Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 27

Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 27 Mexíkó: Framldða innan fárra árn fimmfalda árlega olíu- notkun Bandaríkjamanna MEXÍKÓ sem jafnan hefur verið hálfgert olnbogabarn í utanríkismálastefnu Banda- ríkjanna er nú skyndilega komið inn á gafl í Washing- ton. Astæður þessa eru að sjálfsögðu hinar nýju olíu- lindir landsins, sem fundust á s.l. ári. — Til að reyna að koma ár Bandarikjamanna þar vel fyrir borð hélt Carter forseti til fundar við Lopez Portillo forseta Mexí- kó í siðasta mánuði en hafði ekki erindi sem erfiði. Kveðjur þær sem Carter fékk í heimsókn sinni í Mexíkó sýna það ótvírætt að Mexíkanar ætla ekki að láta einn né neinn segja sér fyrir verkum í framtíðinni. Framleiðslugeta Mexíkó er nú um 1,5 milljónir tunna af olíu á dag en Lopez forseti hefur gefið í skyn, að hún verði komin í 2,25 milljónir tunna á dag í lok ársins 1980. Að mati sérfræðinga eru all- ar líkur sem benda til þess, að innan fárra ára verði Mexíkanar farnir að berjast við Saudi-Araba um hvor þjóðin framleiðir meiri olíu. Þó telja sérfræðingar, að ef fer sem horfir um fram- leiðslugetu Mexikana geti þeir um miðjan næsta áratug framleitt fimmfalda árlega olíunotkun Bandaríkjanna, þannig að það er til mikils að vinna fyrir Bandaríkjamenn sem eftir byltinguna í íran standa nokkuð höllum fæti, hafa aðeins Saudi-Araba til að halla sér að. Lopez forseti hefur sagt, að ekki komi til greina að erlend olíufyrirtæki flæði yfir land- ið, heldur verði farið rólega í sakirnar og Mexíkanar hafi stjórn mála að mestu á sinni hendi. Forsetinn áætlar að olíuframleiðslan geti á næstu þremur árum skapað starf fyrir um 600 þúsund lands- menn ef rétt er á málum haldið. Þrátt fyrir kaldar kveðjur sem Carter fékk í heimsókn sinni í síðasta mánuði er ákveðið að forsetar landanna ræðist við á nýjan leik innan skamms. Þar mun Carter væntanlega reyna til hins ýtrasta að ná samningum um verulega olíusölu til Banda- ríkjanna. Fyrir Bandaríkja- menn er spurningin ekki bara um að fá olíu frá Mexíkó heldur yrði flutningskostnað- ur þaðan margfalt lægri heldur en hann er í dag þegar flytja þarf olíuna frá Saudi-Arabíu og áður að hluta til frá íran. Að mati fréttaskýrenda í Mexíkó situr Lopez forseti á hálfgerðri pólitískri púður- tunni þessa dagana vegna þessara nýju auðæfa landsins og megi alls ekkert útaf bera til þess að ekki verði alger pólitísk upplausn í landinu, því stjórnmálamenn greinir mjög á um aðferðir til að nýta þessi nýju auðæfi. Versnandi útlit í byggingariðnaði AFKOMA byggingariðnaðarins hér á landi varð nokkuð lakari í fyrra en árið áður eða sem nam um 0,4% sé miðað við magn, segir í frétt frá Landssambandi iðnaðarmanna. Verulegur samdráttur varð í byggingarstarfsemi á 4. ársfjórðungi 1978 miðað við 3. ársfjórðung sama ár. í heild nemur samdrátturinn um 12,6% að magni til. Starfsmönnum hefur af þessum sökum verið fækkað verulega og voru starfsmenn um áramótin 300 undir meðaltali ársins 1977, sem var 7185 starfsmenn. Til glöggvunar voru tölur um mannafla í lok 3. ársfjórðungs og 4. ársfjórðungs 1978 þessar: Starfsmannafjöldi í byggingariðnaði 3. ársfj. ‘78 4. ársfj. ‘78 Breyting frá 3. ársfj. Verktakar 3.914 3.784 -3.3% Ilúsasmiði 1.254 1.154 -7.9% Húsamálun 503 353 -29.8% Múrsmíði 564 531 -5.8% Pípuiögn 365 398 9.0% Raflagnir 704 653 -7.2% Dúkal. og veggf. 33 29 -12.1% Samtals 7.337 6.902 -5.9% Starfsmönnum fækkaði samkvæmt þessu frá lokum september fram að áramótum um 450 starfsmenn í heild. Eftir landshlutum hefur starfsmönnum fækkað hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu og atvinnuleysis er þegar farið að gæta. Horfurnar framundan eru því mjög dökkar, eri í ársbyrjun bjuggust fyrirtæki með 57,5% mannaflans við samdrætti í starfsemi sinni, en fyrirtæki með aðeins 5,4% mannaflans bjuggust við aukningu. Gera má því ráð fyrir að starfsmönnum fækki enn frekar á fyrstu mánuðum þessa árs frá því sem þegar er orðið og að atvinnuleysi sé framundan í byggingariðnaði. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: „Vítum ódrengileg vinnubrögð borgar- stjórnarmeirihlutans — fjárhagsáætlunin er marklaust plagg” Þegar áliðið var nætur við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar og atkvæðagreiðsla var að hefjast kvaddi einn af borgarfulltrúum vinstri meirihlut- ans, Kristján Benediktsson (F), sér hljóðs og flutti bókun frá meirihlutanum. Þetta mun vera einsdæmi við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar, að flutt sé mjög löng bókun að loknum umræðum og mælendaskrá hefur verið lokað. Hins vegar er mjög algengt að menn geri örstutta grein fyrir atkvæði sínu við hverja þá at- kvæðagreiðslu, sem þeir telja ástæðu til og þá í fáum orðum. Bókun meirihlutans er svohljóð- andi: „Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1979 var lögð fram í desembermánuði sl. var ljóst, að verulega vantaði á, að endar næðust saman. I reynd vantaði fjármagn til að mæta þeim launahækkunum, sem urðu 1. desember svo og til að mæta þeim hækkunum á kaupgjaldi og til- kostnaði sem leiða mundi af hækk- un vísitölunnar á þessu ári. Vert er að benda á, að þessi erfiða staða við gerð fjárhagsáætlunarinnar var þrátt fyrir að tekjur höfðu verið auknar með hækkun þeirra tekjustofna, sem hreyfanlegir voru, að ekki var stefnt að fjölgun á starfsliði hjá borginni og að víða hafði verið dregið úr útgjöldum við reksturinn. Frá því fyrri umræða um fjár- hagsáætlunina fór fram hefur verið unnið sleitulaust að þvi að finna leiðir til sparnaðar í rekstr- inum. Árangur þess starfs hefir orðið sá að rekstrargjöldin hafa verið lækkuð um tæpar 850 millj- ónir króna. Á sama hátt hefur verið kannað rækilega hvar draga mætti úr framkvæmdum og þá haft í huga, að staðið væri við gerða samninga við verktaka og að ekki væri gengið það langt að um verulegan samdrátt yrði að ræða í atvinnu- lífinu. Með þetta í huga hafa útgjöld á eignahreyfingalið fjr- hagsáætlunarinnar verið lækkuð um 340 milljónir. Þannig hefur útgjaldabálkur fjárhagsáætlunar- innar í heild verið lækkaður um tæpar 1200 milljónir. Þessi niður- skurður samsvarar því, svo nær- tækt dæmi sé tekið, að útgjöld á fjárlögum ríkisins væru lækkuð um 10 milljarða frá því fjárlaga- frumvarpið er lagt fram og þar til það er afgreitt. Framangreindar ráðstafanir hafa gert kleift að setja í fjárhags- áætlunina sérstakan lið að upp- hæð 1045 milljónir til að mæta launahækkunum og öðrum aukn- um tilkostnaði. Verðbólgan mun hins vegar ráða mestu um það, hversu langt sú upphæð dugar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lögðust eindregið gegn þeim hækk- unum á tekjustofnum borgarinn- ar, sem ákveðnar voru í desember- mánuði og nema um 1600 milljón- um króna. Þeirra úrræði virðist því vera auknar lántökur eða svo stórfelld- ur niðurskurður framkvæmda að leiða mundi til verulegs atvinnu- leysis eða stórfellds niðurskurðar á þjónustu. Báðum þessum leiðum hljótum við að hafna. Við teljum ekki fært að auka við þær skuldir sem við tókum í arf og nema um 1000 milljónum við erlendar lánastofn- anir og svipaðri upphæð við Landsbanka íslands. Þá teljum við ekki fært að draga svo úr fram- kvæmdum á vegum borgarinnar, að stórfelldri röskun valdi á vinnu- markaðnum og augljósu atvinnu- leysi í sumum greinum. Er það von okkar, að meginþorri borgarbúa geti verið okkur sammála í þessum efnum." Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins brugðust allhart við og mótmæltu þessum vinnubrögðum borgarstjórnarmeirihluta vinstri manna og kröfðust þegar í stað, að hlé yrði gert á fundi borgarstjórn- ar um stund. Forseti borgarstjórn- ar frestaði þá fundi um stund. Síðan lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram eftirfarandi bókun: „Borgarfulltrúar meiri- hlutans hafa nú við upphaf at- kvæðagreiðslu um fjárhagsáætlun og að loknum umræðum komið fram með bókun, sem er hlaðin ásökunum og fullyrðingum, sem ekki fá staðist og ber að víta þessi riýju og ódrengilegu vinnubrögð. Sérstaklega viljum við benda á eftirfarandi atriði: 1) Við fyrri umræðu gagnrýnd- um við, að verulega vantaði á, að endar næðu saman. Undir þetta er tekið í upphafi bókunar meirihlut- ans, en verra er, að enn er marg- víslegur fjárhagsvandi látinn óleystur. Fjárhagsáætlunin er því marklaust plagg. 2) Samanburður við fjárlög rík- isins er út í hött. 3) Það er rangt, að okkar úrræði séu auknar lántökur eða svo stór- felldur niðurskurður framkvæmda að leiða muni til stórfellds at- vinnuleysis eða niðurskurðar á þjónustu. Okkar úrræði sjást best í því, að undanfarin ár höfum við stjórnað fjármálum borgarinnar án þess að hækka álögur á borgar- búa. Okkar úrræði í raun myndu felast í auknu daglegu aðhaldi, sem skort hefur í stjórn hins sundurlausa vinstri meirihluta. 4) Það eru ósannindi, að meiri- hlutinn hafi tekið í arf 1000 millj- ónir króna í erlendum skuldum og svipaðri upphæð við Landsbanka Islands. Hinar réttu tölur koma fram í greinargerð Ólafs Nilssonar um úttekt á borgarsjóði þann 30. júní sl. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hörmum þessa ódrengi- legu framkomu borgarstjórnar- meirihlutans og vísum bókun þeirra á bug í heild sem órök- studdri og marklausri." Búnaðarþing: V eitt verði lán til kaupa á eldri íbúðum í sveit BÚNAÐARÞING afgreiddi á fundi sínum í gær, fimmtudag, þrjú mál og á þessum sama fundi voru lögð fram fjögur ný mál. Búnaðarþing samþykkti að óska eftir því að lögum um Húsnæðismálastofnun ríkisins yrði breytt þannig, að sömu reglur giltu varðandi heimildir til lánveitinga út á íbúðarhúsnæði bæði f dreifbýli og þéttbýli og að einnig yrðu heimilaðar lánveitingar til kaupa á eldri fbúðum í sveit svo og til örorku- og cllilífeyrisþega. I samþykkt um frumvarp til laga um forfalla- og afleysinga- þjónustu í sveitum mælir þingið með því frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, en frumvarp um sama efni lá fyrir Búnaðarþingi 1978. Sá munur er þó á frum- vörpunum að nú er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði að fullu föst mánaðarlaun afleysingamanna en hlutaðeigandi, þ.e. sá, sem aðstoðarinnar nýtur hverju sinni, greiði yfirvinnu og ferðakostnað í stað þess, að % hlutar kostnaðar við afleysingaþjónustuna greiðist úr ríkissjóði en 'A úr sveitarsjóði að undanskildum ferðakostnaði. Þá samþykki Búnaðarþing að fela stjórn Búnaðarfélagsins að hlutast til um að breytingar á lögum og reglugerðum, sem lagðar voru fyrir þingið af loðdýra- ræktarráðunaut, nái fram að ganga en þær miðast við að auðvelda bændum að stunda loðdýrarækt sem aukabúgrein. Á fundi Búnaðarþings í gær voru lögð fram fjögur ný mál og hafa þinginu þá alls borist 44 mál. Lagt var fram erindi frá búvöru- deild Sambands ísl. samvinnu- félaga um umbætur á ullarfram- leiðslunni með því að efla leiðbeiningar og rannsóknir. Þá var lagt fram erindi Landssam- bands veiðifélaga og fjallar það um þingsályktunartillögu um sér- stakt gjald á veiðileyfi útlendinga, sem veiða í íslenskum ám, en tillaga um þetta liggur nú fyrir Alþingi. Telur Landssambandið þessa tillögu að ýmsu leyti byggða á röngum forsendum og leggur til að ákvörðun um þetta veiðileyfa- gjald verði frestað þar til viss atriði hafa verið könnuð nánar. Engilbert Ingvarsson, búnaðar- þingsfulltrúi Vestfirðinga, hefur lagt fram svofellda tillögu: „Búnaðarþing telur sjálfsagt rétt- lætismál, að rekstrarlán verði greidd bændum milliliðalaust. „í greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður að þessi ályktun sé samhljóða tillögu, sem sam- þykkt var á aðalfundi Búnaðar- sambands Vestfjarða 1978. Landbúnaðarráðherra hefur sent Búnaðarþingi til umsagnar frumvarp til laga um breytingu lausaskulda bænda í föst lán. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'ULVSlR l M Al.LT I.AND ÞF.GAR Þl' Al'GLVSIR 1 MORGl NBLAÐINL'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.