Morgunblaðið - 11.02.1979, Síða 4

Morgunblaðið - 11.02.1979, Síða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1979 Krúsjeff var grátgjarnt fyrstu vikurnar eftir fall sitt en stytti sér stundir við að hlusta á vest- rænar útvarpsstöóvar, segir Roy Medvedev Fyrir nokkrum árum komu út á Vesturlöndum endurminningar Krjúsjeffs og vöktu þær að vonum mikla athygli, ekki sízt þar sem fáheyrt er að framámenn í lokuðu harðstjórnarríki, sem auk þess er kommúnistaríki, þar sem ein- staklingurinn verður ævinlega að víkja fyrir hagsmunum flokksins og ríkisins, riti æviminningar sínar. Útkoma minninganna sætti ekki sízt furðu á sínum tíma vegna þess að Krúsjeff var hvorki talinn maður bókhneigður né ritfær, og margir báru brigður á að þær gætu verið ófalsaðar. Roy Medvedev Um þessar mundir gengur milli útvalinna í Moskvu ritgerð eftir sagnfræðinginn Roy Medvedev. Ritgerðin byggist að langmestu leyti á samtölum við fjölskyldu þessa útskúfaða einvalds Sovétríkjanna, en hún fjallar um tímabilið eftir að honum var bolað frá völdum árið 1964 og þar til hann endaði ævi sína árið 1971, saddur lífdaga. Roy Medvedev er sannfærður marxisti, en hefur verið í útlegð frá Sovétríkjun- um um nokkurra ára skeið. Ritgerð hans um Krúsjeff ber heitið „Einræðisherra á eftirlaunum“. Einræðisherra á eftirlaunum Gekk.maður undir manns hönd til að sanna og afsanna, en lyktir urðu þær að almennt sættust ábyrgir menn á það að ritverkið væri ekta, en handritinu hafði verið smyglað út úr Sovétríkjun- um með mikilli leynd eins og nærri má geta. Við lestur minninga Krúsjeffs sjálfs vekur athygli að hann ræðir lítt afstöðu sína til sam- starfsmannanna, sem að lokum veltu honum úr sessi, þeim Leoníd Brésneff og Alexei Kosygin, en samkvæmt Roy Medvedev dró hann síður en svo dul á skoðun sína á þeim í einkasamtölum eftir að hann var orðinn upp á þá kominn. I ritgerð Medvedevs kemur fram, að Krúsjeff átti afar bágt með að sætta sig við brott- vikninguna, og að fyrstu mánuð- ina eftir fallið var hann niður- brotinn maður. Hann brast í grát þegar minnst varði og var í tilfinningalegu ójafnvægi fyrstu mánuðina. Það var um miðjan október 1964, sem hann var svipt- ur völdum, en þegar leið að árslokum var hann farinn að jafna sig svo vel að hann var farinn að ræða við fjölskyldu sína þann ágreining innan kommúnistaflokksins, sem mestu olli um hvernig fór, og hann var óbifanlegur í þeirri afstöðu að hann væri sá, sem hefði haft á réttu að standa. Smám saman hresstist hann svo að hann hafði kjark og þor til að standa uppi í hárinu á eftir- mönnum sínum, einkum vegna eftirlaunakjara og hlunninda. Atburðarás síðustu valdadaga Krúsjeffs hefur um nokkurt skeið legið nokkurn veginn ljós fyrir í aðalatriðum, en Medvedev bætir þar nokkru við. Hann segir frá því að 12. september hafi Krúsjeff verið í leyfi í nýju sumarhúsi í Sochi við Svartahaf. Þetta var glæsibústaður, þar sem ekkert var til sparað, enda hefur það löngum verið háttur sovézkra flokksbrodda að halda sig rík- mannlega. Þarna var til dæmis ítölsk marmarasundlaug, vand- lega hulin sjónum umheimsins bak við háan múrvegg, sem var hálfur annar kílómetri á langveg- i ;. Þennan haustdag naut K j• ff fálagsskapar Anastas ' )jans. Gestgjafinn vissi ekki að samsærisklíkan hafði skikkað M .ojan til að fylgjast með öllu þ i sem hann tæki sér fyrir hendur í leyfinu. Þeir Krúsjeff og Mikojan ræddu í síma við þrjá geimfara, sem voru að leggja af stað í mikla dirfskuför út í geim- inn, og árnuðu þeim heilla. Dag- inn eftir kom fyrirskipun frá Moskvu um að hætt skyldi við ferðina. Þessi fyrirmæli komu mjög á óvart, ekki sízt geimförun- um, sem hringdu til Moskvu þar sem Brésneff varð fyrir svörum. Geimfararnir óskuðu eftir því að fá að tala við Krúsjeff. Brésneff varð svarafátt, en svaraði síðan snúðugt að hann væri ekki viðlát- inn, hann væri „í loftinu". Á þessari stundu var Krúsjeff um borð í flugvél á leið til Moskvu, ásamt Mikojan, eftir hörkurifrildi við Brésneff og Malínovskí, þá- verandi varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, að því ér Medvedev segir. Við komuna til Moskvu varð Krúsjeff þess áskynja, að forsæt- isnefnd (nú stjórnmálanefnd) kommúnistaflokksins og mið- stjórn voru setztar á fundi þar sem fram skyldu fara atkvæða- greiðslur um að láta hann fjúka. Mikail Suslov, helzti hugmynda- fræðingur Krúsjeffs og síðar Brésneffs, stýrði fundum for- sætisnefndarinnar. Þar barðist Krúsjeff harðri baráttu, „enda bjó hann yfir nægilegri vitneskju um hvern og einn sem þarna var“, segir Medvedev. í 29 liða ákæru- skjali var Krúsjeff vændur um glöp í meðferð landbúanaðrmála, um misheppnaða stefnu í Kúbu- deilunni, ágreining við Kínverja og fyrir að hafa safnað of miklum völdum á eina hendi, svo fátt eitt sé nefnt. Krúsjeff fór halloka í forsætis- nefndinni og miðstjórn staðfesti síðan ákvörðun forsætisnefndar- innar. Þegar honum var orðið ljóst að hverju dró þagði hann og lét ósvarað harðorðri ræðu Suslovs og athugasemdum fjöl- margra fundarmanna. Þegar úr- slitin lágu fyrir flýtti hann sér til eftirlætisbústaðar síns fyrir utan Moskvu, en þar hafði Molotov utanríkisráðherra búið þegar Krúsjeff losaði sig við hann árið 1957. „Fyrstu vikurnar eftir að Kúsjeff var látinn víkja var hann í taugaáfalli," segir Medvedev. „Hann var miður sín og fór ekki leynt með það. Tíðum sat þessi fyrrverandi einvaldur hreyfingar- laus í stól. Honum var ómögulegt að verjast gráti." Kennari eins barnabarnanna hefur eftir drengnum: „Afi er alltaf að gráta." Þetta ástand virðist hafa farið • að breytast verulega um nýárið. Krúsjeff hélt enn til í bústað sínum fyrir utan Moskvu, en ekki leið á löngu þar til nýju valdhaf- arnir voru farnir að ókyrrast með hann svo nálægt kjötkötlunum. Þeir buðu honum til afnota bústað fjarri höfuðborginni þar sem Stalín hafði á sínum tíma dvalizt langdvölum. Auk þess buðu þeir honum í eftirlaun 1.200 rúblur á mánuði og forréttindi í sambandi við læknaþjónustu og innkaup á nauðsynjavöru, sem eftirlætisborgarar í öreigaríkinu njóta. Krúsjeff var enn ekki orðinn svo meðfærilegur að hánn væri til viðtals um slíka dúsu. Hann neitaði að eiga orðastað við nýjuí valdhafana. Tilboðið um Stalíns-húsið var þá dregið til baka, en Krúsjeff fluttur óspurður í sýnu fábrotnari bústað en þann, sem hann hafði búið í. Umhverfis nýja bústaðinn var há víggirðing, sem KGB-menn stóðu vörð við nótt sem nýtan dag. Jafnframt voru honum skömmtuð eftirlaun, sem námu aðeins 400 rúblum á mánuði. Sú upphæð var nokkurn veginn það sama og yfirmaður rannsóknastofu eða forstjóri meðalverksmiðju höfðu í laun á þessum tíma, en á slíkum launum og því sem Krúsjeff hafði fram að þessu haft úr að spila var reginmunur. Auk þessa var Krúsjeff fengin til umráða lítil íbúð í Moskvu. Einnig skyldi hann eiga kost á þeim forréttindum, sem áður eru nefnd, og þáði hann nú hvort tveggja. Ibúðin stóð lengst af ónotuð meðan Krúsjeff hafði umráð yfir henni því að vart bar við að hann hreyfði sig úr sveitabústað sínum eftir þetta. „Þegar hér var komið," segir Medvedev, „fór hann að sjá ýmis- legt í öðru ljósi en áður.“ Hann kenndi Brésneff um að hafa ráðið sér óheilt varðandi herferðina á hendur frjálslyndum lista- og menntamönnum. Til að bæta fyr- ir mistök sín í sambandi við þessa herferð fór hann að láta fjöl- skyldu sína bjóða heim ýmsum listamönnum úr hópi þeirra, sem hann hafði áður ófrægt svo mjög. Hann hafði á orði, að það hefði verið Brésneff, sem stóð á bak við herferðina, og hefði það verið tilgangur hans að auðvelda sjálf- um sér að komast í forsætisnefnd kommúnistaflokksins. Á þeim tíma, sem nú fór í hönd, var Krúsjeff mjög einangraður og að mestu útilokaður frá félags- skap þeirra, sem hann hafði fram að þessu blandað geði við. Nánir vinir hans og samstarfsmenn forðuðust hann af ótta við að falla í ónáð hjá Brésneff-klíkunni, en til að bæta sér upp þennan missi hlustaði Krúsjeff flest kvöld á vestrænar útvarpsstöðvar eins og BBC, Voice og America og Deutsche Welle. Hann var mjög andvígur réttarhöldunum yfir Andrei Sinjavskí og Yulí Daniel, og hafði greinilega samúð með mannréttindabaráttu Andrei Sakharovs, sem eitt sinn hafði sent honum bænarskjal um að hætt yrði við smíði vetnis- sprengju, sem hann, þ.e. Sakharaov, hafði sjálfur átt þátt í að leggja drög að. Krúsjeff hældi sér jafnan mjög af því að hafa leyft útgáfu fyrstu bókar Alexanders Solzhenitsyns, „Dagur í lífi Ivans Denisovits", sem er miskunnarlaus lýsing á lífinu í sovézkum fangabúðum. Á hinn bóginn hugnuðust honum ekki þau verk, sem síðar komu frá hendi Solzhenitsyns, og aldrei sætti hann sig við Boris Pasternak. „Pasternak var honum fremri og það gat hann aldrei fellt sig yið,“ sagði í frásögn Medvedevs, „en hann irðaðist sárlega þeirrar herferðar, sem farin var á hendur Pasternaks á árunum 1959—60,“ en eins og kunnugt er kom Moskvu-valdið í veg fyrir að Pasternak gæti tekið við bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1958. Árið 1968 lét Krúsjeff af- dráttarlaust í ljós við vini sína og vandamenn þá skoðun að innrásin í Tékkóslóvakíu hefði verið „hrikaleg mistök". Hann firrtist ef minnzt var á innrásina í Ungverjalandi í stjórnartíð hans sjálfs, og hélt því blákalt fram að þar væri ólíku saman að jafna. Ungverjar hefðu í síðari heims- styrjöldinni verið óvinir Sovét- ríkjanna, auk þess sem í Ung- verjalandi hefðu það verið upp- reisnaröfl, sem ætluðu að ná völdunum úr hendi kommúnista. í Tékkóslóvakíu hefðu kommúnistar á hinn bóginn hald- ið örugglega um stjórnvölinn. Hann hélt alla tíð nánu vinfengi við Janos Kadar, ungverska kommúnistaleiðtogann, sem hann hafði komið til valda, og sagði að hann væri eini Þjóðarleiðtoginn í Kommúnistaríki, sem ekki hefði gleymt sér. Landamæraátökin milli Sovét- manna og Kínverja árið 1969 komu Krúsjeff í mikið uppnám. „Hann treysti aldrei leiðtogum Kínverja og fór aldrei dult með hug sinn í þeirra garð,“ segir Medvedev. Hins vegar segir hann Krúsjeff hafa verið fylgjandi tilraunum til að koma á slökun í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar hreyfing hófst í þá átt, en í ritgerðinni er ekki nánar fjallað um það atriði. Nikita Krúsjeff

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.