Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 2

Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Enginn veit hve margir haf a týnt lífinu úti á reginhafi. En bátskeljar þessa örvæntingarfulla og útskúfaða fólks eru ekki alltaf björgulegar. Útskúfaða fólkið sem enginn vildi taka við verulegu marki brugðið við flótta- fólkinu til hjálpar. Bandaríkja- menn veita um 25.000 Vietnambú- um viðtöku árlega, en Frakkar um það bil 12.000 manns, og bæði löndin hafa bundið landvistarleyfi hjá sér þeim takmörkunum, að aðeins sé veitt viðtaka þeim vietnömsku flóttamönnum, sem búi við ömurlegustu og alverstu skilyrðin. Ástralía, Kanada og Vestur-Þýzkaland veita aftur á móti færri en samt umtalsverðum fjölda vietnamskra flóttamanna landvist. En viðbrögð hinna auðugri þjóða til hjálpar vietnömsku flóttamönnunum hafa ekki náð lengra. Samþykki viðkomandi þjóðlanda við að veita flóttamönn- um viðtöku kemur dræmt og það tekur allt langan tíma. í hvert sinn, sem hópi vietnamskra flótta- manna er veitt viðtaka í einhverju ofangreindra landa, hefur heildar- vandamálið vaxið á meðan og breiðst langt út fyrir þau mörk, sem lausnirnar eiga að ná. Síðast- liðinn mánuð lentu yfir 20.000 „báta-manna“ frá Vietnam í Malaysíu einni, — en það er meiri fjöldi heldur en unnt hefur verið að koma fyrir til frambúðar á Vesturlöndum síðastliðin þrjú ár. íbúar Suðaustur Asíu eru fyrir löngu orðnir þreyttir og leiðir á hinum háværu röddum Vestur- landabúa, sem sífellt eru með siðferðilegar prédikanir og ofanígjafir við íbúa annarra heimshluta. Þessar þjóðir hafa einmitt komizt að raun um furðu- lega mikla og sérstæða hræsni, sem bezt kemur í ljós í því breiða bili, sem er á milli hinna alvöru- þrungnu yfirlýsinga stjórnvald- anna í Washington um helgi mannréttinda, og svo viðbröðg sömu stjórnvalda við að koma flóttamannaskaranum frá Viet- nam til hjálpar. Brian Eads. Örmagna af þreytu og langri vosbúð fellur flóttafólkið í svefn í einni kös á gólfinu í hásetaklefa björgunarskips- ins. Þetta fólk reyndist vera á aldrinum frá eins mánaðar til 78 ára. Skipstjórinn á björgunarskipinu „Colloa'der Bangkok“ bendir flóttamönnum að stíga um borð í smábáta undan strönd Malaysíu, svo að fólkið hafi möguleika á að fá bráðabirgðahæli sem flóttamenn í því landi. Komi það með stóru skipi til hafnar í Malaysiu, er flóttafólkið umsvifalaust sent aftur til Vietnams.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.