Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
17
Þingsályktunartillaga um þingrof og nýjar fcosningar:
Engin samstaða í stjórn-
arliði um efnahagsstefnu
—Fyrirheit um „samningana í gildi,f svikin
HÉR FER á eftir í heild þings-
ályktunartillaga sú um þingrof
og nýjar kosningar, sem þing-
menn Sjálfstæðisflokksins lögðu
fram á Alþingi í gær:
Sþ. 408. Tillaga til þiíigs-
ályktunar um þingrof og nýjar
kosningar.
Flm.: Geir Hallgrímsson,
Gunnar Thoroddsen, Albert
Guðmundsson, Eggert Haukdal,
Ellert B. Schram, Eyjólfur K.
Jónsson, Friðjón Þórðarson,
Friðrik Sophusson, Jón G. Sólnes,
Jósef H. Þorgeirsson, Lárus Jóns-
son, Matthías Bjarnason,
Matthías Á. Mathiesen, Oddur
Ólafsson, Ólafur G. Einarsson,
Pálmi Jónsson, Ragnhildur
Helgadóttir, Steinþór Gestsson,
Sverrir Hermannsson, Þorv.
Garðar Kristjánsson.
Alþingi ályktar að skora á
forsætisráðherra að leggja til við
forseta íslands að Alþingi verði
rofið og efnt til nýrra almennra
þingkosninga svo fljótt sem við
verður komið.
Greinargerð
í dag, 1. mars eru 6 mánuðir
liðnir frá því núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum.
Misseris ferill ríkisstjórnar-
innar leiðir í ljós: í fyrsta lagi:
Að fyrirheit það, sem tveir
stjórnarflokkarnir gáfu fyrir
kosningar um „samningana í
gildi“ og þriðji stjórnarflokkur-
inn tók undir við myndun ríkis-
stjórnarinnar, hefur ekki verið
efnt. I öðru lagi: Að samstaða
hefur ekki náðst með stuðnings-
flokkum ríkisstjórnarinnar um
neina stefnu í efnahagsmálum.
Flutt hefur verið tillaga af
hálfu eins stjórnarflokksins um,
að þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram til þess að leysa ágreining
stjórnarflokkanna um efnahags-
frumvarp forsætisráðherra, sem
hefur ekki enn verið lagt fram á
Alþingi. Slík tillaga ber uppgjöf
og vantrausti á núverandi ríkis-
stjórn ljóst vitni.
Aukin skattheimta, ríkisíhlut-
un og eignakönnun eykur á vand-
ann. Meðan algert stefnu- og
úrræðaleysi ríkir að öðru leyti,
sígur sífellt á ógæfuhlið.
Án efa hefur verulegur hluti
kjósenda í síðustu alþingis-
kosningum ætlast til annars en
nú er komið á daginn og því þykir
nauðsyn, að kjósendum gefist
kostur á að kveða upp dóminn að
nýju. Allir flokkar hafa kynnt
stefnu sína í efnahagsmálum,
þannig að kostirnir liggja fyrir.
Með tilvísun til þess og reynslu af
aðgerðum og aðgerðarleysi núv.
ríkisstjórnar, vilja Sjálfstæðis-
menn með tillögu þessari greiða
fyrir því að þjóðin fái tækifæri til
að kveða upp sinn dóm, hvaða
efnahagsstefnu beri að fylgja á
næstu árum.
Markaðsnefnd landbúnaðarins:
Aherzla á eftirgjöf tolla
og innftutningsgjalda á
búvörum til útfiutnings
Súlan EA 300 landaði loðnu í Sundahöfn í Reykjavík í gær. Ljósm. Rax.
26 skip með loðnu —
Nokkur löndunarbið
TUTTUGU og sex bátar höfðu allt fram á laugardag og sunnu- ur 950, Ljósfari 360, Hákon 740,
tilkynnt loðnunefnd aíla frá dag. Magnús 500, Rauðsey 540, Gull-
miðnætti miðvikudags til kl. 23 í Eftirtalin skip höfðu tilkynnt berg 580, Árni Sigurður 800,
gærkvöldi samtals 15.090 tonn. afla Jón Kjartansson 1.000, ís- Heimaey 150, Jón Finnsson 580,
Að sögn taismanns loðnunefndar leifur 430, Helga II 500, Þórs- Þórður Jónasson 450, Huginn 250,
er nokkur bið að landa, jafnvel hamar 400, Eldborg 1.570, Víking- Gísli Árni 600, Pétur Jónsson 650.
„Hálfir skósólar”
á bókauppboði
MARKAÐSNEFND land-
búnaðarins sem stofnuð var
í framhaldi ályktunar á
búnaðarþingi 1977 hefur nú
sent frá sér skýrslu um störf
sín. Einkum hefur verið
athugað hvort unnt sé að
auka kindakjötsútflutning
og fá betra verð. í nefndinni
eiga sæti fulltrúar frá land-
búnaðarráðuneyti, Búnaðar-
félagi íslands, Stéttarsam-
bandi bænda, Framleiðslu-
ráði og Búvörudeild SÍS.
I niðurlagi skýrslunnar
segir að verðbólgan hafi rýrt
mjög viðskiptakjör í út-
flutningi búvara og auknar
niðurgreiðslur í Svíþjóð og
Noregi svo og síhækkandi
tollar EBE-landanna. Nú
fáist aðeiná lítill hluti af
skráðu verði fyrir útflutning
en meðan þörf sé á að flytja
út búvörur megi hvergi slaka
á til að ná sem Seztum
árangri, mögulegt sé að lag-
færa verðið ef unnt er að
semja um eftirgjöf á tollum
og innflutningsgjöldum í
ýmsum löndum. Þá er í
niðurlagi skýrslunnar lögð
áherzla á nauðsyn aug-
lýsinga- og kynningarstarfs
og telur nefndin að leggja
þurfi áherzlu á eftirfarandi
atriði:
Eftirgjöf tolla og inn-
flutningsgjalda, kynningar-
starfsemi í Danmörku og
Þýzkalandi, pökkun á kjöti,
framleiðslu á „sérmeti“ og
sölutilraunir í Evrópu og
Bandaríkjunum að kannaður
sé til hlítar útflutningur á
lifandi sláturfé, aukna fjöl-
breytni á innlendum mark-
aði, nýtingu og sölu auka-
afurða, heyútflutning og að
fylgst verði með þróun mark-
aða.
Markaðsnefndin gerði sl.
sumar nokkrar tilraunir með
að flytja út ferskt kjöt flug-
leiðis og voru send 2—4 tonn
sem sýnishorn til Frakk-
lands, Danmerkur, Þýzka-
lands og Bandaríkjanna.
Allir kaupendur kjötsins
voru sammála um að verkun
kjötsins væri óaðfinnanleg,
segir í skýrslu markaðs-
nefndar, og hafa Danir óskað
eftir að framhald verði á
þessum tilraunum næsta
haust, og athugað hefur verið
að halda áfram í Þýzkalandi
og Bandaríkjunum. „Ef um
útflutning verður að ræða á
fersku kjöti í framtíðinni er
ljóst að koma þarf upp
búnaði í sláturhúsunum til að
kæla kjöt. Ef útflutningur á
fersku kjöti verður jákvæður
opnast möguleikar á að
lengja sláturtíð og þar með
fæst betri nýting á slátur-
húsunum. Þá munu einnig
opnast möguleikar á að selja
ferskt kjöt á innlenda
markaðinum," segir í skýrslu
markaðsnefndar.
Um sölufyrirkomulag við
útflutning segir markaðs-
nefndin m.a. svo: Nefndin
telur rétt að hafa 2—4
kaupendur á kjöti á hverjum
markaði og skal viðskipta-
ráðuneytið gefa út út-
flutningsleyfi sem fram-
leiðsluráð staðfestir. Verður
með því hægt að tryggja
samkeppni um að fá sem bezt
verð. Umboðslaun verði
ákveðið hlutfall af söluverði
sem verkar hvetjandi á sölu-
aðila og nauðsyn er á að
semja reglugerð um út-
flutning búvara og greiðslur
útflutningsbóta.
KLAUSTURHÓLAR, listmuna
uppboð Guðmundar Axels-
sonar, efna til 52. uppboðs
fyrirtækisins n.k. laugardag 3.
marz. Að þessu sinni verða
seldar bækur og rit af ýmsu
tagi. Uppboðsskrá er greind í
flokka eftir efni bóka: Ymis rit,
trúmál, sagnaþættir, rit ís-
lenzkra höfunda, fornritaút-
gáfur, rímur, ríki náttúrunnar,
blöð og tímarit, ljóð, þjóðsögur,
æviminningar og æviskrár,
saga lands og lýðs.
Það er einkennandi fyrir þetta
uppboð, að þar verður selt
óvenju mikið af alls kyns
smáprenti, pésum, ritlingum og
bæklingum, en margt slíks
prentmáls hefur með tímanum
orðið mjög fágætt. Fágætasta
smáprent þessa uppboðs er
sennilega fyrsta rit, sem út kom
eftir Þorberg Þórðarson, sem
árið 1016 gekk undir nafninu
Styr stofuglamm og sendi frá sér
bæklinginn „Hálfa skósóla“.
Af öðrum bókum og verkum á
uppboðinu má m.a. nefna eftir-
talið: Ný jarðabók fyrir Island,
Kaupmh. 1861, Nýtilegt
barna-gull eður Stöfunar- og
lestrar qver handa börnum,
samantekið af Bjarna Arngríms-
syni, Viðeyjarklaustri 1821.
Áðvörunar og sannleiksraust
eftir Þórð Diðriksson, frægt rit
um Mormónatrú, prentað í
Kaupmannahöfn 1879.
Drauma-Jói eftir próf. Ágúst H.
Bjarnason, Rvík 1915. Ordbog til
rimur útg. af Finni Jónssyni Kh.
1926—1927. Viðeyjarnjála, Viðey
1844, ein síðasta bók, sem
prentuð var í Viðey, áður en
prentsmiðjan þar var flutt til
Reykjavíkur. Doktorsrit Helga
Pjeturss. Om Islands Geologi,
Kh. 1905. Frumútgáfu hins
þekkta grundvallarrits dr.
Bjarna Sæmundssonar:
Fiskarnir, Rvík 1926. Tímaritið
Veiðimaðurinn 1.—100. Iðunn
I-VII, Reykjavík 1884-1889,
ýmis smárit eftir Jóhs. S.
Kjarval: Þrjú lítil ljóð, Eimskip
fjörtíu ára, Alfreðsljóð og Berg-
mál til Éggerts Stefánssonar á
sumardaginn fyrsta 1959. Dala-
menn I-II, Reykjavík 1951, og
ritsafnið Safn til sögu íslands
I-VI, Kaupm.höfn og Rvík
1856—1930 og Menn og menntir
I-IV. Rvík 1919-1926.
Uppboðsmunirnir verða til
sýnis að Klausturhólum, Lauga-
vegi 71, á verzlunartíma allan
föstudaginn, en uppboðið hefst
síðan á laugardaginn kl. 14.00.