Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 Ferðasaga. nokkurra Akureyringa um Ódáðahraun ogKverkíjöll bein og slétt leið allt suður að Sigurðarskála en þangað komum við um níuleytið um kvöldið. í skála þessum er kolakynt ^ldavél og er hann því ágætur til gistingar á vetrum. Á miðvikudagsmorgun var ákveðið að fara suður á Vatnajök- ul. Ætlunin var að fara sömu leið og við fórum ári áður, þ.e. upp á Dyngjujökul, vestur af skálanum og suður eftir honum. Er þá greið leið um jökulinn, svo og norður á Kverkfjöllin, í Hveradalinn og þaðan norður af, þótt nokkuð sé þar bratt. Nú var hér hinsvegar nokkuð öðruvísi um að litast. í stað lágrar jökulbrúnar og rennislétts jökuls, var nú þver- hnýptur um það bil 30 metra hár jökulveggur, karsprunginn. Og í stað lítillar volgrar sprænu úr íshellinum við Kverkfjöll var nú vatnsmikil jökulá sem rann fast upp við jökulvegginn og var hér því ófært með öllu. Ákveðið var því að reyna að fara upp Kverkjök- ul, sem er brattur skriðjökull sem fellur út um Kverkina. Þrátt fyrir þung æki og mikinn bratta tókst að þræða fram hjá verstu sprungusvæðunum og komast upp í skála jöklarannsóknafélagsins við Hveradalinn. Eigi gaf veður til ferðar suður jökul, og var því haldin sama leið niður til baka. Leið þessa um Kverkjökul teljum við það áhættusama að engum er ráðlagt að fara þar um. Um nónbil komum við aftur í. skálann úr jökulferðinni og ákveð- ið er að skilja allt hafurtask eftir þar og skreppa norður í Öskju. Tekin var bein stefna í suðurhlíðar Dyngjufjalla, og farið yfir Jökulsá skammt norðan Dyngjujökuls, en þar var hún uppbólgin en víða ís ofan á. í fyrra vetur var hér mun meiri snjór og sást þá hvergi móta fyrir ánni allt frá Dyngjujökli, norður undir Vaðöldu. Áfram lá leiðin vestur jökulaurana og um Suðurskarð inn í Öskju, að vörð- unni við Mývetningahraun og það- an að Víti. Öskjuvatn var ísilagt en sumstaðar autt með löndum og snjólausir flákar voru víða í fjalls- hlíðunum af völdum jarðhita. Við Vikraborgir var sprunga sem náð hafði að bræða af sér snjóinn. Úr Öskju var haldið um Öskjuop og komið í Drekagil eftir liðlega klukkustundar ferð frá Sigurðar- skála. Nú var gilið skoðað, og íbúum þess, hröfnunum, gefið. Héðan var síðan haldið beinustu leið í Kverkfjöll, til gistingar. Á leið þangað festist einn sleðanna í krapi í Jökulsá, en náðist fljótt laus. Á fimmtudagsmorgni gaf heldur ekki á Vatnajökul, þótt gott veður væri á láglendinu. Var nú farið í íshellinn við rætur Kverkjökuls. Úr lofti hans héngu mjög fagrir klakadrönglar, og áin sem um hann rennur, og stundum var nefnd Volga af þeim er þarna komu fyrstir, er 40% heit og var hún nú óspart notuð til þvotta. Um hádegi yfirgáfum við Sig- urðarskála í síðasta sinn í þessari ferð. Héldum við norður Kverk- fjallarana til Hvannalinda. Þar var allt á kafi í snjó og háir bakkar að lækjum sem eru auðir. Nokkrir snjótittlingar flögruðu þarna um. Hér var nokkrum tíma eytt í að dytta að sumum sleðanna, en fjaðragormar höfðu brotnað og / íshellinum í Kverkíjöllum þar sem 40 gráða heitt vatn rennur. „ Við ókum með vélsleðana á kerrum írá Akureyri og austur íSvartárkot, fremsta bæ í Bárðardal austanverðum. Þar tók nokkra stund að búa allan farangurinn á sleðana, en í vetrarferðum sem þessum á vélsleðum um Ódáðahraun og KverkfjöII vill tarangurinn verða nokkuð mikill, enda eins gott að hafa allt klárt ef til kemur, “ segir í ferðasögu nokkurra félaga frá Akureyri sem fóru sl. vetur í vélsleðaferð um óræfi landsins, nánar tiltekið um Ódáðahraun og Kverkfjöll. Það voru 6 manns sem lögðu upp í ferð þessa, þau Freyja Jóhannesdóttir, Grétar Ingvarsson, Gunnar Helgason, Jóhann B. Ingólfsson, Sigurgeir B. Þórðarson og Tómas B. Böðvarsson. í ferðasögunni sem var rituð fyrir Mbl. segir síðan: „Ástæðan fyrir því að búnaður- inn vill verða fyrirferðarmikil er sú að miðað er við að geta hvenær sem er og hvar sem er sezt að ef þörf krefur. Með voru tjöld, hitunartæki, svefnpokar, dýnur, aukafatnaður, matur vel umfram áætlaðan ferða- tíma, skóflur, eldsneyti á sleðana, varahlutir í þá, útvarpstæki og fleira mætti telja. Þessu var komið fyrir á vélsleðunum sem eru sex talsins og á fimm aftanísleðum, og er einn þeirra sérsmíðaður til flutninga á biluðum vélsleðum ef slíkt kæmi upp á. Á leiðinni frá Akureyri kom í ljós að gleymst höfðu stikur til að auðkenna áfanga leiðarinnar á jökli, sem auðvelda áttu heimferð- ina ef skyggni versnaði. Á leið inn Bárðardal hirtum við því nokkrar brotnar vegastikur, er lágu með- fram veginum og bættum við útbúnað okkar. Um tvöleytið vorum við ferðbú- in. Ókum við þá frá Svartárkoti upp með Suðurá um Suðurárbotna. Þar var fremur snjólétt og þurfti víða að sneiða hjá rofabörðum og hraunkömbum, en er upp fyrir upptök Suðurár kom var land allt snævi þakið og ferðin sóttist betur. Stefna var nú tekin á Dyngjufjöll, síðan austur með þeim, um Eystr- askarð í Öskjuop og komið í Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við Drekagil, eftir um það bil 2'á klst. sleðaferð úr Koti. Veður hafði verið þokkalegt, en þó gengið á með éljum, en nú birti og var því ákveðið að halda áfram í Sigurðarskála við Kverkfjöll. Hér tókum við viðbótarbensín sem geymt var í öðru náðhúsinu við Dreka, en það höfðum við flutt þangað á síðastliðnu hausti. Nú lá leiðin suður á milli Vað- öldu og Dyngjufjalla, um Dyngju- vatn, sem hvergi sá móta fyrir, að Svartá þar sem hún sprettur upp úr sandinum. Á ánni, sem var auð, voru endur á sundi, og vatnsmagn- ið virtist svipað og að sumarlagi. Komið var að Jökulsá á Fjöllum þar sem Svartá steyptist í hana í vænum fossi. Jökulsá var þarna íslaus og héldum við upp með henni nokkurn spöl, eða þar til hún kemur undan snjóbreiðunni. Hér fórum við yfir hana og var þá IJppi á Kverkíjölium. Séð til norðvcsturs yfir Hveradali, niður á Dyngjujökul til vinstri, þá Dyngjufjöll og Ilerðuhreið í fjarska. óspart notuð til þvotta“ „40 sti£ isi heit á inni 1 KverJ íiökli var nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.