Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 (Minningarfyrirlestur um Richard Dimbleby) Þessi fyrirlestur er kenndur við Richard Dimbleby, sem kunnur var að ættjarðarást og einlægni og var einn hinna rómuðustu útvarpsmanna á byggðu bóli. Eg er hreykinn af að hafa verið beðinn um að flytja hann á þessu ári í virðingarskyni við minningu hans. Ég hef kosið að kalla fyrirlesturinn Kjörið einræði. Yður kann að koma sú nafngift spánskt fyrir sjónir. Hálfu furðulegri kann hún að þykja, er ég segi yður, að ég á hér við vort eigið stjórnkerfi, sem vér höfum þróað um aldabil og hættir gjarnan til að telja hið bezta og lýðræðis- legast.a í heiminum. Kjölfesta og forneskja Misskiljið mig ekki, fyrir alla muni. Ég er jafnstoltur af landi voru og stofnunum þess og hver annar. í sjö hundruð ár höfum vér lotið einni fullvalda stjórn, er grundvallast á þinginu og greinist í handhöfn konungsvalds, Lávarðadeild og Neðri málstofu. Hún hefur reynzt oss vel. Vér erum að réttu lagi hreykin af því, er hún hefur fengið áorkað. Öld fram af öld hefur hún verið oss kjölfesta í úmróti breytinganna, frá einvaldsstjórn miðalda til nútíma lýðræðis. Á vorri eigin tíð höfum vér í skjóli hennar þraukað í tveim geigvæn- legum heimsstyrjöldum og átt sigri að fagna í þeim báðum, ekki hvað sízt vegna þeirra sömu eiginleika og ég hef í hyggju að beina spjótum mínum að. Það er jafnvel enn eftirtektarverðara, að það er vafalaust því að þakka, hversu hún hefur á einstæðan hátt meg'nað að sameina mýkt og myndug- leik^, að oss hefur um meira en þrjúhundr- uð ára skeið sífelldra þjóðlífsbreytinga tekizt að varðveita þjóðareiningu án biturrar reynslu af blóðugri byltingu eða borgarastyrjöld. Þetta er mikið og einstætt afrek. Það réttlætir stolt vort að fullu. Það leggur oss öllum þá skyldu á herðar að fjalla um framtíðarbreytingar í anda auðmýktar og varfærni. Umfram allt skulum vér muna, að stjórnskipan vor er þeim kosti búin, er eigi verður nógsamlega metinn; það er sjálf forneskja hennar, sem með sífelldum umsköpunarþrótti bregður af sér þeirri birtu dáða og dulúðar, er engin Önnur þjóð heimsins getur stært sig af. Engu að síður tel ég tíma vera til þess kominn að meta og viðurkenna, hversu Formáls- orð þýðanda Um nokkurt árabil hafa kunnir öndveg- ismenn Breta veriö til þesa fengnir að flytja í brezka ríkisútvarpið, BBC, fyrir- lestra um hin ýmsu menningar- og Þjóðfélagsmit ( virðingarskyni við minningu hins merka og mseta útvarps- manns, Ríchards Dimbleby. Þessi fyrir- lestur var par fluttur 14. október 1976. Flytjandi hans og höfundur, Hailsham livarður, sem iður hét Quintin Hogg, er nú aldraöur stjórnmólamaður með langan starfsdag að baki i vettvangi pjóðmila. Hann var um langt skeið kjörinn til setu í Neðri málstofu brezka pingsins og fór löngum með margvísleg riöherrastörf. Hann er í hópi helztu hugmyndafrœðinga íhaldsftokksins og mikilvirkur höfundur i sviði bjóðfélagsfraeða auk pess aö vera fræöimaöur og doktor í lögum. Hann situr nú ( Lávarðadeildinni, par sem hann gegndi um hríð peim forsetastörfum, er fylgdu starfi hans { ríkísstjórninni sem æðsta yfirmanns dómsmila. Hailsham lávaröur fjallar hér af rökvísi og pekkíngu um meginstoðir brezkrar stjórnskipunar, varar víð veíkleikum hennar og bendir i úrbótaleiðir. í kjölfar pessa erindis skrifaði hann gagnmerka bók, bar sem hann hugleiðir nánar þann brýna vanda lýðræðisins, sem hér er að nokkru lýst. Bókin kom út í Bretlandi nú í vor við góðan róm og nefnist The Dilemma fo Democracy, Diagnosis and Prescríption. Þótt Hailsham lávarður fjalli hér og ( bók sinni um brezk stjórnmil og staóhaetti, er vissulega margt að fínna i mili hans, sem beinir huganum i íslenzkar brautir, ekki sízt nú, pegar fyrir dyrum stendur endurskoðun stjórnar- skririnnar. Nægir par að nefna vanga- veltur um mannréttindamil, pjóöhöfö- ingjadæmi og skiptingu pjóðpings ( misjafnlega kjörnar deildir, völd pess og ihrif og afstöðu gagnvart framkvæmdar- og dómsvaldi. Þótt misjafnan lærdóm megi af pessu draga hér á landi, er engu að síöur um að ræða grundvallaratriói pjóðfélagsvísinda og holl umhugsunar- efni öllum peim, er vilja veg lýöræðis og mannúölegs stjórnarfars sem mestan. Pétur Kr. Hafstein. Hér er ekki við það átt, að allar aðrar þjóðir eigi við að búa ritaða stjórnarskrá í bókstaflegri merkingu. Þegar á allt er litið, eru vor eigín stjórnlög að miklu leyti færð í letur, og mætti auka þar að mun án nokkurrar umtalsverðrar breytingar, ef vilji væri fyrir hendi. Nei, hér er átt við það, að völd vors eigin þings eru algjör og ótakmörkuð. Að þessu leyti erum vér nær einir á báti. Allar aðrar frjálsar þjóðir takmarka völd fulltrúaþinga sinna. Vér hirðum alls ekki um slíkt. Þingið getur svipt mann frjálsræði sínu eða lífi án réttarhalda og hefur raunar gert það á liðnum öldum. Það getur framlengt sitt eigið kjörtímabil og hefur með fullum rétti gert slíkt tvisvar sinnum á þessari öld, í heimsstyrjöldunum báðum. Á því er enginn vafi, að þingið hefur ekki misnotað vald sitt með þessu móti á vorum dögum. Engu að síður bendi ég á það hér, að vegna breytinga á starfsháttum þess og skipulagi er skortur á lögbundnum skorðum á valdi þingsins orðinn óviðunandi. Ég vil varpa þeim spurningum fram til umhugsunar, hvort tími sé ekki til þess kominn að binda enda á eða skerða þessa réttarkenningu og hvort og hvernig þess sé þá nokkur kostur. Óskoruö völd Þessi kenning um óskoruð völd þingsins hefur vissulega verið viðurkennd um langt árabil. Dómendur geta skorið úr ágreiningi um embættisverk ráðherra, svo sem nýleg dæmi eru um í deilunum um Laker-flug- lestina og greiðslu holræsagjalda. Að þessu marki má lagarétturinn sín meira hér sem í öðrum lýðfrjálsum löndum. En standi dómarar andspænis löggjöf þingsins, geta þeir aðeins reynt að ganga úr skugga um merkingu hennar og beitt henni síðan af þeirri réttvísi og- mildi, er bókstafur laganna leyfir. Þannig er það um hinar tvær meginstoðir stjórnskipunar vorrar, lagarétturinn og alræði þingsins, að það er jafnan alræði þingsins, sem þyngra verður á metunum. Takmarkanir á valdi þingsins eru einungis af stjórnmála- og siðferðistoga spunnar. Þær byggjast á samvizku þing- manna, nauðsyn þingkosninga með ákveðnu millibili og hinni svonefiidu valdgreiningu, sem er í nánum tengslum bæði við þingsköp og starfsbætti þingsins sjálfs. Enginn endi verður bundinn á það ástand, sem ég nú hef lýst, nema með byltingu, blóði drifinni ellegar friðsam- legri. Vér búum við kjörið einræði, sem er algjört að orðanna hljóðan, þótt það hafi mjög þessi þjóð, er telja verður helgaða frelsi að lögum, hefur þokazt til einræðis- stjórnar, sem einungis verður unnt að bylta og breyta með gagngerri og róttækri endurskoðun stjórnskipunarinnar. Einstæö stjórnskipan Vér gerum oss eigi alltaf fulla grein fyrir því, að stjórnskipan vor er einstæð. Hún á sér hvergi sinn líka í einu og öllu, jafnvel ekki meðal þeirra þjóða, sem vér höfum veitt sjálfstæði. Þær telja sig að sjálfsögðu hafa tekið stjórnarhættina í Westminster að erfðum. í rauninni höfum vér sjaldan eða aldrei ætlað þá öðrum, og ég efast um, að nokkur þjóð hefði verið reiðubúin að fara eftir þeim, þótt vér hefðum svo kosið. Eftir Hailsham lávarð verið látið gott heita hingað til. Hversu lengi verður ennþá við það unað, hyggst ég fjalla um hér á eftir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim degi, er grundvöllurinn var fyrst lagður að alræði þingsins í Westminster, og næstum hefur það allt fallið að þeim eina ósi fram að auka valdaumsvif þess. I fyrsta lagi hefur ríkisstjórninni sjálfri stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Þá hefur í öðru lagi orðið hlutfallsbreyting á áhrifa- mætti hinna einstöku eininga þingsins á þann veg, að allt raunverulegt vald hefur horfið í hendur einnar þeirra; vald- greiningin hefur með öðrum orðum horfið sjónum, en hún kom í reynd í veg fyrir misnotkun valdsins. Þannig hafa þessar breytingar með gagnverkan orðið til þess, að kjörið einræði er í auknum mæli staðreynd en ekki aðeins fræðikenning lagamanns. Þar til eigi alls fyrir löngu skiptist þingið í tvær raunvirkar deildir. Nú starfar þar af einskærum hagkvæmnisástæðum aðeins ein. Þar til fyrir skömmu var völdum ríkisstjórnarinnar í þinginu veitt verulegt aðhald af hálfu stjórnarandstöðunnar eða eigin stuðningsmanna. Þau eru nú að mestu óskoruð í höndum starfsliðs ríkis- stjórnarinnar, þannig að framkvæmdar- valdið hefur eftirlit með löggjafarvaldinu en ekki öfugt. Það er ekki langt síðan, að þingið einkenndu kappræður og deilur. Nú eru þar alls ráðandi agameistarar og klíkufundir. Umræður eru í auknum mæli að verða sýndarmennskan einber með stöku velþóknunarköllum þingmanna eða andúðarópum. Löggjöf og pensla Ég mun nú fjalla nokkru nánar um éitt eða tvö þessará atriða. Hugleiðum fyrst umsvif og stöðu nútíma ríkisatjórnar. Völd ríkisstjórnar voru ef til vill viðunandi, þegar farið var jafnhófsamlega með þau og til dæmis ríkisstjórn Frjálslynda flókksins gerði árið 1911 eða jafnvel ríkisstjórnirnar á millistríðsárunum. En sömu völdin kunna hæglega að hafa verið orðin alþýðu manna óbærileg árið 1976 vegna hinnar gríðármiklu og flóknu löggjafar um hin margvíslegustu efni með aukinni skatt- byrði að sama skapi. Athugum tvö einföld dæmi, fjölda löggjafarmálefna á einu ári og umfang hinna árlegu fjárlaga. Ríkis- stjórn Frjálslynda flokksins fyrir heims- styrjöldina fyrri, sem almennt er talin í hópi umbótasinnuðustu ríkisstjórna á vorum dögum, gerði sig ánægða með að koma fram þeirri lagasetningu á ári, er rúmaðist í einu þunnu bindi: Árið 1911 voru blaðsíðurnar ekki miklu fleiri en 450, og það ár var mikið umleikis. Milli heimsstyrjaldanna hafði þetta í rauninni tvöfaldazt. Fyrir árið 1975 verður að líkindum um að ræða þrjú bindi, hvert um 1000 blaðsíður að stærð, og hverju fylgir geysilegt magn stjórnvaldsreglna, er fylla munu um tíu bindi, rúmlega 1000 blaðsíður hvert. Þegar prentverkið verður að lokum komið í böndin, verður til að dreifa um það bil 13000 blaðsíðum um löggjafarmálefni fyrir eitt einstakt ár. Þess ber ennfremur að minnast, að þessar breytingar leiða jafnan til frekari umskipta. Jafnvel eftir brottfall eldri laga og aðrar breytingar voru þessar 13000 blaðsíður ársins 1975 geypileg viðbót við brezka lagasafnið, og var það þó orðið meira að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Þannig eykst myrkviði laganna ár frá ári. Annað dæmi. Þegar Gladstone var forsætisráðherra, gat hann að jafnaði dvalið fimm mánuði ársins Ji sveitasetri sínu í Norður-Wales, ræktað garðinn sinn og þreytt aflið í góðum hópi skógarhöggs- manna. Ef forsætisráðherra leyfði sér þann munað í dag að bregða sér í bátsferð yfir helgi, heyrðist óðara hljóð úr horni um það, að hann sinnti starfi sínu ekki nema í hjáverkum, rétt eins og verðleikar hans við stjórnvölinn hlytu að vera í réttu hlutfalli við afköstin. Lítum þessu næst á fjárlögin. Éggeri ráð fyrir því, að um aldamótin hafi ekki verið við því búizt, að þau myndu nokkru sinni nema yfir hundrað milljónum punda á ári. Þau voru þegar komin upp í átta hundruð milljónir, þegar ég var á mínum yngri árum. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var eyðsla vor tuttugu og fimm sinnum meiri en fyrir þá fyrri. Útgjöld vor á árlegum fjárlögum nema nú um fimmtíu þúsund milljónum punda, og er fjórða hvert fengið að láni. Séu útgjöld sveitar- stjórna tekin með í reikninginn, eyða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.