Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 4

Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 rÞakkarorð ' Öllum þeim naer og fjær, sem glöddu mig á sjötugsafmælinu 16. febrúar síðastliðinn með skeytum, heimsóknum og gjöf- um, sendi ég innilegar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Kristjana S. Jósefsdóttir, ^^^^^^r^Raufarhöfn^ Tréklossar Dömu og herra- klossar. Nýjar geröir. Póstsendum Mynd um ferð páf a til Mexíkó „Þetta eru svipmyndir sem fjalla um för Jóhannesar Páls páfa til Mexíkó á þing biskupa í róm- önsku Ameríku. Myndin lýsir vel móttökunum í Mexíkó og þeim miklu fagnaðarlátum sem urðu þegar páfi kom þangað." Þannig mælti Ingi Karl Jóhannesson í spjalli við Mbl. Hann er þýðandi og þulur breskrar fréttamyndar um ferð páfa til Mexíkó fyrir skömmu, en myndin er á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.35. „Myndin fjallar um þau viðhorf sem eru uppi á teningnum í róm- önsku Ameríku, sérstaklega með tilliti til stjórnmálaástandsins í þessum löndum. Hvaða afstöðu kirkjan eigi að taka, hverjar henn- ar skyldur eru o.þ.h. I myndinni er farið nokkrum orðum um þau grundvallarsjónarmið sem þarna liggja að baki.“ Meðfylgjandi mynd er úr heim- sókn páfa til Mexíkó. Útvarp í kvöld kl. 22.05: „ Ameríkubréf ” í útvarpi í kvöld kl. 22.05 hefur Hjörtur Pálsson lest- ur úr bókinni „Gelgjuskeið“ eftir Ivar Lo-Johansson, og nefnist kaflinn Ameríku- bréf. „Bókin er fyrsta bindi af endurminningum Ivars Lo-Johanssons,“ sagði Hjörtur er hann var inntur nánar, „en hún er sjálfstætt verk samt sem áður og hægt að lesa hana eina út af fyrir sig, þó manni sýnist hann vera að skrifa ritröð. Fyrir þessa bók fékk Ivar Lo-Johansson bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs nú í ár, sem honum voru afhent í sambandi við þing Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi 20. febrúar. Hiörtur Pálsson Johansson er 78 ára gam- all, afmælisdagur 23. febrú- ar. Þá tók ég saman kafla um hann í útvarpið þar sem ég kynnti höfundinn og verk hans. Hann hefur skrifað yfir 50 bækur á 50 árum og er nú tvímælalaust einhver þekktasti rithöfundur Svía og þar með einhver þekkt- asti rithöfundur á Norður- löndum. Tilheyrir hann kynslóð sænsku öreiga- skáldanna, sem kölluð voru og hösluðu sér völl í sænsk- um bókmenntum á fjórða áratugnum. Johansson hefur skrifað ákaflega mikið um hugar- heim, verkahring og reynslu alþýðufólks, einkum hús- mennskufólks og hjáleigu- bænda í Svíþjóð, sem hann var sjálfur kominn af og Jenny Agutter og Anthony Andrews í hlutverkum si'num í sjónvarps- kvikmyndinni A War of Children — Bræður munu berjast —, sem hefst í sjónvarpi í kvöid kl. 22.00. Sjónvarp í kvöld kl. 22.00: Bræður munu berjast „Bræður munu berjast," bandarísk sjónvarpskvikmynd frá árinu 1972, hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.00. „í myndinni er brugðið upp svipmynd af lífi alþýðufólks í Norður-írlandi og að nokkru leyti lýst þeim hörmungum, sem hafa heltekið þessa frændur okkar í vesturvegi," sagði Bogi Arnar Finnbogason, er hann var inntur eftir myndinni. „Tvær fjölskyldur kynnast af tilviljun í skemmtiferð á strönd- inni og hafa tengst nokkrum vináttuböndum áður en það upp- götvast að þær tilheyra hvor sinni kirkjudeildinni. Þær reyna þó að viðhalda vináttunni með því að hittast á laun um helgar utan alfaravega. Sýnt er hvernig stríð er orðið hluti af daglegu lífi fólksins, bæði barna og fullorðinna. Eng- Útvarp Reykjavik FOSTUDfcGUR 2. marz. 7.00 Veðurfregnir, Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- greinar dagbl. (útdr.). Dag- skrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is iög að eigin vaii. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Si^ríður Eyþórsdóttir les „Aslák í álögum“ eftir Dóra Jónsson (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is lög; — frh. 11.00 Eg man það enn: Skeggi Áshjarnarson sér um þátt- inn. 11.35 Morguntónleikar; Ríkis- hljómsveitin í Berlín leikur Konsert í gömium stíl op. 123 eftir Max Reger; Otmar Suitner stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fyrir opnum tjöldum“ eftir Grétu Sigfúsdóttur. Herdfs Þor- valdsdóttir les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: John Williams, Rafael Puyanan og Jordi Savall leika Sónötu nr. 3 fyrir gítar, sembal og víólu de gamba eftir Rudolf Straube. Félagar úr Vínaroktettinum leika Kvintett í c-moll op. 52 eftir Louis Spohr. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn. Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar“ eftir Erlu Þórdísi Jónsdótt- ur. Auður Jónsdóttir Ieik- kona les (9). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. FÖSTUDAGUR 2. mars 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ferð páfa til Mexíkó Bresk fréttamynd. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Ilelgason. 22.00 Bræður munu berjast (A War of Children) Bandarísk sjónvarpskvik- mynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk Vivien Merchant og Jenny Agutter. Sagan lýsir högum kaþólskrar fjölskyldu í átökunum á Norður-írlandi árið 1972. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.25 Dagskrárlok. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Fróðleiksmolar um ill- kynja æxli. Annar dagskrárþáttur að tilhlutan Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur. Þátttak- endur: Sigurður Björnsson, Þórarinn Sveinsson og Þór- arinn Guðnason. 20.05 Frá franska útvarpinu. Pascal Regé leikur með Frönsku ríkishljómsveit- inni. Píanókonsert mr. 2 í g-moll op. 22 eftir Camille Saint-Saéns; Youri Aron- ovitsj stj. 20.30 Fast þeir sóttu sjóinn. Fjórði og síðasti þáttur Tóm- asar Einarssonar: Kaupa- vinnufólk nyrðra úr ver- stöðvum syðra. — Rætt við Einar Kr. Einarsson fyrrum skólastjóra. Lesarar: Baldur Sveinsson og Snorri Jóns- son. 21.05 Kórsöngur. Kirkjukór Akraness syngur veraldleg lög. Píanóleikari: Fríða Lárus- dóttir. Söngstjóri: Haukur Guðlaugsson. 21.25 Rithöfundur, listmálari og blaðamaður. Kristín Bjarnadóttir ies stuttan pistil um Hans Scherfig eftir Ingu Birnu Jónsdóttur og þýðingu hennar á ritgerð Scherfigs „Um sjálfstæði". 21.45 Samleikur á fiðlu og pí- anó. 22.05 Kvöldsagan: Ameríku- bréf. Hjörtur Pálsson les þýðingu sína á kafla úr minningar- bókinni „Gelgjuskeiði“ eftir Ivar Lo-Johansson. 22.3Ó Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (17). 22.55 Bókmenntaþáttur. Um- sjónarmaður: Anna Olafs- dóttir Björnsson. Rætt við Hjört Pálsson dagskrár- stjóra um bókmenntir í út- varpinu. 23.10 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.