Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 13

Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 13 Sigríöur Ásgeirsdóttir hdl.: Stjórn dýra verndarmála Menntamálaráðuneytið hefir yf- irstjórn allra mála er varðar dýravernd. Ráðuneytið nýtur að- stoðar Dýraverndarnefndar um stjórn þeirra málefna. Nefndina skipa 5 menn, fjögur ár í senn, eftir tilnefningu eftirfarandi aðila: Frá Búnaðarfélagi íslands, Hall- dór Pálsson, búnaðarmálastjóri, frá Dýraverndunarsambandi ís- lands, Sigríður Ásgeirsdóttir, hér- aðsdómslögmaður, frá Hinu ís- lenzka náttúrufræifélagi, Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, frá Dýralæknafélagi íslands, Rögn- valdur Ingólfsson, héraðsdýra- læknir og menntamálaráðuneytið skipar án tilnefningar Pál A. Pálsson, yfirdýralækni. Formaður er Þór Guðjónsson, frá júlí sl., er nýskipuð nefnd tók til starfa. Verkefni Dýra- verndarnefndar: Tillagna dýraverndarnefndar skal leitað við setningu reglugerða eða annarra stjórnvaldsreglna um dýravernd. Nefndinni er og skylt að gera tillögur til menntamála- ráðuneytisins um allt það, sem horfir til framdráttar dýravernd í landinu. Dýraverndarnefnd skal láta löggæzlumönnum, ákæruvaldi og dómstólum í té umsagnir um málefni, er varða dýravernd, eftir tilmælum þeirra. Nefndin skal ennfremur beita sér fyrir því að auka þekkingu manna og skilning á dýraverndar- málum. Á síðastliðnu fjögurra ára kjör- tímabili nefndarinnar hélt hún 1—2 fundi á ári. Allan þann tíma hafði hún dýraverndarlögin til endurskoðunar og hefir enn. Und- irrituð lagði til á síðasta nefndar- fundi, að nýju, norsku dýravernd- arlögin yrðu þýdd og felld að íslenzkum staðháttum, til að flýta fyrir endurskoðun laganna. Því var hafnað. Rétt er að benda á eitt atriði í norsku lögunum, sem yrðu til mikilla bóta, ef þau yrðu lögfest hér, en það eru lögskipaðar dýra- verndarnefndir, líkt og náttúru- verndarnefndir. Nefndarmönnum er veitt heimild til að beita úrræð- um, sem gera myndu allt eftirlit með dýravernd virkara en nú er. Eftirlit með framkvæmd dýra- verndarlaganna Löggæzlumenn skulu hafa vak- andi auga með því að dýraverndar- lögum sé hlýtt. Nú kemst löggæzlumaður að því, að aðbúnaði að dýri er ábótavant, eða verður áskynja um annars- konar brot á lögum þessum og skal hann þá gera lögreglustjóra við- vart, ef ekki verður ráðin bót á þessu þegar í stað. Skal lögreglu- stjóri leggja fyrir aðila að bæta úi fyrirvaralaust, eða innan tiltekins tíma, eftir atvikum. Heimild er lögreglustjóra að leggja við dag- sektir, er renni í ríkissjóð, ef aðili yfirumsjón með öllu, er varðar heilbrigðismál búfjár og hollustu- hætti við framleiðslu og meðferð búfjárafurða. Hann skal hafa yfirumsjón með aðgerðum gegn smitsjúkdómum búfjár og inn- flutningi og útflutningi lifandi dýra og búfjárafurða, að því er varðar heilbrigði og hollustuhætti. Yfirdýralæknir skal hafa með höndum stjórn og eftirlit með starfsemi héraðsdýralækna og annarra þeirra dýralækna, sem læknisleyfi hafa. Eg hefi rakið hér að framan helstu atriði um dýravernd 'ur dýraverndarlögunum og um skyld- iL. i 1 Dýravernd og búfjársjúkdómar skeytir ekki fyrirmælum. Lög- reglustjóri getur mælt fyrir um flutning dýrs, ræstingu geymslu- húss, hitun þess, öflun fóðurs og hvers þess hlutar, er áfátt kann að vera í meðferð á dýrinu, á kostnað eiganda eða vörzlumanns. En löggæzlumenn eru ekki einu eftirlitsaðilar með velferð dýr- anna. Almenningi er einnig lagðar ríkar skyldur á herðar. Verði maður var við dýr, sem er sjúkt, lemstrað eða bjargarvana að öðru leyti, er honum skylt að veita því umönnun eftir föngum og gera eiganda, löggæzlumönnum eða dýralækni viðvart án tafar. Ef sjúkdómur eða lemstur dýrs er tvímælalaust banvænt, er honum heimilt eða jafnvel skylt að deyða það, ef dýrið er mjög kvalið og ekki er hægt að ná til eiganda, lög- gæzlumanns eða dýralæknis, með hröðum hætti. Skal skýra lög- gæzlumanni frá deyðingu skv. ofansögðu, jafnskjótt og föng eru á. Verksvið héraðsdýralækna Dýralæknar skulu hver í sínu umdæmi vinna að bættu heilsufari búpenings í landinu og aukinni arðsemi hans. Þeir skulu vera á verði gegn því, að einstaklingar eða þjóðin í heild bíði tjón af völdum búfjársjúkdóma. Með starfi sínu skulu þeir leitast við að girða fyrir hættur, serrl stafað geta af sjúkum dýrum og neyzlu spilltra búfjárafurða. Héraðsdýralæknar stunda al- mennar lækningar hver í sínu héraði og annast sölu lyfja fyrir dýr samkvæmt gildandi lögum og reglum um sölu lyfja. Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur í búfé eða grunur um slíkan sjúkdóm skal héraðsdýralæknir gera nauð- synlegar bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva útbreiðslu sjúk- dómsins og forða tjóni, er af honum getur leitt. Hann skal tafarlaust tilkynna yfirdýralækni um sjúkdóminn. Héraðsdýralæknar annast heil- brigðiseftirlit með sláturfé og sláturafurðum, hver í sínu um- dæmi eftir því sem aðstæður leyfa. I Reykjavík hefir yfirdýralæknir eftirlit þetta með höndum. Hér- aðsdýralæknar skulu árlega ann- ast eftirlit með heilbrigði og hirðingu nautgripa á búum, þar sem framleidd er sölumjólk. Þeir skulu með leiðbeiningum og á annan hátt leitast við að bæta þrifnað og hollustuhætti hjá framleiðendum sölumjólkur. Dýralæknar fá lækningaleyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu að fengn- um meðmælum yfirdýralæknis. Verksvið yfirdýralæknis Yfirdýralæknir skal vera ríkis- stjórn til ráðuneytis um og hafa ur dýralækna úr dýralæknalögum. Það vekur athygli að dýravernd er ekki nefnd'i öllum lagabálknum um dýralækna, heldur eru skyldur þeirra eingöngu bundnar búfé og búfjárafurðum og sjúkdómum í sambandi við það. Kannske er þarna að finna skýringuna á því, að þróun dýraverndarmálefna í meðferð opinberra aðila, hefir dagað uppi eins og nátttröll á heiði, fyrir langa löngu. Síðan Sædýrasafnið við Hafnar- fjörð hóf starfsemi sína hefir það notið allrar hugsanlegrar fyrir- greiðslu yfirvalda, s.s. landbúnað- arráðuneytis, menntamálaráðu- neytis, bæjarfógetans í Hafnar- firði og ekki síst yfirdýralæknis, auk ríflegra styrkja af opinberu fé. Yfirdýralæknir hefir að vísu gagnrýnt aðbúð dýranna þar í orði, en í framkvæmd hefir hann haldið verndarhendi sinni yfir því, sem þar fer fram. Hefir hann gengið svo langt í að veita Sædýra- safninu fyrirgreiðslu, að undrum sætir. Enskur dýralæknir hefir fengið að starfa við Sædýrasafnið, með þegjandi samþykki yfirdýralækn- is, en án starfsleyfis, og gengið freklega inn á svið dýralækna á Keldum, er hann krufði háhyrn- ingana, er dóu í Sædýrasafninu, án þess að þeir fengju tækifæri til að rannsaka dánarorsök þeirra. Ekki eru þessi vinnubrögð til þess fallin Skáld Barböru Vinirnir William Heinesen og Jörgen-Frantz Jacobsen 1919. Jörgen-Frantz Jacobsen: DÝRMÆTA LÍF William Heinesen tók saman. Hjálmar Ólafsson íslenskaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1978. Jörgen-Frantz Jacobsen lést úr tæringu 1938. Kunnastur er hann fyrir skáldsöguna Barböru, en hann samdi einnig tvær bækur um Færeyjar. Eftir hann liggur mikið safn sendibréfa. Vinur hans og frændi, William Heinesen, á í fórum sínum „1500 þéttskrifaðar kvartsíður — sjálf- sagt uppundir hálf miljón orða“ eins og hann segir frá í bókinni Dýrmæta líf sem er úrval bréf- anna með innskotum og skýring- um Heinesens: „í sjálfsævisögum er horft um öxl, og svipmóti þeirra ræður meira eða minna handahófskennt efnisval þess sem rifjar upp liðna ævi. Bréf bregða upp skyndi- myndum, fyrirvaralaust og án umhugsunar um lesendahóp eða dóm síðari tíma. Bréf Jörgen-Frantz Jacobsens eru ein samfelld dagbók um svo til allt sem á daga hans dreif, geðhrif og hugmyndir utan þeirra stunda sem við áttum saman og gátum spjallað um hugðarmál okkar. Þannig hefur þessi dagbók aðal- lega orðið lýsing á önn dagsins á námsárum Jörgen-Frantz í Kaupmannahöfn, lýsingar á ferðum þar sem ég var ekki með, og þó einkum lýsingar og hug- leiðingar skrifaðar í sjúkralegum hans mörgum og þegar hann dvaldist á spítölum og heilsu- hælum. Verulegur hluti bréfanna víkur einnig yfir í endurminning- ar frá bernsku hans og fyrstu árum æskunnar." William Heinesen talar einnig um að Jörgen-Frantz hafi verið lífsnauðsyn: „að fá skilyrðislaust að opna hug sinn einhverjum vini. Jafnframt var það yndi hans. Hann unni lífinu af ein- lægri ást, og af þeirri sömu Bökmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON einlægu ást lýsti hann því sem fyrir hann bar á ævinni". Ég býst við að mörgum þyki forvitnilegt að kynnast fyrir- mynd Barböru skáldsögunnar, en Jörgen-Frantz lýsir vináttu þeirra og ást nærfærnislega og beiskjulaust. Barbara ýmist ann honum eða gerist honum fráhverf. Það er ekki svo margt sem aðskilur Barböru raunveru- leikans og Barböru skáldsögunn- ar. Sjálfan sig sá hann í séra Páli, en í bréfi til Heinesens varpar hann fram þeirri spurningu hvernig hann ætti að geta lýst sjálfum sér sem presti. Dýrmæta líf er síður en svo ömurleg mynd af ungu og efni- legu skáMi við dyr dauðans. Lífsviljinn er sterkur. Skáld- skapurinn er honum ekki heldur allt, hann vilí hafa áhrif á þróun mála í færeyskum stjórnmálum og leggja sitt af mörkum til færeyskra fræða og sögu. Jörgen-Frantz hefur verið ágæt- lega menntaður maður, vei að sér í tungumálum og bókmenntum annarra þjóða. Einkum var það Frakkland og franskur skáld- skapur sem átti hug hans. Skemmtileg er lýsing hans á Grenoble, hughrif um náttúru og fólk. Hann ber saman þjóðirnar tvær, Færeyinga og Frakka, margt er líkt með þeim, annað ólíkt: „Allt fólkið hér í húsinu býr yfir sömu háttprýði lífs- reynslunnar og fræðandi sam- talslönguninni sem maður rekst svo oft á í færeysku byggðunum, sömu nærfærninni við að gera sér í hugarlund sennilegar hugmynd- ir gestsins um staðinn. Það má hafa fyrir satt að Frakkar minna hreint ekki svo lítið á Færeyinga, ekki síst konurnar. Þó vil ég ekki ásaka Færeyinga um að hafa trumbuslátt í blóðinu. Skap bar- dagamannsins, hrifningarfunann eiga þeir ekki eins og Frakkar." Margar ljóðrænar myndir úr bernsku skáldsins í Færeyjum eru í Dýrmæta líf. I sumum þeirra er sama upphafning og mögnuðu tök á persónum og náttúru og við þekkjum úr ýms- um bókum Heinesens. Þórshöfn verður miðpunktur alheimsins, rúmar allt sem skáldi sæmir að segja frá. Maður skilur að bréfin eru mörg hver drög að skáldskap sem Jörgen-Frantz entist ekki aldur til að vinna að. Öllu þessu raðar Heinesen saman af alúð og umhyggju fyrir vini sínum, verður aldrei fyrirferðarmikill í að fá endanlega réttan úrskurð um dánarorsök háhyrninganna. Ótal mörg fleiri atriði er hægt að benda á í sambandi við stuðn- ing yfirdýralæknis við Sædýra- safnið í Hafnarfirði, sem eins og öllum er kunnugt, byggir rekstur sinn á sýningu á dýrum, í hagnað- arskyni eingöngu, dýrum, sem lokuð eru í þröngum vistarverum til æviloka. Dýravernd á hins vegar ekki jafn gréiðan aðgang að hjálpfýsi og fjárstuðningi ffamangreindra yfirvalda eða hjá yfirdýralækni sjálfum. Menn minnast þess, er Mark Watson gaf hingað dýraspit- ala í tilefni af Vesstmannaeyja- gosinu, hversu hörmulegar mót- tökur sú gjöf fékk hjá landbúnað- arráðherra, Halldóri E. Sigurðs- syni og yfirdýralækni. Reykjavíkurborg tók hins vegar gjöf þessari vel og reisti húsið og kom því í starfhæft ástand árið 1977. Andstaða yfirdýralæknis gegn starfrækslu spítalans kom í veg fyrir það, að hann gæti tekið til starfa, þegar á árinu 1977, en eins og menn muna fékkst enskur dýralæknir til starfa hér, er full- reynt var að íslenskur dýralæknir fengist ekki, en yfirdýralæknir neitaði að mæla með starfsleyfi handa honum, af því að hann talaði ekki íslensku. Reyndar hefir yfirdýralæknir bæði leynt og ljóst beitt sér gegn því að dýraspítalinn fái dýralækni, og kveður svo rammt að því, að íslenskir dýra- læknar þora ekki að koma til starfa hjá spítalanum af ótta við að reita þennan örlagavald ís- lenskra dýralækna til reiði, og þar með verða útilokaðir frá héraðs- dýralæknisembættum í framtíð- inni, ef þeir vildu sækja um þau. Þessi tvö dæmi, Sædýrasafnið og Dýraspítali Watson’s, sýna átakanlega hve lágkúra ríkir hér í dýraverndarmálum, á meðal ráða- manna. Stofpun, sem hefir dýr að féþúfu (Sædýrasafnið) við ófor- svaranlegar aðstæður, fær alla fyrirgreiðslu varðandi leyfisveit- ingar og fjárstyrki af almannafé. Hins vegar er stofnun, sem hefir dýravernd á stefnuskrá sinni (Dýraspítalinn), fundið allt til foráttu og neitað um þá sjálfsögðu fyrirgreiðslu að fá starfsleyfi fyrir enskan dýralækni, þegar íslenskir dýralæknar hafa ekki kjark í sér til að fara inn á nýjar brautir í dýraverndarmálum, gegn and- stöðu yfirdýralæknis. Sigríður Ásgeirsdóttir, hdl. textanum, aðeins hljóðlátur leið- beinandi. Ég las Dýrmæta líf mér til ánægju. Jörgen-Frantz Jacobsen stendur Islendingum nærri eins og önnur færeysk skáld. Þýðing Hjálmars Ólafssonar er mjög vel gerð og gerir bókina ekki síst notalegan lestur. Dapurleg eru örlög skáldsins, en jafnvel- í sársauka þess þegar veikindin eru að gera út af við það flytur það lesendum sínum von. Til þess þarf mikinn kjark og ákafa lífs- löngun. Það er eins og Jörgen-Frantz trúi því ekki að hann á að deyja frá hálfunnum verkum, eins og hann sé sífellt að benda á mikilvægi þess lífs sem við lifum. Fyrir þær sakir er bókin ekki einungis merk heimild um skáld Barböru heldur hvatn- ing til lifenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.