Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
19
Að koma áhættuspilurum
mannlífsins fyrir kattarnef
UNDARLEGT þetta hús, Iðnó,
hvað það býr yíir miklum hlýj-
um straumum. Þar hittir mað-
ur fólk með glampa í augum,
fólk sem að öllu jöfnu er með
steinrunninn svip í hversdags-
legu fasi.
Við heimsóttum Iðnó eitt
Geggjaða
konan fra
París
heimsótt
í Iðnó
kvöldið til þess að fylgjast með
sýningu þar á Geggjuðu kon-
unni frá París og auðvitað
heimsóttum við leikarana í
búningsklefa þeirra undir fjöi-
unum i Iðnó. Steindór leikstýr-
ir þeirri geggjuðu.
Geggjaða konan í París er
eftir Jean Giraudoux, eitt helzta
leikritaskáld Frakka, er fæddur
var 1882, en sú „geggjaða" er
með þekktustu verkum hans.
Verkið ritaði hann á stríðsárun-
um síðustu þegar nazistar höfðu
hernumið París og mun leikrita-
skáldið hafa skrifað verkið und-
ir rós sem ádeilu á yfirdrottnun
þess tíma, en þó þannig, að
verkið fjallar í rauninni fyrst og
fremst um það á gamansaman
hátt, í búningi ævintýris um
umhverfisvandamálin. Það er
ádeila á það, hvernig þeim sem
ráða fjármagninu er á stundum
ekkert heilagt.
Þegar við fylgdumst með sýn-
ingunni stundarkorn liðu hlát-
urkviður um veggi og það var
létt stemmning í leikhúsinu,
enda fjölmargir reyndustu leik-
arar hússins á fjölunum.
Verkið fjallar um það að olía
finnst í hjarta Parísar og þeir,
sem mæla öll verðmæti í fjár-
festingu líðandi stundar hyggj-
ast bora eftir dýrmætinu þótt
hin gamla góða París muni ekki
lifa það af. En þá kemur sú
„geggjaða" til sögunnar og fær
til liðs við sig þrjár vinkonur
sínar eins „geggjaðar". Spilin
stokkast upp og eitt og annað
ber fyrir, sumt er gefið í skyn,
annað dregið fram á raunsærri
hátt, en út úr þessu sameinast
fólk Parísar, mergur, stofn og
kvistir mannlífsins, tuskusalinn
og listamaðurinn, hann og hún
og markmiðið er að koma
áhættuspilurunum í framtíð
borgarinnar fyrir kattarnef.
Leikurinn æsist og möguleik-
arnir til allra átta. Á stangast
olían, olían, olían, eða það hvort
sólin nær að skína á stræti
borgarinnar, hvort dúfurnar
haldi þar áfram kurri sínu,
hvort mannlífið fái áfram tæki-
færi, og það vorar á ný eftir
klækjaleik þeirra, sem höfðu
skapað stemmningu borgarinn-
ar, skapað líf hennar. — á.j.
Sundlaugin verður
aðalverkefni ársins
— segir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar
— STEFNT er að því að haldið
verði áfram byggingu sundlaug-
arinnar á næstunni og verður
hún þá aðalverkefni í bygginga-
málum okkar á þessu ári, sagði
Trausti Sigurlaugsson fram-
kvæmdastjóri Sjálfsbjargar í
samtali við Mbl. í gær.
Trausti sagði að fram til þessa
hefði verið lögð aðaláherzla á
ýmsa aðra þætti í byggingum
Sjálfsbjargar og væri t.d. nú verið
að ljúka smíði 36 íbúða og yrði þá
tekið til við sundlaugina. Væri
verið að leggja síðustu hönd á 18
íbúðir af þessum 36 og væri þá í
framhaldi af því hægt að athuga
hvaða fjármagn væri til
ráðstöfunar í sundlaugina. Trausti
kvað gjafir sífellt vera að berast
og til væri nú nokkurt fjármagn
sem Lionsfélögin í Reykjavík og
nágrenni hefðu safnað og kvaðst
hann hafa fregnir af að Hjálpar-
stofnun kirkjunnar væri með söfn-
un í undirbúningi.
— Búið er að grafa grunn og
steypa undirstöður, sagði Trausti,
og teikningarnar sem gerðar voru
árið 1966 verða endurskoðaðar á
næstunni og hafa þeir bjartsýn-
ustu talað um að hægt yrði að
ljúka þessari sundlaugargerð á
árinu 1980. Talað er um að það
kosti milli 110 og 120 milljónir
króna að fullljúka henni miðað við
verðlag nú, en við höfum sem sagt
ekki ennþá getað gengið frá fjár-
hags- og framkvæmdaáætlunum
fyrir verkið.
Rækjusjómenn
á Húsavík vilja
óbr ey ttan kvota
NOKKRIR rækjusjómenn frá
Húsavík voru staddir í Reykjavík
í gær til viðræðu við ýmsa aðila í
sjávarútveginum. Að sögn Bjarna
Karlssonar eins rækjusjómann-
anna, héldu þeir til Reykjavíkur
til að andmæla hugmyndum sem
þeir segja að fram hafi komið hjá
vissum öflum um skerðingu á
rækjukvóta þeirra.
— Við höfum veitt rækju á
Axarfirði í fjöldamörg ár og það
voru okkar sjómenn sem fundu
þessa rækju, sagði Bjarni, og þess
vegna teljum við okkur eiga hefð-
bundinn rétt til veiða á miðunum
þarna. Við viljum ekki níðast neitt
á Kópaskersbúum, en við munum
heldur ekki þola að þeir gangi á
okkar hefðbundna rétt til veiða og
taki til sín meira en 50% kvótans
sem veiða má. I dag ræddum við
við starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunar, Fiskifélagsins, sjávar-
útvegsráðuneytisins og alþingis-
menn úr kjördæmi okkar og allir
þessir aðilar tóku málstað okkar
af skilningi og erum við þakklátir
fyrir það. Við viljum halda okkar
50% kvótans og sættum okkur
ekki við skerðingu hans eins og
viss öfl virðast vinna að.
SM-2700
Stereo-samstæðan
Verð kr. 234.670.-
Stórfallegt
hljómflutningstæki
á einstaklega góðu verði
Allt í einu tæki:
Stereo-útvarp, cassettusegulband,
plötuspilari og 2 stórir hátalarar.
Magnarinn er 28 wött. Tveir hátalarar
eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm
plötudiskur. Útvarpið er meö langbylgju,
miðbylgju og FM Stereo. CR 0 Selektor.
Komið og skoöið þetta stórfallega tæki
og sannfærist um að SM 2700
Toshiba-tækið er ekki aöeins afburða
stílhreint í útliti heldur líka hljómgotl.
SM 2700 gefur yöur mest fyrir peningana.
Háþróaður magnari, byggður á
reynslu Toshiba í geimvfsindum.
Utsölustaðir: Akranes: Bjarg h.f.
Borgarnes: Kaupf. Borgf.
Bolungarvík: Versl. E.G.
isafjörður: Straumur s.f.
Hvammstangi: Versl. S.P.
Blönduós: Kaupf. Húnvetninga.
Sauðárkrókur: Kaupf. Skag-
firðinga
Akureyri: Vöruhús Kea
Hljómver h.f.
Húsavík: Kaupf. Þingeyinga
Egilsstaðir: Kaupf. Héraðsbúa
Ólafsfjöröur: Verslunin Valberg
Siglufjörður: Gestur Fanndal
Hornafjöröur: K.A.S.K.
Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga
Vestmannaeyjar: Kjarni h.f.
Keflavík: Duus.