Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Útgefandi
Framkvaamdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúí
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 mónuði innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakið.
Stórmerk tillaga
Fáar þjóðir heims geta státað af jafnháum meðalaldri
þegna sinna og við íslendingar, enda hefur hann
hækkað verulega á þessari öld. Þessari þróun hefur fylgt,
að einstaklingarnir varðveita heilsu og starfsgetu til mun
hærri aldurs en áður var. Orsakir þessarar jákvæðu
þróunar eru margþættar en felast allar í þeirri lífskjara-
breytingu í atvinnumálum, húsnæðismálum og heilsu-
gæzlu, sem fylgt hefur í kjölfar fullveldis, aukinnar
menntunar þjóðarinnar og tæknivæðingar þjóðarbúskap-
arins. Auðvelt er að meta lífskjarabreytinguna á sviði
atvinnu og húsnæðis á mælikvarða nútíma reiknikúnstar,
en þáttur heilbrigðiskerfisins, sem skilar sér ekki einungis
í færri veikindadögum frá vinnu og lengri starfsævi
einstaklingsins, heldur einnig í meiri lífshamingju en ella,
yerður illa í tölum skráður.
Hinn hái meðalaldur íslendinga, sem nú er staðreynd,
hefur skapað ný viðhorf og viðfangsefni í þjóðfélaginu,
sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn. Fyrst verður
að nefna þann þátt í lífshamingju allra manna, aldraðra
sem yngri, sem starfið veitir, að þeim finnist þeir koma að
gagni í þjóðfélaginu og skila af höndum viðunandi
dagsverki. Þessi ómissandi þáttur í hamingju hvers og eins
stangast á við ríkjandi aldursreglur um störf hér á landi,
einkum varðandi þá, sem varðveita starfsgetu sína lítt eða
ekki skerta fram á háan aldur. Og jafnvel þeir, sem sæta
skertri starfsgetu á efri árum, þurfa að eiga aðgang að
störfum við hæfi, meðan vinnuvilji er til staðar. Heil-
brigðisþjónusta við aldraða, sem og dægradvöl í frístund-
um, er svo önnur hlið málsins, sem ekki verður gerð hér að
umtalsefni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykja-
víkur hafa nú lagt fram stórmerka tillögu um endurskoðun
hámarksaldurs starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, sem og
aukin tækifæri eldra fólks til starfa hluta úr degi.
Samkvæmt núgildandi reglum ber mönnum að hætta
störfum, er sjötugsaldri er náð, hvort sem starfsgeta er
skert eða ekki, en aðalregla er sú, að menn hætta störfum
fyrr vilji þeir njóta eftirlaunaréttar. Höfuðþættirnir í
tillögu þorgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru tveir: 1) að
endirskoðaðar verði reglur um þessi mál, hvort ekki sé rétt
að hækka aldursmörk þau, sem nú er við miðað, í ljósi
þeirrar breytingar sem orðin er í þjóðfélaginu og 2) að
settar verði fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna
til að gegna hlutastörfum, ýmist á sínum gamla starfs-
vettvangi eða í öðrum stofnunum. Lagt er til að
borgarstjórn skipi starfsnefnd í þetta verkefni, er skili
áliti og tillögum ekki síðar en í lok þessa árs. Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar eigi aðild að nefndinni.
Þess eru mörg dæmi að starfsmissir vegna aldurs,
brýtur niður viðkomandi einstaklinga, heilsufarslega, og
veldur þeim hugarangri, er skyggir á æviár, sem vera ættu
kóróna á lífsferil og lífshamingju þeirra. .Fámenn þjóð,
sem hefur mörgu að sinna, hefur heldur ekki efni á því að
nýta ekki gamalreynda starfkrafta fullorðins fólks, sem
enn hefur vinnuvilja, auk verkþekkingar og starfsgetu,
með einum eða öðrum hætti. Vinna, eftir að ákveðnum
aldri er náð, á að vera frjáls valkostur hvers og eins; og
jafnframt sá, að hætta störfum á viðunandi eftirlaunum,
eftir tilskilinn starfsferil.
Það þarf engum að koma á óvart að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur forystu um að taka þennan mannlega þátt í
þjóðfélagi okkar til endurmats og breytingar. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft forystu um öll helztu nýmæli á sviði
félagslegrar þjónustu, bæði við aldraða og aðra, sem
sérstöðu hafa í þjóðlífinu, á undanförnum áratugum.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálsræðis og framtaks,
hvort heldur sem er á sviði verðmætasköpunar í þjóðar-
búskapnum eða verðmætasköpunar á sviði menningar og
lista, en hann er jafnframt flokkur þeirra mannlegu
viðhorfa, er byggja á rétti allra þjóðfélagsþegna til þeirra
atriða, er lífshamingja fólks grundvallast á.
Baltasar við verk á sýningunni. Ljósm. Mbl: ól.K.M.
Baltasar
sýnir
grafík í
Norrœna
húsinu
„ÞETTA er fyrsta grafík-
sýningin mín og með
henni má segja að komi
nýtt mótíf fram hjá mér,
en það eru fantasíur um
flóru íslands,“ sagði Balt-
asar í samtali við Mbl. í
gær, en á laugardaginn
opnar hann í Norræna
húsinu sína áttundu einka-
sýningu hér á landi síðan
1961.
„Ég Iærði grafík á Spáni
á sínum tíma, en það hefur
tekið sinn tíma að koma sér
upp viðunandi vinnuað-
stöðu,“ sagði Baltasar.
„Þessar grafíkmyndir á
sýningunni eru 52 talsins
og hef ég unnið þær á
síðustu tveimur árum.
Þetta þýðir þó alls ekki
að ég sé hættur að mála. Ég
ætla að stunda grafík og
málaralist jöfnum höndum
og láta þessar tvær list-
greinar grípa hvor inn í
aðra.
Ég hef ekki málað
blómamyndir, en mér finn-
ast villt blóm falla ákaflega
vel að grafíkinni. Ég sótti
mér fróðleik um flóru ís-
lands í fræðibækur og lék
mér svo áfram með hug-
myndirnar í grafíkinni.
Þannig verður listamaður-
inn stöðugt að þreifa sig
áfram og færa út kvíarnar
svo að hann staðni ekki.“
Milljarður til að
breyta lausaskuld-
um bænda í föst lán?
Landbúnaðarráðherra hefur
lagt fyrir Búnaðarþing frumvarp
til laga um breytingu á lausa-
skuldum bænda í föst lán. Sam-
kvæmt frumvarpinu er Veðdeild
Búnaðarbankans heimilað að
gefa út nýjan flokk bankavaxta-
bréfa, sem eingöngu skulu notuð
til að breyta í föst lán lausa-
skuldum bænda, sem hafa ekki
fengið nægileg lán til hæfilegs
tima vegna fjárfestinga, sem þeir
hafa ráðist í á jörðum sínum á
árunum 1970 til 1979, svo og
lausaskuldum vegna jarðakaupa,
véla-, bústofns- og fóðurkaupa á
sama tíma. í greinargerð með
frumvarpinu kemur fram, að
þegar hafa 455 bændur sótt um
að fá slíka fyrirgreiðslu og er
gert ráð íyrir, að umsækjendum
íjölgi enn. Gert er ráð fyrir að
miðað við núverandi lausaskuldir
og umsóknir þurfi um einn
milljarð króna til að sinna þess-
um lánveitingum.
Frumvarpið um þetta efni samdi
nefnd, sem í áttu sæti Stefán
Valgeirsson, alþingsimaður,
Bjarni Bragi Jónsson, hag-
fræðingur, og Árni Jónasson,
erindreki og kemur fram í greinar-
gerð þeirra, að heildarskuldir
þeirra 409 bænda, sem teknir voru
með í uppgjöf nefndarinnar, voru
2,3 milljarðar og þar af voru
lausaskuldir 1,2 milljarðar króna.
Að meðaltali skuldar hver bóndi
um 5,8 milljónir króna og þar af
eru í lausaskuldum um 3 milljónir.
Fram kemur að mestar eru lausa-
skuldir þessara bænda við kaup-
félögin eða tæpar 583 milljónir
lausa skuldir við einstaklinga og
önnur fyrirtæki en kaupfélögin og
bankana eru 228,5 milljónir, lausa-
skuldir í Búnaðarbankanum eru
174 milljónir og lausaskuldir við
sparisjóði eru tæpl. 125 milljóir en
skuldir við aðrar bankastofnanir
eru lægri.
Eftir kjördæmum skiptast
umsækjendur þannig, að 79 eru af
Vesturlandi með að meðaltali í
lausaskuldum 2.183 þúsund, af
Vestfjörðum eru 27 umsóknir, að
meðaltali eru skuldirnar 2.906 þús.
af Norðurl. v. eru umsækjendur 47
og meðalskuldir 3.514 þús. af
Norðurl eystra 93 og meðallausa-
skuldir þeirra 4,5 millj., af Austur-
landi eru umsóknirnar 55 og að
meðaltali eru lausaskuldirnar
2.884 þús. og af Suðurlandi eru 105
umsóknir og lausaskuldir þeirra
eru að meðaltali 2.064 þús.
Nefndin tekur fram, að það sé
athyglisvert, að þeir bændur sem
fengu skuldabreytingu samkvæmt
lögum um þetta sama efni frá
1969, virðist hafa komist út úr
fjárhagsvanda sínum, þar sem
sárafáir þeirra sæki nú um skulda-
breytingu.
Mikil atvinna á
Fáskrúdsfirði
Fáskrúðsfirði, 1. marz.
MIKIL ATVINNA heíur verið á Fáskrúðsfirði það sem af er vetri og er
heildarafli frá áramótum um 25 þúsund lestir, sem skiptist þannig:
12.400 lestir eru bolfiskafli, 12.600 lestir loðna.
Héðan eru gerðir út 2 skuttogar-
ar, Hoffell SU 80, sem landað
hefur 441 lest, og Ljósafell SU 70
er með 352 lestir. Tveir línubátar
voru gerðir út héðan í janúar og
febrúar, Þorri SU 402 og var afli
hans 186 lestir og Sólborg SU 202
og er hún með 149 lestir.
Báðir þessir bátar hafa nú tekið
net. Um mánaðamót janúar og
febrúar hóf þriðji báturinn róðra
með net, Guðmundur Kristinn SU
404, og er afli hans 115 lestir.
Skuttogararnir landa hjá Hrað-
frystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf og
netabátarnir og línubátarnir hjá
Pólarsíld hf.
Hér hafa verið miklar skipa-
komur í vetur vegna mikilla af-
skipana hjá fyrirtækjunum. Tré-
smiðja Austurlands, sem að und-
anförnu hefur verið heldur verk-
efnalítil, hefur haft nóg verkefni í
vetur þar sem nú er unnið að því
að smíða 17 lesta bát sem lengi
hefur verið stopp í kerfinu, en er
nú verið að ljúka. Auk þess annast
fyrirtækið viðgerð á 27 tonna báti
sem strandaði í Hornafjarðarósi í
vetur. Þá hafa verið gerðir samn-
ingar af hálfu fyrirtækisins um
smíði 12 íbúða í fjölbýlishúsi á
vegum Húsnæðismálastjórnar og
leiguíbúðanefndar og er undirbún-
ingur þess verks í fullum gangi.
Félagslíf hefur verið allþokka-
legt og hafa hin ýmsu félög starfað
allvel í vetur. í gær var hér
öskudagsskemmtun en fyrir henni
stóð starfsmannafélag KFFB. For-
maður þess er Stefán Stefánsson
og eftir því sem hann tjáð mér
voru á þessari skemmtun yfir 300
manns. Hér hefur verið mjög gott
veður að undanförnu og sl. laugar-
dag var hér sumarveður, en nú
hefur aftur brugðið til kaldara
veðurs og var 10 stiga frost í
gærkvöldi. Albert.