Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 4

Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 SVÍNAHIRÐIRINN Ævintýri H.C. Andersens um prinsinn, sem klæddi sig eins og svínahirði, þegar hann fór að biðja hinnar drambsömu prinsessu, er grundvöllur meðfylgjandi spils, sem er bæði fyrir börn og fullorðna. Spilareglurnari Tveir til sex geta tekið þátt í leiknum. Hver keppandi hefur einhvers konar merki, sem er flutt um jafn marga reiti og teningurinn sýnir. Sá sem kemst fyrstur á leiðarenda hefur sigrað. 1) Einu sinni var fátækur prins, sem réð fyrir ósköp litlu kóngsríki. Hann ætlaði að fara til dóttur keisarans og bera upp bónorð sitt við hana. Færðu þig á 3. 4) A leiði föður síns varð hann sér úti um rós sem ilmaði svo unaðslega, að honum varð ekki skotaskuld úr að handsama næturgala, sem gat sungið hin fegurstu lög. Bíddu einn umgang. 6) Svei! sagði prinsessan. Þetta er alvöru næturgali, hann er ekki einu sinni með spilverk inni í sér. Hörfaðu til 5. 10) Prinsinn vék sér bak við tré og fór í gamlar flíkur og nuddaði síðan . óhreinindum framan í sig. Bíddu eina umferð. 15) Góðan daginn, keisari, sagöi svinahirðirinn. Get ég fengið vinnu hér í höllinni að gæta svínanna? Já, sagði keisarinn. Flyttu þig fram til 17. 18) Svínahirðirinn fékk dálitla skonsu til umráða við endann á svínastíunni. Um kvöldið bjó hann til pott með bjöllum, sem léku: „Ó, minn elsku Ágústín". Þu mátt varpa teningnum aftur. 22) Þó var það jafnvel merkilegra við þennan undrapott að þegar maður rak f irinn inn í gufuna, þá gat maður fundið á lyktinni hvað hver og einn einasti I n.. )ur í bænum var að elda. þú mátt ekki hreyfa þig fyrr en þú færð 1, 3 eða 5. . 2.. i< viltu fá fyrir pottinn þinn? spurði prinsessan. Ég vil fá tíu kossa, svaraði : inuhirðirinn. Hirðmeyjarnar skýldu þeim á meðan þau kysstust. Bíddu þar til i' :r eru komnir framhjá 19. 27) Svínahirðirinn smíðaði hrossabrest sem spilaði polka og valsa þegar maður sveiflaði honum. Þú situr fastur þar til þú hefur fengið 2, 4 eða 6. 31) Prinsessan keypti hrossabrestinn fyrir hundrað kossa, og hirðmeyjarnar skýldu þeim sem fyrr á nteðan viðskiptin fóru fram. Bíddu þar til allir eru komnir framhjá 28. 37) Hirðmeyjarnar höfðu nóg að gera að telja kossana: 84, 85, 86 ... Kastaðu teningnum tvisvar. Fyrra kastið sýnir um hve marga reiti þú átt að flytja þig fram. Síðara kastið sýnir um hve marga reiti keppinautar þínir eiga að flytja sig — aftur á bak! 44) Hvað gengur eiginlega á niðri í svínastíunni? hugsar keisarinn. Líklegast vissara að ég skreppi út til þeirra. Farðu til baka til 38. 46) Hypjaðu þig burtu! sagði keisarinn við prinsessuna, því hann var fjúkandi reiður. Flyttu þig til 48. 47) Svínahirðirinn brá sér bak við tré og fór úr gallanum og klæddi sig aftur í prinsafötin. Bíddu einn umgang. 49) Það er svo komið að ég fyrirlít þig. Þú kunnir hvorki að meta rósina né næturgalann, en svínahirðinn gastu kysst fyrir eina spiladós! sagði prinsinn. í næsta kasti áttu að flytja þig aftur á bak. 50) Prinsessan mátti nú gera svo vel að standa fyrir utan og syngja: „Ó, minn elsku Ágústín, öllu er lokið, lokið, lokið!" / / /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.