Morgunblaðið - 11.02.1979, Síða 17
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
49
ísland og auðæfi
hafsbotnsins
Geta íslendingar
gert tilkall til
Hattonsvæðisins?
F'jarlægðarlega séð, samkvæmt
rússnesku kenningunni, geta Is-
lendingar gert tilkall til Hatton-
svæðisins. En hafdýpið þar á milli,
það er Islands og Hatton bank,
veldur hins vegar nokkrum vafa.
Þar er raunverulega komið út fyrir
iandgrunn Islands, en þó er ekki
alveg Ijóst hvort landgrunnið nær
nægilega langt út frá suðaustur-
horni landsins.
Setlögin á Rockallsvæðinu geta
tæplega verið komin frá Irlandi.
Þau eru frekar upprunnin frá
Norðursjó, að því er Guðmundur
Pálmason jarðeðlisfræðingur tjáði
Morgunblaðinu. Hann kvað þó
erfitt að segja til um uppruna
setlaga almennt. Þau gætu verið
komin víða að, og erfitt að henda
nákvæmar reiður á hvaðan þau
eru ættuð í flestum tilvikum.
Fyrir sunnan Island er einnig að
finna allmikil setlög, sem talið er
að séu til orðin vegna framburðar
íslenskra fallvatna, og slík setlög
er raunar einnig að finna fyrir
norðaustan, á hásléttunni.
Telja verður líklegt að umrædd
setlög geymi einhverja verðmæta
málma eða önnur efni, svo sem
jarðgas eða olíu, en þó varla í
miklum mæli vegna þess hversu
ung þessi svæði eru.
Það sem veldur því að setlögin
fyrir sunnan ísland munu ekki
nýtast samkvæmt írsku kenning-
unni, er að dýpra hafsvæði er á
milli sem fyrr segir. Koma setlög-
in því ekki í beinu framhaldi af
landgrunninu, og að sögn
Guðmundar Pálmasonar munu
þau því ekki verða til að íslending-
ar geti gert tilkall til
Rockall-Hattonsvæðisins. Slík set-
lög verði sennilega seint notuð sem
grundvöllur kröfugerðar á hafs-
botni.
Tilurð svæðanna
norðan Jan Mayen
Jarðfræðilegur uppruni svæð-
anna fyrir norðan Jan Mayen er
mun flóknari saga en tilurð
Reykjanesshryggjarins, sem að
framan greinir. Er það fyrst nú á
síðustu árum sem vísindamenn eru
að gera sér grein fyrir sögu þess
svæðis.
Upphaflegur rekás milli Noregs
og Grænlands er hinn svonefndi
Ægishryggur. Það rek sem hann
var miðjan í stöðvaðist fyrir um
það bil 25 milljónum ára.
Þá hliðraðist rekásinn, og kom
upp á milli Jan Mayen og Græn-
lands. Sleit þessi nýi rekás land-
reksins raunverulega Jan Mayen
frá Grænlandi. Er þar komin
skýringin á jarðfræðilegum skyld-
leika Jan Mayen og Grænlands. —
Landfræðilega er Jan Mayen hins
vegar á íslensku hásléttunni eins
og fyrr segir.
Djúpið sem er inni á íslensku
hásléttunni myndaðist síðan við
annað stig gliðnunarinnar, en
þriðja stig gliðnunarinnar er síðan
þegar gliðnunarásinn flyst aftur
og enn til vesturs, þar sem hann er
nú.
Samkvæmt þessu eru því viss
rök fyrir því að jarðfræðilega séð
séu Jan Mayen og Island skyld,
enda er þessi óregla í gliðnuninni
einnig fyrir hendi uppi á landi hér
á íslandi.
Einhverntíma í
fjarlægri framtíð
Það er skoðun Guðmundar
Pálmasonar jarðeðlisfræðings,
sem verið hefur íslensku sendi-
nefndinni á Hafréttarráðstefnunni
til ráðuneytis, að þau svæði sem
hér að framan hefur verið fjallað
um, muni ekki koma okkur íslend-
ingum til góða í náinni framtíð.
Hér sé um að ræða svæði sem ekki
muni nýtast til efnahagslegs ábata
fyrir okkur sem nú lifum.
Með núverandi tækni er ekki
fyrirsjáanlegt að við gætum nýtt
olíu eða gas á Jan Mayen-svæðinu,
vegna dýptar þess. Þar er hafdýpi
um 1500 metrar, sem er of mikið
til að unnt sé að ná þar upp olíu þó
finnast kunni.
Guðmundur hefur þó lýst þeirri
skoðun sinni, að eðlilegt og sjálf-
sagt sé fyrir Islendinga að vinna
að þessum málum, enda geti ýmis-
legt komið þar upp síðar sem
Islendingum gæti orðið akkur í.
Nauðsynlegt sé að hafa augun opin
og leita réttar Islendinga í um-
ræddum svæðum jafnvel þó nú
liggi ekkert endanlega fyrir um
hagnýtt gildi þess.
Hvaða verðmæt efni?____________
Ekki liggur ljóst fyrir hvaða efni
er að finna á þessum svæðum sem
getið hefur verið. Þó er ljóst að
olía og jarðgas eru þar ofarlega á
blaði.
Þá hafa einnig heyrst raddir um
að hugsanlega megi vinna ýmsa
málma á hafsbotninum, svo sem
málmgan, nikkel og kopar. Fyrir
nokkrum árum var bandaríski
auðkýfingurinn Howard Huges
með hugmyndir um að nýta
málma af hafsbotni. Er víða að
finna fremur smáa berghnullunga
sem liggja lausir á yfirborði botns-
ins, og var Huges með hugmyndir
um að „ryksuga" þá upp í skip.
Berghnullungar af þessu tagi
munu einkum vera við strendur
Ameríku, Kyrrahafsströnd.
Af þessum bergtegundum og
málum er malmgan einna líklegast
til að geta orðið til hagnýtrar
vinnslu. Það er mjög hlutfallslega
mikið í berginu, eða allt að 30% á
móti 1% hjá til dæmis kopar og
nikkei. Málmgan er notað í ýmis-
konar iðnaði, einkum til að blanda
í járn og fleiri málma.
Líklegustu svæðin
Nýlega var gerð í Bretlandi, á
vegum einkaaðila, yfirlitsskýrsla
um hvaða svæði á hafsbotninum
umhverfis Island verði að teljast
áhugaverðust til frekari könnunar
til olíuvinnslu. Það voru fyrir-
tækin General Exporotion
Company og J.E.B.O.C. sem þessa
könnun gerðu, og hefur hún verið
send til íslenskra aðila, meðal
annars Orkustofnunar.
Samkvæmt þessari skiptingu
hinna bresku aðila á landgrunninu
við Island (aðeins er um að ræða
svæðið innan 200 mílnanna), er
svæðið norðaustur af Islandi lang
áhugaverðast, en það er einmitt
það svæði sem skyldast er Jan
Mayen hryggnum. Áhugaverðu
svæðunum skiptir Bretinn annars
í fimm flokka, eftir því hve líklegt
megi telja að þar sé að finna
verðmæt efni, í þessari röð:
1. Svæði fyrir norðaustan land,
út við 200 mílna mörkin.
2. Svæði fyrir norðaustan land,
nær landi, innan við 1. svæði.
3. Svæði nálægt landi, suður af
landinu.
4. Svæði fyrir vestan land.
5. Svæði út af norðanverðum
Vestfjörðum.
Þessi svæði eru sem fyrr segir
einskorðuð við 200 mílna mörkin,
og koma því Jan Mayen og
Rockall/Hatton þar ekki til álita.
Mikilvægi
skýrslusamantektar
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið, að mjög mikilvægt
væri að taka saman eins vel og
unnt væri allar fáanlegar skýrslur
og upplýsingar um núverandi
„stöðu þekkingar" á hafsvæðinu í
grennd við landið, sem hugsanlega
gætu orðið Islendingum til fram-
dráttar og til að bæta stöðu
fulltrúanna á Hafréttarráðstefn-
unni.
Þessi mál munu nú vera til
athugunar bæði í iðnaðarráðu-
neytinu og utanríkisráðuneytinu,
en nauðsynlegt mun reynast að
veita fjárstyrk til vinnu af þessu
tagi, en nú er aðeins röskur
mánuður þar til hafréttarráð-
stefnan kemur saman á nýjan leik
eins og að framan greinir.
Rússneska
kenningin hagstæðust
Ekki mun vera algjör samstaða
um það hvaða kenning eða tillaga
af þeim sem uppi eru á hafréttar-
ráðstefnunni kæmi sér best fyrir
íslendinga.
Guðmundur Pálmason hefur þó
kynnt fulltrúum í sendinefnd Is-
lands á hafréttarráðstefnunni, að
rússneska kenningin sé að hans
mati hagstæðust okkur.
Byggir hann það á því að hún er
bæði hjálpleg til að gera tilkall
utan 200- mílna markanna, og
jafnframt takmarkar hún mögu-
leika Breta á því að teygja sig út á
Rockall-Hattonsvæðið. — Um leið
og hún hjálpar okkur íslendingum
heftir hún Breta.
Norðmenn á Jan Mayen
Eins og greinir hér að framan
eiga Norðmenn engan jarðfræði-
legan né landfræðilegan rétt til
Jan Mayen. Menn komu fyrst til
Jan Mayen árið 1922 er Norðmenn
settust þar að. Bandarískur
auðmaður kaupir Jan Mayen síðan
árið 1924, en hinn 8. maí árið 1929
gerir Noregur Jan Mayen síðan að
annexíu sinni.
- AH.
Kort af hafsbotninum á norðurhveli, frá vestri frá
Grænlandi og í austur til Noregs og suður í Atlantshaf.
Á kortinu sést vel Reykjaneshryggurinn, og hvernig
hann fer yfir ísland, og bæði í boga í suður og í norður
þar sem er íslenska hásléttan. Jan Mayen er á henni, en
ekki á neinn hátt tengdur Noregi eins og vel sést.
Þá sjást bláleit svæði suður af íslandi, sem eru setlög
mynduð af framburði íslenskra áa. Á milli þeirra og
landgrunnsins er hins vegar dýpra hafsvæði, þannig að
setlögin koma ekki í beinu framhaldi af landgrunninu.
Á kortinu sést Rockallhásléttan einnig mjög vel, og
einnig að hún tengist ekki landgrunni Bretlands eða
írlands.