Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 49 x*:í$fe":*Sx,x*x::v:::' mmmm >XwX;:;::v::-x:>>X' iiíííSSÍSs ÍW-iWv: SgsriísssiiíSíí: ;vV; .Xv'Við 9 V »»: X stjórnvöld tveim þriðju hlutum þjóðar- teknanna. Sumar þessara breytinga voru váfalaust óhjákvæmilegar, og til sanns vegar má færa, að enn aðrar hafi verið æskilegar. En slíkar gjörbreytingar og þessar hljóta að gefa til kynna eðlisbreytingu á stjórnar- háttuiii vorum og ekki aðeins stigsmun, jafnvel þótt tekið sé fullt mið af rýrnandi verðgildi gjaldmiðilsins. Hin ráðandi öfi Meðan þessu hefur farið fram, hefur að mestu horfið sjónum valdgreiningin, sem var þinginu aðhald um óhefta valdbeitingu. Völdin hafa í auknum mæli safnazt saman í Neðri málstofunni, æ frekar stjórnar- megin í salnum og ekki sízt á fremstu bekkjunum, en jafnframt hefur sá tími orðið af sífellt skornari skammti, sem varið er til umræðna um einstaka málaflokka. Neðri málstofan hefur um langt skeið verið Lávarðadeildinni snöggtum valdameiri, svo sem eðlilegt er. Til hennar er kjörið. Hún hefur umsjón með fjármálum ríkisins og endurspeglar á hverjum tíma stjórnmála- stefnu ríkisstjórnarinnar. En þessi þróun hefur nú náð því marki, að alræði þingsins er í raun alræði Neðri málstofunnar. Eg er síður en svo að gefa til kynna, að Lávarðadeildin sé gagnslaus eða áhrif hennar á löggjafarmálefni og skoðanamót- un séu einskis virði. En ég held því fram, að hún sé ekki áhrifamikið mótvægi og geti ekki í reynd veitt hinum sívaxandi völdum framkvæmdarvaldsins aðhald. Áhrif henn- ar á stjórn landsins eru mun minni en raun er á um öldungadeildir í öðrum löndum á borð við Bandaríkin, og á það mætti færa sönnur, að hún hefur ekki sannfæringarafl á við mikilsverða forystugrein í The Times eða jafnvel góðan Panoramaþátt í sjón- varpi. Þannig merkir hugtakið alræði þingsins í síauknum mæli alræði Neðri málstofunnar. En að hve miklu leyti eru þingmenn Neðri málstofunnar raunverulega húsbændur á sínu eigin heimili? Þar til eigi alls fyrir löngu Var allgott valdajafnvægi milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu og milli forystumanna flokkanna og hinna almennu þingmanna. Nii er svo komið, að þungamiðjan hefur ótvírætt færzt stjórnarmegin í málstofuna og þar í hendur ráðherranna sjálfra. Stjórnarand- stöðunni hefur smám saman þorrið áhrifamáttur, og sjálfur stjórnarmeirihlut- inn, er völdunum ræður, er orðinn verkfæri í höndum ríkisstjórnarinnar. Sýni almenn- ir þingmenn einhver verðleikamerki, eru þeir fljótlega flæktir í stjórnarstörf, þannig að þeir fyrirgera mætti sínum til sjálfstæðra umsvifa. Þegar Trollope skrif- aði Palliser-sögurnar fyrir hundrað árum, voru flokkamörk óljós og málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar ekki alls ráðandi. Jafn- vel árið 1906 gat ræða óbreytts þingmanns eins og jómfrúræða F.E. Smiths valdið gífurlegu fjaðrafloki. En eins og málum er nú háttað, fer ríkisstjórnin og á stundum aðeins nokkur hluti hennar með allt fullræðisvald þingsins nema í örfáum málum á borð við hjónaskilnaði og fóstureyðingar. Menn verða strax varir við það, að hinir raunvirku aðilar ríkisstjórn- arinnar eru, ásamt aðstoðarmönnum sínum á þingi, einn stærsti og agaðasti hópur Neðri málstofunnar. Eg geri ráð fyrir því, að þeir séu ekki miklu færri en hundrað og þrjátíu af stjórnarliðunum þjúhundruð, og ekki einn einasti þeirra getur farið að eigin geðþótta án þess að glata stöðu sinni. En miklu afdrifaríkari en fjöldi þeirra er sú yfirburðastaða, er ráðherrar njóta í umræðum vegna aðstoðar embættismannakerfisins við málatilbúnað. Síaukin fjölbreytni þjóðmálanna krefst mikillar rannsóknarvinnu og sérhæfingar af hendi þeirra, er taka þátt í umræðum á þingi. Fækkandi tómstundir og auknar fjárhagsbyrðar almennra þingmanna, sem fáir hverjir lifa af þingmannslaunum sínum, gera þeim æ örðugra um vik að láta ráðherra standa reikningsskap gerða FYRRI HLUTI sinna. Jafnvel þótt ráðherra hafi á röngu að standa, getur hann yfirleitt látið svo líta út sem hann hafi haft rétt fyrir sér og fengið þannig stuðningsmenn sína til þess að greiða atkvæði sér í hag, þegar hringt er til atkvæðagreiðslu. Eg hef sjálfur ekki ósjaldan staðið í beggja sporum, og ég verð að játa það hreinskilnislega, að oftar en ekki ber ráðherrann sigur úr býtum, hvort sem það er að réttu lagi eða röngu. Þannig hefur alræði þingsins í auknum mæli orðið að alræði Neðri málstofunnar í reynd, og alræði Neðri málstofunnar verður æ frekar að alræði ríkisstjórnarinnar, sem hefur auk áhrifa sinna í þinginu yfir agameistur- unum, flokksvélinni og embættismanna- kerfinu að ráða. Þetta leiðir til þess, að það fyrirkomulag, sem hefur ævinlega verið kjörið einræði í orði, þar sem viðkomandi aðilar veittu á borði hver öðrum aðhald, hefur þróazt á það stig, að einn aðilanna ber nú ægishjálm yfir aðra. Að þessu hafa og stuðlað tvö atriði, er ég hlýt nú að íhuga nánar: Þingrofsrétturinn og kenningin um stjórnarumboð og kosningastefnuskrá. Þingrofs- rétturinn Þingrofsrétturinn er að sjálfsögðu eigi lengur í höndum krúnunnar. Forsætisráð- herrann fer með þann rétt. Hafa menn veitt því eftirtekt, hversu sjaldan frá stríðslokum ríkisstjórn hefur verið felld í kosningum, jafnvel þótt skoðanakannanir hafi löngum á þessu þrjátíu ára skeiði gefið til kynna, að ríkisstjórn nyti minni vinsælda en stjórnarandstaðan? Að frátöldu árinu 1945 hafa verið níu almennar þingkösningar á þessu tímabili. I sex þeirra fór ríkisstjórnin með sigur af hólmi og þar af í fjórum við verulegan eða aukin meirihluta. Þær þrjár almennu þingkosningar, er leiddu til breytinga, vann stjórnarandstaðan með algerum naumindum, annaðhvort með minnihluta atkvæða að baki eða naumasta meirihluta sem hugsazt getur. Trúa menn því í raun og veru, að hér sé um tilviljun að ræða? í miðri hringiðunni er forsætisráðherrann með þingrofsréttinn í hendi sér og getur beitt honum að eigin geðþótta, hvenær sem er. Þegar hann vegur og metur, hvenær þing skuli rofið, getur hann ásamt fjármalaráðherra sínum haft margskonar áhrif á efnahagsmálin í því skyni, að útlitið virðist um stundarsakir betra en það í rauninni er. Hann tekur hér verulegt mið af skoðanakönnunum og veit, að hann getur treyst á tryggðir flokks- vélarinnar, um leið og blásið er til orrustu. Gagnrýnisraddir flokksmanna, hversu háværar sem þær kunna að hafa verið áður, eru þaggaðar niður fram yfir kjördag. Er nokkur furða, þótt hann sigri oftar en ekki og ósigur hans, ef því er að skipta, sé þvílíkt undrunarefni, sem raun varð á, er Wilson tapaði í júní 1970 eða Heath í febrúar 1974? Þannig hefur einræðið reynst æ máttugra og sífellt líklegra til langlífis á grundvelli útsmog- inna aðgerða í efnahagsmálum og mark- vissrar beitingar þingrofsréttarins með nákvæmri hliðsjón af aukakosningum og skoðanakönnunum. Stjórnarumboð og kosninga- stefnuskrár Til viðbótar þessum óheillamerkjumyerð ég nú að fjalla um hinar nýju kenningar um stjórnarumboð og kosningastefnuskrár, sem að minni hyggju eru andstæðar stjórnlögum. Það er að sjálfsögðu bæði rétt og skylt, að í kosningum skýri flokkar það í stórum dráttum, hver sé meginstefna þeirra og til hvaða aðgerða þeir myndu grípa, ef þeim yrði trúað fyrir meirihluta á þingi. En í reynd er það svo, að fyrir kosningar er stefnuskráin engu líkari en auglýsingu um kínalífselexír og allra meina bót, en að þeim loknum er farið með hana sem einhvern boðskap úr Sinai eyðimörkinni með öllum þeim sparða- tíningi, sem er í þeim ólesna og oft ólæsilega texta sem tignaður er sem Heilög ritning. Sá raunveruleiki, er ný ríkisstjórn stendur andspænis, er oft allur annar en hugmyndir voru um í stjórnarandstöðu og úrræðin í kosningastefnuskránni eru oft bæði ógjörleg, óhentug og út í bláinn. Og á þessu stigi nær umboðskenningin yfir- höndinni. I sigurvímu krefjast athafna- samir flokksmenn háum rómi efnda allra loforða á sem allra skemmstum tima, alveg án tillits til þess, hversu naumur meiri- hlutinn er, loforðin illa grunduð eða stefnan þverstæðukennd, og þeir eru ákaft studdir af hinum ýmsu þrýstihópum, sem heitið höfðu stuðningi sínum á grundvelli þessara loforða. Þar sem tæpur minnihluti atkvæða kann að nægja til kosningasigurs — en að kosningatilhöguninni vík ég síðar — hefur meirihluti Neðri málstofunnar ffjálsar hendur um að beita þjóðina tiltölulega óvinsælum aðgerðum, sem í engum tengslum eru við þarfir líðandi stundar, og notar til þess gjörvallan ægimátt hins kjörna einræðis. Þegar slíku fer fram, veitir önnur þingdeild ekkert aðhald í raun og veru. Um raunverulega mótspyrnu eða gagnrýni af hálfu stjórnar- andstöðu eða óbreyttra fylgismanna er eki að ræða. I krafti flokksræðis og þingskapa er unnt að skerða svo umræður, að drjúgur hluti stefnumótunarinnar komist þar alls ekki að. Það ir fánýtt að láta sem svo, að þessi tilhögun sé skynsamleg eða nauðsyn- leg, réttlát eða jafnvel, svo að gripið sé til hins útþvælda og tvíeggjaða orðs, lýðræðis- leg. Það er hvorki til að milda þetta kerfi né hvað þá heldur að réttlæta það, að löngu fyrir lok kjörtímabilsins er stefnan gjarnan komin í ógöngur, svo að úr verður kúvending. Það er einfaldlega til marks um veikleika kerfisins sjálfs og leiðir til þverrandi trúnaðar almennings á einlægni stjórnmálamannanna. Þannig er það mótsögn stjórnskipunar vorrar, að um leið og hún hefur orðið viðurhlutameiri, hefur hún reynzt óvirkari ög jafnvel augljóslega fjarstæðukenndari í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.