Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 23 Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna, og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, gengust nýlega fyrir fundi um efnið: „Friðhelgi einkalífs með sérstöku tilliti til foreldra og barna.“ Frummælandi á fundin- um var Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, en hún hefur flutt frumvarp til breytinga á grunnskólalögunum sem m.a. er ætlað að tryggja nemendum aukna friðhelgi einkalífs síns og foreldrum aukin áhrif á skóla- starfið. Einn hvatinn að þessu frumvarpi var könnun sem var gerð 1976 á persónulegum hög- um nemenda í 8. bekk grunn- skólans í Reykjavík. I máli Kjartans Gunnarssonar lög- fræðings sem var einn af þátt- takendum í pallborðsumræðum á fundinum kom m.a. fram eftir- farandi: Hugtakið friðhelgi einkalífs. Erfitt getur verið að skilgreina nákvæmlega hugtakið friðhelgi einkalífs. Flestir eru þó sammála um, að umhverfis einstaklinginn eigi að vera nokkurs konar „friðað svæði". Svæði þar sem einstakl- ingurinn getur verið í friði fyrir afskiptum annarra bæði annarra einstaklinga og hins opinbera. Þetta friðaða „svæði" nær til nánustu einkamála manna, til líkams- og sálarfriðar þeirra, til þess að menn megi eiga leyndar- mál og tryggir þeim vernd gegn lognum sökum, áburði og frásögn- um af einkamálefnum þeirra. Þessi friðhelgi hefur lengi verið talin sjálfsagður þáttur í mann- réttindum meðal frjálsra þjóða og er veitt margvísleg vernd, bæði í stjórnarskrám og sérlögum t.d. refsilögum. Kriðhelgi-einkalífs verður rofin með margvíslegum hætti. Oft geta orðið árekstrar milli friðhelgi einkalífs annars vegar og prentfrelsis og þess sem kalla mætti almennt frásagnarfrelsi hins vegar. Slíkan ágreining er þó oftast fremur létt að jafna. En því getur verið öðru vísi farið með önnur brot gegn friðhelgi einka- FRIÐHELGI EINKALIFSINS Kjartan Gunnarsson: misnota hana, aðeins er vakin athygli á möguleikanum og auðveldri framkvæmd, ef einhver ætlaði sér að misnota upplýsing- arnar, sem fengust með könnun- inni. Það er frumskylda allra, sem framkvæma kannanir á persóuu- legum högum og viðhorfum manna að gæta þess vandlega að svör sé alls ekki unnt að rekja til svarandans. Þessa var ekki gætt við þá könnun, sem hér er til umfjöllunar. En önnur atriði skipta einnig máli. Var nokkur og er yfirleitt nokkur þörf fyrir svona nákvæmar kannanir um þessi málefni? Þjónar könnun af þessu tagi nokkrum viðurkennd- um vísindalegum markmiðum? Og jafnvel þótt svo væri, er þá ekki einstaklingurinn og friðhelgi málefna hans mun meira virði heldur en óafmarkaður og óskýr vísindatilgangur. Þótt vísindin „efli alla dáð“ þá eru þau alls ekki Mannréttindi ofar rannsóknarréttindum lífsins. Brot, sem orðið hafa æ algengari með framförum í tækni og vísindum sem opnað hafa stórkostlega möguleika til njósna og eftirlits með einstaklingunum. Nú orðið er einstaklingurinn nánast hvergi óhultur, æviferill hans er nákvæmlega skráður frá upphafi til enda og ef vilji er fyrir hendi er hæft að fylgjast nákvæmlega með öllu atferli manna og næstum því sem hugsunum þeirra og tilfinningum. Þessi staðreynd leiðir okkur til könnunar þeirrar eða rannsóknar á högum skólabarna, sem segja má að hafi orðið kveikjan að þessum fundi. Hátternis- og viðhorfa-könnunin. Það blandast engum hugur um það, sem lesið hefur hinar 114 spurningar, sem í könnuninni eru (og flestar eru í 5 og allt upp í 19 liðum), að nákvæm svör við þessum spurningum „afhjúpa" eða „afklæða" gjörsamlega þann einstakling sem svarar þeim. Könnunin er svo nákvæm að þar er engu sleppt, sem skiptir máli fyrir 13 ára ungling. Dr. Ragnar Ingimarsson hefur rækilega sýnt fram á, að vandalaust er að gera nafnleynd könnunarinnar að engu og fá nákvæmar upplýsingar um hverjir þeir einstaklingar eru, sem svöruðu spurningum í könnuninni. Það er þó alls ekki verið að halda því fram að þeir íslenzku námsmenn, sem könnun- ina gerðu, hafi ætlað sér að æðri grundvallarmannréttindum manna — síður en svo. Þá má og benda á, að sam- kvæmt erlendri löggjöf um tölvur og vernd einstaklinga gagnvart misnotkun talva (og raunar samkvæmt ákvæðum í íslenzku lagafrumvarpi um þau efni) er almennt óheimilt að skrá og geyma í tölvutæku formi lang- mest af þeim atriðum, sem spurt er um í þessari alræmdu könnun. Og í öllum lögum um þessi mál- efni er algerlega bannað að tölvu- vinna upplýsingar af þessu tagi fari fram erlendis. (I lögum sumra landa er þó heimilt að gera undanþágur frá þessu í sérstökum afmörkuðum tilvikum en ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að slík heimild sé veitt). Með hliðsjón af þessum atriðum tel ég að viðkomandi yfirvöld, m.a. þeir, sem heimiluðu þessa könnun, eigi að gera gangskör að því að fá tafarlaust í hendurnar öil frumgögn og úr- vinnslugögn þessarar könnunar og eyða þeim. Með því væru tryggð réttindi þeirra sem spurðir voru, en með könnuninni hefur F freklega verið vegið* að grund- g vallarmannréttindum þeirra. Markmið skólans og gildi hans Það er fleira en spurningalistar * sem hér er á dagskrá. Við ætlum > einnig að fjalla um markm? ,, skólans og gildi hans. Það t auðvitað ekki rétt að skólinn eigi | að vera hlutlaus þótt honum be að vera hlutlægur. Skólinn á < hlýtur að meta hvað hann teh eftirsóknarvert og hvað ekk hvað hann telur rétt og rangi s o.s.frv. Það er löggjafinn í landir.t sem fyrst of fremst setur skólan- ' um markmið og gildi og í star löggjafans endirspeglast no og skoðanir þjóðarinnar. Þei sem ekki vilja hlýta þessum gi< um eiga í sjálfu sér ekki rin sem uppalendur og ker skólana. Það eru s. réttindi foreldra og barn i sé gengið gegn viðurk? di. grundvelli skólastarfsins á sér stað, er ekki rétt - því með umburðarlynd með markvissum endur!. g breytingum, sem tryggi , i- inn starfi í þeim anda ög- gjafinn hefur ákveðið í -:mi við þjóðarviljann. Þetta nerkir auðvitað ekki að hin við ; senndu uppeldisvöld foreldrn verði afnumin. Það er réttur be.rra og skylda að ala upp börn og sá skyldubundni réttur ve; ,r ekki af þeim tekinn, meðar. uppeldið stefnir ekki barninu og velferð þess í sannarlega hættu. Islenzki skólinn hlýtur fyrst og fremst að leita gilda sinna í mennréttindum og lýðfrelsi borgaranna og í siðgæðishugmyndum og náunga- kærleika kristinnar trúar. Mígreni SAMTÖK mígrenisjúklinga voru stofnuð 1978 og eru opin öllum höfuðveikisjúklingum á landinu og velunnurum þeirra. Skrifstofa samtakanna er opin einu sinni í viku, á miðvikudög- um kl. 5—7, í húsakynnum Félags heyrnarlausra að Skóla- vörðustíg 21 (sími 13240). Er þar m.a. hægt að fá fréttablað samtakanna, en tvö komu út á s.l. ári. Samtökin hafa beðið blaðið að birta eftirfarandi spjall eftir Sverri Bergmann lækni, er þau telja að eigi erindi til hinna mörgu, sem þjást af mígreni: Það er svolítið vandasamt að gefa mönnum gagnleg heilræði við höfuðverk í stuttu spjalli. Ég verð því að snúa mér eingöngu að tveim algengustu tegundum höfuðverkar þ.e. s.n. spennuverk eða tauga- og vöðvagigt annars vegar og svo migraine, sem heitir því fremur óskemmtilega nafni höfuðkveisa á okkar tungu. Þetta eru ekki aðeins algengustu tegundir höfuðverkj- ar heldur einnig þær sem ein- hverjum heilræðum verður við komið. Á hitt ber þó að líta að vandamálið höfuðverkur er ekki alveg svo ainfalt og því er nauðsynlegt að gefa örstutta og hvergi nærri tæmandi fræðslu um höfuðverk en reyna þó að koma til skila þeim upplýsing- um, sem verða mættu gagnleg- ar. Er þá fyrst nauðsynlegt að átta sig á helstu orsökum höfuð- verkjar og raunar enn áður en að því kemur að glöggva sig á því í hverju við finnum til í höfðinu. Við finnum t.d. mjög lítið til í heilanum sjálfum. Það er slæmt að því leyti að við erum okkur minna meðvitandi um hina stöðugu starfsemi þessa æðsta líffæris okkar. Hinsvegar er þetta gott að því leyti til að ekki myndum við hugsa meira ef við fyndum verulega til í höfð- inu við það. En af þessu leiðir m.a. að heilaæxli valda lengst af ekki miklum höfuðverk og það er yfirleitt eitthvað annað en hann, sem rekur sjúklingana til læknis. Höfuðverkur í sambandi við fyrirferðaaukningu i heila er oftast mildur lengst af, bundinn við ákveðinn tíma dagsins og lætur undan venjulegum verkja- lyfjum. Það leiðir einnig af eðli slíkra sjúkdóma að hafi höfuð- verkur verið til vansa mánuðum saman jafnvel árum saman er lítil ástæða til að ætla að slíkir alvarlegir sjúkdómar liggi að baki. Þeir ganga mun hraðar fyrir sig en svo. Þetta vona ég séu gagnlegar upplýsingar ef haft er í huga hversu margir þjást af höfuðverk og hversu margir a.m.k. í upphafi láta sér detta það versta í hug. Hins vegar finnum við til í heila- himnunum, en hafa verður það í huga að þar eru yfirleitt á ferðinni bráðir sjúkdómar, þar sem heilahimnur ertast vegna blóðs eða sýkla. Fái menn skyndilegan mikinn höfuðverk uppköst og hnakkastífleika og verði sljóir eða rænulausir ber þeim eða nærstöddum að kalla strax á læknishjálp. Þetta vona ég séu einnig gagnlegar upplýs- ingar. Við finnum einnig til í æðunum inni í og ekki síður utan á höfðinu. En gagnstætt því sem margir halda skeður þetta þegar æðar eru ofþandar en ekki þegar þær eru þröngar og kalkaðar. Þetta vona ég að fólki sé nytsamt að vita um. Migraine er gott dæmi um höf- uðverk vegna ofþandra æða. Sjúkdómurinn stafar sennilega af mjög tímabundinni efnarösk- un í líkamanum og er orsökin oftast óþekkt en verður stund- um sett í samband við ákveðin innri og ytri áhrif. Af efnarösk- uninni leiðir í fyrstu skamm- vinnan æðasamdrátt og koma af því margvísleg einkenni svo sem dofi, sjóntruflanir, svimi, mátt- leysi, taltruflanir og jafnvel yfirlið og má skýra þetta með því að hinar þrengdu æðar flytji ekki nægjanlegt blóð til ein- stakra hluta heilans. En svo þenjast æðarnar út og þar af kemur höfuðverkurinn, oft í hálfu höfðinu og uppköst og ljósfælni fylgja. Þetta er sjúk- dómur hjá ungu fólki, sjaldnast eftir miðjan aldur, flestir eru góðir í höfðinu milli hinna einstöku migraine kasta og yfir- leitt skiptast á tímabil, þar sem köst koma oft og önnur er þau koma sjaldan. Þrennt þarf að ráðleggja migrainesjúklingum; í fyrsta lagi að hyggja að því er gæti komið af stað köstum, s.s. birta, matur, vín, lyf (pillan), þreyta, svefnleysi, spenna og andleg áreynsla, tíðir hjá konum o.s.frv. Sumt af þessu má forð- ast og draga þannig verulega úr tíðni kastanna. I öðru lagi reyna að átta sig vel á einkenn- um er fara á undan höfuðverkn- um og sem ég hef áður lýst. Hin s.n. migrainelyf duga best ef þau eru tekin á því stigi en öll hindra þau ofþenslu æðanna. í þriðja lagi ef þetta bregst er lítið annað að gera en koma sér í bólið, hafa kyrrt, myrkt og hafa kalda bakstra með nokkrum þrýstingi á höfuðið og reyna að koma niður verkjatöflum og/eða róandi töflu eða svefntöflum en með hvíld verða köstin yfirleitt styst. Migraine-lyf gagna lítt þegar köst eru komin og tiltölu- lega meinlaus fyrirbyggjandi lyf eiga aðeins við að köst komi mjög ört. Allt sem eykur þenslu höfuðæða getur valdið höfuð- verk sem þá líkist migraine. Þetta verður fyrst og fremst vegna minnkaðs súrefnis í blóð- inu. Þetta gæti verið svo t.d. vegna þess að í umhverfinu væri þungt loft s.s. vegna lélegrar loftræstingar eða efna, sem menga andrúmsloftið. Reyking- ar geta þannig t.d. skapað svona höfuðverk ekki aðeins þeim, sem reykja heldur einnig hinum, er við reykinn búa. Höfuðverkur vegna hækkaðs blóðþrýstings stafar af æðaþani en höfuðverk- ur er ekki góður mælikvarði á hækkaðan blóðþrýsting. Vona ég það sé nytsöm upplýsing sem og mikilvægi heilbrigðs og ómengaðs andrúmslofts innan sem utan dyra. Sá höfuðverkur sem er al- gengari en allar aðrar tegundir samanlagt oft nefndur spennu- verkur, tauga- eða vöðvagigt. Þetta eru misgóð réttnefni en hann á orsök utan á höfði í beinhimnu, vöðvum, vöðva- festingum, taugum og æðum, er þar liggja. I þessu öllu finnum við til. Þessi verkur vill verða þrálátur, stöðugur og á köflum afleitur. Hann er um allt höfuð- ið, oft verstur á einum stað, leitar niður á hnakka, út í herðar, fram í handlegg, niður bak og fram í brjóstvegg. Þetta skilur fólk vel en hins vegar fylgir oft særindi í höfði eða það þá dofnar, tómleiki í kollinum, svimi, sjóntruflanir, slappleiki, óeðlileg þreyta og pirringur. Þessu gengur fólki oft illa að koma heim og saman en þannig er nú þetta og eru á því líffæra- iegar og lífeðlisfræðilegar skýr- ingar sem því miður er ekki tími til að fara út í nánar hér. Þessi verkur á sér fjölmargar orsakir. Hann kemur af öllu því er veldur almennum slappleika s.s. eins og blóðleysi, einnig vegna skemmdra hálsliða, lé- legra tanna, slæmrar sjónar og heyrnar og gigtar í andliti og öxlum. Allt framkallar þetta spennu og óeðlilegt átak á vöðva höfuðs, hnakka og herða. Að þessu verður að hyggja eftir því sem skoðun _og önnur einkenni gefa tilefni til. Margt af þessu má leiðrétta með lyfjum og annarri sér- hæfðri meðferð og þar með losa fólk við höfuðverkinn. En oft finnst engin þessara orsaka og er þá til að dreifa óhóflegu líkamlegu og/eða andlegu álagi. Hið líkamlega er auðvitað of mikil vinna miðað við aðrar aðstæður, en ekki síður óheppi- leg vinnuaðstaða s.s. kuldi, ónóg loftræsting, óheppileg birta og stöðug óeðlileg vinnuaðstaða sérlega við störf er leggja mikið á herða- og hnakkavöðva. Eru hér þau ráð ein að gefa að hyggja að þessu öllu og leiðrétta sem kostur er. Hið andlega álag er auðvitað streitan þegar kraf- ist er hraða og afkasta umfram mannlega getu þótt oftar liggi sjálfskaparvítin til grundvallar. Fólk ætlar sér meira en það fær risið undir í kappi um þau atriði í lífinu, sem það heldur skipta máli og bugast loks af líkamleg- um einkennum, áhyggjum og spennu. Hér er kapp best með forsjá, einnig í prjónaskapnum, og hér verða ráðin um það hversu iifa skuli lífinu en til þess eru alla daga margir kall- aðir að gefa slík ráð og læt ég, þau því liggja milli hluta. En almenn ráð við þessum höfuð- verk er að forðast kulda, læra og iðka slökun og stunda heit böð. Lyf milda en lækna ekki ein sér. í stuttu máli: Höfuðverkur er langoftast af meinlausri orsök þótt bót geti verið torsótt. Sjálf- sagt er að láta athuga um orsakir síns höfuðverkjar og fer eftir mörgu hve langt sú athug- un þarf að ná. Niðurstaðan er sú að langoftast þarf sjúklingurinn sjálfur að taka umtalsverðan þátt í því að losna undan sínum höfuðverk eftir að orsök hans liggur fyrir og skýringar og ráð hafa verið gefin. Öll sérhæfð meðferð er nánast að létta honum þetta á stundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.