Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
41
» Saga «
í nánd
samtíðar
nefndri könnun, var að með því
móti mundi fást talsverð bót á
þessum vanda. Hætt var við smíði
keranna í miðjum klíðum, enda
voru sérfræðingar þá komnir á þá
skoðun að ekki yrði af þeim nein
veruleg bót. Þess í stað mæltu
sérfræðingar með því að byggja
grjótvarnargarð. Um þetta urðu
miklar umræður og sýndist sitt
hverjum, þótti sumum heima-
manna sárt að hætta við kerin,
sem búið var að bíða lengi eftir og
leggja talsvert fjármagn í. Niður-
staðan varð sú, að athugun yrði
gerð á líkani af höfninni.
— Hvernig var líkantilraunun-
um hagað?
Fyrst fóru fram mælingar á
ölduhreyfingu bæði fyrir utan
höfnina og í höfninni sjálfri.
Þessar mælingar fóru fram í tvo
vetur áður en tilraunir með líkanið
hófust. Líkan af höfninni var
byggt í mælikvarðanum 1:60.
Síðan framleiddu ölduvélar sams
konar öldur og mælst hafa í
slæmum veðrum fyrir utan
höfnina, nema tilsvarandi minni í
samræmi við líkanið. Skip í sama
mælikvarða og líkanið eru höfð
bundin við bryggjur og viðlegu-
kanta, og mælingar gérðar á
hreyfingum þeirra og mældir
togkraftar á landfestar. Me þessu
móti eru gerðar athuganir á
mismunandi lausnum og í
áframhaldi af því er grjótgarður
og stefna hans ákveðin. Að sjálf-
sögðu er ljóst að alltaf hlýtur að
vera nokkur ónákvæmni milli
líkans og raunverulegra aðstæðna,
en líkanið gefur engu að síður
mjög ákveðnar vísbendingar.
Grjótvarnargarðurinn nær nú
liðlega 30 m fram fyrir enda
garðsins og er því nokkur reynsla
þegar fengin og staðfestir hún
niðurstöður tilraunanna.
— Hverjar eru niðurstöður
tilraunanna?
Niðurstöður tilraunanna eru í
stuttu máli þær, að með grjót-
varnargarði, sem nær 120 m fram
fyrir enda hafnargarðsins, má ná
því markmiði, að vel bundin skip
hreyfast ekki nema 1,2 og í
almesta lagi 1,5 m meðfram
bryggju. Stefna garðsins ákvarð-
aðist 12° frá stefnu fremri hluta
hafnargarðsins.
Ljóst er því að hægt er að gera
höfnina viðunandi á næsta sumri,
ef nægilegt fjármagn fæst til
þeirra framkvæmda og verður þá
langþráðu marki sjómanna á
Akranesi náð.
SAGA, TÍMARIT SÖGUFÉLAGS.
272 bls. Ritstj. Björn Teitsson og
Einar Laxness. ísafold. Rvik,
1978.
SÖGUFÉLAGIÐ er eitt fárra
íslenskra fræðafélaga sem
eitthvert líf er í. Árlega sendir það
frá sér þykka Sögu undir ritstjórn
þeirra Björns Teitssonar og Einars
Laxness. í þessum sextánda ár-
gangi er efni fjölbreytt að vanda
og þó allt viðkomandi samtíma-
sögu — það er að segja sögu
aldarinnar sem er að líða. Áhugi á
því, sem er að gerast eða nýlega
hefur gerst, virðist því um þessar
mundir meiri en fornfræðaáhug-
inn sem til skamms tíma taldist
hið eina og sanna aðal sagnfræð-
ings.
Jón Guðnason ríður hér á vaðið
með Stjórnarmyndun og deilur
um þingræði 1911. Hvorki þarf að
kynna Jón né verk hans en hér er
hann nærri sínu kjörsviði. Þá
kemur Sendiförin og viðræðurnar
1918 eftir Ólaf R. Einarsson.
Ólafur heldur sig jafnan á vinstri
vængnum, hér er hann að rekja þá
rás viðburða er íslenskir jafnaðar-
menn sendu Ólaf Friðriksson til
Hafnar 1918 til að brýna danska
bræðraflokkinn til fylgis við
íslendinga í sjálfstæðismálinu. Er
Ólafur meðal annars að velta fyrir
sér hver áhrif sendiför Ólafs hafi
haft á gang málsins. Gísli Ágúst
Gunnlaugsson á ritgerð sem nefn-
ist Milliþinganefndin í frátækra-
málum 1902—1905. Það er í sjálfu
sér merkilegt rannsóknarefni sem
lítt hefur verið sinnt af fræði-
mönnum til þessa. Má með nokkr-
um rétti segja að efnislega tengist
það næstu ritgerð á eftir sem er
eftir Helga Skúla Kjartansson og
heitir Vöxtur og myndun þétt-
býlis á Islandi 1890—1915. Helgi
hefur einkum unnið athugun sína
upp úr hagskýrslum og er hún
greinagóð svo langt sem hún nær.
Og vissulega er efnið verðugt til
rannsóknar fyrir sagnfræðing
jafnt sem ýmsa aðra fræðinga því
hér er um að ræða stórmerkan
kapítula í Islandssögunni.
Helgi bendir á hina miklu
uppbyggingu í Reykjavík á fyrsta
áratug aldarinnar þegar íbúafjöldi
höfuðstaðarins hvorki meira né
minna en tvöfaldaðist á fáeinum
árum. Hann leggur áherslu á
aukinn sjávarútveg og þá einkum
togaraútgerðina sem áhrifaafl í
þéttbýlismynduninni. Vafalaust er
það rétt athugað. En skýringar á
fólksflutningum liggja oft i leyni.
Orsakir þeirra geta verið svo
margþættar — efnahagslegar
Sólrún B. Jensdóttir
félagslegar, sálarlegar! Eg man þá
tíð er stjórnmálamenn töluðu
áhyggjufullir um flóttann úr
sveitunum. Kæmi það fyrir að
borgarbúi flyttist í sveit og gerðist
bóndi birtu blöðih viðtöl þar sem
viðkomandi var beðinn að opna
hug sinn svo alþjóð mætti skilja í
hverju slík þjóðrækni og ætt-
jarðarást væri fólgin. Nú var fólk
sí og æ að flytjast hina leiðina: frá
dreifbýli til þéttbýlis. En ég
minnist aldrei að það væri beðið
að tjá sig í fjölmiðlum! Þessi
einstæði kafli þjóðarsögunnar var
læstur í þúsundum hugarfylgsna.
Enn þann dag í dag hefur enginn
farið verulega ofan í saumana á
þessari landnámsöld númer tvö.
Helgi Skúli er vandvirkur sagn-
fræðingur og skemmtilegur rithöf-
undur, en leyndarmál upplýsir
hann engin í ritgerð sinni. Hún er
aðeins nákvæmari athugun á því
sem áður hefur verið skoðað.
Áform um lýðveldisstofnun
1941 og 1942 heitir ritgerð eftir
Sólrúnu B. Jensdóttur. Þó Sólrún
skrifi um íslenskt efni kemur
ritgerð hennar talsvert inn á
hringiðu veraldarsögunnar, það er
að segja þau straumhvörf heims-
sögunnar þegar Bandaríkin eru að
leysa Stóra-Bretland af hólmi sem
ráðandi heimsveldi. Hernámið á
stríðsárunum er nú í tísku sem
skáldskapar og rannsóknarefni og
er þáttur Sólrúnar því líklegur til
að draga að sér athygli lesenda.
Sagnfræði og félagsfræði heitir
þáttur eftir Loft Guttormsson og
er fyrri hluti. Björn Sigfússon
Helgi Skúli Kjartansson
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
ritar hugleiðing er hann nefnir
Gengið á hönd nútímahlutverkum
nyrðra vegna bókar Gunnars
Karlssonar, Frelsisbarátta
Suður-þingeyinga. Björn er þarna
á heimaslóð og getur því ausið af
endurminningabrunni sínum. Um-
rædd frelsisbarátta taldist að vísu
til liðinnar tíðar á uppvaxtarárum
hans nyrðra en hefur örugglega
lifað í frásögnum og umræðum
hinna eldri fram á unglingsár
hans í Þingeyjarsýslu.
Árgangi þessum lýkur svo með
nokkrum ritfregnum og ritauka-
skrá og ber hvort tveggja með sér
— ritdómarnir og skráin — að
íslenskir sagnfræðingar láta hend-
ur standa fram úr ermum þessi
árin.
Stúdentaráð H.í.
695 milljónir
vantar
STÚDENTARÁÐ Háskóía ís-
lands kom saman til fundar á
fullveldisdaginn þann 1. desem-
ber síðast liðinn, og var þar
samþykkt samhljóða svohljóð-
andi ályktun. sem beint er til
landsfeðranna>
„Stúdentaráð Háskóla íslands
lýsir furðu sinni á því, að fjái;veit-
ingavaldið hafi ekki enn bætt þeim
695 milljónum við framlag þess til
Lánasjóðs islenskra námsmanna,
til að standa við þá yfirlýsingu að
veita 85% lán. Þessi afstaða er
óskiljanleg, þar sem þessi upphæð
er til komin vegna:
1) Gengisbreytinga á lánum til
Lín.
2) Hækkun á framfærsluvísi-
tölu.
3) Fjölgun lánaumsókna.
4) Nauðsynlegum ráðningum
starfsfólks.
Fjárveitingavaldið veit, að það
mun skv. greinargerð við fjárlög
og reynslu undanfarinna ára veita
námsmönnum 85% af fjárþörf og
því er þessi mótstaða þeirra aðeins
gálgafrestur.
Stúdentaráð telur þá lántöku-
heimild, sem sjóðnum er veitt,
vera mjög skammsýna ráðstöfun,
þar sem það kemur að lokum í hlut
fjárveitingavaldsins sjálfs að
greiða lánin.
Að lokum krefst Stúdentaráð
þess, að Lín verði gert kleift að
veita námsmönnum lán, sem nægi
til 100% brúunar fjárþarfar."
Harold Sherman
Lækningamáttur
þinn
Þú hefur þann mátt, innra með þér,
að geta læknað sjálfan þig, bæði á
sál og líkama.
Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm
og hverjum manni hollt að kynna
sér efni hennar. Hún segir frá
undraverðum tilraunum á
lækningamætti hugans, en rann-
sóknir hafa staðfest trú höfundar-
ins á það, að Guðskrafturinn er til
staðar í hverjum manni til að
endurvekja og styrkja hug og
líkama.
Rannsóknir Harold Sherman eru
taldar merkustu sannanir fyrir
þeirri undraorku, sem í huga
mannsins býr og hann segir frá
þessum rannsóknum sínum, birtir
sögur af árangursríkum lækning-
um og gefur þeim, sem lækninga
þarfnast, holl og nytsöm ráð.
HAROLD SHRRMAN
Nytsöm, uppörvandi og hjálpleg
bók, sem kennir þér aö nýtá þann
undrakraft, sem innra meö þér býr,
til aö endurheímta likamlegt og
andlegt heilbrigöi þitt