Morgunblaðið - 11.02.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
47
HAFRÉTTARRÁÐSTEFNUNNI FRAM HALDIÐ í NÆSTA MÁNUÐI:
.........
■
Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verður fram haldið í næsta mánuði. Hefst hún á ný hinn
19. mars í Genf í Sviss. Það sem einkum verður fjallað um á þessu næsta stigi ráðstefnunnar eru
réttindi strandríkja utan 200 mílna markanna, en um 200 mílurnar sjálfar er nú ekki lengur
deilt, þær eru orðnar viðurkennd staðreynd. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir
helstu stefnum sem nú eru uppi í þessum efnum, einkum með tilliti til þeirra umræðna sem hér
hafa orðið að undanförnu um réttindi íslendinga við Jan Mayen.
írska kenningin
og sú rússneska
Núna eru einkum uppi tvær
megin kenningar um réttindi ríkja
utan 200 mílna markanna, írska
kenningin og rússneska kenningin.
Báðar þessar kenningar eru tillög-
ur sem fjalla um þau réttindi sem
strandríkjum ber utan 200 mílna
markanna, það er hvað snertir
réttindi á hafsbotninum. Með
hafsbotninum er átt við hafsbotn-
inn sjálfan, þau auðæfi sem á
honum eru og í, og einnig réttur til
nýtingar á öllum þeim sjávardýr-
um sem eingöngu færa sig úr stað
með snertingu við hafsbotninn.
Þar er til dæmis um að ræða
krabba og skeldýr.
frska tillagan er raunverulega
tvíþætt, en í báðum tilvikum er um
að ræða ákvörðunarrétt strand-
ríkja utan svokallaðs brekkufótar
landgrunns.
Sú tillaga sem nánast eingöngu
kæmi til álita fyrir íslendinga
miðast við réttindi ríkja 60 mílur
út frá brekkufæti.
Hin tillagan er miðuð við að
þykkt setlaga út frá landi ákvarði
hversu langt réttindi viðkomandi
ríkis á haf út á að vera. Því
þykkari sem setlögin yrðu, því
lengra frá landi ætti viðkomandi
ríki réttindi eða tilkall til hafs-
botnsins.
Irska tillagan gerir ráð fyrir því
að strandríki geti valið þann hluta
tillögunnar sem hagstæðari sé
fyrir viðkomandi ríki í hverju
tilviki.
Rússneska tillagan er nokkuð
annars eðlis. Hún gengur fyrst og
fremst í þá átt að takmarka það
svæði sem strandríki getur fengið
með þessum hætti, við 100 mílur út
frá 200 mílum. Þessi kenning er
því í raun aðeins 100 mílna viðbót
við 200 mílurnar eða hreinlega 300
mílna réttindi til hafsbotnsins.
Jarðfræðilega
eðlilegt framhald
Þær umræður sem nú fara í
hönd á Hafréttarráðstefnunni
munu sem sagt fjalla um réttindi
ríkja til umráða á hafsbotninum.
Er þá venjulega talað um „natural
prologations", eða „jarðfræðilega
eðlilegt framhald" viðkomandi
strandríkis.
Þau svæði sem einkum geta
talist áhugaverð frá sjónarhorni
Islendinga, eru fyrst og fremst
vestur af Rockallhásléttunni og
svæðið suður af Jan Mayen,
austurjaðarinn af Islensku há-
sléttunni. Einnig kæmi til álita
Reykjaneshryggurinn til suðvest-
ur.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur fengið hjá
Guðmundi Pálmasyni jarðeðlis-
fræðingi hjá Orkustofnun er haf-
svæðið norðaustur af Islandi jafn-
an nefnt „Islenska hásléttan“ eða
„Iceland Plateau". — Um það er
enginn ágreiningur meðal jarð-
fræðinga. Norðarlega á þessari
neðansjávarhásléttu er Jan
Mayen. Situr Jan Mayen þar ofan
á hásléttunni, og er ekki á neinn
jarðfræðilegan eða landfræðilegan
hátt tengdur Noregi.
Svæðið við Rockall og Hatton
Bank er ekki landfræðilega tengt
Bretlandi, heldur miklu frekar
Færeyjum, og er einnig hugsanlegt
að ísland geti átt þar réttindi, frá
jarðfræðilegu sjónarmiði séð.
Landrek, tilurð svæðanna
Svæðin báðum megin Reykja-
neshryggjarins hafa orðið til við
gliðnun. Hefur hún byrjað fyrir
um það bil 60 milljónum ára.
Jarðfræðilega séð tilheyra því
svæðin báðum megin Reykjanes-
hryggnum, en hann liggur norður í
gegnum ísland og norður fyrir
landið þar sem nefnist Islenska
hásléttan.
Hryggurinn þar fyrir norðan,
sem gengur suður frá Jan Mayen,
var hins vegar einu sinni hluti af
grænlenska landgrunninu, og er
eldri en sjálf hásléttan. Hann
hefur því nokkra jarðfræðilega
sérstöðu, en situr eigi að siður á
Islensku hásléttunni. Botn hafsins
á þessu svæði hefur verið kannað-
ur, með endurkastsmælingum og
einnig hafa verið boraðar þar
þrjár, fjórar holur til að kanna
bergið. Hafa þessar athuganir leitt
í ljós að Jan Mayen-hryggurinn
var hluti grænlenska landgrunns-
ins áður en landrek hófst.
Jarðfræðilega er Jan Mayen því
ekki tengd Noregi á nokkurn
hátt. að sögn Guðmundar Pálma-
sonar jarðeðlisfræðings. Á þeim
forsendum geta Norðmenn því
ekki gert neinar kröfur til Jan
Mayen. Mun meira dýpi er á milli
Noregs og Jan Mayen en á milli
Islands og Jan Mayen, eða um 1500
metra meira dýpi.
Samkvæmt upplýsingum
Guðmundar Pálmasonar eru
Rockall- og Hatton-svæðin jarð-
fræðilega svipuð og landgrunn
Bretlands. Landrek hefur byrjað
fyrir ævalöngu milli Rockall og
Bretlands, en stöðvast aftur. Þá
klofnaði þetta svæði frá Norðvest-
ur-Evrópu, og nær það að öllum
líkindum á móts við Færeyjar. Að
sögn Guðmundar er ekki alveg
ljóst hve langt þessi spilda nær, en
þó er talið að Færeyjar sitji ofan á
umræddu svæði.
Jarðfræðilega séð ættu Færey-
ingar því að geta gert tilkall til
Rockall-Hattonspildunnar, jafnvel
með meiri rétti en Bretar og Irar,
þar sem breitt úthafssvæði skilur
Bretland frá Rockall-Hattonsvæð-
inu.
Sjá næstu
síður íA
er a
Islensku neðan>
sjávarhásléttunni
á engan
Noregi
jarðfræði- eði
Rockall nær því
að tilheyra
Færeyjum jarð-
fræðilega og 1»
landfræðilega