Morgunblaðið - 02.03.1979, Síða 1
64 SÍÐUR
51. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Prentsmiðja Morg'unblaðsins.
Carter lagði
hart að Begin
Washington, 1. marz. AP. Reuter.
VIÐRÆÐUR ÞEIRRA Jimmy Carters Bandaríkjaforseta og Menach-
em Begins forsætisráðherra Israels hófust þegar eftir komu Begins til
Bandaríkjanna í gærkvöldi og var húist við því að Carter myndi leggja
mjög hart að Begin með að gefa eftir í kröfum sínum svo að
grundvöllur skapaðist fyrir frekari viðræðum fulltrúa ísraelsmanna
og Egypta.
Haft var eftir blaðafulltrúa
Carters fyrir komu Begins að
horfur á því að samningar tækjust
væru ekki bjartar, Carter myndi
hins vegar ræða öll vandamál sem
upp væru komin í deilunni við
Begin af fullri hreinskilni. Mætti
því búast við því að línurnar yrðu
nokkuð farnar að skýrast í fyrra-
málið.
í ísrael voru skoðanir mjög
skiptar um hvort árangur yrði af
för Begins. Moshe Dayan utan-
ríkisráðherra gagnrýndi Begin
mjög harðlega fyrir þvergirðings-
hátt sem gæti haft varanlegar
afleiðingar. I sama streng tók Ezer
Weissmann varnarmálaráðherra.
Kókið hefur hafið innreið sína í Kína. Þessir ungu menn voru viðstaddir formlega opnun
bandaríska sendiráðsins í Peking í dag og skáluðu að sjálfsögðu í kóki. Símamynd AP.
Geysilegur mannfjöldi
Ekki breytinga
að vænta á Spáni
Madrid, 1. marz. AP. Reuter.
ÞRÁTT FYRIR óhagstætt veður
víða á Spáni í dag. snjó og
rigningu, fjölmenntu kjósendur
að kjörborðinu til að kjósa til
þings landsins í fyrsta sinn cftir
að hin nýja stjórnarskrá Spánar
tók gildi á síðasta ári.
Skoðanakannanir síðustu daga
benda þó til þess að kjörsókn
verði lægri en í kosningunum
1977 og muni það koma Mið-
flokkasambandi Suarezar til
góða, en haft hefur verið eftir
forystumönnum sambandsins að
öll aukning á kjörsókn myndi
fara til stjórnarandstöðunnar.
Um miðjan dag höfðu um 20%
þeirra sem á kjörskrá eru neytt
réttar síns til að kjósa til hinna
l 350 þingsæta í þinginu. Fyrir
kosningar hafði Miðflokkasam-
bandið 158 þingsæti á móti 125
þingsætum sósíalista og nokk-
urra smáflokka sem þeim eru
hliðhollir.
Samkvæmt skoðanakönnun
sem gerð var í gær mun Suarez
halda sínu en ekki ná hreinum
meirihluta eins og hann hafði
gert sér vonir um.
fagnaði Khomeini í Qom
Qom, Teheran, 1. marz. AP. Reuter.
AYATOLLAH Khomeini trúar-
leiðtogi íranskra múhaméðstrúar-
manna sagði í dag á geysifjölmenn-
um útifundi í borginni Qom að öllu
þjóðskipulagi landsins yrði gjör-
brcytt að íslamskri fyrirmynd, allt
frá bönkum til þjóðfána landsins.
Þetta var í fyrsta sinn sem
Verður
Bhutto
náðaður?
Islamabad, Pakistan. 1. marz. AP.
MOHAMMED Zia UI-Haq
forseti Pakistans sagði á
fundi með fréttamönnum
í dag að hann sæi ekkert
réttlæti í því að milda
dauðadóminn yfir Zul-
fikar Ali Bhutto. fyrrver-
andi forsætisráðherra
landsins, í ævilangt fang-
elsi eins og kröfur væru
uppi um.
Haq sagði að þrátt fyrir
þessa skoðun sína myndi hann
á næstunni íhuga vel málið sem
æðsti maður landsins. Þá gagn-
rýndi hann harðlega þá aðila,
sem hann sagði reyna að gera
glæpamál eins og Bhuttos að
pólitísku þrætuepli, slík mál
ættu ekkert skylt við stjórn-
mál.
Khomeini kemur til borgarinnar
heiiögu frá þvf hann sneri heim úr
útlegðinni og fögnuðu honum
hundruð þúsunda manna við
komuna þangað.
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út
hjá æstum lýðnum þegar Khomeini
sór þess dýran eið að eyða fyrir fullt
og allt öllum vestrænum áhrifum í
landinu, jafnframt því sem hann
notaði tækifærið til að hvetja fólk
til að kjósa í kosningunum 30. marz
n.k. þegar borið verður undir kjós-
endur hvort stofna skuli íslamskt
lýðveldi. — „Við viljum hvorki
lýðveldi að vestrænum hætti né
alþýðulýðveldi að hætti
kommúnistaríkja," sagði Khomeini
ennfremur.
Khomeini sagði að kosningarnar
yrðu algerlega frjálsar þannig að
fólk „gæti kosið einveldi keisarans"
ef það vildi án þess að „hróflað" yrði
við því.
Frá Teheran, höfuðborg landsins,
bárust þær fréttir í dag að þrír
fyrrverandi félagar í öryggissveitum
landsins hefðu verið teknir af lífi
eftir að þeir höfðu verið dæmdir til
dauða fyrir að hafa banað nokkrum
andstæðingum keisarans í átökum
fyrir skömmu. Það var íslamskur
byltingarréttur sem kvað upp
dóminn.
Carmen Franco ekkja einræðisherrans fyrrverandi kemur á
kjörstað í Madrid í morgun og eru skilríki hennar skoðuð áður en
hún fær atkvæðascðilinn afhcntan.
Símamynd AP.
Kínverjar vilja setjast að
samningaborði hið fyrsta
Afhentu sendiherra Vietnam formlega beiðni um viðræður
Peking. Tokyo, Bangkok, Moskvu. 1. marz. AP. Reuter.
KÍNVERSKA ríkisstjórnin fór þcss formlega á leit við sendiherra Víetnams í Peking í dag að fulltrúar
landanna tækju upp viðræður svo fljótt sem auðið væri til að ná sáttum í landamæradeilu þeirra. Gerðu
Kínverjar það að tillögu sinni að aðstoðarutanrikisráðherrar landanna yrðu fulltrúar þeirra í fyrstu umfcrð.
Li Hsien Nien, einn aðstoðarfor-
sætisráðherra Kína, sagði í Bang-
kok í dag, að Kínverjar hefðu þegar
eytt mörgum víetnömskum her-
fylkjum og gert mikið magn vopna
upptækt og væru um það bil að ná
takmarki „refsiherferðar“ sinnar
inn í Víetnam. Víetnamar segja
hins vegar ekkert lát vera á bardög-
im sem geisi víða í landinu, sérstak-
lega sé hart barist við bæinn Long
Son.
Utvarpið í Hanoi sagði í dag að
frá upphafi stríðsins hefðu Víet-
namar felit um 27 þúsund Kínverja
og eyðilagt a.m.k. 200 skriðdreka.
Þessar tölur Víetntma hafa ekki
fengist staðfestar, en fréttaskýr-
endur í Bangkok sem fylgjast með
átökunum segja, að auðsætt sé að
Víetnamar hafi orðið fyrir mun
meiri skakkaföllum frá upphafi
heldur en Kínverjar. Þá benda þeir
á mikla liðsflutninga Víetnama frá
Kambódíu til landamæranna við
Kína sem sé ótvírætt merki þess að
skakkaföll þeirra séu meiri en búist
hafði verið við.
I Moskvu var haft eftir Alexei
Kosygin forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna að innrás Kínverja væri
villimannleg og sýndi glöggt heims-
valdastefnu þeirra, jafnframt því
sem hann varaði Kínverja við því að
ráðast inn í grannríki Víetnams,
Laos. Ennfremur var haft eftir
forsætisráðherranum að Víetnamar
yrðu ekki skiidir eftir hjálparlausir
ef bardagarnir drægjust verulega á
langinn.