Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Anna Bjamadóttir skrifar frá Svíþjóð:
Vandamál
í velferðar-
þjóðfélagi
Drykkjusýki
Fyrir skömmu var kveðinn
upp dómur í máli tveggja
drykkjusjúkra starfsmanna
Voivo í Gautaborg. Þeim hafði
verið sagt upp störfum og höfðu
kært uppsagnirnar fyrir at-
vinnudómstólnum. Starfsmenn-
irnir unnu málið og var Volvo
gert að greiða þeim skaðabætur
og þeir héldu vinnunni.
Dómurinn var felldur sam-
kvæmt lögum um atvinnuör-
yggi. Þar segir að ekki megi
segja upp starfsfólki vegna
aldurs, sjúkleika eða hnignandi
orku heldur eigi að fela starfs-
fólki störf sem það ræður við
innan fyrirtækisins. Dómstóll-
inn leit svo á að drykkjusýki
starfsmanna Volvo væri sjúk-
dómur sem fyrirtækið hefði átt
að hjálpa mönnunum að komast
yfir.
í vörninni fyrir dómnum var
bent á að Volvo hefði reynt að
hjálpa mönnunum en ekki tekizt
og slæm mæting hefði að
síðustu ráðið úrslitum um upp-
sagnirnar. Annar mannanna
hafði unnið hjá fyrirtækinu í 7
ár og er 29 ára. Hann hafði
mætt illa og aldrei sýnt læknis-
vottorð um veikindi. Hann hafði
átt við drykkjuvandamál að
stríða þegar hann byrjaði aö
vinna hjá fyrirtækinu. 1974 var
byrjað að reyna að hjálpa
honum. Hann var sendur í
meðferð hjá lækni fyrirtækisins
og á sjúkrahúsum en þrisvar
hætti hann meðferðinni áður en
henni var lokið og mætti nokkr-
um sinnum undir áhrifum
áfengis á vinnustað.
Hinn maðurinn er 40 ára og
hefur unnið hjá Volvo í 9 ár.
Strax 1969 var byrjað að hjálpa
honum. Hann var látinn skipta
um starf innan fyrirtækisins,
honum var hjálpað til að flytja í
betra umhverfi og honum var
veitt peningaaðstoð. En ástund-
un hans og orka fóru síversn-
andi þangað til að honum var
sagt upp störfum 1977.
Atvinnudómstóllinn viður-
kenndi í dómsúrskurðinum að
Volvo hefði reynt að hjálpa
mönnunum en hefði ekki gert
nóg og allar leiðir hefðu ekki
verið reyndar. Öðru máli gæti
gegnt um smærri fyrirtæki, en
hjá Volvo í Gautaborg starfa
yfir 7000 manns og dómstóllinn
taldi að svo stórt fyrirtæki ætti
að hafa góða aðstöðu til að
hjálpa drykkjusjúkum starfs-
mönnum og styrkja þá.
, Úrskurður dómstólsins að
ekki megi segja drykkfelldum
starfsmönnum upp störfum
vegna þess að þeir eigi við
sjúkdóm að stríða vakti athygli
hér. Dagblaðið Dagens Nyheter
skrifaði til dæmis í leiðara að
héðan í frá yrði auðveldara að
misnota lagabókstafinn sem á
að veita sjúkum og öldruðum
atvinnuöryggi. Dómurinn hefur
í för með sér að minni hætta er
á uppsögn úr starfi þó að
starfsmenn stundi ekki vinnuna
sem skyldi og mæti undir
áhrifum á vinnustað.
Taugaveiklun
Sjálfsmorð eru orðin algeng-
ari dánarorsök í Svíþjóð en
banasiys í umferðinni. Næstum
annar hver karlmaður og þrjár
af hverjum fjórum konum fara
yfir á taugum og þurfa á
læknishjálp að halda fyrir
sextugt. Þetta kemur fram í
greinargerð starfshóps sem hef-
úr starfað. síðan 1969 að athug-
un á því hvernig hægt sé að
koma í veg fyrir sálræna erfið-
leika fólks. Greinargerðin var
lögð fyrir Gabriel Romanus,
félagsmálaráðherra, nýlega.
Niðurstöður starfshópsins
sýna að miklum hluta Svía líður
ekki sem bezt þrátt fyrir vel-
ferðarþjóðfélagið. Einmanaleiki
hrjáir marga. 770.000 manns eru
einstæðingar en hálf milljón
þeirra eru ellilífeyrisþegar sem'
búa einir. Alls eru íbúar
Svíjojóðar rúmlega 8 milljónir.
Ar hvert fremja 2000 manns
sjálfsmorð en 20.000 gera til-
raun til sjálfsmorðs. Þeir sem
eiga við áfengisvandamál að
stríða eru ekki taldir með
geðveikum. Tíundi hver maður á
við áfengisvandamál að stríða
og alls hefur hálf milljón Svía
beðið tjón líkamlega eða félags-
lega vegna áfengisneyzlu.
Starfshópurinn leggur til í
greinargerð sinni að styrkir til
rannsókna á orsökum geðrænna
vandamála verði auknir. Hann
telur að aukinnar þekkingar sé
þörf á umhverfi barna og
bæklaðra og á aðstæðum á
vinnustað og áhrifum þeirra á
geðheilsuna. Nú fara um 20
millj. s.kr. til sálrænna rann-
sókna á ári. Mælt í mannafla er
álíka miklu varið til rannsókna
á sálrænum og félagslegum
vandamálum og er varið til
rannsókna á tannheilsu fólks.
... og tannheilsa
Tannlæknir nokkur í Lundi,
Jan Hákanson, lauk fyrir
skömmu rannsókn og ritgerðar-
smíð um tannheilsu fólks. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að
fólk með meiri menntun, hærri
laun og í efri stigum þjóðfélags-
ins fer oftar til tannlæknis en
þeir sem hafa lægri laun og
minni menntun. Þó þurfa hinir
síðar nefndu ekki endilega að
hafa verri tennur en hinir fyrr
nefndu. Konur í hvorum hópn-
um sem er fara oftar til
tannlæknís en menn.
Hákanson byggði niðurstöður
sínar á svörum 1302 aðspurðra.
Um 10% þeirra sögðust draga
það í lengstu lög að fara til
tannlæknis vegna óþægindanna
sem því fylgir. 87% sögðust
myndu fara reglulega ef þeim
væri það skylt með lögum.
Ókeypis tannþjónusta væri mik-
ilvæg umbót í augum 39% en
58% voru á öðru máli.
Athuganir margra tannlækna
á sjúklingum hafa sýnt að þeir
sem fara reglulega til tannlækn-
is halda tönnunum lengur og
hafa færri skemmdar en þeir
sem fara sjaldan og óreglulega.
63% af þeim sem enn hafa eigin
tennur láta líta á þær einu sinni
á ári. Á aidrinum 20—24 ára
hefur fólk að meðaltali 29 af
sínum eigin tönnum en á aldrin-
um 55—60 ára eru aðeins 11
tennur að meðaltali eftir á
réttum stað.
Og nýverið kom í ljós sam-
kvæmt rannsókn Jan-Erik Berg-
ström og Stig Lavstedt, tann-
lækna við tannlæknaháskólann í
Stokkhólmi, eð þriðji hver mað-
ur burstar tennurnar vitlaust og
veldur þannig tönnunum tjóni.
Helzt á að bursta tennurnar að
minnsta kosti tvisvar á dag en
auk tannburstans má styðjast
við tannþráð og tannstöngla við
tannhreinsun. Tannburstinn á
að hafa stutt og mjúk hár sem
eru alltaf dregin í sömu átt eða
frá gómnum. — En samkvæmt
rannsókn Jan Hákansson
hreinsa 19% Svía ekki tennurn-
ar nema endrum og eins.
mi * 1 wmwmmm
•uiiitniimHiimii
llllllllillliillllillll1’