Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 Garðeigendur Nú er rétti tíminn að iáta kiippa trén. Hafberg Þórisson, skrúðgaróyrkjumaóur, sími 74919 jT Utsala - - Utsala BARNAPEYSUR DÖMUPEYSUR HERRAPEYSUR Framtíðin, Laugavegi 45. Til sölu tveggja ára Sweda búðarkassar. Kassarnir hafa fjölmarga möguleika t.d. 4 mismunandi greiösludeildir og sýna upphæðina sem viöskiptavinirnir eiga að fá til baka. Uppl. hjá. HAGXAUP Skeifunni 15, sími 86560. Steypumót frá Breiðfjörð Lítið notuð Af sérstökum ástæöum höfum viö til sölu nú þegar lítið notuö Flekamót (Form-Lok). Tengimót, kranamót, léttmót Byggingameistarar athugið aö nú er rétti tíminn til aö panta steypumót fyrir sumariö. Getum bætt viö smíðapöntunum. Byggíngakranar Höfum á boöstólum nýja og notaöa krana frá F. B. Kroll A/S. Almenn blikksmíði Breiöfjörösblikksmiöja h.f. framleiöir rennu- bönd, rennur og niðurföll, kjöljárn og hvers- konar kantjárn eöa ál fyrir þök. Klippum og beygjum hvers konar málma 3 mm þykkt og þynnra í 3 m lengd. Önnumst smíöi og uppsetningar á loftræsi og hitunarkerfum o.fl. o.fl. Byggið á reynslu okkar. Leitiö tilboöa. Leitið upplýsinga BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HE SIGTÚNI7 • PÓSTHÓLF 742 • SÍMI 29022 Nýttog myndarlegt hefti afGrúski Fyrir fáum dögum kom út nýtt hefti af Grúski, tímariti fyrir safnara. Er það hið fimmta í röðinni eða 1. tbl. 3. árgangs. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að setja tölu heftisins á kápu, og fer vel á því. Þetta auðveldar kaupendum bæði að halda ritinu til haga í réttri röð og eins að átta sig á, hvort eitthvert hefti skyldi vanta í röðina. Hér er því um verulega bragarbót að ræða, þó að í smáu sé. Hitt man ég svo frá þeim tíma, er ég sat í ritnefnd blaðsins, að við fengum nokkra gagnrýni fyrir það að geta ekki um útgáfumánuð. Mætti alveg að ósekju setja hann með líka, enda þótt það sé að mínum dómi ekkert aðalatriði. Ytri frágangur ritsins er svipaður og áður og pappír vandaður. Prentun er víðast mjög góð, en þó hefur eitthvert óhapp hent á 5. bls., því að stafir koma ekki nógu skýrt fram í einhverjum hluta upplagsins. Ég segi hluta, því að ég hef séð eitt hefti, þar sem ekkert er að. Þetta eru vissulega smámunir en í vandaðri prentun á slíkt helzt ekki að koma fyrir. Efni Grúsks er mjög fjöl- breytt, og er vonandi, að hinir nýju forsjármenn ritsins geti haldið áfram í sama eða svipuðu horfi með næstu hefti. Énda þótt flestir lesendur þessa þátt- ar fái ritið í hendur, langar mig engu að síður til að rekja hér efni þess í aðalatriðum, og fara jafnframt nokkrum orðum um það, þar sem tilefni gefst til. Hér vil ég gjarnan koma því að til þeirra, sem fá ekki ritið reglulega, að þeir geta gerzt áskrifendur að því, þótt þeir séu ekki félagar í aðildarfélögum Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara. Þarf ekki annað en snúa sér til L.I.F., en utanáskrift þess er: Pósthólf 5530, 125 Reykjavík. Ég hef lesið allar greinar þessa heftis og hafði ánægju af. Ritstjórinn, Hálfdán Helgason, fylgir heftinu úr hlaði með greinarkorni eða ritstjórnar- grein, sem nefnist Ofarlega á baugi. Ræðir hann þar m.a. um hóflega frímerkjaútgáfu íslenzku póststjórnarinnar á ári hverju og þakkar það. Taka áreiðanlega allir safnarar undir þetta með honum. Gerir H.H. þar samanburð við næstu nágranna okkar. Enda þótt við íslendingar séum þar neðstir á blaði, má ekki gleyma því, að við erum einnig langfæstir áð höfðatölu og þörfin hér því ekki eins brýn og með stórþjóðum. Þá gerir H.H. samanburð á útgáfu minningarfrímerkja af alls konar tilefni og svo því, sem hann kallar brúkunarmerki. Satt bezt að segja finnst mér erfitt að greina hér á milli, enda fæ ég tæplega annað séð en íslenzka póststjórnin hafi á undanförnum árum gefið út nær eingöngu minningarfrímerki til allra sinna þarfa. Ef litið er t.d. á árin 1976—1978, kemur þetta í ljós. Árið 1976 komu út sjö frímerki og allt minningar- merki, því að ég tel Evrópu- frímerkin í þeim hópi. Árið 1977 urðu frímerkin sjö og öll í þessum flokki, og á síðasta ári komu út ellefu frímerki. Vil ég líta eins á þau, því að flokkurinn Merkir Islendingar er einmitt gefinn út til að minnast manna, sem skarað hafa fram úr í einhverri grein. H.H. talar um brúkunarmerki. Þetta orð finnst mér ekki nógu heppilegt, enda eru öll frímerki brúkunarmerki, ef svo vill verkast! Þá hafa og ýmsir heldur horn í síðu so. að brúka og no. brúkun og vilja hér hafa nota og notkun. En að því slepptu, kysi ég heldur að tala um hversdagsfrímerki og minningarfrímerki. Má þar minna á orðið hversdagsbréf, sem ýmsir eru nú farnir að nota sem þýðingu á því, sem kallað er brugsbrev á dönsku. Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Þá þykir mér vænt um niður- lagsorð þessarar ritstjórnar- greinar þar sem þess er óskað, að íslenzka póststjórnin gefi út enn fleiri grafin frímerki og henni jafnframt bent á að leita til hins mikla meistara í þeirri grein, C. Slania. Er vonandi, að útgáfunefnd póststjórnarinnar íhugi þetta í fullri alvöru í sambandi við næstu útgáfur. Grein Sigurðar Þormar og Tore Runeborg um þriggja hringa númerastimpilinn 236 er mjög áhugaverð og niðurstaðan um notkun hans „til bráða- birgða" á Flögu í Skaftártungu 1931—1936 mjög sannfærandi. Þarf áreiðanlega sterk rök til að hnekkja niðurstöðu þeirra félaga. Grein Þórs Þorsteins um frímerkingarvélar er mjög fróð- leg og skýringarmyndir af stimplunum mjög gagnlegar. Koma þær ótrúlega vel út, þótt helzt til litlar séu. Sigurður H. Þorsteinsson á þarna grein, sem nefnist: Skráning ritaðra póststimpla. Þar fjallar hann um blek- ógildingar, sem hann þekkir, í stimplunar. Rekur hann svo þær ógildingar, sem hann þekkir í stafrófsröð póststöðvanna. Slík samantekt sem þessi er mjög gagnleg. Hitt er svo rétt, sem höf. segir, að erfitt er að full- rannsaka þetta svið, því að blekógilding frímerkja hefur verið gerð af ýmsum ástæðum á liðnum hundrað árum. SHÞ vitnar í auglýsingu amt- manns frá 31. 10. 1872, þar sem heimilað er að ógilda frímerki með bleki. Hér hlýtur höf, að eiga við Leiðarvísi fyrir bréf- hirðingarmenn, sem undirritað- ur er af stiftamtmanni þennan sama dag. Þar segir berum orðum í 8. gr., að bréfhirðingar- maður skuli ónýta „frímerkin á öllum þeim sendingum, sem færðar verða á póstlista til annarra bréfhirðingastaða, ann- aðhvort með þar til gjörðum stimpli eða með 2 blekstrikum í kross yfir þau“. Aftur á móti skyldi póstafgreiðslumaður ónýta frímerkin á þeim bréfum, sem áttu að fara til næsju póstafgreiðslu. Þetta ákvæði um blekógildingu er vel skiljanlegt, því að bréfhirðingar fengu enga stimpla í upphafi, heldur ein- ungis póstafgreiðslurnar. Var þess vegna engin önnur aðferð til en blekkrossinn til ógildingar á þeim frímerktu bréfum, sem fóru ekki um póstafgreiðslur, heldur aðeins milli bréf- hirðingastaða. Einhver misskilningur er það hjá SHÞ., þegar hann segir, að Eskifjörður hafi fengið sérstak- an póststimpil í janúar 1873. Þangað kom ekki sérstakur stimpill fyrr en 1880, þegar póstafgreiðsla var sett þar á fót. Fyrir því eru nægar heimildir, m.a. í hinni frábæru bók Sir Athelstan Caröe Icelandic Posts 1776-1919, 58. bls. I Grúski er svo þýðing á ágætri grein eftir Folmer Dstergaard verkfræðing, sem birtist á liðnu ári í Nordislc- Filatelistisk Tidsskrift, þar sem hann rekur póstburðargjöld á íslandi 1876-1977. Er mikill fengur í þessari grein fyrir alla þá, sem safna íslenzkum hvers- dagsbréfum, því að hér má bera slík bréf saman við burðar- gjaldstaxta á hverjum tíma. Þá er í heftinu ein grein, sem sérstaklega er fyrir mynt- safnara, og fer vel á því. Fjallar greinin um vörupeninga, sem vesturíslenzkur kaupmaður, Helgi Einarsson frá Neðranesi í Mýrasýslu, notaði í viðskiptum í Kanada í byrjun aldarinnar. Höfundur greinarinnar er Snær Jóhannesson, en henni fylgja ágætar myndir af mynt og seðl- um Helga. Ymiss konar smælki er í heftinu, sem varðar frímerki og söfnun þeirra. Birt er mynd af handskrifuðum innkaupalista Ditlevs Thomsens, kaupmanns í Reykjavík, sem hann hefur sent út á bréfspjaldi 1889. Jafnframt er til samanburðar birt verðskrá af öðru bréfspjaldi, og mun hún nokkrum árum eldri. Vitað er, að Ditlev Thomsen tók að verzla með frímerki innan fermingar eða aðeins fyrir 1880. Er því trúlegt, að enn eldri innkaupa- listar frá honum eigi eftir að koma í leitirnar. Er gaman að fá myndir af slíkum listum í Grúski. Þá er einnig fengur í myndum af gömlum auglýsing- um um kaup og sölu frímerkja, en ég veit, að þær eru til í íslenzkum blöðum frá því fyrir aldamót. Reynt hefur verið að láta þessa frímerkjaþætti koma út hálfsmánaðarlega síðan í haust og þá á laugardegi. Hefur þetta tekizt nokkurn veginn. En á stundum getur það viljað til, að annað efni sé talið brýnna, og þá verður þátturinn að víkja og bíða næsta dags. Ég mun hins vegar reyna að sjá svo um, að þættirnir birtist annaðhvort á laugardegi eða sunnudegi. Þá vil ég geta þess, að á stundum getur farið svo, að ógerlegt verði að halda sig við hálfsmánaðar- markið. Fer það vitaskuld eftir efni og annríki þess, sem um þáttinn sér. Þótt næsta ósenni- legt sé, gæti jafnvel farið svo, að ekki liði nema vika milli ein- hverra þátta. Þetta gerist nú samt tæplega, nema velviljaðir lesendur sendi þættinum efni til birtingar og leggist þannig á árar með mér og létti undir róðrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.