Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
46
ÉG VIL með þessari plötu reyna
eitthvað nýtt, ekki alltaf það
sama. satfði Hafnfirðingurinn
Björgvin Halidórssun í stuttu
spjalli er Mbl. hafði samband við
hann í tilefni nvútkominnar
hljómplötu hans, „Ég syn>{ fyrir
þi«“. sem Hljómplötuútgáfan hf.
Kefur út. — Þar á ég við, að ég er
að reyna að þróa með mér eigin
söngstfl, þ.e. það sem kallast
„songstylist".
Þessi hijómplata Björgvins cr
jafnframt fyrsta sólóplata hans
eftir rösklega sjö ára hlé.
Björgvin kemur hér fram í öðru
ljósi en landsmenn hafa kynnst
honum til þessa. Hann er róman-
tískari í lagavali á þessari hljóm-
plötu en áður, en lögin eru
ástarsöngvar úr ýmsum áttum.
— Ég byrjaði í hljómlistinni,
þegar ég var sautján ára, en hafði
frá því ég var fimm ára gamall
patti ákveðið að verða tónlistar-
maður og ekkert annað. Ég er
sjálfmenntaður, hef ekki gengið á
tónlistarskóla. Að sumu leyti er
það hagstætt, maður fer sínar
eigin götur í tónlistinni. Nokkur
lög hef ég samið, en fimm eða sex
þeirra verið gefin út á plötu.
Björgvin hefur sungið inn á
fjölmargar hljómplötur, svo sem
með Hljómum, Lónlí Blú Bojs og
Brimkló. Einnig hefur hann sungið
inn á tvær vísnaplötur.
— Plötunum mínum hefur verið
tekið með ýmsu móti, en í heildina
hafa þær hlotið ágæta dóma. Til
dæmis fyrri vísnaplatan, sem
gefin var út með lögum í nútíma-
útsetningu mæltist misjafnlega
fyrir, en ég vona að útkoma
plötunnar hafi orðið til að lífga
upp á gömlu þjóðvísurnar okkar.
A hinni nýju plötu Björgvins eru
„Ég syng fyrir þigM
Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Reynisdóttir kona hans.
tólf lög, þar af fjögur eftir íslenzka
höfunda. Eitt laga Björgvins er á
plötunni við Ijóð Vilhjálms
Vilhjálmssonar heitins söngvara,
Skýið, og er það lag jafnframt
tileinkað Vilhjálmi. Meðal ann^
arra eru tvö lög eftir Jóhann G.
Jóhannsson og eitt lag eftir
Magnús Kjartansson. Texta við
lögin gerðu Jón Sigurðsson,
Jóhann G. Jóhannsson, Jónas
Friðrik, Kristmann Vilhjálmsson
og Vilhjálmur Vilhjálmsson eins
og áður segir.
Björgvin syngur einnig nær
allar bakraddir en með honum
syngja í einu laganna Karlakór
Reykjavíkur og í tveimur Ragn-
hildur Gísladóttir.
Hljóðfæraleikarar eru bæði
erlendir og innlendir, en þeir eru
Sigurður Karlsson, Stuart Elliot,
Pálmi Gunnarsson, Dave Olney,
Halldór Pálsson, Ted Burrows,
Magnús Kjartansson, Mike Mac-
Naught og Ray Cooper, ásláttar-
hljóðfæraleikari Elton Johns.
Upptaka plötunnar fór að mestu
fram í Hljóðrita í Hafnarfirði, en
endanleg vinnsla í Red Bus
Recording Studios í Lundúnum.
Upptöku stjórnuðu Geoff Calver,
Björgvin Halldórsson og Magnús
Kjartansson.
— Mér hefur verið boðið að gefa
út tvær plötur fyrir enskan
markað hjá Red Bus, en hef ekki
ákveðið neitt í því efni enn. Taki ég
þessu boði, stendur til að þrjú
laganna á þessari plötu verði gefin
út með enskum texta. Ég reyni að
vanda til þess sem ég geri, en ekki
borgar sig að færast of mikið í
fang í einu, því að þá er hætta á að
lögunum verði ekki sinnt eins vel
og skyldi, sagði Björgvin Halldórs-
son að lokum.
TVÍBYTNAN
LÖKH\?
UNGLHfGABÆKUR
E.W Hildick
FANGARNIR í KLLTTAVIK
Þetta er einhver skemmtilegasta
og viðburðaríkasta unglingasaga
metsöluhöfundarins Edmund W.
Hildick. Hann er breskur höfundur
sem hefur hlotið margvíslega við-
urkenningu fyrir bækur sínar. Sag-
an um Fangana í Klettavík mun
falla öllum vel í geð, sem hafa
ánægju af spennandi og dularfull-
um atburðum. Andrés Kristjáns-
son þýddi.
Sven VCLrnström
LEIKHÚSMORÐIÐ
Fyrir nokkrum árum kom út hjá
Iðunni bókin Ævintýraleg útilega
eftir Sven Wernström, þennan víð-
fræga og umdeilda höfund. Sú bók
hiaut verðskuldaðar vinsældir.
Leikhúsmorðið segir frá því þegar
Barbro og Tommi gera hópverkefni
um Litla leikhúsiö. Þar er eitthvað
meira en lítiö dularfullt á ferðinni.
Smám saman átta þau sig á aö það
er verið að undirbúa morð að
tjaldabaki — morðiö á Litla leik-
húsinu. Þórarinn Eldjárn þýddi.
Bent Haller
TVÍBYTNAN
Tvíbytnan er verðlaunabókin í sam-
keppni sem bókaforlagið Borgen í
Kaupmannahöfn efndi til árið 1976
um bækur handa börnum og ung-
lingum.
Verðlaunaveitingin og bókin ullu
strax gífurlegum umræðum og
deilum, sem hafa m.a. snúist um,
hvort bókin ætti yfirleitt nokkurt
erindi til unglinga.
Tvíbytnan á því ekki síst erindi til
foreldra og annarra sem fullorðnir
eru. Guólaugur Arason þýddi.
Gunnel Becktnan
ÞRJÁR VÍKUR FRAM YFIR
Maja er nýbyrjuð í menntaskóla.
Örvænting grípur hana þegar hún
gerir sér grein fyrir, að kannski á
hún von á barni. Margvíslegum
lausnum skýtur upp í kolli hennar.
Gunnel Beckman er meðal virtustu
barna- og unglingabókahöfunda
Svía og hefur hlotið margvíslega
viðurkenningu fyrir bækur sínar,
m.a. Nils-Holgersonsverðlaunin.
Jóhanna Sveinsdóttir þýddi.
Evi Bogenæs
DRAUMAHEIMUR KITTU
Kitta er kyrrlát, feimin og hlédræg.
Móðir hennar er fræg leikkona sem
hefur lítinn tíma til að sinna dóttur
sinni, föður sinn þekkir Kitta ekki.
Það sem hjálpar Kittu að sigrast á
erfiöleikunum er draumaheimur
hennar. Þar skipar Sveinn æsku-
vinur hennar, mikið rúm. Evi Boge-
næs er meöal virtustu barna- og
unglingabókahöfunda Norömanna.
Andrés Kristjánsson þýddi.
Bræöraborgarstig 16 Síml 12923-19156
I
/
/
BHBBKI