Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
21
heyrðu Þorstein tala opinskátt um
samfélagsmál, því að vegna stöðu
sinnar og raunar einnig að eðlis-
fari var hann ógjarn á að flíka
skoðunum sínum og tilfinningum.
Nú við fráfall Þorsteins
Þorsteinssonar er mér efst í huga
þakklæti fyrir ómetanlega hand-
leiðslu og hjálpsemi, sem hann lét
mér í té fyrr og síðar. En þó að
þetta skipti miklu, met ég enn
meir þá gæfu að hafa haft náin
kynni af eins göfugum, vitrum og
heilsteyptum manni og Þirsteinn
var.
Klemens Tryggvason.
í dag er til moldar borinn dr.
oecon Þorsteinn Þorsteinsson
fyrrv. hagstofustjóri, sem lést í
hárri elli 15. þ.m.
Þorsteinn hefur nú um áratuga-
skeið verið sannkallaður Nestor
íslenskra hagfræðinga. Vegna hins
háa aldurs, sem hann náði, eru nú
mjög teknar að þynnast raðir
þéirra, sem mest og nánust kynni
höfðu af lífsstarfi hans og færastir
hefðu verið um það að minnast
hans. Vil ég nú gjarnan, þótt á
ófullkominn hátt sé, leitast við,
með þessum línum, að fylla ofur-
lítið í skarðið, þótt ég sé af yngri
kynslóð og hefði aðeins um tæpra
4 ára skeið, er ég var starfsmaður
Hagstofunnar, af honum náin
persónuleg kynni. Þorsteinn var
fyrsti forstöðumaður Hagstofu
Islands frá því að henni var komið
á fót 1914 og þar til hann lét af
störfum fyrir alurs sakir árið 1950.
I hans hlut kom því hið erfiða
starf brautryðjandans hvað snert-
ir skipulega söfnun hagskýrslna
hér á landi. Auðvitað er ekki svo
að skilja, að ekki hafi verið safnað
hagskýrslum hér á landi fyrr en
Hagstofunni var komið á fót. Um
einstaka þætti hagmála, svo sem
magn og verð útfluttrar og inn-
fluttrar vöru hafði verið safnað
skýrslum mestalla 19. öld og jafn-
vel aftur á þá 18. auk þess sem
mannfjöldaskýrslur ná allt aftur
til 1703. En kerfisbundin söfnun
slíkra upplýsinga undir sameigin-
legri stjórn kemur fyrst til sög-
unnar með Hagstofunni. Því verki
að gera slíka upplýsingasöfnun og
úrvinnslu hennar fullkomna
verður aldrei lokið. En mikilvægi
þess brautryðjandastarfs, sem
unnið var undir forystu Þorsteins
með þeirri ófullkomnu tækni, sem
þá var völ á, og erfiðri aðstöðu
m.a. vegna skilningsleysis þeirra,
sem upplýsingunum þurfti að
safna hjá verður varla ofmetið.
Samviskusemi Þorsteins sem
embættismanns var sérstök og
væru vandamál opinberrar stjórn-
sýslu minni en þau eru og hafa
verið, ef íslenska ríkið ætti mörg-
um slíkum á að skipta. Eg komst
þannig að orði um þessa hlið
starfa Þorsteins í grein, sem ég
skrifaði hér í blaðið á sjötugs-
afmæli hans 1950 og leyfi mér að
endurtaka það hér:
„Um störf Þorsteins sem
embættismanns mun ég ekki fjöl-
yrða hér, því að til þess er
nákvæmni hans, samviskusemi og
vinnuharka gagnvart sjálfum sér
alltof kunn. Enda þótt íslenska
ríkið hafi og hafi haft í þjónustu
sinni margt dugandi og ósérhlíf-
inna embættismanna, mun það þó
fátítt að þeir fórni stofnun sinni
2—3 stunda vinnu á dag, fram yfir
lögboðinn vinnutíma, en þeir, sem
undir stjórn Þorsteins hafa unnið,
vita, að svo hefur hann að jafnaði
gert.
Þeir eru nú orðnir margir sem
unnið hafa undir stjórn Þorsteins
þau 37 ár, sem hann hefur veitt
Hagstofunni forstöðu, og er sá er
þetta ritar einn í þeirra hópi. Veit
ég engan í þeim hópi, er eigi myndi
líklegur til þess að taka undir það
með mér, að engan húsbónda
myndu þeir sér fremur kjósa, en
eigi get ég þó í því sambandi fram
hjá þeirri hugsun komist, að tæp-
lega væru vinsældir hans hjá
starfsfólki sínu svo almennar, sem
raun er á, ef hann hefði að jafnaði
gert til þess sömu kröfur um vinnu
og afköst, sem hann hefur til sjálfs
sín gert“.
Annars verður embættis- og
fræðistörfum Þorsteins gerð
nánari skil í annarri minningar-
.grein hér í blaðinu, og verða þau
því ekki frekar rædd.
Á hagstofunni undir stjórn
Þorsteins og ekki síður frá sam-
starfi við hann sem prófdómara.í
hagfræði við Háskólann en það
var hann um alllangt skeið, þá eru
það þó ekki kynni mín af Þorsteini
sem embættismanni og vísinda-
manni, sem mér eru efst í huga nú,
þegar hann er allur, heldur kynni
mín af manninum. Ég átti þess
stundum kost að loknum vinnu-
tíma að ræða við hann um annað
en viðfangsefni dagsins, auk þess
sem ég stöku sinnum naut þeirrar
ánægju að vera gestur á hinu
fagra heimili hans og hinnar
mikilhæfu konu hans frú Guðrún-
ar Geirsdóttur, f. Zoega.
Ahugamál hans voru fjölþætt, en
efst á baugi hygg ég að hafi þó þar
verið þjóðfélagsmálin í fullu sam-
ræmi við menntun hans og lífs-
starf. Hann taldi að vísu ekki
virka stjórnmálaþátttöku sam-
rýmast starfi sínu, en mjög fylgd-
ist hann þó með þeim málum og
hafði sínar ákveðnu skoðanir á
félagsmálum, sem í öllu mótuðust
af viðhorfum hins víðsýna og
samgjarna mannvinar. I eitt skipti
vék Þorsteinn þó frá þeirri reglu,
er hann að því ég best veit annars
ávalt fylgdi, að taka ekki virkan
þátt í stjórnmálum. En það mál
var einmitt á döfinni á þeim árum,
er ég var starfsmaður á Hagstof-
unni. Ræddum við það mái oft og
féllu skoðanir okkar þar mjög
saman. Honum var það hjartfólgið
mál, að íslendingar kæmu drengi-
lega og virðulega fram við sam-
bandsþjóð sína og konung, þegar
fullvendinu yrði endanlega komið
á. En honum fannst því mjög
áfátt, að það sjónarmið væri lagt
til grundvallar þeim málatilbún-
ingi, sem mikill meiri hluti
alþingismanna og annarra virkra
stjórnmálamanna hafði komið sér
saman um. Gerðist hans því virkur
í baráttunni fyrir því að fá ein-
hverju um þokað til skaplegri
málsmeðferðar. Margt góðra
drengja og þjóðkunnra manna úr
öllum stjórnmálaflokkum urðu til
þess að leggja þeim málstað lið.
Ekki var sú barátta með öllu
árangurslaus, því að m.a. tókst
fyrir hana að koma fyrir kattarnef
henni svo kölluðu vanefnda-
kenningu sem rökstuðningi fyrir
sambandsslitum fyrir þann tíma,
er sambandslögin kváðu á um, en
eins og á stóð á styrjaldarárunum
samrýmdist sú kenning tæpast
reglum drengskapar í samskiptum
þjóða á milli.
En þrátt fyrir takmarkaðan
árangur sem þannig náðist, verður
ekki annað sagt, en að baráttu
þessari lyki með ósigri, enda skorti
hreyfinguna málgagn og aðstöðu
til þess að kynna almenningi
málstaðinn. Því get ég hér þessa
máls, sem að öðru leyti tilheyrir
sögunni, að mér finnst það lýsa
Þorsteini vel, að í það eina skipti,
sem hann gerðist virkur þátttak-
andi í stjórnmálum, þá var það í
þágu málstaðar, sem ekki var
líklegur til öflunar fylgis, heldur
þjónaði þeim tilgangi einum, að
virtar væru reglur drengskapar í
viðskiptum við þjóð, sem var þess
ómegnug við þáverandi aðstæður
að bera hönd fyrir höfuð sér.
Ég tel, að það hafi verið mikil
gæfa fyrir mig að hafa notið
handleiðslu þessa góðgjarna og
vitra manns fyrstu starfsár mín
eftir að háskólanámi lauk. Blessuð
sé minning hans.
Ólafur Björnsson.
I handbók alþjóðaþings
esperantista sem haldið var í
Reykjavík sumarið 1977 er dr.
Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrum
hagstofustjóri, kallaður „pioniro
de Esperanto en Islando" (þ.e.
frumherji eða brautryðjandi
esperantós á Islandi). Er þetta
sannmæli. Það er fyrst að nefna að
Þorsteinn tók saman kennslubók í
esperantó með orðasafni, og kom
hún út árið 1909. Hann hafði
kynnst esperantó á námsárum
sínum í Lærða skólanum og átt
bréfaskipti við höfund málsins, dr.
L.L. Zamenhof í Póllandi, um orð á
esperanto. Hann hafði skrifað
grein um hlutverk esperantós í
Þjóðólf 1903, og 1907 hafði hann
sagt þar frá 3. alþjóðaþingi
esperantista í Cambridge í Eng-
landi, en á því þingi var Þorsteinn
og komst þar í kynni við dr.
Zamenhof.
Um kennslubók Þorsteins í
esperantó er það að segja, að af
henni lærðu málið ýmsir þeirra
manna sem síðar gerðust áhuga-
menn í esperantó-hreyfingunni og
er vafa undirorpið að þeir hefðu
lært það ella. Kennslubókin var
endurprentuð 1927.
Það var enn að Þorsteinn hag-
stofustjóri tók saman íslenska
útgáfu af svonefndum
esperantó-lykli með orðasafni er
kom út 1933. Þessi orðasöfn Þor-
steins voru lögð til grundvallar
þegar esperantó-orðabók með þýð-
ingum á íslensku var samin síðar.
Ritgerð eftir Þorstein Þorsteins-
son um dr. Zamenhof og esperantó
birtist í Almanaki Þjóðvinafélags-
ins fyrir árið 1919 og vakti athygli
manna um allt land á því hve
mikilvægu hlutverki alþjóðamál
eins og esperantó gæti gegnt.
Fleiri greinir og ritgerðir skrifaði
Þorsteinn í blöð og tímarit um
þetta efni þótt hér verði ekki
nefndar, skýrar og rökfastar eins
og honum var lagið, og tók þá
röggsamlega svari
esperantó-hreyfingarinnar þegar
svo bar undir.
Þegar esperantófélag var stofn-
að í Reykjavík 1927 varð Þorsteinn
formaður þess og gegndi því starfi
til 1931, en þá var Esperantista-
sambandið (eldra) stofnað og varð
Þorsteinn formaður þess. Var hér
um merk spor að ræða í sögu
esperantó-hreyfingarinnar á Is-
landi og henni mikið happ að eiga
á að skipa til forustu svo hæfum
manni sem Þorsteinn var og sem
naut jafnmikils trausts og virðing-
ar. Það er því eðlilegt og raunar
sjálfsagt að Islenska esperant-
ista-sambandið síðara vottaði hon-
um þökk sína og virðingu með því
að gera hann að heiðursfélaga.
Þorsteinn Þorsteinsson hafði
mjög gott vald á esperantó hvort
sem var í ræðu eða riti. Þegar
hann var kominn hátt á níræðis-
aldur tók hann sig til og þýddi á
esperantó sögu Sigurðar Nordals,
„Ferðin sem aldrei var farin", og
kom hún út 1 tímaritinu „Norda
prismo" undir nafninu „La vojago
kiu neniam efektivigis". Þýðingin
þykir vel af hendi leyst. Og það var
Þorsteini líkt að velja sér einmitt
þessa sögu að viðfangsefni.
Eitt sjálfsagt hlutverk alþjóða-
máls eins og esperantó á að vera er
að skila til manna af öðrum
þjóðum á'gripi af fræðilegum rit-
gerðum eða skýrslum sem á þjóð-
tungu er ritaðar. í hagskýrslu um
manntalið 1703, sem Þorsteinn bjó
til prentunar og Hagstofa Islands
gaf út 1960, er slíkt ágrip af
ritgerð hans um manntalið á
esperantó, auk þess sem það er á
ensku.
Þess var áður getið að Þorsteinn
Þorsteinsson hefði verið á 3.
alþjóðaþingi esperantista í Cam-
bridge 1907. Sjötíu árum síðar
veittist honum sú ánægja að sitja
setningarfund á fjölmennu
alþjóðaþingi esperantista hér í
Reykjavík, hinu 62. í röðinni.
Hann hélt til æviloka órofa tryggð
við hugsjón alþjóðamálsins sem
hann hefði tekið ungur og ætíð
unnið að með festu og aðgætni.
Kominn nokkuð yfir áttrætt
gekkst hann fyrir undirskrifta-
söfnun esperantó til framdráttar
hjá UNESCO og lét þá orð falla á
þá leið að hann vildi gjarnan verja
kröftum sínum meðan hann gæti
eitthvað í þágu þessa málefnis.
Ekki orkar tvímælis að dr. Þor-
steinn Þorsteinsson, fyrrum hag-
stofustjóri, var farsæll og áhrifa-
drjúgur brautryðjandi í kynningu
og útbreiðslu esperantós hér á
landi. En samstarfsmenn hans
minnast ekki síður hins hógláta,
starfshæfa manns, sem ætíð mátti
treysta og ekki vildi vamm sitt
vita í neinu.
ólafur Þ. Kristjánsson.
Með Þorsteini Þorsteinssyni,
fyrrv. hagstofustjóra, sem nú er
fallinn frá í hárri elli, kveðjum við
einn síðasta fulltrúa þeirrar kyn-
slóðar, er leiddi íslendinga á fyrra
helmingi þessarar aldar frá ör-
birgð til bjargálna og byggðu
innlenda stjórnsýslu frá grunni, en
fáir samtímamenn hans lifðu
lengri og farsælli starfsdag en
hann. Er á engan hallað þótt sagt
sé, að hann hafi verið einstakur
fulltrúi alls hins bezta í íslenzkri
mennta- og embættisstétt síns
tíma. Þorsteinn var ekki aðeins
óvenjulega vel gefinn og vel að sér
í fræðigrein sinni, heldur var elja
hans og starfsþrek með fádæmum,
eins og rit Hagstofunnar á em-
bættistíma hans bera gleggst
vitni. Mannkostir Þorsteins,
skarpur skilningur, rólegt og hlut-
drægnislaust mat í hverju máli,
óbrigðul vandvirkni og samvizku-
semi, unnu honum óskorað traust
allra, sem hann þekktu, en þeirri
stofnun, sem hann helgaði starfs-
krafta sína, Hagstofu Islands,
sérstakan og öfundsverðan sess í
stjórnkerfi íslands.
Áhugamál Þorsteins Þorsteins-
sonar lágu þó langt út yfir starf
hans á sviði hagsýslugerðar. Þor-
steinn var bróðir hins mikla fræði-
manns Hannesar Þorsteinssonar,
og átti með honum sameiginlegan
áhuga á íslenzkri sögu, sem m.a.
lýsti sér í hinni merku útgáfu hans
á Manntalinu frá 1703. Alla tíð, á
meðan honum entist heilsa, tók
Þorsteinn mjög virkan þátt í
starfsemi Vísindafélags Islend-
inga, og kom þar glöggt fram
víðsýni hans og þekking á fjöl-
mörgum sviðum. Énn er þó ótalið
það mál, sem var Þorsteini e.t.v.
öllum öðrum hjartfólgnara, en það
var útbreiðsla hins nýja alþjóða-
máls esperantó, sem miklar vonir
voru við bundnar á fyrra helmingi
aldarinnar. Lagði hannn á sig
mikla vinnu í þágu þeirrar hug-
sjónar um frið og bætt samskipti
þjóðanna, sem vakti fyrir forvígis-
mönnum esperantista. Lýsti öll
hin mikla vinna hans á þessum
vettvangi vel þeirri'manngæku og
óeigingirni, sem honum var í blóð
borin.
Ég átti því láni að fagna, þótt
aldursmunur væri mikill, að kynn-
ast Þorsteini Þorsteinssyni allvel.
Var hann bæði góðkunningi föður
míns, en ég bekkjarbróðir yngsta
sonar hans, svo að ég kom oft á
heimili hans þegar í æsku. Verður
mér alltaf minnistæð hin látlausa
og hlýlega framkoma hans, lifandi
hugsun og víðtæk þekking á
hverju, sem um var rætt, en á
stærilæti eða dómhörku örlaði
aldrei. Hann var mér því alla tíð
sönn ímynd hins vitra, góðviljaða
og hófsama manns. Yfir minningu
hans verður því ætíð birta og
heiðríkja.
Jóhannes Nordal.
Nú er lokið sambýli okkar við
Þorstein. I fimm ár bjó hann með
okkur, sér miklu yngra fólki í húsi
sínu við Laufásveginn, rétt eins og
kynslóðabilið hafi aldrei verið
fundið upp. Einstakir mannkostir
hans gerðú þetta sambýli bæði
ljúft og lærdómsríkt. Víðsýni hans
og umburðarlyndi var meira en ég
hef kynnst hjá nokkrum öðrum
manni, þótt á besta aldri væri.
Aldrei brá Þorsteinn skapi, kvart-
aði eða fann að nokkru, þótt
lifnaðarhættir og tíðarandi væru
um flest öðruvísi en hann áttiað
venjast.
Hógværð og lítillæti geta verið
af mörgu tagi og ekki alltaf sálar-
bætandi fyrir þann sem það sýnir.
í dagfari Þorsteins voru þessir
þættir eins ekta og hugsast getur,
sprottnir af hreint ótrúlegu innra
jafnvægi. Hann var sjálfum sér
nógur og samkvæmur í öllu, og
þurfti því ekki að leita sér stað-
festingar í umhverfinu, hvorki
þessa heims né annars.
Það er að vonum erfitt að greina
á milli meðfæddra og áunninna
eiginleika fólks sem maður kynn-
ist fyrst á tíræðisaldri. Mér sýnist
samt að Þorsteinn hafi verið gott
dæmi um hvernig menntun getur
bætt manninn, ef tekið er við
henni með réttu hugarfari. Bóka-
safn hans er nánast snið af heims-
menningunni allri; fagurbók-
menntir, þjóðleg fræði, málvísindi,
hagfræði, félagsfræði, sálarfræði,
stjórnmál og heimspeki meðal
annars. Þessar bækur hafa ekki
rykfallið. I fjölmörgum þeirra eru
blaðaúrklippur og athugasemdir
tengdar innihaldinu, sem sýna að
Þorsteinn var sívakandi í þekking-
aröflun sinni.
Ekkert var fjær Þorsteini en að
troða skoðunum sínum og venjum
upp á aðra. Ekki síst þess vegna
hafði hann mikil áhrif á okkur
sem kynntumst honum, og við
munum ávallt vera þakklát fyrir
að hfa fengið tækifæri til þess.
V.Þ.K.
t
Móöir okkar,
KATRÍN VIGFUSDÓTTIR
lézt f Landakotsspítala aöfaranótt 1. marz.
Kristin B. AndtrMn,
Viooó Björgólfsaon.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við fráfall og
minningarathöfn föður okkar og sonar,
SIGURDAR BRYNJÓLFSSONAR
Hringbraut 11,
Hafnarfiröi.
Ingi Torfi Siguröaaon,
Brynjótfur Sigurðason,
Valgerður Þórarinadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jarðarför
KARLS EMILS GUNNARSSONAR
Dvergasteini,
Húsavík.
Dagrún Jónsdóttir, börn, fengdabörn
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför mannsins míns,
fööur okkar og sonar,
HALLGEIRS EGGERTSSONAR,
Nesvegi 67
Einnig þökkum viö af alhug læknum og hjúkrunarfólki Borgarspítalans fyrir
frábæra umönnun.
Hildur Kjartansdóttir og böm.
Rósbjörg Sigurösrdóttir.