Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
61
-L W A,
VELVAKANDI
SVARAR ISIMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
Þökk sé þeim, sem á virkan hátt
vilja vera með og vinna á móti
hinu mikla ægivaldi áfengis og
eiturlyfja og afleiðingum þess,
sem herjar svo mjög á þjóð vora.
Gefin hefir verið út hljómplata
með Fíladelfíukórnum á til styrkt-
ar þessu starfi og hefir henni verið
tekið frábærlega vel. Nú er komin
út bókin „Krossinn og hnífsblaðið“
sem undanfarin ár hefir verið
metsölubók erlendis.
Bókin er eftir ameríska prestinn
David Wilkerson, sem yfirgefur
sóknarbörn sín þegar hann fær
köllun frá Guði til að fara að
starfa í einu mesta glæpahverfi
New York borgar meðal unglinga,
sem fallnir voru í eiturlyf. Var
hann oft í lífshættu en Guð
varðveitti hann og blessaði starf
hans svo að margir þessara
unglinga frelsuðust og urðu nýir
menn í Kristi Jesú. Og nú hafa
þessi hverfi tekið algerum stakka-
skiptum.
Sigfús B. Valdimarsson.“
Jólagjafir
Þessir hringdu . . .
• Að hlusta
á sýnishorn
Útvarpshlustandi kvaðst hafa
heyrt einhverju sinni talað um það
í útvarp að nú skyldu hlustendur
fá að hlusta á sýnishorn af
einhverju, sem verið var að kynna
„og ég man ekki hvort þar var á
ferðinni bók eða tónlist eða
eitthvað í þá átt“, sagði hlustand-
inn, „en þarna fannst mér hálf
klaufalega tekið til orða. Menn
hlusta ekki á sýnishorn, hefði ég
haldið, menn hlusta á kafla úr
þessu eða hinu, en sýnishorn af
hlutum eru miklu fremur til þess
að skoða með augunum eða hvað
finnst lesendum um það.
• Útivist
barna
Faðir í einu úthverfa Reykja-
víkur vildi spyrjast fyrir um það
hvort ekki væru lengur til reglur
um útivistartíma barna og ungl-
inga eða hvort þær reglur væru
ekki lengur auglýstar. Kvaðst
hann muna eftir því fyrir fáum
árum að þessi útivistartími hefði
verið rækilega auglýstur vor og
haust þegar breytingar voru gerð-
ar á honum. Núna hefði hann ekki
tekið eftir auglýsingum og vildi
hann koma þeirri spurningu á
framfæri hvort eftirliti og aðhaldi
þessu væri alveg hætt. — Barna-
verndarnefnd hafði forgöngu um
þessa hluti ef ég man rétt, sagði
faðirinn, en það er e.t.v. ekki við
því að búast að hún taki að sér
hlutverk, sem hið opinbera á að sjá
um, og ég man heldur ekki betur
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Mexíkó-
borg í ár kom þessi staða upp í
skák þeirra Shamkovich,
Bandaríkjunum, sem hafði hvítt
og átti leik, og Anguiano, Mexíkó.
15. Bxh6!! gxh6 16. Bxe6! (Hótar
17. Dg6+ Rxe5 17. dxe5 - Rd5
(Meiri mótstöðu veitti 17. . . .
fxe6, þó að hvítur hafi samt sem
áður unnið tafl eftir 18. Dg6+ —
Kh8 19. exf6 — Bf8 20. f7 — Bg7
21. re4!) 18. Dg6+ Kh8 19. Dxh6+
og svartur gafst upp.
en lögreglan hefði reynt að fylgja
því eftir að reglur um útivistar-
tímann væru í heiðri hafðar. Þessu
langaði mig aðeins að varpa fram,
en sé þetta allt misskilningur hjá
mér þá hefur það einfaldlega farið
framhjá mér, en þá hefur það líka
verið hægara um en yfirleitt áður í
þessum efnum.
• Skil ekki
nöldrið
Þá hringdi annar útvarps-
hlustandi og sagðist ekki skilja þá
sem væru að nöldra yfir Morgun-
póstinum. Hér væri á ferðinni
tilbreyting sem útvarpið reyndi að
gleðja hlustendur með og jafnvel
þótt deila mætti um ágæti þáttar
sem þessa fannst honum undarlegt
af mönnum að vera að hakka hann
í sig, því hér væri á ferð
ágætisþáttur með hæfum mönn-
um, sem reyndu að gera hann
líflegan og því kvaðst hann eiga
ómögulegt með að skilja þá menn
sem hefðu ekki áhuga á því að öðru
hverju kæmi fram tilbreyting og
nýmæli í útvarpinu. — Ef því þessi
þáttur verður felldur niður í vetur
eða verður ekki á dagskrá næsta
vetur þá er ekki öðru um að kenna
en hlustendum og því gæti útvarp-
ið sleppt því í framtíðinni að hafa
áhyggjur af nýmælum og tilbreyt-
ingu. En þannig má ekki fara og
því vil ég að menn viti að margir
hafa ánægju af Morgunpóstinum
og hann mætti vera áfram á
dagskrá meðan þeir finna
viðræðugott fólk og geta haft ofan
af fyrir manni eina morgunstund.
HÖGNI HREKKVÍSI
|3
f
B2P S\GGA V/öGA £ AiLVtRAW
Handskornar trévörur.
Ódýr glerdýr.
Margar gerðir af saumakössum og körfum.
Jóladúkar og efni í dúka.
Prjónagarn og munstur.
Til handavinnu, pakkningar stórar og smáar.
Smyrnapúðar. Áteiknuð puntuhandklæöi
vöggusett. Saumaöar myndir til að fylla upp.
Komið og lítið á úrvalið.
No(
Inac
ngolfsstræti
og
/
Svínakjöt:
Skráð verö Okkar tilboð
Kr. pr. kg. pr. kg.
'ASvínalæri (steik) ... 2.044- 1.870-
Nýir hringskornir svínabógar .... 1.931- 1.870-
Útb. ný svínalæri .... 3.672- 2.460.-
Útb. nýir svínabógar .... 2.824- 2.488-
Útb. nýr svínahnakki .... 2.824- 2.601-
Svínahakk ... 2.281- 2.060-
Nýsvínarif 770- 647-
Svínahausar 255- 200-
Svínaiifur 870- 540-
Hamborgarhryggir m/beini ... 4.529- 3.990-
Reykt hamborga svínalæri ... 3.026- 2.315-
Reyktir hamborga svínabógar .... 2.345- 2.200-
Reyktur hamborga svínahnakki ... .... 3.530,- 3.370-
Útb. reykt hamborga svínalæri ... .... 4.422- 3.170.-
Útb. reyktur hamb. svínabógur ... .... 3.530- 2.988-
Svína kótelettur .... 3.684- 3.370-
Nýir svína hryggir '/2 svínaskrokkar tilbúnir .... 3.350- 3.200-
í frystikistuna .". .... 1.490-
Opið til kl. 7.
C^SftrOMISgTrtSteXlRÍ]
LAUGALÆK 2,
sími 350 20
/