkels áhrifa-
mikil. Gagnrýnandinn lofar
mjög flautuleik Manuelu í verk-
inu „Calais" eftir Þorkel Sigur-
björnsson og lýkur frásögn sinni
á þessa leið:
„Hljómrænt hugmyndaflug og
afburða vald yfir hljóðfærinu
voru borin fram af þokka og
tóngáfu sem engar varnir eru
gegn. Ekki annað hægt en að
gefa sig því á vald.“
Fleming Weis skrifar gagn-
rýni í Politiken og segir m.a. í
inngangi að tónmenning virðist
dafna hið besta á íslandi bæði
hin túlkandi og skapandi list.
Gagnrýnandinn telur túlkun
Manuelu á verkum gömlu meist-
aranna „Quantz, Bachs og
Hándels óviðjafnanlega að
hljómfegurð og tónrænu lífi.
„Tónævintýri Atla Heimis
Sveinssonar, „Frumskógar",
fyrir sembal veitti Helgu
Ingólfsdóttur tækifæri til stór-
brotins einleiks," segir Weis í
gagnrýni sinni. Sumarmál Leifs
nefnir hann frjóa tónlist og
segir að í' verki Þorkels Sigur-
björnssonar séu möguleikar
flautunnar nýttir til hins ýtr-
asta og að þar hafi flutningur-
inn verið á hinu hæsta listræna
stigi og árangurinn hafi orðið
óvæntur og spennandi.
Helga Ingólfsdóttir semballeikari.
Innhverf fliugun
Peter Russelh
HOLL ER HUGARRÓ
Bókin um kenningar
Maharishi Mahesh Yoga
og Innhverfa íhugun.
Guðrún Andrésdóttir og Jón
Halldór Ilannesson íslenskuðu.
Otgefandii ísafoldarprentsmiðja
1978.
I þessari bók er leitast við að
skýra hvað sé innhverf íhugun.
Það er kannski út í bláinn að
leikmaður skrifi um efnið, einkum
með tilliti til orða Peters Russells
í inngangi bókarinnar: „Ekki
sannfærðist ég um gildi II (inn-
hverfrar íhugunar) með því að
brjóta heilann um aðferðina, eða
nokkuö slíkt, heldur af eftirfar-
andi ástæðum: Af reynslu minni
og reynslu annarra sem ég hef
kennt. Fyrirlestrum og skrifum
Maharishis um efnið. Samanburði
sem ég hef gert á IÍ og svipuðum
aðferðum, sem einhvern tíma hafa
Bökmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
skotið upp kollinum í flestum
samfélögum. Með því að skoða II í
ljósi nútíma lífeðlisfræði, sálfræði
og eðlisfræði, og vegna vísinda-
rannsókná sem gerðar hafa verið
á tækninni að undanförnu. I
þessari bók hef ég reynt að draga
saman þessi mismunandi atriði i
þeirri von, að með því að varpa
ljósi á viðfangsefnið frá ýmsum
hliðum fái lesandinn góða yfirsýn
yfir hvað II er.“
I stuttu máli er innhverf íhugun
„tækni sem leyfir huganum að
kyrrast". Stefnt er að „algjörri
andlegri kyrrð" sem veldur því að
líkaminn fær meiri hvíld en í
svefni, en full meðvitund helst
engu að síður og maðurinn veit
oftast af umhverfi sínu. Innhverf
íhugun er iðkuð tvisvar á dag.
Helsti kostur innhverfrar íhugun-
ar er svonefnt streitulos, en með
því verður maðurinn heilsubetri
og færari um að takast á við
verkefni daglegs lífs. Lífið verður
að sögn Russells „í heild skemmti-
legra, árangursríkara og meira
fullnægjandi".
Innhverf íhugun er upprunnin í
Indlandi og á sér langa sögu.
Maharishi var til dæmis læri-
sveinn vitringsins Brahmananda
Saraswati sem hann kallar Guru
Dev og útleggst „guðdómlegur
kennari". Guru Dev fæddist 1868
og sagt er að hann hafi byrjað
andlega leit í Himalayafjöllum
níu ára. Eftir langt einsetulíT var
Guru Dev gerður að leiðtoga.
Nánasti lærisveinn hans, Mahar-
ishi, dró sig í hlé eftir dauða
meistarans, en eftir tveggja ára
þögn fannst honum heimurinn
kalla á sig og þar með hófst
útbreiðsla kenningarinnar. Fyrst
kenndi hann á Indlandi, en síðan
lá leið hans til Singapore og
Hawai og loks til Bandaríkjanna
og Evrópu. Meðal annars hefur
verið stofnaður Alþjóðaháskóli
Maharishis, enda munu um tvær
milljónir manna stunda innhverfa
íhugun og hún hefur breiðst út um
allan heim að undanskildum
Sovétríkjunum og Kína. Það sem
dregið hefur menn að Maharishi
er m.a. óánægja með neysluþjóð-
félagið og hefðbundna menntun.
Þeir sem lesið hafa um ýmsa
indverska lærdóma ætti ekki að
koma þessi bók, svo mjög á óvart.
En í henni er skilmerkilega greint
frá kenningum Maharishis. Lögð
er til dæmis áhersla á iðjusemi.
íhugunin merkir ekki að öllu eigi
að varpa frá sér, heldur er
maðurinn hæfari til hvers kyns
athafna læri hann hana. Vitnað er
í gamalt Zenspakmæli þessu til
stuðnings: „Fyrir uppljómun
höggvið við og berið vatn. Eftir
uppljómun höggvið við og berið
vatn.“ Meðal þess sem athyglis-
vert er um innhverfa íhugun er að
fylgjendum hennar lærist að
hætta notkun eiturlyfja í því
skyni að komast á hærra
vitundarstig.
Holl er hugarró er samin í þeim
anda að maðurinn verði að breyta
sjálfum sér til að bæta heiminn.
Þýðendurnir hafa unnið þarft
verk með að kynna Islendingum
fræði Maharishis. Á vegum ís-
lenska íhugunarfélagsins eru nú
starfandi fimm kennarar, en
innhverf íhugun hefur verið kennd
hér síðan 1974.