Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Eigum fyrirliggjandi stórglæsilegt úrval af innlendum og erlendum sófasettum,
yfirdekkt meö leöri og plussi. Einnig sófaborö, innskotsborö, lampaborö og
staka stóla. Velkomin í Valhúsgögn.
Valhúsgögn hf.
Armúla 4.
Hólskirkja í Bol-
ungarvík 70 ára
HINN 10. desember næstkom-
andi. annan sunnudag 1' aðventu,
er sjötíu ára vfgsluafmæli Hóls-,
kirkju í Bolungarvík. Þennan
dag verður harnaguðsþjónusta í
kirkjunni klukkan ellefu, en eftir
hádegi hátíðarguðsþjónusta
klukkan fjórtán, þar sem hiskup
íslands, herra Sigurbjörn Einars-
son, prédikar, en sóknarprestur-
inn þjónar fyrir altari.
Að kvöldi sama dags verður
kvöldsamkoma í kirkjunni með
fjölbreyttri dagskrá og hefst
klukkan tuttugu og eitt. Kirkjukór
Bolungarvíkur syngur undir stjórn
frú Sigríðar J. Norðkvist ogsókn-
arpresturinn, séra Gunnar Björns-
son, flytur erindi, sem hann nefnir
„Horft um öxl á Hóli“. Þá verður
leikið á knéfiðlu og sunginn
einsöngur og tvísöngur.
Hólskirkja í Bolungarvík var
reist sumarið 1908 og vígð annan
sunnudag í jólaföstu það ár. Séra
Þorvaldur Jónsson, prófastur á
ísafirði, var mikill hvatamaður að
kirkjubyggingunni og útvegaði
peningalán til framkvæmdanna.
Efniviðurinn í kirkjuna var keypt-
ur frá Noregi, að mestu tilhöggv-
inn. Jón Snorri Arnason, snikkari
á ísafirði, tók kirkjubygginguna að
sér í ákvæðisvinnu, en yfirsmiður
var Guðni M. Bjarnason. Rögn-
valdur Ólafsson, byggingameist-
ari, teiknaði kirkjuna.
í haust hlaut kirkjan þarfa
viðgerð og var auk þess máluð
innan af þeim hjónum Jóni og
Grétu Björnsson, kirkjumálurum.
Formaður sóknarnefndar er
Benedikt Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri.
(Fréttatilkynning)
Guðbjörg Tómasdóttir
„Hitt og þetta í
gamni og alvöru”
„HITT og þetta í gamni og alvöru“
nefnist nýútkomin ljóðabók eftir
Guðbjörgu Tómasdóttur er notar
skáldanafnið Gutom. Bókin er 77
blaðsíður og fæst í bókabúðum í
Hafnarfirði og Reykjavík.
ÖRLAGAVALDáR
Afburöamenn og örlagavaldar
æviþættir 20 mikilmenna sög-
unnar, fimmta bindi, Báröur
Jakobsson skráöi.
Hafa þá birst 100 slíkir þættir í
þessu safni og má fullyröa aö þar
er mikinn fróðleik að finna, þótt
aö sjálfsögöu veröi aö stikla á
stóru. Auk þess eru margar
frásagnirnar ósvikinn skemmti-
lestur. Þetta er eigulegt safn á
hverju heimili og veröiö ótrúlega
lágt, aöeins 14.400 (búöarverö),
myndskreytt í snotru bandi.
Kjörin jólagjöf.
óskarAöakteinn
í röstinni. Skáldsaga eftir Óskar
Aöalstein.
Sagan gerist á ísafiröi og sögu-
sviöiö eru hinir fornfrægu at-
hafnastaöir Hæstikaupstaöur og
Neöstikaupstaöur. Ungur fram-
gjarn maöur, Hringur, brýst þar
áfram og lætur ekkert mótlæti á
sig fá, þó á ýmsu gangi.
Baráttan er hörö og ekki alltaf
dans á rósum. Ástamálin skipa
sinn sess, síldarævintrýið kemur
viö sögu, síldarstelpurnar sofna
viö kassana og síldarkóngarnir
fara á hausinn. Margar sérkenni-
legar persónur birtast á sviöinu
sem maöur kannast viö, þótt
höfundur hafi skapaö eina per-
sónu úr mörgum.
Öll er þessi saga iðandi af lífi og
athöfnum og þaö veröur enginn
sem á rætur úti á landsbyggðinni
fvrir vonbriaöum meö bessa bók.
LtÉtS '
SEGUUM
OG - - "
ÍSHAKÆVINTÝRI
Svífðu seglum pöndum — ís-
hafsævintýri
Þessar bækur Jóhanns Kúld
koma nú í einu bindi. Þær voru
gefnar út fyrir nærfellt 4 áratug-
um, seldust fljótlega upp og
þóttu afburöaskemmtilegar.
Ævintýri Jóhanns eru næsta
furöuleg. Útgeröarbrask staur-
blankra strákanna á Siglufiröi er
grátbroslegt. Selveiöarnar í
Noröurísnum voru vissulega eng-
inn barnaleikur. Á línuveiðum
meö norskum viö ísland. Þar les
maöur um ótrúiega hrikaleg
slagsmál og þannig mætti enda-
laust telja því alltaf er eitthvað aö
gerast, sem kemur manni á
óvart.
Þaö er tæpast fáanleg æskilegn
sjómannabók en þessi.
Dalamaður segir frá eftir Ágúst
Vigfússon. Minningabrot frá
æsku til fulloröins ára.
Ágúst er sem fyrr fundvís á hiö
sérkennilega í fari samferöafólks-
ins og laginn aö skyggnast undir
yfirboröiö og skynja þaö sem í
sálinni býr undir hrjúfu og
hversdagslegu yfirboröi.
Fjölmarga eftirminnilega og
skemmtilega þætti er aö finna í
þessari bók.
Ef þér leitiö aö óskabók fyrir
guöhrætt fólk þá gleymiö ekki
bókinni hans Páls Hallbjörnsson-
ar sem hefur í flestum búöum
veriö látin undir borðiö. Hún
heitir „Orð og ákall“ og er
kjörgripur á sínu sviöi.
Bækur sem vert er að lesa
SÓLVALLAGÖTU 74 - @ 28312 &14219 - PÓSTHÓLF 1373 - 101 REYKJAVÍK