Morgunblaðið - 02.03.1979, Síða 8

Morgunblaðið - 02.03.1979, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 FRÉTTIR frá Washington herma að innan skamms megi búast við því, að Bandaríkja- stjórn leggi til, að hafnar verði samningaviðræður um verndun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Larry Snead, aðstoðarráðu- neytisstjóri fiskimáladeildar bandaríska utanríkisráðuneyt- isins, sagði á blaðamannafundi í Boston 21. febrúar, að Banda- ríkjastjórn myndi leggja til að stofnuð yrði alþjóðleg nefnd þeirra þjóða, sem hagsmuna ættu að gæta í sambandi við laxveiðar. Hér er um að ræða lönd, þar sem lax gengur f ár, svo og lönd sem aðeins hafa hug á að veiða lax í sjó. Bandarísk tíllaga um alþjóðanefnd til verndar Atlantshafslaxinum Mál þetta átti upptök sín á alþjóðaráðstefnunni um N-Atlantshafslaxinn, sem haldin var í Edinborg á Skot- landi í september s.l. Á ráðstefnunni lagði prófessor Donald L. McErnan, við Washingtonháskóla fram tillögu um þetta efni og hlaut hún samþykki allra fulltrúa. Mc- Ernan var um skeið sérlegur ráðunautur bandaríska utan- ríkisráðuneytisins á sviði útilífs og veiða. Ástæðan fyrir áhyggjum manna yfir 'ramtíð laxastofns- ins er einkum sú, að í lok þessa árs verður alþjóðlega NV-Atlantshafsfiskveiðinefndin formiega lögð niður og í staðinn koma N-Atlantshafsfiskveiði- samtökin, NAFO. Hin nýju sam- tök geta ekki gert ráðstafanir til að vernda laxinn, þar sem þau hafa engin lagaleg ítök innan 200 mílna efnahagslögsögu þjóða heims. Þótt margir hafi haft lítið álit á störfum alþjóðlegu NV-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar ICNAF, var það að hennar frumkvæði sem lax- veiðar í sjó við Grænland voru bannaðar öðrum en Græn- lendingum sjálfum, og kvóti settur um veiðar þeirra. Var þannig leyft að veiða 1191 lest af laxi, sem svarar til 350 þúsund laxa. Til samanburðar má geta að í kanadískum ám og vötnum voru á síðasta ári veiddir um 50000 laxar á stöng og í net og á íslandi nam veiðin rúmlega 70 þúsund löxum. í frétt um þetta mál í New York Times fyrir skömmu sagði, að margir sérfræðingar teldu laxinn, sökum lifnaðarhátta hans, vera vel fallinn til alþjóð- legs eftirlits. Mest allur, ef ekki allur lax sem kemur úr ám á Skotlandi, íriandi, Bandaríkjun- um og Kanada, gengur að ströndum Grænlands, þar sem hann dvelst í 1—3 ár og étur rækju, loðnu og aðra smáfiska, áður en hann verður kynþroska og gengur aftur á bernsku- stöðvar sínar til að hrygna. Minna er vitað um uppeldis- stöðvar laxins frá Islandi og Noregi. Gegnum árin hafa deilur löngum verið milli sportveiði- manna, náttúruverndarmanna og sjómanna um veiðar laxins. Sportveiðimenn telja að laxinn eigi aðeins að veiða, er hann hefur gengið í árnar á ný, og víða í þessum löndum hefur miklum fjármunum verið varið til laxeldis og ræktunar til að auka veiði í ánum. Sjómenn Á sl. ári gekk lax í Narraguagusfljótið í Maine í fyrsta skipti í marga áratugi. Netaveiðar undan strönd- um Quebeck. hafa hins vegar haldið því fram, að laxinn sé sjávarfiskur og þeir eigi fullan rétt á að veiða hann, þar sem til hans náist á opnu hafi. Fremstir í flokki þar voru danskir útgerðarmenn og sjómenn, sem um árabil höfðu stundað miklar laxveiðar í sjó undan Grænlandsströndum, þótt Danir eigi sjálfir engar ár, sem lax gengur í. Mikill þrýst- ingur, einkum frá Bandaríkja- stjórn, leiddi til þess að þessar veiðar Dana lögðust af skömmu eftir 1970 og veiðileyfin voru einskorðuð við grænlenzka fiski- menn. Þá tókst sportveiðimönn- um og náttúruverndarmönnum í Kanada að fá stjórnvöld þar til að takmarka mjög laxveiðar í sjó undan ströndum Labrador, Nýfundnalands og Nova Scotia og komu greiðslur í staðinn. Þessi aðgerð hefur haft í för með sér að laxagengd í kana- dískar ár hefur aukizt aftur og einnig er nú lax farinn að ganga aftur 1 bandarískar ár á Austur- ströndinni eftir miklar ræktunaraðgerðir. Áhugamönnum um veiðiskap og náttúruverndarmönnum svíður hve mikið af laxi er drepið í sjó, eftir að lagt hefur verið út í mikinn ræktunar- kostnað til að fá fleiri', laxa í árnar. En á móti kemur það að lax er einn verðmesti fiskur í heimi og því miklar freistingar fyrir menn að afla skjótra tekna með því að drepa hann á upp- eldisstöðvunum og upp við strendur, er hann er að snúa aftur til ánna, sem fóstruðu hann. Skiljanlegt er að áhugamenn um verndun laxins hafi áhyggjur nú er ICNAF-nefndin verður lögð niður, en það er einnig ljóst, að það verður ekki auðvelt fyrir Bandaríkjamenn að fá allar þjóðir til að sam- þykkja tillögur sínar. Mest af laxi, sem veiddur er í sjó, er tekið innan við þrjár mílur frá ströndinni og til þess að stöðva eða draga verulega úr veiðunum er ljóst, að ríkin verða að gera ráðstafanir, sem munu koma illa við þá aðila, er stunda þessar veiðar. í þeirri tillögu, sem Bandaríkjastjórn er nú að bræða með sér, er gert ráð fyrir algeru veiðibanni í sjó innan við 12 mílna mörk frá ströndum landanna. Hvað netaveiðar frá landi varðar, er gert ráð fyrir að aflamagnið verði takmarkað við meðaltal veiðanna 1976—78. Með því að taka þessi þrjú ár til viðmiðunar er talið.að stuðningsmenn tillögunnar geri sér vonir um að geta fengið hana samþykkta á þessu ári, áður en ICNAF-nefndin verður lögð niður. Þá yrði einnig heimild til að auka eða minnka aflakvótann eftir aðstæðum hverju sinni. Verkefni alþjóðlegu laxveiði- nefndarinnar yrði fyrst og fremst að tryggja vettvang vís- indalegra rannsókna á laxi. Þá myndi hún einnig fjalla um hvort takmarka ætti stærð þess lax, sem leyft yrði að veiða, og beita sér fyrir að rannsaka uppruna állra þeirra laxa, sem ganga að ströndum Grænlands. Athyglisvert verður að fylgjast með framvindu þessa máls, en sá aukni skilningur, sem orðinn er milli þjóða heims á nauðsyn þess að vernda fiskstofnana í sjónum gefur vonandi ástæðu til bjartsýni um framtíð konungs vatnafiskanna. Kjarrhólmi Til sölu er 4ra herbergja íbúö á hæö í sambýlishúsi (blokk) viö Kjarrhólma í Kópavogi. Sér þvottahús á hæöinni. Búr inn af eldhúsi. Útborgun 13—14 milljónir. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Árni Stefánsson, hrl. Suöurgötu 4. Sími 14314. Kvöldsími: 34231. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ. LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Þurfum aö útvega m.a. Gott iðnaðarhúsnæði 200—300 ferm. á 1. hæö. Skipholt — Ármúli — nágrenni, er æskilegur staöur. Fleirri staðir koma til greina. Traustur kaupandi, mikil útb. Einbýlishús með 5—6 svefnherb. æskilegir staöir Mosfellssveit, Neöra Breiöholt, Fossvogur, smáíbúöahverfi. í nokkrum tilfellum skiptamöguleiki á minna húsi. Húseign meö tveim sér hæöum. Kjallari og/eða ris má fylgja. Tvær íbúðir í sama húsi 2ja—3ja herb. Aðeins nýlegt og gott húsnæöi kemur til greina. Rúmur afhendingartími, mikil útb. Á Seltjarnarnesi eða í vesturborginni óskast sér eignarhluti, raöhús eöa sér hæö. Skipti möguleg á minna húsnæöi. ALMENNÁ FtSUIGHLSMTÍ LAUGAVEGMISIMAR2115^1370 / Asgeir Gargani: Það er sorgiegt að á meðal okkar skuli vera fólk sem er mótfallið hundahaldi í þéttbýli. Hundurinn hefur fylgt mannin- um frá ómuna tíð. Allt frá því maðurinn lærði að nota sér eldinn höfum við troðið hann fótum, samt er hundirinn eina dýrið sem er vinveitt manninum. „Þar sem maðurinn er þar er hamingja hundsins." Yið vitum öll að vinirnir týna tölunni þegar á reynir en hundur- inn heldur trygglyndi sínu allt til dauðadags. Merkur maður viðhafði þessi orð: „Því meira sem ég kynnist mönnum því meir elska ég hund- inn minn.“ Borgin er ómannúðlegt um- hverfi, göturnar eru malbikaðar og jörðin þakin gangstéttarhellum. Tré sést varla nema í húsagörðum einstaklinga. í þessari mauraþúfu lifa og deyja menn sem keppast um að eignast betri járnhest en nágranninn. Börnin sem fæðast læra aðeins að meta dauða hluti. Ef tvær einmana hræður mætast uppi á öræfum, talast þær við. En ef þær mætast á götu í borg yrða þær ekki hvor á aðra. Fullt af fólki í Reykjavík hefur einangrast og þjáist af einmanakennd, flest sjálfsmorð er af þeim toga spunnin. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólki, sem býr eitt er hættara við hjartabilun. Hvers borg vegna ekki leyfa fólkinu að hafa hunda og auðga þar með líf þess. Margir vísindamenn eru nú farnir að átta sig á að vert er að bera meiri virðingu fyrir lífinu. Til dæmis hafa barnsfæðingar breyst til mannlegri hátta. Nú eru ljósin deyfð og allir hafa hljótt meðan barnið fæðist, síðan er það lagt á kvið móðurinnar. Lífið gerði ráð fyrir þessu en við köstuðum barn- Lnu í sótthreinsaðan kassa úr dauðu efni því það fannst okkur gáfulegt. Það hefur sýnt sig að börn sem fá þessa meðferð eru rólegri og yfir þeim hvílir værð. Kannski mun þessi nýbreytni minnka stressið í okkar þjóðfélagi. Með mengun erum við að drepa lífið í höfunum; með ráðríki erum við að drepa okkur sjálf. Á húsþökum kurra dúfur sem helst vildum við skjóta niður, því þær skíta út þakið. Við úðum flugnaeytri í stofuglugga okkar. Og við höfum bannað hundahald í þéttbýli. Oft hefur maður það á til- finningunni að viss öfl, sem vinsæl hafa verið víða um heim þessa öld, vilji láta okkur gleyma upprunan- um og gera okkur að tilfinninga- lausum vélmönnum. En við erum ekki handa kerfinu, heldur átti kerfið að vera fyrir okkur. Fari lög sem vinna gegn lífinu í hundapiss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.