Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
39
Undarlegur
er heimurinn
Ole Lund Kirkegaardi
Gúmmí-Tarsan
Þuríður Baxter íslenskaði
Setberg prentaði
Höfundur gerði teikningar
Iðunn Reykjavík 1978
Gúmmí-Tarsan gamansaga
handa yngstu lesendum og það er
hún svo langt sem það nær. Hún er
skemmtilega sögð með sérkenni-
legri kímni, sem fullorðnir koma
Bðkmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
strax auga á og kunna vel að meta.
Afskræmdar myndir undirstrika
texta sögunnar á sama hátt. En
börn taka lesefni sitt alvarlega,
gaumgæfa það og tileinka sér á
annan hátt en fullorðna fólkið. Því
ber okkur að sýna sömu viðbrögð í
lesefni sem við ætlum þeim. Ef við
drögum inn í það hvort heldur í
gríni eða alvöru atburði, lýsingar
sem eru utan þess ramma sem
almennt velsæmi býður, ber okkur
siðgæðisleg skylda til að matreiða
það þannig að þau komi auga á að
neikvæðir hlutir, sem eðlilega
gerast í samfélagi með öðrum, eru
ekki til eftirbreytni.
Mistakist okkur að gera þau
skyggn á virðingu fyrir mannleg-
um samskiptum mætum við þeim
vanda í þjóðfélaginu.
Við skulum athuga
Gúmmí-Tarsan. Ivar Ólsen, sem er
lítill fyrir sér og lítill í sér. „Stóru
strákarnir — sem voru ofsalega
sterkir þegar þeir voru margir
saman — lyftu ívari og héldu
bossanum á honum undir kalda
krananum og létu svo vatnið renna
ofaní buxurnar hans og alla leið
ofaní stígvélin"
Þetta er lýsingin á þeirri
meðferð sem Ivar Ólsen fær í
skólanum, næstum dag hvern —
ekki vegna þess að hann sé að
ybbast upp á aðra, aðeins vegna
þess að hann er „algjör vesaling-
ur“, eins og faðir hans er látinn
segja við hann.
Þessi lýsing á ofbeldi því er
strákarnir sýna honum er á
blaðsíðu 12 í byrjun bókar. Við
skulum athuga endi bókar: bls. 122
— 123. „Klukkan tíu var hann
læstur inni á klósetti". „Klukkan
ellefu bleyttu stóru strákarnir
buxurnar hans rækilegar en
nokkru sinni fyrr“
Faðir Ivars gerir það sem hans
vit er látið ná, til að herða ívar
upp — gera hann karl í krapinu.
Hann kaupir bók um Tarsan — les
hana fyrir Ivar af því að sjálfur á
drengurinn erfitt með að læra
lestur. Ekki tekst betur til en svo
að faðir hans kallar hann
Gúmmí-Tarsan.
I léttum dúr kemur höfundur
með ýmislegt sem Ivar Ólsen iðkar
til þess að geta orðið mikill í hópi
krakkanna. Eitt er það: „Sumir
strákarnir gátu sent frá sér
stærðar — hrákalufsur þvert yfir
götuna. Sumir gátu meira að segja
hitt ljósastaur — á 8 metra færi.
Það var glæsilegt". Og ívar Ólsen
tekur að iðka þessa íþrótt. Hrá-
karnir hans Ivars voru bara
agnarlitlar hvítar slefur, sem
runnu allar út og niður eftir
peysunni hans“.
Ivar kemst í kynni við galdra-
norn. Hann má óska sér og hann
kemst að raun um að það getur
verið furðu erfitt.
En óskin verður að lokum sú „að
fá allar mínar óskir uppfylltar" Þá
geta þeir beðið fyrir sér sem ekki
hafa séð Ivar í friði.
„Fyrsta sem hann óskaði sér var
að verða heimsmeistari í lang-
spýtingum" ívar getur nú lesið
bók, sem er eins stór og ísskápur,
sent hrákahlussu þvert yfir götu,
og pint strákana. Einn stóri
strákurinn fleygði frá sér
sígarettu sinni — og fór í kapp við
ívar sem var á hjólinu sínu, en
strákurinn á skellinöðru. Sá end-
aði inni í verslun einni. Óskirnar
hans Ivars stóðu aðeins einn dag.
En þann dag var hann allsstaðar
hetja lengur ekki, eins og bókarlok
bera með sér. Frágangur á bókinni
er góður.
„Gullvæg íslenska”
Kjartan Júlíusson.
REGINFJÖLL AÐ
IIAUSTNÓTTUM
151 bls. Iðunn, Rvk. '78.
Þegar eitt af höfuðskáldum
þjóðarinnar sér ástæðu til að vera
hvatamaður að útgáfu bókar og
ritar auk þess formála fyrir
verkinu, hlýtur að vera um nokkuð
athyglisverða bók að ræða. Þannig
háttar til um þessa frásagnabók
Kjartans Júlíussonar. Halldór
Laxness segir m.a. í formála
hennar: „Af bréfum hans (
(Kjartans), minnisblöðum og
skrifuðum athugunum sá ég að
þessi kotbóndi hafði snemma á
valdi sínu furðulega ljósan, hrein-
an og persónulegan ritstíl, mjög
hugþekkan, þar sem gæði
túngunnar voru í hámarki, blandin
norðlenskum innanhéraðs-
málvenjum sem alt er gullvæg
íslenska; ...“
Að mínum dómi er það fyrst og
fremst málið og stíllinn á þessari
bók sem gerir hana merkilega.
Málið á bókinni er gersamlega
hafið yfir það mál sem flest fólk
talar sín á milli nú til dags, en þó
alls ekki tilgerðarlegt eða fyrnt.
Bók þessi er því holl lesning
hverjum þeim sem hefur áhuga á
íslenskri tungu.
Sjálft efni bókarinnar höfðar
ekki mjög til mín, en þar er um að
ræða frásagnir Kjartans af göngu-
ferðum sínum um fjöll og fyrnindi
auk sagna um mannraunir og
„svipi og ýmiskonar spaugelsi af
yfirskilvitlegu tagi ...“ svo enn sé
vitnað í formála Halldórs Laxness.
Frásagnirnar af gönguferðunum
eru þó býsna forvitnilegar að
mínum dómi, enda ekki algengt að
íslenskir bændur labbi sér til
skemmtunar upp á fjöll að haust-
lagi og uni sér þar á n venjulegs
viðleguútbúnaðar í nokkra sólar-
hringa, en þetta er siður Kjartans.
Þessar frásagnir eru og skrifaðar
af slíkri virðingu fyrir hinum
tignarlega og þögla heimi ís-
lenskra öræfa að lesandi hlýtur að
vera snortinn af.
Hvað varðar sagnirnar um hin
dulrænu fyrirbæri er skemmst frá
því að segja að ég hef næsta lítinn
áhuga á slíku og tel nóg um að
fjalla og við að glíma í þessum
heimi, þó tilvist annars heims sé
látin liggja á milli hluta, en fyrir
þásem ekki eru á sama máli, eru
sögur Kjartans um þetta ugglaust
áhugaverðar.
Kjörgripir.
Kristall frá KostaBoda.
Sameinar fagurt handverk
og fijóar hugmyndir
Sœnsku glersmiðjurnar Kosta og Boda hafa
löngum verið viðurkenndar fyrir listmunagerð
sína. Kosta; elsta glersmiðja Svíþjóðar var
stofnuð 1742, en tíodavar stofnsett 1864. íbáðum
þessum glersmiðjum hefur glerblástur þróast
| kynslóð af kynslóð og œtíð verið lögð áhersla á
fullkomnun fágaðs handbragðs.
Heimsfrægir listamenn eru fengnir til samstarfs,
jafnt í hugmyndaleit og hönnun, sem í fram-
leiðslu.
Árangurinn, víðfrœgur listiðnaður, er nú eftir-
sóttur um allan heim.
Boda Oktav
Skálar, vasar
og glös.
Boda Zelda
Vasar, skálar
og ljósker.
Kosta kertastjakar
Ótal tegundir
af fallegum stjökum
Kosta Party
Skálar, glös,
diskar og bakkar
Boda Troll
Skálar
Klingjandi kristall-kærkomin gjöf
KostaIÍBoda
Verslanahöllinni, Laugavegi 26. Sími 13122
C
Tillitssemi
kostar
ekkert
X.Í
jm&i